Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Samningar meirihlutans í Stöð 2 um fjármögnun hlutabréfa og endurfjármögnun félagsins á lokastigi Chase Manhattan reiðubúinn að lána yfir 2 milljarða CHASE Manhattan-bankinn I Bandaríkjunum hefur staðfest skrif- lega við Utheija hf., félag meirihlut- ans í íslenska útvarpsfélaginu hf., að bankinn sé reiðubúinn að veita lán til fjármögnunar á hlutabréfum minnihlutans. Jafnframt sé bankinn tilbúinn til að endurfjármagna megnið af eldri lánum íslenska út- varpsfélagsins þannig að heildar- lánsfjárhæðin nemi eitthvað á þriðja milljarð króna, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Útheiji hf. er félag Jóns Ólafs- Mikil sala á Viking Pilsner „SALA á Pilsner hefur gengið framar vonum, hún samsvarar því að hver íslendingur hafi drukkið 1 lítra af drykknum frá því hann kom á markað um miðj- an maí,“ sagði Baldvin Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Vik- ing hf. í samtali við Morgunblað- ið. „Mér sýnist við aðallega hafa unnið markað af erlendu tegund- unum á léttölsmarkaðnum, sem ég tel af hinu góða. Markaðshlut- deildin er 30-40%, og við von- umst til að halda sem mestu af því.“ Baldvin segir léttölsmarkað- inn tæpar 4 milljónir litra á ári. Viking stefnir að framleiðslu og sölu á 1-1,5 milljónum lítra ár- lega, en dreifingu annast Is- lensk-Ameríska verslunarfélag- ið. Innflutningur var nærri 1,5 milljónir lítra á síðasta ári. „Það er vel ef innlend framleiðsla sækir á innflutning á þessum markaði. Við höfum byggt markaðssetningu okkar á fersk- leika íslenska vatnsins, enda tel ég íslendinga ekki þurfa að flytja inn léttöl framleitt úr gæðalitlu vatni,“ sagði Baldvin. sonar, Siguijóns Sighvatssonar, Haraldar Haraldssonar, Jóhanns J. Ólafssonar og 16 annarra aðila. Félagið keypti í lok apríl öll hluta- bréf þeirra hluthafa sem deilt hafa við þá um yfirráðin í íslenska út- varpsfélaginu, þ.e. um 46% hluta- §árins. Bandaríska verðbréfafyrir- tækið Oppenheimer tók að sér að hafa milligöngu um fjármögnun bréfanna og varð niðurstaðan sú að endurfjármagna jafnframt eldri lán útvarpsfélagsins. Hlutabréf minnihlutans í félaginu SEMENTSALA mæld í tonnum dróst saman um 14% fyrstu sex mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagvísindum, fréttabréfi Þjóð- hagsstofnunar. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Sementverk- smiðjunnar á Akranesi, varð sam- drátturinn fyrst og fremst á lands- byggðinni, en sala á höfuðborgar- svæðinu hefði breyst minna. Skýr- inga minnkunarinnar væri að leita í minni framkvæmdum og slæmu veðurfari. Framkvæmdum lokið við Vestfjarðagöng „Við reiknuðum með samdrætti fyrir þetta tímabil, en fyrstu fjóra mánuði ársins var salan enn minni en við höfðum gert ráð fyrir. Okk- ar áætlanir gera ráð fyrir minnkun á seinni hluta ársins líka, og ég á von á að þeir mánuðir sem eftir eru hangi í áætlun. Við gerum ráð fyrir að salan nái lágmarki í ár, og næsta ár verði betra,“ sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að líklega hefði veður- far ráðið mestu um að söluáætlan- sem munu skipta um hendur, eru samtals um 253 milljónir að nafn- verði. Verða þau seld á genginu 4,0 þannig að heildarsöluandvirðið nemur 1.012 milljónum. „Góðfúslega orðið við beiðni um frest“ Útheiji fékk frest til loka júlímán- aðar til að staðgreiða bréfin en átti kost á 30 daga lokafresti ef viðun- andi tilboð um fjármögnun lægi fyr- ir. Óskar Magnússon, fulltrúi minni- hlutans, í útvarpsfélaginu, sagði að ir stóðust ekki, sérstaklega á Vest- fjörðum og á Norðurlandi, þar sem veðráttan var hvað verst. Hins vegar hefðu minnkandi fram- kvæmdir ráðið því, að gert var ráð fyrir minni sölu hjá fyrirtækinu á þessu ári en í fyrra. „Lok fram- kvæmda við Vestfjarðagöngin er ein af skýringunum á minnkandi meirihlutinn hefði þegar óskað eftir framlengingu á þessum fresti. „Við höfum talið að málið sé það langt komið að ekki sé ástæða til annars en að verða góðfúslega við því. Sam- kvæmt upplýsingum sem við höfum fengið að utan hafa erlendir fjár- mögnunaraðilar sent kaupendunum formlega staðfestingu á því að þeir séu reiðubúnir að fjármagna kaupin en þurfi viðbótartíma til frágangs þess máls. Þetta bendir til þess að endanlega verði gengið frá þessu í ágústmánuði." sölu,“ sagði Gylfi. Vísitala Þjóðhagsstofnunar fyrir sementsölu fyrstu sex mánuði árs- ins var 60,2 stig, en var 70,3 á sama tíma í fyrra og 66,6 fyrir allt árið 1994. Vísitalan hefur lækkað nokkuð jafnt frá árinu 1988, þegar hún nam 104,6 stig- BSK skilar hagnaði BIFREIÐASKOÐUN íslands hf. skilaði 34 milljónir króna rekstrarhagnaði í fyrra í stað 19 milljóna árið 1993. Rekstrartekjur fyrirtækis- ins námu 473 milljónum króna en rekstrargjöld 400 milljónum króna. Eigið fé nam 345 milljónum króna í árslok. Markaðshlutdeild fyrir- tækisins hefur minnkað á þessu ári enda er nú komið í samkeppni við tvö önnur skoðunarfyrirtæki. Karl Ragnars, forstjóri Bifreiða- skoðunar, segir að það sem af er árinu hafi fyrirtækið skoðað um 55% þeirra öku- tækja, sem færð hafi verið til skoðunar, Aðalskoðun hf. 30% og Athugun hf. 15%. „Vegna minnkandi markaðs- hlutdeildar má búast við því að eitthvert tap verði af rekstri Bifreiðaskoðunarinn- ar í ár. Okkur tekst ekki að spara og skera niður kostnað jafnhratt og markaðshlut- deildin minnkar. Það hefur líka áhrif að Bifreiðaskoðun- inni ber skylda til að veita fulla þjónustu úti á landi en nýjar skoðunarstöðvar eru ekki bundnar af því. í ár reiknum við þannig með að skoðunarstöðvar okkar úti á landi verði reknar með 20 milljóna króna tapi.“ Farþegum fækkar hjá Emerald MIKILL samdráttur hefur verið í sölu á ferðum með Emerald Air að undanförnu í kjölfar talsverðrar umfjöllun- ar um hag fyrirtækisins í fjöl- miðlum. Karl Sigurhjartarson, um- boðsmaður Emerald Air á ís- landi, segir að farþegum með vélum fyrirtækisins hafi fækkað verulega og hafi að- eins um 40 farþegar farið út með áætlunarfluginu síðast- liðinn þriðjudag. „Þetta er talsverð fækkun en farþega- fjöldinn hjá okkur hefur að jafnaði verið á bilinu 60 til 80 fram til þessa. Við von- umst hins vegar til að geta tekið Boeing vél okkar í notk- un næstkomandi þriðjudag og ég er sannfærður um að eftir- spurnin eftir ferðum okkar mun aukast í kjölfarið.“ Flugleiðir ráða fleiri flugmeim FLUGLEIÐIR hf. hafa ákveð- ið að ráða nokkra flugmenn til starfa. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem félagið ræður flugmenn. Að sögn Margrétar Hauks- dóttur, deildarstjóra í upplýs- ingadeild Flugleiða, þarf að ráða flugmenn nú til að mæta auknum umsvifum en einnig eru nokkrir af flugmönnum félagsins að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Ekki sé þó endanlega afráðið hversu mörgum verði bætt við að þessu sinni. um. Húsatryggingar tapa fjórðungs hlutdeild í brunatryggíngum fasteigna Tekjutapið er áætlað um 50-60 milljónir króna íár HÚSATRYGGINGAR Reykjavíkur hafa tapað um fjórðungi af markaðshlutdeild sinni í brunatryggingum fasteigna yfir til annarra tryggingafélaga á því hálfa ári sem liðið er frá því að þessar tryggingar voru gefnar frjáls- ar. Tekjutap Húsatrygginga vegna þessa verð- ur líklega um 50-60 milljónir króna á árinu 1995. Talsverðar breytingar í Reykjavík Að sögn Eyþórs Fanndals, forstöðumanns Húsatrygginga Reykjavíkur, tapaði HR um 25-28% af brunatryggingum á Reykjavíkur- svæðinu í kjölfar breytinganna um síðustu ára- mót. „Það voru einkum fyrirtæki sem fluttu sig annað um síðustu áramót en minna var um það að einstaklingar flyttu sig til.“ sagði Eyþór. Fasteignaeigendur geta einungis skipt um tiygg- ingafélag um áramót á ári hveiju og því er enn óljóst hvaða þróun hefur átt sér stað í bruna- tryggingum á þessu ári. Eyþór býst þó ekki við því að mikil tilfærsla muni eiga sér stað um næstu áramót. Vátryggingafélag íslands hafði einkaleyfi á brunatryggingum á húseignum utan Reykjavík- ur fram að síðustu áramótum. Að sögn Hilm- ars Pálssonar, framkvæmdastjóra atvinnu- trygginga hjá Vátryggingafélagi íslands, er reiknað með að félagið verði af um 37 milljón króna tekjum vegna tilflutninga yfir til annarra tryggingarfélaga eða um 10% af heildartekjum af brunatrvggingum, en þær námu um 374 milljónum króna í fyrra. Markaðssetning svarar vart kostnaði Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár- Almennra, vildi lítið segja um hvort framundan væri einhver auglýsingaherferð til að auka hlut- deild félagsins í brunatryggingum. „Við fórum út í auglýsingaherferð á síðasta ári enda var þá um nýjung að ræða. Við höfum ákveðið að stíga varlega til jarðar á meðan að við erum að öðlast reynslu í þessari grein enda geta tjóna- bætur vegna bruna orðið gríðarlega háar. Við erum hins vegar ekkert hættir þó svo að lítið hafi heyrst í okkur að undanförnu hvað þessar tryggingar varðar.“ Einar segir að félagið hafi skráð á fimmta þúsund brunatrygginga hjá sér um síðustu áramót og sé frekar búist við því að þeim fjölgi á árinu. Þórður Þórðarson, framkvæmdastjóri vá- tiyggingasviðs hjá Skandía, tekur í sama streng og bendir jafnframt á að hér sé um að ræða mjög ódýr iðgjöld og því erfitt að ráðast út í kostnaðarsamar auglýsingaherferðir vegna þeirra. „Það má segja að við séum að smala okkar viðskiptavinum heim með því að bjóða þeim þessar tryggingar um leið og þeir end- umýja aðrar tryggingar hjá okkur.“ Þórður seg- ir að Skandía hafí skráð um 1.000 brunatrygg- ingar hjá sér um síðustu áramót en bíða verði fram til ársloka til þess að sjá hver fjölgunin hafi verið á árinu. Hann segir þó að félagið muni eflaust styrkja stöðu sína á árinu. SslIsl á sementi hefur dregistsaman um 14%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.