Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ENN á ný stendur íslenskur skipaiðnaður á tímamót- um. Eftir mikla grósku á áttunda áratugnum og fram eftir þeim níunda tók mjög að halla undan fæti. Náði sú öfugþróun hámarki síðustu misseri þegar fjöldi fyrirtækja í greininni varð gjaldþrota eða fór í gegnum erfiða nauðasamn- inga. Nú kunna menn að spyija: Hveijar voru orsakir þessarar þróunar og hveijar afleiðingar? Voru þetta eins og hveijar aðrar náttúruhamfarir, sem engin fékk við ráðið, eða hefði verið hægt að grípa fyrr til ráðstaf- ana, sem hefðu bjargað einhveiju eða öllu? Þannig hlaðast upp spurningar sem erfítt er að svara en er þó nauð- synlegt að íhuga ef minnka á líkum- ar á að slík ósköp hendi aftur; erfið- leikamir eru ekki einasta til að sigr- ast á þeim heldur einnig til læra af þeim. Sá lærdómur gæti orðið góð undirstaða til nýrrar sóknar. Sveiflur í sjávarútvegi Eins og áður hefur verið sýnt fram á á opinberum vettvangi vora í sjálfu sér næg skipaiðnaðarverkefni fyrir íslenskar útgerðir síðustu árin. Gall- inn var sá að þau fóra flest til út- landa - bæði vegna þess að lengst af var íslenska krónan of hátt skráð og einnig vegna mikilla beinna og óbeinna opinberra styrkja í helstu samkeppnislöndum okkar. Fullyrða má að síðarnefnda atriðið veitti ís- lenskum skipaiðnaði náðarhöggið enda þótt skráning krónunnar hafi oft leitt til mikilla sveiflna í grein- inni. Engin atvinnugrein, sem er í harðri samkeppni á alþjóða vett- vangi, þolir álíka sveiflur til lengdar. Nú vill svo til að illa hefur gengið í sjávarútvegi um nokkurt skeið. Ein afleiðing þess er að gengi ísl. krón- unnar hefur verið skráð lægra en menn muna og samkeppnisiðnaður- inn notið góðs af því. Ef vonir manna rætast um bættan hag útgerðar og fiskvinnslu á næstu áram má að óbreyttu fullyrða að sú annars já- kvæða þróun leiði til hækkandi raun- gengis með alvarlegum afleiðingum fyrir allan samkeppnisiðnað og raun- ar fiskvinnsluna líka. Þeir, sem kæt- ast við slíka þróun, era innflytjendur vara, sem framleiddar era erlendis og seldar hér á undirverði í skjóli of hátt skráðar íslenskrar krónu. Þannig hefur ígildi veiðileyfagjalds verið tekið af sjávarútveginum og um leið hefur fótum verið kippt und- an samkeppnisiðnaði og ódýrar er- lendar vörar og þjónusta flæða inn í landið og eyðslan nær nýju há- marki - eyðsla, sem oftast er um- fram efni. Þegar svo skipaiðnaðarverkefnin fóra að flæða til útlanda vegna mik- illa opinberra Styrkja kastaði fyrst tólfunum. Hér búum við 260 þúsund sálir og eigum sameiginlega auðlind, sem margar atvinnugreinar þurfa að koma að, til þess að unnt sé að nýta. Engin þeirra má bregðast, því þá slitnar keðjan, skip komast ekki á sjó og fiskur ekki verkaður. Við slík- ar aðstæður er auðlindin harla lítils virði. Allir verða að leggjast á eitt og fráleitt að búa svo um hnúta að ein atvinnugrein, sem þama kemur við sögu, telji sig æðri og þarfir henn- ar mikilvægari en hinna. Eins og málum er nú háttað era leikreglur hins vegar allar aðeins miðaðar við eina þessara greina, þ.e. sjávarútveginn; útgerð og fisk- vinnslu. Einu virðist gilda hvort aðr- ar atvinnugreinar, sem gera okkur kleift að nýta auðlindina, búi við eðlileg og jöfn starfsskilyrði og geti jafnframt nýtt þau til enn frekari landvinninga í atvinnulegu tilliti. Þetta er þeim mun sorglegra þegar þess er gætt að eitt af meginvið- fangsefnum framtíðarinnar er að skapa fjölda nýrra og vel launaðra starfa í landinu. Keppt við 30% ríkisstyrki Þess er áður getið, að síðustu árin hafa ríkisstyrkir samkeppnisland- anna ráðið mestu um hvernig fór fyrir íslenskri skipasmíði. Enda þótt aðrir þættir eins og óstöðugleiki á markaði, óhagstæð starfskilyrði, hátt verð á hráefnum og lágt verð á not- uðum skipum hafi haft sitt að segja, þá taldi starfshópur, sem gerði mjög ítarlega úttekt á ríkisstyrkjum og VIÐSKIPTI Skipaiðnaður átímamótum Sjónarhorn Þrátt fyrir hrikaleg áföll undan- farin ár í greininni er ástæða til að binda vonir við að jafn- ræði verði meira í samkeppninni við erlenda keppinauta í fram- tíðinni, segir Ingólfur Sverris- son og bendir á að markmiðið sé að endurheimta fyrri reisn skipaiðnaðar Ingólfur Sverrisson undirboðum skipasmíðaiðnaði, að ríkisstyrkirnir hafi vegið þyngst. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að u.þ.b. 30% af samningsverði, sem erlendir samn- ingsaðilar buðu ís- lenskum útgerðar- mönnum hafi verið greitt úr ríkissjóði viðkomandi Ianda. Þessi fjáraustur hafi ráðið úrslitum í samkeppninni og valdið mestu um það tjón, sem varð í íslenskum skipa- iðnaði á sama tíma og fjárfest var meira en áður í fiskiskipum hér á landi. Hér var m.ö.o. heil atvinnu- grein nærfellt eyðilögð - ekki fyrir það að hún stæðist ekki eðlilega sam- keppni heldur vegna þess að hún þurfti að auki að keppa við ríkissjóði annarra landa. í svo ójafnri glímu hlaut eitthvað undan að láta. Að vísu höfðu talsmenn skipaiðn- aðarins í nokkur ár varað við ofan- greindri röskun á samkeppnisstöð- unni og afleiðingum hennar, en eins og oft áður þurfti húsið nánast að brenna til granna áður en stjórnvöld sannfærðust um að eldur væri laus. Þannig glataðist tími, sem eflaust hefði getað nýst betur og hefði mátt koma að mestu í veg fyrir fyrirliggj- andi tjón. Á örfáum mánuðum varð fjöldi fyrirtækja í greininni annað tveggja gjaldþrota eða gekk frá nauðasamn- ingum við lánadrottna og þá loks létu stjórnvöld til sín taka. Þá fyrst voru bæði viðskiptavinir skipaiðnað- arins og aðrir landsmenn famir að átta sig á því að hér var grafalvar- legt mál á ferð - ekki einasta fyrir greinina og þá sem þar störfuðu, heldur fyrir útgerðir og allt þjóðfé- lagið; ekki væri með góðu móti hægt að nýta sjávarauðlindina og skapa fieiri störf ef skipaiðnaðurinn væri ekki lengur til, nema í skötu líki. Jöfnunaraðgerðir í janúar 1994 samþykkti þáver- andi ríkisstjórn aðgerðir til að leið- rétta misvægið í samkeppnisstöðunni við útlönd og einnig til að gera fyrir- tækjum í greininni kleift að rétta sig við og hefja nýja sókn á jafnréttis- grundvelli. Meginþáttur þessara aðgerða var að veita fjárhagslega jöfnunaraðstoð til að vega upp á móti ríkisstyrkjum samkeppnislanda. Alls fóru 60 millj- ónir króna til þessarar aðstoðar árið 1994 og var heildarsamningsfjárhæð verka, sem styrkt voru með þessum hætti, tæpar 600 milljónir króna. Að mati verkseljenda töldu þeir að jöfnunaraðstoðin hafí verið forsenda þess að samningar um verk að fjár- hæð 462 milljóna króna tókust. Nærri lætur að hér hafí verið um 100 ársverk að tefla, sem annars hefðu farið til útlanda. Af því sést, að tiltölulega lítil skekking á sam- keppnisstöðunni getur verið afdrifa- rík - og takmörkuð leiðrétting að sama skapi fljót að skila sér. Auk ofangreindrar aðstoðar var fyrirtækjum í greininni veitt aðstoð vegna hagræðingar- og ráðgjafa- verkefna, vöraþróunar- og markaðs- verkefna. Markmiðið var að stuðla að bættri samkeppnishæfni og aukn- um verkefnum. í byijun árs 1995 lagði þriggja manna nefnd, undir forystu fulltrúa Þjóðhagsstofnunnar, mat á árangur aðgerðanna og komst m.a. að þeirri niðurstöðu að þær hafí jafnað sam- keppnisstöðu íslensks. skipaiðnaðar, orðið til þess að bæta afkomu fyrir- tækjanna og dregið úr samdrætti og erfiðleikum sem ríkt höfðu í greininni. Það kom því á daginn, að um leið og innlendur skipaiðnaður fékk að keppa á sama grandvelli og erlendir keppinautar, hafði hann i flestum tilvikum í fullu tré við þá. Það sann- aði endanlega hversu afdrifaríkt var að grípa ekki miklu fyrr til jöfnunar- aðgerða. Jöfnuður til framtíðar? En ofangreindar aðgerðir vora ein- göngu bundnar við árið 1994. Að óbreyttu hefði allt fallið í sama far. í ársbyijun féll ísland, ásamt öðr- um EES-löndum, undir ákvæði 7. tilskipunar ESB en hún fjallar um ríkisstyrki til skipasmíða. Tilskipunin leyfír tiltekna hámarksstyrki og - það sem e.t.v. er meira um vert - hún bannar styrki umfram þetta hámark. Þar með hafa þjóðir, eins og t.d. Norðmenn, ekki sjálfdæmi að þessu leyti. Ennfremur leyfir til- skipunin ekki að skip, sem smíðuð era fyrir útgerð í öðru landi innan EES séu greidd meira niður en gert er í sams konar tilvikum í heima- landi viðkomandi útgerðar. Séu eng- ar niðurgreiðslur í heimalandi út- gerðarinnar eru slíkar greiðslur á innflutt skip frá öðru landi inan EES bannaðar á þeim forsendum að þær raski jöfnuði í samkeppni milli land- anna. Leikreglur 7. tilskipunarinnar gilda út yfirstandandi ár en eftir það verður öll opinber aðstoð til skipaiðn- aðs EES-landanna bönnuð. Hins veg- ar verður leyft að klára skip, sem samið hefur verið um fyrir árslok 1995 - þó má smíðin ekki fara fram yfir áramótin 1997/8. Nú hefur ríkisstjómin ákveðið að veita takmarkaða styrki til nýsmíða og endurbóta á skipum út þetta ár innan ramma 7. tilskipunarinnar - þó ekki að fullu eins og tilskipunin leyfír. Verður þess þá væntanlega gætt að ekki verði flutt inn í landið skip, sem era greidd niður umfram það sem okkar eigin reglur segja til um. Hvað sem því líður þá liggja nú fyrir sameiginlegar leikreglur þess örlagaríka þáttar sem ríkisstyrkir samkeppnislandanna hafa verið til skamms tíma. Nú þarf að meta stöð- una í nýju ljósi og styrkja samkeppn- ishæfni fyrirtækja okkar. Þrátt fyrir hrikaleg áföll undanfar- in ár í greininni er ástæða til að binda vonir við að jafnræði verði meira í samkeppninni við erlenda keppinauta í framtíðinni. Svo er þátttöku okkar í alþjóðasamstarfi, eins og EES, fyr- ir að þakka. Hefði ísland staðið utan EES-svæðisins og þjóðir, sem þar væru haft sjálfdæmi um hvernig þær greiddu niður skip til landsins, þyrfti væntanlega ekki um að binda í fram- tíðinni í íslenskum skipaiðnaði. Sem betur fer var tekin ákörðun um að gerast aðili að EES og þess vegna búum við við sömu reglur og aðrar EES-þjóðir um opinbera styrki til skipaiðnaðarins og getum auk þess leitað úrskurðar á sameiginlegum vettvangi ef við teljum að eitthvað beri út af í þeim efnum. Grundvöllur viðunandi starfsumhverfis Með hliðsjón af framansögðu er þess því að vænta, að við mótun framtíðarstefnu í skipaiðnaðinum sé nokkurn veginn hægt að ganga út frá því, að ekki komi til þess mismun- ar í samkeppnisstöðu, sem varð greininni næstum að fjörtjóni. Alltént eru líkurnar nú mun minni. í annan stað gefur fyrirsjáanlegur stöðugleiki í þjóðfélaginu góðar von- ir um að verðbólga verði svipuð og í samkeppnislöndunum. Síðast en ekki síst virðist þeirri hugsun aukast fylgi meðal iands- manna, að ekki verði undan því vik- ist að forða samkeppnisiðnaði frá alvarlegum afleiðingum í sveiflum í sjávarútvegi. í því sambandi er minnt á þá niðurstöðu síðasta iðnþings, að þeir aðilar, sem mestra hagsmuna eiga að gæta í þessum efnum, móti sameiginlega tillögur til sveiflujöfn- unar enda allra hagur að unnið sé á grundvelli skynsamlegrar hagvaxt- arstefnu og vikið af leið afmarkaðrar atvinnustefnu. Á þessum forsendum telja for- svarsmenn skipaiðnaðarins raunhæft að móta framtíðarsýn og -stefnu greinarinnar að öðru leyti. Grundvöll- urinn er samkeppnishæft og stöðugt starfsumhverfí. Að því uppfylltu á íslenskur skipaiðnaður að geta kom- ist í gegnum afleiðingar þrenginga síðustu ára og átt sér álitlega fram- tíð. Eftir sem áður ráðast úrslitin í greininni sjálfri og hjá einstökum fyrirtækjum innan hennar. Þess vegna er nú unnið skipulega að því að móta heildarstefnu greinarinnar með hliðsjón af nýjum forsendum. Stefnt er að því að hún liggi fyrir síðar í sumar eða í haust. Einnig kosta fyrirtækin kapps um að hag- ræða og auka framleiðni, sem vissu- lega beið hnekk í andstreymi síðustu ára. Komið hefur verið á öflugu end- urmenntunarstarfi á vegum hags- munaaðila í greininni og afrakstur þess viðamikla starfs þegar farið að koma í ljós og nýtast í harðri sam- keppni. Áhugi á auknu samstarfi fyrirtækja eykst enda hafa menn gert sér ljóst, að hin raunverulega samkeppni kemur að utan og gegn henni verða menn fyrst og fremst að snúast. Markmiðið er að endurheimta fyrri reisn íslensks skipaiðnaðar og stefna til enn öflugri atvinnustarfsemi á sviði þar sem við Islendingar höfum alla burði til að standast alþjóða sam- keppni - ef rétt er haldið á málum. Höfundur er framkvæmdasljóri Málms - samíaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Ritum greiðslu- miðlun ALÞJÓÐLEGI greiðslubankinn í Basel (BIS) hefur gefið út rit um greiðslumiðlun á íslandi sem nefnist Payment Systems in Iceland. Áthyglin hefur beinst í ríkara mæli að greiðslu- kerfum undanfarin ár vegna ört vaxandi samskipta fyrir- tækja, stofnana og einstaklinga innanlands og milli landa. Hafa kröfur um örugg, fljótvirk og hagkvæm greiðslukerfi aukist, segir í frétt frá Seðlabankan- um. Til þess að stuðla að frekari framþróun á sviði greiðslumiðl- unar hefur þótt nauðsynlegt að taka saman yfirlit um greiðslukerfí einstakra ríkja og hefur það verið gert fyrir helstu iðnríkin og gefið út í svokallað- ari „rauðri bók“. Alþjóðlegi greiðslubankinn í Basel bauð seðlabönkum ýmissa smærri Evrópuríkja, þar á meðal Seðla- banka íslands, aðstoð sína við að semja lýsingar á greiðslu- kerfum sínum. í ritinu er m.a. fjallað um helstu fjármálastofnanir hér á landi, greiðslumiðla, greiðslur milli banka, og um greiðslur í erlendum gjaldeyri og greiðslur tengdar verðbréfaviðskiptum. Afmælisrit frá FLE FÉLAG löggiltra endurskoð- enda, hefur gefíð út veglegt afmælisrit í tilefni af 60 ára afmæli félagsins nýverið. Hald- ið var upp á daginn með sér- stakri afmæisdagskrá og af- mæliskaffi á Hótel Borg og kom þá afmælisritið formlega út. í ritinu kennir ýmissa grasa úr sögu endurskoðunar á ís- landi sem ekki hefur verið til áður á einum stað. Þá eru í ritinu þtjár viðamiklar faglegar greinar eftir virta fræðimenn, sem fengur er að fyrir áhuga- menn um fyrirtækjarekstur og viðskipti. Þá er fjallað um elsta bridge- klúbba á íslandi sem vitað er um og haldið hefur bókhald yfír spilamennskuna í tæpa hálfa öld, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Smárit um samstarf fyrirtækja VIÐSKIPTAFRÆÐISTOFN- UN Háskóla íslands og Fram- tíðarsýn hf. hafa gefið út smá- rit smárit um Samstarf fyrir- tækja eftir Rögnvald J. Sæm- undsson, verkfræðing. í ritinu er því lýst hvernig aukin sam- keppni getur þrýst á fyrirtæki til að leita óhefðbundinna lausna við að tryggja tilvist sína. Þar er undirstrikað að til að lifa af og varðveita sam- keppnishæfnina geti verið nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að leita samstarfs við önnur fyrir- tæki til að ná fram betri nýt- ingu á þeim auðlindum, tækni og markaðsþekkingu sem þau til samans búa yfir, segir í frétt. í upphafi ritsins er gefið yfir- lit yfir helstu ástæður og for- sendur samstarfs og tekin dæmi um mismunandi samstarfs- form. M.a. er bent á að við uppbyggingu samstarfs þurfi fyrirtæki að fara í gegnum fjöl- marga þætti m.a. samstarfs- hugmynd, samstarfsgrundvöll, formfestingu og framkvæmd. Ritstjóri er Runólfur Smári Steinþórsson lektor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.