Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 B 3 VIÐSKIPTI * Aburðarverksmiðjan hf. hefur haldið sínu þrátt fyrir innflutningsfrelsi Innflytjan cli hyggst kæra útboð Ríkiskaupa SALA Áburðarverksmiðjunnar hefur ekki dreg- ist saman þrátt fyrir að innflutningur á áburði hafi verið gefinn frjáls um síðustu áramót. Að sögn Hákonar Björnssonar, framkvæmdastjóra Áburðarverksmiðjunnar, hefur innflutningur á áburði hingað til lands verið óverulegur það sem af er þessu ári og því ekki haft mikil áhrif á rekstur verksmiðjunnar. Tilbúnir í samkeppni Hákon segir að innan fyrirtækisins hafi verið unnið að hagræðingu til þess að mæta þessari samkeppni og hafi náðst að lækka verð á áburði um 3% vegna hagræðingarinnar á meðan verðið í Evrópu hafi farið hækkandi á sama tíma. „Við höfum notið þessara hækkana og ég fæ ekki betur séð en að við getum keppt við það sem verið er að ræða um hér í innflutningi.“ Hann segir hins vegar að samkeppnin hafi látið á sér standa enn sem komið er og muni væntanlega ekki verða mikil á þessu ári þar sem sala á áburði sé mest frá því í apríl og fram til júníloka. Það magn sem seljist síðari hluta árs- ins sé yfirleitt óverulegt. HákoN segir að u.þ.b. 55.000 tonn af áburði séu seld hér á landi á ári hveiju og hann hafi einungis heyrt af innflutn- ingi á 300 tonnum það sem af er. Útboð Ríkiskaupa kært Þorsteinn Þórðarson, framkvæmdastjóri Áburðarsölunnar ísafoldar, segir að hann hafi ekki flutt inn neinn áburð enn sem komið er. Hann hafi hins vegar tekið þátt í útboði Ríkis- kaupa á áburðarsölu til Landgræðslunnar nú í vor og segist ýmislegt hafa við það að athuga. „Ég bauð á móti Áburðarverksmiðjunni í útboði Ríkiskaupa nú í vor og taldi mitt tilboð vera lægra en tilboð Áburðarverksmiðjunnar sem fékk samninginn engu að síður. Þau mál eru hins vegar í athugun enda tel ég að mjög illa hafi verið staðið að þessu útboði og fjölmargar regl- ur brotnar. Útboðslýsingin var óaðgengileg fyrir innflutning auk þess sem kostnaður við flutning áburðar til landsins var reiknaður upp mér í óhag. Ég hyggst því kæra þetta útboð til fjár- málaráðherra til þess að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig.“ Þorsteinn segist áforma að taka aftur þátt í útboði Ríkiskaupa að ári, jafnframt því sem hann stefni að beinum innflutningi á áburði til sölu til bænda. Jafn- framt hafi hann heyrt af ýmsum aðilum sem stefni að því að flytja inn áburð og því megi búast við meiri samkeppni á þessum markaði á næsta ári. Morgunblaðið/Sverrir FRÁ UNDIRRITUN samnings Olís og Strengs, f.v. eru þeir Stefán Þormóðsson, forstöðumaður upplýsingadeildar, Krist- ján B. Olafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Samúel Guðmundsson, forstöðumaður hagdeildar, Haukur Garðars- son, framkvæmdasljóri Strengs, Jón Heiðar Pálsson, sölu- sljóri og Snorri Bergmann, kerfisfræðingur. Stærsti samningur Strengs hf. í höfn Olís valdi Fjölnis- hugbúnað fyrir allan reksturinn OLIUVERSLUN Islands hf., Olís, hefur ákveðið að velja upplýs- ingakerfið Fjölni frá Streng hf. fyrir alla starfsemi fyrirtækisins. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður nú í vikunni og verður kerfið tekið í notkun um næstu áramót. Fjölnir mun leysa af hólmi eldra upplýsingakerfi sem keyrt var á AS/400 vél frá IBM, að því er segir í frétt. Þetta er stærsti einstaki samningur Strengs hf. til þessa. Hugbúnaðurinn verður keyrður á öflugum Unix-miðlara með sam- skipti við Informix gagnagrunn sem Strengur hefur umboð fyrir. Þá mun Fjölnir tengjast nýju og fullkomnu verslunarkerfi, Prisma, sem Olís hefur tekið í notkun. Markmiðið að auka flæði rekstrarupplýsinga Olís valdi Fjölni fyrir rekstur fyrirtækisins eftir nákvæma skoð- un á þeim lausnum sem standa til boða á hugbúnaðarmarkaðnum. Fyrirtækið leitaði i senn eftir öflugu upplýsingakerfi, opnun gagnagrunni, traustu þjónustufyr- irtæki og samkeppnishæfu verði. Þá þykja starfsmenn Strengs hafa mikla reynslu af notkun kerfisins í dreifðri gagnavinnslu og í upp- setningu á einföldum lausnum fyrir flókinn og yfirgripsmikinn rekstur. Markmiðið með breyttu tölvu- umhverfi hjá Olís er margþætt. Með því að taka Fjölni og Inform- ix í notkun mun flæði rekstrar- upplýsinga stóraukast til stjórn- enda Olís ásamt því sem miðlun gagna til starfsmanna verður bætt. Einnig er ætlunin að auka hagkvæmni vörudreifingar, bæta þjónustu við viðskiptavini, bæta innkaupastjórnun, auka veltu- hraða, minnka rýrnun og styrkja allar innheimtur félagsins, segir ennfremur í frétt fyrirtækjanna. I fyrstu mun Fjölnir verða sett- ur upp í aðalstöðvum Olís við Héðinsgötu en umboðs- og þjón- ustuaðilar fyrirtækisins munu tengjast tölvukerfinu er frá líður. Áætlað er að notendur tölvukerf- isins verði um 100 talsins um allt land. Forráðamenn fyrirtækjanna báðust undan því að upplýsa um heildaríjárhæð þessa samnings. * Litlir möguleikar á aðild Islands að NAFTA Fríverslun raun- hæfari kostur INNGANGA í NAFTA er ekki úti- lokuð fyrir íslendinga, að mati Jon- athan—Slade framkvæmdastjóra MWW/Strategic Communications Inc, en hann segir ljóst að íslending- ar þurfi að vinna vel og markvisst að því máli ef af á að verða. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á hádegisverðarfundi Amerísk- íslenska verslunarráðsins nýlega. Of lítið hagkerfi Að sögn Slade er lítið hagkerfi eitt helsta vandamál íslendinga hvað varðar aðild að NAFTA. Möguleikar Bandaríkjamanna á við- skiptum hér á landi séu einfaldlega of takmarkaðir til þess að landið vekji áhuga þeirra sem nýr aðili að NAFTA, a.m.k. við fyrstu sýn. Hann segir það þó alls ekki útilokað fyrir íslendinga að gerast aðili að NAF'TA, en það muni hins vegar kosta mikla vinnu og þolinmæði. Ekki megi heldur láta hugfallast af fyrstu viðbrögðum við þessari hugmynd í Bandaríkjunum. „Ein opinber sendinefnd er ekki nóg. Senda þarf fulltrúa viðskiptalífsins og opinberra aðila til þess að þreifa fyrir sér og finna rétta fólkið til viðræðna." Slade bendir á Chile, máli sínu til stuðnings, og segir það enga til- viljun að landið muni væntanlega verða næsta aðildarríki NAFTA. „Ríkisstjórn Chile eyddi milljónum dollara og um 2 til 3 ára vinnu í áróðursherferð til þess að ná aðild í gegn. Notast var við auglýsingar, fjölmiðla auk þess sem málinu var aftur og aftur ýtt inn á borð til þeirra embættismanna sem það varðaði." Slade telur að Kanada gæti orðið Þrándur í Götu íslendinga hvað varðar umsókn um aðild að NAFTA. Það sem íslendingar hefðu fyrst og fremst upp á að bjóða væri aukinn fiskinnflutningur á Bandaríkjamarkað sem væri Kanadamönnum líklega ekki að skapi. Samþykki allra aðildarríkja NAFTA þyrfti fyrir nýju aðildarríki og Kanadamenn einir og sér gætu því stöðvað aðild íslands. Fríverslun betri kostur Að sögn Slade væri fríverslunar- samningur við Bandaríkin að mörgu leyti betri kostur fyrir ísland í stöð- unni. Þar bendir hann á fríverslun- arsamning Bandaríkjanna við ísrael máli sínu til stuðnings. Viðskipti á milli landanna tveggja hafi u.þ.b. fimmfaldast á þeim tíina sem samn- ingurinn hafði verið i gildi og séu nú að verðmæti um 10 milljarðar dollara á ári. Ein helsta ástæða þess sé sú að ísrael hafi einnig frí- verslunarsamning við Evrópusam- bandið og því notuðu bandarísk fyrirtæki landið sem stökkpall inn á Evrópumarkað. ísland stæði hins vegar að mörgu leyti betur að vigi en ísrael hvað þetta varðar því héð- an væri styttra á markaði, innviðir þjóðfélagsins væru þróaðri og póli- tískur stöðugleiki meiri. Slade benti á að bandarískir fjár- festar myndu án efa líta öðrum augum á ísland sem fjárfestingar- möguleika ef fríverslunarsamning- ur væri í gildi á milli landanna tveggja. Hvort sem íslendingar myndu reyna að fá inngöngu í NAFTA eða leita eftir fríverslunar- samningi við Bandaríkin væri hins vegar ljóst að samningaviðræður myndu taka nokkur ár. Jonathan Slade er sem fyrr segir framkvæmdastjóri hjá MWW/Stra- tegic Communications Inc. en fyrir- tækið starfar á sviði almanna- tengsla. Auk þess hefur hann unnið sem aðstoðannaður nokkurra þing- manna í Bandaríkjunum á undan- förnum árum. Námskeið fyrir atvinnulausa VEGNA fjölda áskorana hefur Vit- und hf. ákveðið að endurtaka nám- skeið fyrir atvinnulaust fólk með sérmenntun eða sérhæfingu á ein- hverju sviði. Námskeiðið er styrkt af Atvinnuleysistryggingasjóði og gefur þátttaka rétt til styttingar á þeim tíma þegar atvinnuleysisbætur falla niður. Námskeiðið hefst 28. júlí og er haldið kl. 8 til 13 í sex daga. Á námskeiðinu verður fjallað um hver réttur íslendinga sé á vinnu- markaðnum í Evrópu gegnum EES- samninginn og sýnt hvemig farið er að því að sækja um störf í hinum ýmsu löndum. Þá verða þátttakendur einnig fræddir um hvernig best sé að undirbúa fjölskyldu sínar fyrir flutning til annars lands. Námskeiðið verður haldið í fundarsal Samiðnaðar en skráning fer fram hjá Vitund hf. stman radiomidun Grandagaröi 9 • Sími 511 1010 þráðlaus símifrá Hagenuk ftr. 28.750.- radiomidun Grandagaröi 9 • Sími 511 1010 Mikilvægi upplýsinga til stjðrnunar í rekstri eykst með degi hverjum Takmarkast rekstur þinn vegna skorts á upplýsingum? Concorde XAL upplýsingakerfi og bókhald. Alhliða upplýsingakerfi án takmarkana. Hátækni til framfara m Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 BRYNJAR HÖNNUN / RÁÐGJÖF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.