Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fjármálaráðuneytið semur um nýtt 200 milljóna dollara banka- lán og heimild til útgáfu 500 milljóna dollara víxla Treystir stöðu ríkis- sjóðs á alþjóðamarkaði Leysir af hólmi eldri og óhagstæðari lán FJÁRMÁLARÁÐHERRA undir- ritaði í gær samning um nýtt al- þjóðlegt bankalán ríkissjóðs að fjárhæð 200 milljónir dollara við 24 erlenda banka. Lánið sem jafn- gildir um 12,6 milljörðum króna verður þó ekki greitt út til ríkis- sjóðs heldur er hægt að grípa til fjárins þegar þörf krefur. Samningurinn leysir af hólmi tvö eldri og óhagstæðari bankalán frá árinu 1986 og 1992, að því er fram kemur í frétt. Samhliða var undirritaður nýr samningur um útgáfu á skammtímabréfum ríkissjóðs á alþjóðlegum markaði sem felur í sér hækkun á leyfi- legri hámarksíjárhæð úr 350 millj- ónum dollara í 500 milljónir. Samningurinn um bankalánið er til fimm ára og greiðir ríkissjóð- ur fasta þóknun á hveiju ári sem nemur um 0,07% af samningsfjár- hæð. Lánsvextir nema libor-vöxt- um í bandaríkjadölum að viðbætt- um 0,07%. Þátttökuþóknun banka er 0,075% af samningsfjárhæð að viðbættum 75 þúsund banda- ríkjadölum. Er hér um hagstæðari kjör að ræða en áður getur á sam- bærilegum lánasamningum ríkis- sjóðs. Samkvæmt samningnum er ríkissjóði heimilt að nota lánsféð í þijá, sex eða tólf mánuði í senn eftir þörfum og fæst lánsfjárhæð greidd út í bandaríkjadölum eða öðrum helstu viðskiptamyntum að vali lántaka. Jafnframt stendur öll samningsfjárhæðin til reiðu fyrir lántaka með dags fyrirvara ef þörf skapast á lánsfé um skamman tíma og hluti lánsfjárhæðarinnar er til reiðu samdægurs ef þörf krefur. Að mati Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins hefur staða ríkissjóðs með þessari lántöku ver- ið treyst verulega. Citibank hafði forystu um lán- tökuna og naut hann atbeina bankanna Enskilda og J.P. Morg- an. Lánið var boðið út á alþjóðleg- um bankamarkaði 22. júní sl. og var leitað eftir áskriftum banka að fjárhæð 175 milljónir banda- ríkjadala. Við lok útboðsins hinn 7. júlí höfðu 24 bankar skráð sig fyrir samtals 260 milljónum og var þá ákveðið að hækka fjárhæðina í 200 milljónir dollara. Heimild til víxlaútgáfu að fjárhæð 500 milljónir dollara Samningurinn um útgáfu skammtímabréfa ríkissjóðs felur í sér endurnýjun á samningi sem upphaflega var gerður árið 1985, en þá varð ríkissjóður fyrstur til að gefa út ríkisvíxla á alþjóðlegum markaði. Hingað til hafa þessir víxlar einungis verið gefnir út í Bandaríkjadölum en éftirleiðis verður heimilt að gefa út víxla í helstu viðskiptamyntum, þar á meðal þýskum mörkum, sterlings- pundum og ekum. Við lok árs 1994 nam fjárhæð útistandandi víxla 265 milljónum dollara sem svarar til um 18 millj- arða króna miðað við gengi þess tíma. Hinn nýi samningur kveður á um hækkun á leyfilegri há- marksfjárhæð útgáfunnar úr 350 milljónum dollara í 500 milljónir dollara. Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, undirritaði samningana fyr- ir hönd ríkissjóðs. Bætt afkoma fyrstu 8 mánuðir fiskveiðiárs Morgunblaðið/Silli SJÓFRYSTRI rækju skipað upp úr Júlíusi Havsteen 41 millj. kr. hagnað- ur Höfða á Húsavík ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Höfði hf. á Húsavík skilaði um 41 milljóna króna hagnaði fyrstu átta mánuði yfirstandandi fiskveiðiárs. Á sama tíma árið á undan var hagnaðurinn 26 milljónir, og segir Einar Jónsson, stjórnarformaður í Höfða og bæjarstjóri á Húsavík, að útlitið sé gott fyrir það sem eftir lifir fiskveiðiársins. Velta fyr- irtækisins á tímabilinu nam 252 milljónum króna. Höfði stundar eingöngu rækju- veiðar, en rekur einnig netagerð. Félagið, sem er í meirihlutaeigu Húsavíkurbæjar, gerir út frysti- togarann Júlíus Havsteen og rækjuskipin Aldey og Kristey. Ein- ar segir, að reksturinn hafi gengið vel eftir apríllok sem uppgjörið miðast við. „Við eigum von á að afkoman verði á þessum sömu nótum allt fiskveiðiárið. Veiðarnar hafa að vísu aðallega takmarkast við úthafsrækju, en þær hafa gengið vel,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði, að einnig hefði verið mikið að gera í Netagerðinni. Hluthafar í Höfða eru alls 117, en auk Húsavíkur- bæjar á Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. stóran hlut í fyrirtækinu. Fjöldi stórra fyrirtækja að endumýja upplýsingakerfi Valið stendur í flestum tilvikum á milli Fjölnis- og Concorde- hugbúnaðar Gengi doll- ars snar- hækkar Washington. Reuter. GENGI dollars snarhækkaði í gær vegna samstíllts átaks Bandaríkjamanna og Japana, sem gerðu ráðstafanir til að hvetja japanska fjárfesta til að leggja í meiri fjárfestingar er- lendis. Aðgerðirnar komu á óvart og verð á hlutabréfum og skuldabréfum hækkaði í New York, þar sem vonað var að Bandaríkin nytu góðs af þess- um fjárfestingum. Síðdegis hafði dollarinn hækkað um 3,5% gagnvart jeni. Gengi hans komst yfir 90 jen og hafði ekki verið eins hátt skráð í fímm mánuði. Hömlum aflétt Hækkun dollars hófst í Tókýó þegar aflétt var hömium á fjármagnsstreymi frá Japan til þess að draga úr hækkun jens. Bandaríkjamenn fögnuðu ráðstöfun Japana og létu þakk- læti sitt í ljós með því að taka þátt í því með þeim að kaupa dollara fyrir jen. Robert Rubin fjármálaráðherra sagði í yfír- lýsingu að ráðstöfun Japana væri í samræmi við ákvörðun leiðtogafundar sjö helztu iðn- ríkja heims í apríl um að stöðva hnignun dollars. MÖRG af stærri fyrirtækjum landsins hafa að undanförnu hafíð undirbúning að því að skipta al- gjörlega um upplýsingakerfí sín. Hefur þá valið í flestum tilvikum staðið á milli Fjölnis-hugbúnaðar frá Streng hf. og Concorde-hug- búnaðar frá Hug hf. Fram hefur komið að bæði Olís og Kaupfélag Skagfírðinga gengu nýlega til samninga við Streng um kaup á Fjölnis-hugbúnaði. Hins vegar völdu ísal, Lands- virkjun og Húsasmiðjan nú nýlega Concorde-hugbúnað fyrir Oracle- gagnagrunn frá HugLf. og Hew- lett Packard vélbúnað frá Opnum kerfum hf. Hugur á jafnframt í viðræðum við Kaupfélag Eyfírð- inga sem tekið hefur ákvörðun um kaup á Hewlett Packard-búnaði. „Það er greinilegt að mörg af stærri fyrirtækjum Iandsins hafa verið að skoða ný upplýsinga- kerfi,“ segir Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri Opinna kerfa. „Það er sama hvar borið er niður því bæði byggingarvöruverslanir, bílaumboð, heildsölufyrirtæki, lyfjafyrirtæki og kaupfélög eru að hugsa sér til hreyfíngs." Auknar kröfur um upplýsingar Um ástæður þess að svona mörg stór fyrirtæki hugi að end- urnýjun sinna upplýsingakerfa segir Frosti að í mörgum tilvikum séu þau með 12-20 ára gömul bókhaldskerfi. „Þau eru barn síns tíma. Það er búið að „plástra" þessi kerfí mikið og þau eru þung í notkun. Miðað við þann hraða og þá samkeppni sem er í dag þá eru þessi kerfí hreinlega orðin úrelt. Allar breytingar á þessum kerfum eru mjög tímafrekar og kostnaðarsamar. Krafan í fyrirtækjunum er orð- in sú að hægt sé að senda upplýs- ingar á auðveldan máta til starfs- fólks. Starfsmenn á lager eða sölumenn þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingum í sínu starfí. Á sama hátt gera stjórn- endur fyrirtækja kröfu um að fá nákvæma daglega stöðu um framlegð á ýmsum vöruflokkum. Menn mæla afköst starfsmanna sinna í vaxandi mæli, t.d. fram- legð einstakra sölumanna. Mörg gömlu kerfanna ráða ekki við þessar nýju kröfur. í kjölfar aukinnar samkeppni á öllum sviðum verða fyrirtækin að tileinka sér bestu tækni til að geta fylgst vel með rekstrinum. Núna er ný kynslóð upplýsinga- kerfa að koma á markaðinn þar sem hægt er að fylgjast mun bet- ur með rekstrinum en áður hefur verið hægt. Þar að auki hefur verð á vélbún- aði lækkað verulega. Hér áður fyrr kostaði miðtölva nokkra tugi milljóna króna en nú kosta mun öflugri miðtölvur aðeins brot af því sem áður var. Breytingin er gífurleg og hún gerir það kleift að keyra hinn nýja og fullkomna hugbúnað sem nú er á markaðn- um.“ Meira vopn í samkeppninnni Gunnar Ingimundarson, fram- kvæmdastjóri Hugs hf., bendir á að fyrirtæki sem hafi yfir að ráða millistórum tölvum hafi verið að endurskoða sín tölvumál. „Þetta helgast bæði af því að þessar lausnir eru orðnar gamlar en einn- ig hafa fyrirtæki staðið á brems- unni í fjárfestingum. í þriðja lagi sjá menn upplýsingakerfin sem meira vopn í samkeppninni og eitt af lykilatriðum í því að ná ár- angri. Þegar menn finna fyrir því að eitthvað er að rofa til þá er greinilegt að þeir vilja fyrst fara út í tölvuvæðingu." Hann segir að Concorde-hugbúnaður njóti sín best þar sem kröfur um sveigj- anleika séu miklar og fyrirtæki vilji nýta upplýsingakerfin til fullnustu. „Það er mikil geijun og meiri umskipti eru að verða á þessum markaði frá því millistórar tölvur á borð við IBM 36, og hlið- stæðar vélar frá HP og Digital komu á markaðinn.“ Fjöldi starfsmanna hjá Hug þefur tvöfaldast á síðustu þremur árum og fyrirsjáanlegt er að fram- hald verði á því, að sögn Gunnars. Afkoma íslenskra sjávarafurða á jyrri hluta ársins mun betri en gert var ráð fyrir 84 milljóna króna hagnaður HAGNAÐUR íslenskra sjávaraf- urða nam 83,7 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs og er þetta mun meiri hagnaður en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 60,9 milljónum króna. Benedikt Sveinsson, forstjóri IS, segir að mikil framleiðsluaukning hafí orðið hjá fyrirtækinu á þessu ári og þakkar hana að mestu hinum nýju fyrirtækjum sem hafi gengið til liðs við ÍS á þessu ári, en þeirra á meðal var Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum. „Framleiðsluaukn- ingin hjá okkur það sem af er árinu er 33% og hefur tilkoma Vinnslu- stöðvarinnar haft mjög mikil áhrif á okkar framleiðslutölur. Einnig varð mjög mikil framleiðsluaukning hjá okkur erlendis og svo er auðvit- að einhver framleiðsluaukning hjá öðrum innlendum framleiðendum." Söluverðmæti afurða fyrirtækis- ins hefur hins vegar aukist nokkuð minna en sem nemur framleiðslu- aukningunni, eða um 10,7%. Bene- dikt segir ástæðuna vera aukningu í framleiðslu á verðminni afurðum, svo sem loðnu og síld, á sama tíma og bolfisksframleiðsla hafi dregist saman. Benedikt segist vera nokkuð ánægður með þessa afkomu hjá fýrirtækinu og segir hana vera gott veganesti fyrir síðari hluta ársins. Hann segir næga eftirspurn vera eftir afurðum ÍS á erlendum mörk- uðum en hráefnisskortur hérlendis valdi nokkrum áhyggjum og þá sér í lagi í ljósi þess aflasamdráttar sem fyrirsjáanlegur sé á næsta fiskveiði- ári. Því megi gera ráð fyrir að af- koma fyrirtækisins verði ekki eins góð síðari hluta ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.