Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 B 7 . VIÐSKIPTI Bretar verða lítt var- ir við efnahagsbata London. Reuter) BRETAR búa við viðvarandi hag- vöxt í fyrsta skipti í rúmlega tvo áratugi, verðbólga hefur ekki verið minni í 30 ár og útflutningur er með blóma - og þó eru brezkir neytendur óánægðir. Maðurinn á götunni verður ekki var við efnahagsbatann og flestir eru sammála um að skortur á „vel- líðan“ geti leitt til ósigurs íhalds- flokksins í næstu þingkosningum. „Almenningur telur sig ekki geta talað um betra efnahagsástand, ef hann fær ekki meira fé til ráðstöf- unar,“ segir Ian Shepherdson, hag- fræðingur HSBC Midland. „Efnahagsbati hefur ekkert að segja, ef fólki fínnst ekki kjör þess batna og það býr ekki við atvinnuör- yggi,“ sagði hann. Almenningnr vantrúaður Almenningur í Bretlandi virðist ekki trúa yfirlýsingum brezku stjórnarinnar um bata og að komið verði í veg fyrir að efnahagsástand- ið sveiflist milli uppgangs og sam- dráttar eins og áður hefur gerzt. * Oánægðir þrátt fyrir blómlegt efnahagsástand Ein ástæðan fýrir vantrausti al- mennings er sú að verð á húsnæði hefur lækkað um 11% að meðaltali á undanfömum fimm árum, þótt hagvöxtur hafí aukizt síðan síðla árs 1992. Það er mikið áfall fyrir marga þeirra 67% Breta, sem búa í eigin húsnæði. Vonleysið hefur aukizt við fréttir um endurheimt selt hús- næðis vegna vanskila á greiðslu húsnæðislána. Einnig er kvartað yfír því að launahækkanir hafí verið rýrar. Atvinna er ennþá ótrygg, enda hafa fyrirtæki nánar gætur á kostnaði og tryggja sveigjanleika með hluta- störfum, sem þau hafa nýlega tekið upp. A síðustu tveimur árum hefur brezku stjórninni tekizt að stór- minnka halla á fjárlögum með mikl- um skattahækkunum og niður- skurði, en afleiðingin hefur orðið sú að dregið hefur úr eftirspum neytenda. Pundið hefur verið á hraðri niður- leið það sem af er árinu og erfíðleik- ar Johns Majors hafa ekki styrkt stöðu þess. Gengi þess hefur fallið um 5% það sem af er árinu. Loks er hætta á verðbólgu, sem gerir hvers konar efnahagsbata að engu. Vill heldur verðbólgu „Fólk vill heldur dálítið meiri verðbólgu með hærra íbúðaverði og hærri launum, jafnvel þótt kjör þess batni ekki í raun og veru,“ sagði hagfræðingur Kleinworts Bensons, David Owen. Þrátt fyrir dýr húsnæðislán hefur verðbólga verið innan við 3% undan- farin tvö ár, en hún var yfír 20% á uppgangsárunum á síðasta áratugi. Stjórnin segir að hún muni tryggja að verðbólga aukist ekki. Aukning raunverulegra ráðstöf- unartekna er miklu hægari en venjulegt er á hagbataskeiði. Raun- tekjumar jukust um aðeins 0,8% 1994 þegar gæta tók áhrifa skatta- hækkana, sem tóku gildi í apríl það ár. Aukning rauntekna og hagvöxt- ur fylgjast venjulega að og hagvöxt- urinn var 3,9% 1994. Skattahækkanir námu um 17 milljörðum punda 1994 og 1995, því sem næst 3% af vergri þjóðar- framleiðslu. Áhrifín sjást á því að smásala hefur yfírleitt staðið í stað. Hagfræðingar bjartsýnir Hagfræðingar líta þó björtum augum á framtíðina. Batinn kemst ekki í hættu, ef útflutningur verður áfram með blóma og væntanlegar skattalækkanir upp á 5 milljarða punda í nóvember munu bæta skap landsmanna að þeirra sögn. „Að lokun mun varanlegt um- hverfi lítillar verðbólgu og stöðugs vaxtar stuðla að meiri vellíðan," sagði Shepherdson. Murdoch kaupir uppStar TV Hong Kong. Reuter. RUPERT Murdoch hefur keypt 36,4% eignarhlut, sem hann átti ekki í Asíusjónvarpinu STAR-TV, fyrir 46,60 milljónir Bandaríkja- dala af athafnamanninum Richard Li og fyrirtækinu Hutchison Whampoa í Hong Kong, sem er undir stjórn föður Lis, auðmanns- ins Li Ka-shing. Murdoch stendur fyrir víðtæk- um sjónvarpsrekstri í Evrópu og Norður-Ameríku þannig að nú spannar sjónvarpsnet hans allan heiminn. Umsvif hans á Asíumarkaði hóf- ust í júlí 1993 þegar hann keypti 63,6% í STAR TV for 525 milljón- ir dollara af Li-íjölskyldunni. Hagnaður Hutchison og Li-fjöl- skyldunnar af því að selja eignar- hluta sína nemur nú 6.8 milljörðum Hongkongdollara, en upphafleg fjárfesting þeirra nam 700 milljón- um Hongkongdollara að sögn kunnugra. Upphaflega töldu margir að Murdoch hefði greitt hlut sinn of dýru verði, enda var gervihnatta- sjónvarp á frumstigi í Asíu á þeim tíma. TaLsmaður STAR segir að kaupin mun engin áhrif hafa á starfsemi sjónvarpsins í Hong Kong og baráttu þess fyrir því að færa út kvíarnar. Geysistór markaður Þar sem Murdoch hefur tryggt sér 100% hlut í gervihnattasjón varpi í Hong Kong mun hann standa vel að vígi þegar hann reyn ir að hagnýta sér hinn geysistóra sjónvarpsmarkað í Kína. í fyrra hætti Murdoch að sjón- varpa fréttum frá BBC í útsending- um sínum til Kína til þess að styggja ekki valdhafana. Aðgang- ur STAR að markaðnum í Kína er enn mjög takmarkaður. NÝJA verslunrmiðstöðin í Árósum. Eins og horfir verður engin verslun í henni þegar hún verður vígð 1. september nk. NÝ verslanamiðastöð, Scandin- avian Center, verður opnuð í Árós- um í Danmörku 1. september nk. en ekki er útlit fyrir, að viðskiptin verði þar lífleg því að enn hefur ekki tekist að leigja út einn ein- asta fermetra af 8.500 alls. Eru fjárfestar í húsinu mjög uggandi um sinn hag eins og eðlilegt má teþ'ast. Að sögn verslanaeigenda stafar áhugaleysi þeirra aðallega af því, að húsið sé of mikið úr leið, ekki nógu nálægt miðbænum, og ekki nógu stórt til að draga að sér fólk sem alhliða verslanamiðstöð. Það eru ATP, Lífeyristryggingafélag Engin versl- un í nýrri miðstöð í Danmörku sveitarfélaganna, Den Danske Bank og Codan, sem standa að byggingunni, sem kostaði á níunda milljarð ísl. kr., og horfa þau nú fram á verulegt tekjutap. Sem stendur er Scandinavian Center notað undir sýningar á bílum, teppum, tölvubúnaði og öðru en framtíðin er í óvissu. Eig- endurnir gera sér þó enn vonir um, að úr rætist með verslunina, en að öðru leyti eru i húsinu SAS- hótel, ráðstefnumiðstöð, skrifstof- ur og bílastæði. Hefur tekist að leigja út allt nema verslunarhús- næðið. Bygging hússins hófst árið 1989 en stöðvaðist fljótlega vegna fjárskorts. Höfðu Arósing- ar „Holuna" eins og þeir kölluðu hana fyrir augum sér í nokkur ár áður en núverandi fjárfestar komu til sögunnar. Siðareglur um laun stjómenda London. Rcuter. BREZK fyrirtæki eru hvött til að leggja niður óhóflega háar launa- greiðslur og fríðindi með því að sam- þykkja nýjar siðareglur í skýrslu kaupsýslumannanefndar undir for- sæti Sir Richards Greenbui'y, stjórn- arformanns Marks & Spencer. Brezka stjórnin hefur fagnað til- lögum nefndarinnar og hert skatta- reglur um ábatasaman rétt til að kaupa hlutabréf á tilteknu verði. Greenbury segir að flest fyrirtæki greiði framkvæmdastjórum laun inn- an „skynsamlegra" marka, þótt sum gangi „hörmulega" langt. Að hans sögn eru tillögur nefnd- arinnar víðtækari en margir hafí búizt við þegar nefndinni var komið á fót fyrir sex mánuðum. Nefndin leggur meðal annars til að í árs- reikningum fyrirtækja sé gerð ná- kvæm grein fyrir heildartekjum framkvæmdastjóra, þar á meðal hagnaði af hlutabréfum sem eru keypt á tilteknu verði, eftirlaunum og aukagreiðslum, en að ekki sé aðeins lausleg grein gerð fyrir launaflokkum eins og nú tíðkist í ársreikningum. Sé ekki breytt eftir þessum nýju siðareglum og séu breytingar nauð- synlegar verði að taka málið aftur fyrir á næsta ársfundi og þetta „kunni að reynast erfítt" að því er Greenbury sagði í BBC-viðtali. Lagt er til að næst þegar fyrir- tæki verði einkavædd skuli ekki veita rétt til kaupa á hlutabréfum á til- teknu verði í að minnsta kosti sex mánuði, að ekki verði hægt að fá hlutabréf með afslætti og að þeir sem fái hlutabréf sem aukalaun eigi þau í talsverðan tíma. Nefndin telur ekki koma til greina að hluthafar fái að greiða atkvæði um laun á ársfundum og að utanað- komandi séu skipaðir í launanefndir. Að sögn kauphallarinnar í London verða tillögumar felldar inn í reglur hennar í lok október. Brezka vinnuveitendasambandið, CBI, fagnaði skýrslunni á sama hátt og ríkisstjórnin. Deila Fuji og Kodaks magnast TÓkýó. Reuter. DEILUR Eastman Kodak og Fuji Photo um hvor eigi sök á lítilli hludeild Kodaks á Japans- markaði hafa harðnað vegna nýrra ásakana beggja aðila. ,Kodak kennir múrum um- hverfis ljósmyndafilmumarkað- inn í Japan um viðskiptaerfíð- leika sína, en þeir eru ekki til,“ sagði forstjóri Fuji, Minoru Onishi, á blaðamannafundi. Ásakanir Kodaks em „tilbún- ingur byggður á rangfærslum", sagði hann. Fuji Photo dreifði 34 blað- síðna skjali með gagnrökum gegn ásökunum Kodaks í tæp- lega 300 síðna skjali, sem bandaríska fyrirtækið kunn- gerði fyrr á þessu ári. í skjalinu ségir Fuji að lítil markaðshlutdeild Kodaks stafí af „óhagkvæmri fjáríéslmK11 og markaðssetningu fyrirtæk- isins." Kodak hafí jafnvel hækkað verð á vörum sínum þegar jenið hækkaði gagnvart dollar. í skýrslu Kodaks var því haldið fram að lítil markaðs- hlutdeild fyrirtækisins stafaði af því að Fuji bryti samkeppnis- reglur, til dæmis með afsláttar- kerfi og eigin framköllunar- kerfi. Hlutdeild Fuji á litfilmu- markaði í Japan er 70%, en Kodaks 10%. I Bandaríkjunum snýst dæmið við að sögn Fuji. Refsiaðgerðir gegn Japan? Yfirvöld í Washington hafa heitið Kodak því að rannsaka viðskiptahætti á japönskum ljósmyndafilmu- og pappírs- markaði. Ef ásakanir Kodaks eiga við rök að styðjast geta bandarísk stjórnvöld gripið til refsiaðgerða gegn Japönum. NTT, AT&T og Sony prófa margmiðla- fjarskipti Tókýó. Reuter. JAPANSKI fjarskiptarisinn Nippon Telegraph & Telephone (NTT) mun taka höndum sam- an með Sony og bandaríska símafélaginu AT&T til þess að prófa margmiðla fjarskipta- kerfí í Japan. Kerfið byggist á tækni frá bandaríska hugbúnaðarfyrir- tækinu General Magic og mun gera notendum kleift að senda texta, grafík, teiknimyndir og boð um venjulegar símalínur með færanlegum fjarskipta- búnaði. Ef prófunin heppnast verður þjónustan aukin í Japan og ef til vill tengd svipaðri þjónustu, sem AT&T starfrækir nú þegar í Bandaríkjunum að sögn NTT. Philips skilar hagnaði Gindhovcn, Hollandi. Reuter. HOLLENZKA stórfyrirtækið Philips Electronics NV hefur skýrt frá stórauknum hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Nettórekstrarhagnaður á fyrri árshelmingi nam 1,13 milljörðum gyllina eða 723,9 milljónum dollara, sem er 70% aukning miðað við sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 662 milljónum gyllina eða 424,1 milljón dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.