Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FÁAR myndir hafa verið jafnmikið á milli tannanna á fólki og Vatnaveröld Kevins Costners. Hefur bíómynd ekki hlotið jafn illt umtal síðan Kleópatra með Elizabeth Ta- ylor var gerð árið 1963 og allt snýst það um dollara. Framreiknað er Kleópatra dýrasta mynd sem gerð hefur verið, mundi kosta 213 millj- ónir dollara í dag, en Vatnaveröldin er rétt við hælana á henni. Ekki virðist hægt að festa á hana neina ákveðna tölu en 200 milljónir doll- ara heyrist æ oftar. Það gera tæpa 13 milljarða í okkar mynt. Hún tók inn 22 milljónir dollara fyrstu sýn- ingarhelgina, sem er í raun ekki slæm byrjun, og því er spáð hún fari í 100 milljónir dollara. Allt get- ur þó gerst í þeim efnum. Allt á bólakafi Hvernig er hægt að eyða öllum þessum peningum í bíómynd? Lík- lega var það minnsti vandinn við gerð Vatnaveraldar undir leikstjórn Kevins Reynolds. Sjö ár eru liðin síðan handritið var skrifað, sex handritshöfundar hafa átt við það á tímabilinu, 30 drög voru samin en þegar tökur hófust í júní í fyrra var það ekki enn tilbúið. Handrits- höfundurinn, Joss Whedon („Spe- ed“), var fenginn í snarheitum til að lappa upp á þriðja þáttinn og enn vantaði að ráða í hlutverk óþokkans í myndinni. Kostnaðar- áætlun þá hljóðaði upp á 100 millj- ónir dollara en atriði eins og slys, fellibylur, ofboðslega flóknar tökur • (fjórar vikur tók að filma eina bar- dagasenu) og ágreiningur á milli aðalleikarans og leikstjórans urðu ekki til að draga úr fjáraustrinum og loks sökk ein af leikmyndunum í bólakaf undan ströndum Hawaii, þar sem myndin var tekin, og þá átti eftir að nota hana í a.m.k. viku til viðbótar. Til að skýra þetta nánar er nauð- synlegt að segja nokkuð frá efni myndarinnar. Hún gerist öll á hafi úti 500 árum frá deginum í dag þegar pólarnir hafa bráðnað og hvergi er að finna fast land undir fótum. Costner leiðir hóp valmenna myndarinnar. Hann er hálfur fiskur og hálfur maður og getur andað neðansjávar og á í átökum við ill- mennið Dennis Hopper. Verkefni mannfisksins er að bjarga konu (Jeanne Tripplehorn) og lítilli stelpu úr klóm Hoppers en stelpan hefur tattóerað kort á húðinni sem gæti leitt til landafunda. Áætlun upp úr öllu valdi Öllum bar saman um áður en tökur hófust að það væri óðs manns æði að ætla sér að búa til heila bíómynd úti á rúmsjó. Það hefur verið reynt áður með hræðilegum árangri. Fellibylur hét ein og „Raise the Titanie!" önnur. Á það ber hins vegar að líta að ein í við- bót hét Ókindin og var eftir Steven Spielberg. Löngu áður en tökur hófust kom Sidney J. Sheinberg, forstjóri hjá MCA/Universal kvik- myndaversins, sem á endanum borgar brúsann, að máli við fram- leiðanda myndarinnar, Charles Gordon, og spurði: „í guðs bænum, vitið þið út í hvað þíð eru að fara?“ Sheinberg vissi hvað hann söng, hann hafði séð um framleiðsluna á ‘Okindinni. Gordon svaraði: „Við höldum að við höfum einhverja hugmynd um það. Og við erum sannfærðir um að það verði mun verra en við höldum.“ Ekkert fékk þá stöðvað. 300 iðn- aðarmenn reistu fljótandi leikmynd í skipasmíðastöð í Honolulu og áður en nokkur einasti rammi var fil- maður hafði kostnaðaráætlunin hækkað úr 65 milljónum í 100 milljónir og svo 120 milljónir. Sam- starf Costners og leikstjórans Reynolds er álitin ein ástæða þess hvernig fór. Costner hafði staðið með Reynolds, sem réð hann í fyrsta alvöruhlutverk sitt í mynd- inni „Fandango", í gegnum þykkt og þunnt við gerð tveggja mynda; Hrói höttur og „Rapa Nui“. Sú fyrri varð fræg fyrir ósamlyndi þeirra tveggja, sú síðari fyrir að fara langt fram úr kostnaðaráætl- un og vera svo léleg að hún fékk heitir Vatnaveröld, kostartæpa 13 milljarða króna að því að talið er og gæti orðið eitt af dýrustu mistökum kvikmynd- anna að sögn Amaldar Ind- riðasonar. Hvemig tókst að er í aðalhlutverkinu og á hann einhvem þátt í hvemig fór? Leikstjórinn gafst upp; Kevin Reynolds. Fiskurinn Costner; stórstjarnan í hlutverki sínu í Vatnaveröld. varla dreifingu. Það slettist ræki- lega upp á vinskapinn við gerð þessara mynda en allan tímann stóð Costner þó með sínum manni, trygglyndi hans þekkir víst engin takmörk, og hann krafðist þess að Reynolds fengi að leikstýra Vatna- veröld og hlustaði ekki á aðvaranir manna í kringum hann sem sögðu að samstarf þeirra hefði ekki geng- ið snuðrulaust hingað til. Ágreiningur Og þeir reyndust sannspáir. Ekki leið á löngu áður en allt sat fast. Costner var ekki ánægður með handritið og sagði Reynolds að hann treysti honum ekki til að ganga sómasamlega frá því. Því má ekki gleyma að Costner sjálfur er álitlegur leikstjóri (Dansar við úlfa) og það var greinilegt af frétt- um að hann var ekki kominn til Hawaii bara til að leika. Hann fékk að ráða endurritun tveggja fyrstu þáttanna í handritinu og Reynolds átti að sjá um að þriðji þátturinn yrði í lagi eftir forskrift Costners. Völdin höfðu í raun verið tekin af Reynolds. Hann spurði hógvær hvort Costner tæki það í mál að missa völdin ef hann væri að leik- stýra sjálfur og Costner sagði nei. „En ég mundi heldur aldrei byija á bíómynd án þess að aðalleikarinn vissi hvað hann ætti að gera.“ Þetta var einfaldlega spurning um hvor ætti að ráða, stjarnan eða leikstjór- inn, og eins og kaupin gerast í Hollywood var það stjarnan sem hafði vinninginn. „Hér byrjar bali- Fljótandi leikmynd; allt á floti eftir 500 ár. í FISKA- MERKINU Dýrasta bíómynd samtímans eyða öllum þessum peningum í framtíðartrylli með Kevin Costn- ið,“ sagði Reynolds á Hawaii. „Hann á eftir að fá sínu framgengt og skiptir þá engu máli hver leik- stýrir myndinni." Til að gera málin enn erfiðari elti óheppnin tökuliðið. Hin fljót- andi leikmynd reyndist hreinasta skrýmsli að eiga við. Ymis búnaður í henni bilaði, það tók sjö daga að kvikmynda þriggja mínútna flótta Costners í gegnum hana, hluti hennar sökk og sást aldrei meira og dagarnir liðu, peningar brunnu upp og samstarf Costners og Reyn- olds hjálpaði ekki upp á. Þeir töluð- ust varla við. „Það braust út eins konar stríð milli þeirra," er haft eftir hönnuði ferlíkisins, Dennis Gassner. Enginn virtist hafa stjórn á hlutunum lengur.„Ég vann áður með Francis Coppola. Hann sagði eitthvað og það var framkvæmt. Reynolds sagði eitthvað og allir fóru að hugsa málið: „Hmmm, ég er nú ekki svo viss um að það gangi, var svarið sem hann fékk.“ Töku- dagarnir urðu 166 og þegar 50 þeirra voru liðnir hafði ekki enn verið gengið frá þriðja þætti sög- unnar. Handritshöfundurinn Wel- don sat inni á hótelherbergi fyrir 75.000 dollara á viku og reyndi að lappa upp á söguna. Mælirinn fullur Loks varð mælirinn fullur hjá yfirstjórn Universal og þeir flugu á einkaþotu fyrirtækisins til Hawaii, reiðubúnir að reka Reyn- olds og kippa hlutunum í lag. Costner stóð með vini sínum gegn þeim og sagðist mundu laga sam- band þeirra. Hann gaf eftir 15 pró- senta ágóðahlut sinn svo halda mætti atriðum inni sem átti eftir að taka og eftir þessa heimsókn fóru hjólin að snúast hraðar nema tökur á rúmsjó eru ekkert gaman- mál. Heilu dagarnir fóru til spillis vegna þess að bátur sigldi inn í myndina eða leikari var stunginn af sjávardýrum. Fjölmiðlar tóku að veita myndinni æ meiri athygli og fjölluðu um kvikmyndagerðina á einkar neikvæðan hátt, kölluðu myndina „Kevin’s Gate“ og „Fis- htar“ eftir öðrum rándýrum mis- tökum kvikmyndanna. Þegar tökum lauk var kannski mesta þrekvirkið eftir. Það þurfti að raða myndinni saman á full- nægjandi hátt og það reyndi svo á Reynolds að hann sagði upp og lét sig hverfa. Hann klippti myndina eftir sínu höfði í tvo tíma og 40 mínútur og sýndi yfirstjórn kvik- myndaversins og Costner, sem var ekki allskostar ánægður. Reynolds bað um að fá að klippa saman hálftíma í viðbót og veifaði fjögurra síðna endurtökuplani sem gerði ráð fyrir að aðalleikararnir héldu aftur til Hawaii í nokkrar vikur. Univer- salverið neitaði honum í kjölfarið um prufusýningar og hann kvaddi heila klabbið, nokkuð sem Costner þótti ófyrirgefanlegt eftir allt sem á undan hafði gengið. „Hann hefði ekki átt að labba frá þessu,“ er haft eftir honum. „Hann háfði skyldum að gegna, ég meina, hann leikstýrði dýrustu mynd sem gerð hefur verið! Hann fékk allt sem hann vildi.“ Costner tók að sér að endanlega klippingu myndarinnar. Hann hafði slegið í gegn með Dansar við úlfa og Lífvörðurinn hafði ekki gengið illa heldur þegar farið var eftir hans leiðarvísum og Universalverið treysti á hans leiðsögn. Sjálfur seg- ir Costner að vandamálið allan tím- ann hafi verið Reynolds og hefur engar skýringar á því af hveiju hann stóð með honum þegar aðrir vildu að hann færi. „Ég get ekki einu sinni orðað það af hveiju ég vildi hafa trú á honum,“ er haft eftir Costner. Það má líka spyija sig hvaða þátt Costner sjálfur á í því að Vatnaveröld varð að því 200 milljón dollara skrýmsli sem hún er. Engin mynd ræður við tvo leikstjóra í sí- felldum átökum og kannski sagan af gerð hennar kenni þeim í draumaverksmiðjunni að halda leikurunum, hversu stórir sem þeir telja sig vera, frá því að vera með puttana í annarra manna vinnu. Vatnaveröld verður frumsýnd hér á landi þann 23. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.