Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 B 5 VIÐSKIPTI MYNDIN sýnir Gunnar B. Norðdahl, framkvæmdastjóra Ferða- korta hf., sem gefur út What’s on in Reykjavík, og Hafliða Skúla- son, markaðsstjóra Auglýsingastofu Reykjavíkur og Islandsgátt- arinnar, við undirskrift samstarfssamningsins. Viðburðir íReykja- vík á Alnetinu En hvernig ættu þá fjárfestar að bera sig að við núverandi aðstæður? „Við ávöxtun peninga er best að líta til langs tíma og raða saman verðbréfum í safn þannig að áhætta sé dreifð. Hlutföllum í safninu er síðan hagrætt með reglubundnum hætti eins og tilefni eru til. Sú ha- græðing þarf að taka mið af mark- miðum eigandans við ávöxtun fjár- muna en ekki af tilfallandi markaðs- aðstæðum sem kunna að villa um sýn (t.d. skyndileg verðhækkun eða -lækkun). Best er að byija á að taka frá nægilegt laust fé eins og á þarf að halda í stað þess að festa of hátt hlutfall eignanna til langs tíma. Að öðru leyti segir sagan okk- ur að þeir sem eru að ávaxta pen- inga til langs tíma ættu helst að leiða hjá sér skammtímasveiflur í markaðnum og forðast að breyta eignahlutföllum þeirra vegna. Á næstu misserum má búast við nokkrum sveiflum í verði skulda- bréfa og hlutabréfa vegna þess að þjóðarbúið er senn að nálgast síðari hluta hagsveiflunnar. Að þeim tíma liðnum tekur við næsta uppsveifla og því er engin ástæða til að æð- rast.“ Eitthvað á þessa leið hljóða skila- boð frá Mr. E.D. Villani, forstjóra Scudder, Stevens og Clark Inc., eins stærsta verðbréfa- og ávöxtunarfyr- irtækis Bandaríkjamanna til við- skiptavina fyrirtækisins. Þótt orðum hans sé beint til fjárfesta í Banda- ríkjunum eiga þau ekki síður við á íslandi að því frátöldu að styttra er liðið frá upphafi núverandi hag- sveiflu hér en þar. Afar torvelt hef- ur reynst að fínna „rétta tímann“ til að kaupa hlutabréf, þ.e. þegar verðið er lágt og mikil hækkun framundan. Þetta sést til dæmis með því að bera saman verð á hluta- bréfum í Bandaríkjunum og í Þýska- landi á neðri línuritunum tveimur. Gróska á hlutabréfamarkaði kemur þjóðarbúskapnum til góða Á síðustu misserum hefur fyrir- tækjum fjölgað sem hafa látið skrá hlutabréf sín á Verðbréfaþingi ís- lands eða lista þau óformlega á Opna tilboðsmarkaðinum. Meðal þeirra fyrrnefndu eru t.d. Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi, Skelj- ungur hf., Síldarvinnslan hf. og 01- íufélagið hf., samtals að markaðs- virði um 7,6 ma.kr. Jafnframt hafa viðskipti með hlutabréf almennt aukist mikið frá því að verð tók að hækka eftir vaxtalækkunina í lok október og nóvember 1993; Við- skipti á hlutabréfamarkaði á íslandi eiga sér ekki langa sögu en í haust er rétt um áratugur síðan þau hó- fust. Enginn vafí leikur á því að fyrirtækin hafa þegar styrkst af þeim litla vísi að skipulegum við- skiptum sem myndast hefur. Fjölmörg fyrirtæki hafa aflað sér aukins eigin fjár með útboði hluta- bréfa á verðbréfamarkaði. Önnur hafa aflað sér‘ athafnafjár með út- boði skuldabréfa en yfirleitt er sú leið ekki opin hlutafélögum nema þeim sem hafa þegar látið skrá hlutabréf sín eða hafa slíka skrán- ingu í undirbúningi. Vel skipulögð starfsemi á hluta- bréfamarkaði er auk góðrar ávöxt- unar forsenda þess að laða erlenda ijárfesta til landsins. Þar eru íslend- ingar miklir eftirbátar hinna Norð- urlandaþjóðanna. Hér er hlutfall skráðra hlutabréfa í eigu útlendinga varla mælanlegt ennþá. Samkvæmt upplýsingum The Nordic Securities Market Quarterly Statistics 2/95 koma Danir næstir okkur en útlend- ingar eiga um 8% hlutabréfa sem skráð eru á markaði í Kaupmanna- höfn. Næst er Pinnland en þar eiga útlendingar 17% skráðra hlutabréfa og þá Svíþjóð með 21%. Hæst hlut- fall skráðra hlutabréfa í eigu útlend- inga er í Noregi, hvorki meira né minna en 31%. Tölurnar fyrir Dan- mörku eru raunar frá 1993 en árið 1994 voru seld hlutabréf í símafyrir- tækinu Tele Danmark og við það gætu hlutabréf í eigu útlendinga hafa farið í um 15%. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB - Verðbréfamarkaðs íslands- banka hf. AUGLÝSINGASTOFA Reykjavíkur hefur fyrir allnokkru sett upp öflug- an gagnagrunn á Intemetinu eða Alnetinu eins og farið er að kalla það upp á íslensku, og hefur hann hlotið nafnið íslandsgátt eða „The Icelandic Connection". í frétt frá auglýsingastofunni kemur fram að eins og nafn íslandsgáttarinnar beri með sér sé hér um að ræða gagna- grunn sem fyrst og fremst snýr út úr landinu og ætlaður er útlending- um, enda allur texti á ensku. Fram kemur að nú nýverið hafí verið gengið frá samningum á milli Auglýsingastofu Reykjavíkur og kynningarritsins What’s on in Reykjavík um upplýsingamiðlun á íslandsgátt Alnetsins. Stefnt er að því að ritið verði komið inn í lok þessa mánaðar. What’s on in Reykja- vík slæst þar með í hóp fjölmargra annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem þegar eru á íslandsgáttinni, má þar nefna Ferðamálaráð íslands, Samvinnuferðir-Landsýn, Flugfélag Austurlands, Úrval-Útsýn og ferða- skrifstofuna Atlantik. í fréttinni segir að eitt helsta hlut- verk íslandsgáttarinnar sé að skapa sameiginlegan vettvang fyrir íslensk fyrirtæki. Islandsgáttin hafi nú þeg- ar skipað sér sess sem einn helsti vettvangur á Alnetinu fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu og útflutn- ingi, til kynningar á vörum og þjón- ustu. Það skipti máli hvar fyrirtæki eru vistuð á Alnetinu og það veiti heimasíðunum mun meiri slagkraft að vera í góðum hópi fyrirtækja sem starfa á sama sviði.,, Það að mynda klasa fyrirtækja sem starfa á svipuð- um vettvangi tryggir að fyrirtæki týnist hreinlega ekki á Internetinu og eykur líkurnar á því að heimasíð- ur þeirra séu lesnar. í júnímánuði voru 60.000 síður skoðaðar í íslands- gáttinni," segir í fréttinni. í annan stað sé hlutverk íslands- gáttarinnar að koma tH móts við erlenda notendur með heilstæðum og vel hönnuðum upplýsingum um ísland og íslenskt viðskiptaum- hverfi, ekki síst á sviði útflutnings og ferðaþjónustu. Með innkomu What’s on in Reykjavík sé því aug- ljóslega um stórbætta þjónustu að ræða fyrir þann vaxandi hóp ferða- manna sem nú eru farnir að .skipu- leggja íslandsferðir í gegnum Alnet- ið. Ennfremur segir að íslandsgáttin hafí gert samning um að koma upp svokölluðum „spegli" (server) í Bandaríkjunum. Hann hefur að geyma nákvæmlega sama efni og framsetningu og tölvan á íslandi, en það sem hefur breyst fyrir not- endur í Bandaríkjunum er að allur hraði hefur aukist allt að tífalt. Notendur í Evrópu geta valið um að nota íslandsgáttina á íslandi eða í Bandaríkjunum, og getur það haft allt að fímmfalda hraðaaukningu í för með sér að styðjast við nýja speg- ilinn í Bandaríkjunum. Iceland business komið út Tímaritið Iceland Business er komið út öðru sinni á þessu ári. í þessu nýja tölublaði er fjallað um innreið íslenskra fyrirtækja á markaði [ Austur-Evrðpu, rætt við fulltrúa Útflutningsráðs íslands í Moskvu og Berlín og forvitnast um aðferðir og árangur í sam- vinnu og samskiptum við hina erlendu aðila. I frétt frá fyrirtækinu kemur fram að einnig sé athyglinni beint að þeim fyrirtækjum hér á landi sem hafa sérhæft sig á sviði upp- lýsingatækninnar og hinum ört vaxandi möguleikum sem þátt- taka þar veitir á alþjóðagrundvelli. Margt fleira efni er að finna blaðinu, nýmæli við vinnslu og útflutning landbúnaðarafurða, aukna starfsemi og þjónustu Eim- skip, tölulegar upplýsingar um inn- og útflutning o.s.frv. Iceland Business er á ensku og það e_r Iceland Review í samvinnu við Útflutningsráð íslands sem gefur það út. Ritstjóri er Ásgeir Friðgeirsson. Dregið úr Netfanga- skrá DREGIÐ var nýlega um hvaða fyrirtæki í Netfangaskránni 1995 fengi Tulip margmiðlun- artölvu frá Nýheqa. Tölvuna hlaut Grétar Friðriksson hjá Fiskmarkaðinum í Hafnarfirði. Netfangaskrá 1995 er gefin út af Miðlun hf. í samvinnu við ICEPRO, nefnd sem stuðlar að einföldun og samræmingu í við- skiptum á íslandi. Upplagið er 5000 eintök og er skránni dreift endurgjaldslaust til skráðra aðila ásamt því að vera seld í lausasölu. Söfnun upplýsinga er nú á lokasprettinum, en áætl- að er að bókin komi út um miðj- an september. URL netfanga- skrárinnar á Interneti er http./www.midlun.is/netfang. Á myndinni eru þeir Orn Þórisson framkvæmdasljóri Miðlunar, Grétar Friðriksson, Hjalti Már Bjarnason fulltrúi Nýheija og Sigurður Frosti Þórðarson þjónustufulltrúi Miðlunar. Láttu Samskip annast flutningana til og frá Bandapíkjunum 690541* 003766 Samskip tryggja virka samkeppni og bjóöa upp á beinar áætlunarsiglingar milli Islands og Bandaríkjanna. Boöið er upp á flutninga til og frá Gloucester, Norfolk og New York og Sheet Harbour í Kanada. Auk þess er boðið upp á flutninga innan Bandaríkjanna. Hafðu samband við söludeildir Samskipa og kynntu þér nánar þjónustu okkar og áætlun. Síminn er 569 8300. BANDARÍKIN Férbanúmer Brottför 5N.11 5N34 5N37 5N40 5N43 5N46 5N49 Reyk|avik: Koma 20. ág. lO.sept. 01. okt. 22. okt 12. nóv. 03. des. Reykjavik: Brottiör Mán. 21. ág. ll.sept. 02. okt. 23. okt. 13. nóv. 04. des. New York Fös. 04. ág. 25. ág. 15.sept. 06. okt. 27. okt. 1 7. nóv. 08. des. Gloucester Þri. 08. ág. 29. ág. 19.sept. 10. okt. 31. okt. 21. nóv. 12. des. Norfolk Fös. 11. ág. Ol.sept. 22.sept. 13. okt. 03. nóv. 24. nóv. 15. des. Umboðsmenn: New York Weco Agencies Ltd. Sími: 00 l 212 943 4406/ 00 1 212493 5660 Fax: 00 1 212742 1407 Norfolk T Parker Host Inc. Sími: 00 1 804 627 6286 Fax: 00 1 804 627 3948 Gloucestor Elliot Shipping Sími’.OO 1 508 281 1700 Fax: 00 1 508 281 3065 Kanada Nortcc Marinc Agencies Inc. Sími: 00 1 902 422 8367 Fax: 00 1 902 420 1450 Flutningsmiðlarar innan Bandatikjanna: Vlklng Shlpplng Intercontlnental Cargo Sími 00 1 804 463 3374 Express Ltd. Fax: 00 1 804 463 5210 Sími: 00 1 908 530 8663 Fax: 00 1 908 530 2071 SAMSKIP Holtabakka viö Holtaveg • 104 Reykjavlk • Sími 569 8300 • Fax 569 8327

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.