Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 7
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 B 7 Windows95 af stokkunum með gífurlegri kynningu Spáð 100 millj.eintaka sölu fyrir lok næsta árs en sumir óttast að of mikl- ar væntingar geti valdið vonbrigðum NIÐURTALNINGIN fyrir Windows95 er hafin og ef allt gengur eftir mun þetta nýja stýri- kerfí fyrir einkatölvur frá Micros- oft verða afhjúpað 24. ágúst nk. Áætlað er, að auglýsinga- og kynningarkostnaðurinn því samf- ara muni verða rúmlega 60 millj- arðar kr. og kostnaðurinn við próf- anir, framleiðslu og dreifíngu þessa hugbúnaðar er meiri en dæmi eru um síðan tölvubyltingin gekk í garð. Það er því ekki að ófyrirsynju, að Bill Gates, forstjóri Microsofts, skuli tala um söguleg tímamót. Allur tölvuiðnaðurinn, sem velt- ir á níunda þúsund milljarða ísl. kr. á ári, fylgist spenntur með komu Windows95 og einkatölvu- framleiðendur um allan heim eru famir að búa framleiðsluna þessu nýja forriti. Hugbúnaðarframleið- endur keppast líka við að búa til forrit, sem ganga með Windows95, og um 20.000 tölvu- verslanir í Bandaríkjunum eru að taka til í hillunum hjá sér. Áhuginn á Windows95 er raun- ar svo mikill, að talsmönnum Mic- rosofts þykir nóg um. „Þetta er aðeins hugbúnaður en ekki lækn- ing við öllum mannanna meinum,“ sagði Steve Ballmer, varaforstjóri Microsofts. Enginn vafí virðist leika á því, að Windows95 verði algengasta tölvuforrit í heimi og stefnumark- andi fyrir tölvuiðnaðinn út þennan áratug. Hjá Microsoft munu menn síðan telja tekjumar og hagnaðinn í milljörðum dollara. Brot á samkeppnislögum? í Washington er bandaríska dómsmálaráðuneytið hins vegar að kanna hvort Windows95 verði látinn fylgja hugbúnaður, sem veiti aðgang að Microsoft Netw- ork, nýrri beinlínuþjónustu, en það Um hvað snýst Windows- 95? BÚIST er við, að Windows95 muni kosta nokkuð á sjötta þús- und kr. í Bandaríkjunum og Bretlandi en helstu eiginleikar þess eru: ■ Auðvelt í notkun: Með Windows95 er stefnt að því, að notkun þess verði eðlilegri og næstum því sjálfvirk. Aðalskjámyndin hefur verið endurhönnuð til að sýna ein- faldara skjáborð. Forritstáknin eru til vinstri en flýtihnappar á botninum auðvelda notandanum að skipta fyótt á milli. Kerfinu fylgir „ruslakarfa", sem gerir notanda kleift að end- urheimta slqöl, sem hefur verið eytt fyrir slysni, og nöfn á skjöl- um geta verið löng og ítarleg. ■ Hraði og afl: Windows95 er gert fyrir nýju 32-bita tæknina og er því hraðvirkara en fyrri stýrikerfi. Vinna má með nokk- ur forrit samtímis án þess að eiga á hættu, að erfiðleikar í einu verði til, að allt kerfið frjósi. ■ Sveigjanleiki: Miklu auðveld- ara er en áður að bæta við nýjum gæti hugsanlega brotið í bága við samkeppnislög. Hafa talsmenn annarra upplýsinganeta bent á, að Microsoft gæti notfært sér yfír- burðastöðu sína á einkatölvumark- aðinum til að ná óeðlilegu forskoti í beinlínuþjónustunni einnig. Aðrir hugbúnaðarframleiðendur bíða Windows95 með nokkrum kvíða. Sumir telja þó, að nýja stýri- kerfíð veiti þeim tækifæri til að selja endurbættar útgáfur af ýms- um forritum en margir óttast, að Microsoft muni verða fyrra til en keppinautamir á þeim vettvangi líka. Það eru fyrst og fremst tölvu- framleiðendur, sem eru ánægðir. Windows95 gengur í flestum einkatölvum en til að nýta sér alla kosti þess þarf að minnsta kosti 486-örgjörva, átta megabæta minni og stóran, harðan disk. Margir notendur munu vafa- laust fremur kaupa nýja tölvu en veija fé í að endurbæta þá gömlu og því er búist við líflegri tölvu- verslun í kjölfarið á Windows95. Nýja kerfið á auk þess að vera notendavænna en það gamla og því er vonast til, að það muni opna þennan heim fyrir fólki, sem hingað til hefur verið feimið við hann. Ekki þarf að spyija um áhugann meðal tölvunotenda. Hann sýndi sig í sumar þegar mörg hundruð þúsunda manna sóttu um að vera með þeim 400.000, sem Microsoft fékk til að prófa nýja kerfið, og kynningar á Windows95 hafa ver- ið mikið sóttar. Microsoft ætlar þó ekki að láta þar við sitja, held- ur verður efnt til mikillar kynning- ar í Ameríku, Evrópu og Ásíu um vélbúnaði eins og geisladrifi eða prentara. Windows95 fylgist með hvaða búnaði er bætt við og les sjálfkrafa inn réttan hug- búnað til að sljórna honum. Það tryggir einnig, að öðrum forrit- um sé breytt fyrir nýja búnaðinn án afskipta notandans. ■ Minni: Windows95 fylgir full- leið og stýrikerfínu verður hleypt af stokkunum. Ekkert sparað í kynningunni í Washington ætlar Bill Gates að taka á móti 2.000 gestum og meira en 500 blaðamönnum og þar verða sýnd um 100 forrit, sem ganga með Windows95. í Stokk- hólmi verður Globe Arena vett- vangur þriggja daga sýningar og mikið verðum að vera „miðsvæðis" í London og síðan í 22 öðrum borg- um í Bretlandi. Þá mun Intemetið einnig verða notað til að komast í samband við væntanlega kaup- endur. Áætla sumir, að kynningin muni kosta Microsoft meira en 60 milljarða ísl. kr. Dataquest, sem annast rann- sóknir á tölvumarkaðinum, spáir því, að Windows95 muni seljast í 30 milljónum eintaka á fyrstu íjór- um mánuðunum en Microsoft fer varlegar í sakirnar og áætlar, að 10-25% þeirra 100 milljóna manna, sem nú nota gömlu útgáf- una, muni kaupa þá nýju á næstu 12 mánuðum. Áuk þess ætla næst- um allir tölvuframleiðendur að búa sínar einkatölvur Windows95 og því gæti salan komist í 100 millj. eintaka fyrir lok næsta árs. Það er þó ekki aðeins, að það verði nóg að gera hjá Microsoft á næstunni, því að fyrirtækið hefur gert fjöldann allan af samningum við undirverktaka í Bandaríkjun- um og víða um heim. Frá því um miðjan júlí hefur Mierosoft fram- leitt eina milljón eintaka af Windows95 á viku og því verða um sex milljónir tilbúnar 24. ág- úst. Það er þó ekki víst, að það komin minnisstjórn, sem trygg- ir, að notandinn fær það besta, sem unnt er að fá, út úr hugbún- aðinum. Það gerir notandanum einnig kleift að nota gömul for- rit, sem ekki gengu með Windows 3.1. ■ Hjálpartæki: Windows95 hefur ýmsan aukalegan hjálpar- hrökkvi til en ótti við hugsanlega skort getur aðeins aukið enn á áhugann. Föst skot frá keppinautunum Meðan á öllu þessu gengur hjá Microsoft eru keppinautamir, IBM og Apple Computer, að búa sig undir mótleikinn. Michael Spindler, aðalframkvæmdastjóri Apple, seg- ir, að raunar sé útilokað að keppa við „allan hávaðann", sem fylgt hafí margboðuðu Windows95, en Apple ætlar að ganga hreint til verks og halda því fram í sínum áróðri, að Windows95 bjóði ekki upp á neitt nýtt. IBM ætlar líka að vera bein- skeytt og hefur dreift á Internet- inu skjali, sem heitir: „Sannleikur- inn um Windows95,15 spumingar fyrir Microsoft." IBM svarar síðan spurningunum sjálft og útkoman er sú, að Windows95 standi langt að baki IBM-kerfmu, OS/2 Warp. Þrátt fyrir þetta er IBM önnum kafíð við að koma Windows95 fyr- ir í nýjustu einkatölvunum sínum. Sumir óttast, að allur fyrirgang- urinn í kringum Windows95 valdi því, að neytendur geri sér of mikl- ar vonir um það og verði því fyrir vonbrigðum. Hjá Microsoft hafa menn líka áhyggjur af því, að þrátt fyrir allar prófanir muni einhveijir finna einhveija galla í nýja kerfínu en segjast þó ekki vera hræddir við, að það muni hafa áhrif á sigur- gönguna væntanlegu. Það má því segja, að Microsoft hafí taumana í sinni hendi og eina óvissan er í kringum fyrmefnda rannsókn dómsmálaráðuneytisins á því hvort um sé að ræða brot á hringamyndunarlöggjöfínni. Var fyrst óttast, að bráðabirgðaniður- staða ráðuneytisins gæti haft truf- landi áhrif á kynninguna 24. ág- úst en nú er ljóst, að hennar er ekki að vænta fyrr en síðar. búnað, þar á meðal leitarforrit fyrir veirur og annað, sem lagar skemmdan disk. ■ Windows95 fylgir fjölbreytt- ur nettengibúnaður, meðal ann- ars fyrir Alnetið (Internetið) og hann gerir það miklu auðveld- ara en áður að flytja upplýs- ingar á milli tölva. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir SÆVAR Benediktsson sjóntækjafræðingur hjá Birtu tekur við nýjum hugbúnaði frá Martin Kadow ráðgjafa Carl Zeiss sjóngleijafram- leiðanda. Nýtt forrit fyrir gler- augna- verslanir á Egilsstöðum Egilsstaðir. Morgunblaðið. RÁÐGJAFI frá þýska gler- augnaframleiðandanum Carl Zeiss kynnti á dögunum nýja útgáfu af fullkomnum tölvu- hugbúnaði fyrir gleraugna- fyrirtæki hjá gleraugna- versluninni Birtu hf. á Egils- stöðum. Forritið var fyrst kynnt fyrir fjórum vikum í Þýska- landi og er Birta fyrst ís- lenskra fyrirtækja til að fá þennan hugbúnað. Allir sölu- aðilar Carl Zeiss munu fá slíkan hugbúnað og geta veitt samsvarandi ráðgjöf. Auðveldar valið Sævar Benediktsson sjón- tækjafræðingur hjá Birtu segir markmiðið með að hafa hugbúnað sem þennan vera að veita sem besta og per- sónulegasta þjónustu. „For- ritið hjálpar til að sjá strax fyrir þyngd gleraugna, þykkt gleija og verð með tilliti til þess hvers konar gler og umgjörð verða fyrir valinu. Með þessu nýja forriti geta viðskiptavinir séð sjálfir á skjánum hvaða valmöguleika þeir hafa.“ Ráðgjafí frá Carl Zeiss kemur árlega í heimsókn til Birtu enda er það stefna fyr- irtækisins að allir viðskipta- vinir hvar sem er í heiminum njóti persónulegrar þjónustu. Fær um- boð fyrir Evora TÖLVUÞJÓNUSTA Húsa- víkur sem hefur síðastliðin 5 ár sérhæft sig í sölu og þjón- ustu á tölvum og tölvuvörum fyrir Einar J. Skúlason, Tæknival og Nýherja á Húsavík og nágrannsveitum hefur nýverið fengið einka- umboð til sölu og dreifingar á þýsku Evora snyrtivörulín- unni undir nafninu Evora ísland. Evora vörurnar eru sér- staklega þekktar fyrir algjöra ofnæmisprófun og hafa reynst einstaklega vel fólki sem á við veruleg húðvanda- mál að stríða. Umsjón með sölu og dreif- ingu hefur Maria Óskarsdótt- ir, að því er segir í frétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.