Morgunblaðið - 18.08.1995, Page 1

Morgunblaðið - 18.08.1995, Page 1
LÆGSTA VIRÐ BILALEIGUBILA I EVROPUI Spánn fr. Bretland Danmörk Frakkland Holland Noregur Portúgal Sviss Þýskaland Innifalifi i verfii er: kaskótryagina, lekkun sjálfsábyrgfiar, trygging f. stuld og aíla sfafibundna skatta. kr/vika 13.200 13.020 18.900 19.900 17.700 28.900 13.060 16.660 15.260 Sérmerktir Flugleiðagripir í NÝJUSTU Flugleiðafréttum er sagt frá því að þeir sem hafa áhuga á geti keypt ýmsa muni og hluti sem eru merktir flugfé- laginu eins og tíðkast hjá ýms- um erlendum flugfélögum. Eru það meðal annars mittistöskur, nafnspjaldaveski, T-boiir, skjalatöskur og fleira. Vala Jónsdóttir í auglýsinga- eftirliti Flugleiða hefur umsjón með þessari litlu búð. Hún sagði aðspurð að vegna plássleysis yrðu þessar vörur ekki seldar um borð í vélunum að minnsta kosti ekki í nánustu framtíð en hins vegar gætu menn keypt þetta hjá henni. Yms flugfélög hafa lista yfir vörur, sérmerkta viðkomandi flugfélagi, svo sem ýmsar tösk- ur, boli og fleira. Farþegar geta síðan fyllt út kauplista og vör- urnar eru sendar þeim heim. Meðal þeirra er t.d. Austrían Airíines sem hefur afar litskrúðugar vörur á sín- um lista og er dtjúg sala í þeim í flugferð- um. ■ Líf og fjör á götumarkaði í Kringlunni ÞAÐ var handagangur í öskj- unni þegar götumarkaðurinn í Kringlunni opnaði í gær enda er hægt að gera reyfarakaup ef fólk vill leggja á sig að leita í örtröðinni. Þeir sem Daglegt líf gaf sig á tal við sögðust skemmta sér konunglega og gaman væri að gramsa og skoða sem flest. Margir foreldrar voru með börnum sínum, hinum væntan- legu nemendum grunnskóla að kaupa töskur og hvers kyns skóladót. Þarna voru til sölu skólatöskur á fimm hundruð kall, strokleður á tíkall og pennaveski á fimmtíu krónur. Einnig gátu viðskiptavinir gert góð kaup á alls konar fatnaði og má nefna að bómull- arnáttkjólar á stelpur eru á tvö hundruð, „leggings" á þrjú hundruð, dúkar á tvö hundruð krónur og svo framvegis. Götumarkaðurinn heldur áfram í dag og honum lýkur á morgun, laugardag, kl. 18. ■ Aætlunarferðir um ferdamanna- staði næsta sumar NÆSTA sumar hefjast áætlunarferðir um helstu ferðamannastaði í Reykjavík á vegum Kynnisferða. Að sögn Kristjáns Jónssonar, frkvstj. er þetta reynt í tilraunaskyni en ef vel gengur má búast við að slíkar ferðir verði á hverju sumri og jafnvel einnig á öðrum árs- timum ef ástæða þykir til. Áætlunarleiðin er enn ekki fuilmótuð en að sögn Helgu Maríu Bragadóttur, rekstrarhagfræðings á Árbæjar- safni, sem átti hugmyndina verður hún látin ráðast af áhuga ferðamannanna; Meðal lík- Iegra viðkomustaða eru Perlan, Árbæjarsafn, Kjarvalsstaðir, Höfði, Þjóðminjasafnið og fleiri vinsælir ferðamannastaðir en miðstöð ferð- anna verður í Lækjargötu. Ráðgert er að hringferð taki um U/2 kist. og að tveir vagnar verði í förum. Svipaðar ferðir tíðkast í helstu borgum Evrópu og Bandaríkjanna og hafa verið _að ryðja sér til rúms að sögn Helgu Maríu. „Ég held að þetta sé ekki síður hentugt hér, sér- staklega með tilliti til veðráttunnar," segir Helga María. Hún telur að söfn, ferðaþjónustu- fyrirtæki og verslanir á viðkomustöðunum muni njóta mjög góðs af. E.t.v. mun afsláttar- kort fylgja farmiðanum svo sem er erlendis í slíkum ferðum. Helga María hefur unnið að undirbúningi þessarar hugmyndar síðan í vor en síðustu vikur hefur hugmyndin verið rædd á fundum með Önnu Margréti Guðjónsdóttur, nýráðnum ferðamálafulltrúa Reykjavíkur, Kristjáni Jóns- syni, frkvstj. og fulltrúum safna. í haust og vetur verður safnað upplýsingum um heppileg- ustu viðkomustaði í þessum ferðum. ■ Fólk 17-24 ára á aðild að þriðjungi slysa Á SÍÐASTA ári slösuðust eða létust 1.485 einstaklingar í umferðinni hér- lendis en það er 2,3% aukning frá árinu áður. Fólk á aldrinum 17-24 ára átti í um þriðjungi tilvika aðild að slysum árið 1994. Þessi sami aldurshópur er líka með hæst hlutfall þegar aldurs- dreifing alvarlegra slasaðra eða látinna í umferðinni er skoðuð. Alls 310 ungmenni á aldrinum 17-20 ára slösuðust í umferð- inni sl. ár sem er um 19%. Sem fyrr látast hlut- fallslega flestir á aldrinum 17-20 ára. Alls létust 97 á þeim aldri á árunum 1972-1994 sem er að meðaltali 24 úr hverjum aldursárgangi. Þetta kemur fram í skýrslu Umferðarráðs um umferð- arslys á íslandi árið 1994 en upplýsingar um umferðarslys fær Umferðarráð hjá lögreglu. Hins vegar er dánartíðni í umferðarslysum mjög lág hér á lándi og sé skoðuð dánartala látinna í umferðinni í alþjóðasamtökum umferðar- ráða deila íslendingar næst neðsta sæti með Norð- mönnum en dánartalan er lægst í Kína. Flest umferðar- slys áttu sér stað í júlí á síðastliðnu ári eða alls 188 talsins. Samkvæmt könnun Umferðarráðs urðu flest slysin á föstudögum og hæst var tíðnin milli klukkan 15 og 16 á daginn og síðan milli klukk- an 17 og 18. ■ , ÞAÐER FOLLT AF KALKI IES3UNNI. M3ÖLKIN ER BARA MIKLU BRA6ÐBETRIS M%/ ISLENSKIR TANNFRÆÐINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.