Morgunblaðið - 18.08.1995, Qupperneq 2
2 B FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Mismunandi
búskaparhættir
Mjög tækni-, orku:, efna- og lyfja-
væddur landbúnaður.
Erlend heiti: Factory farming,
intensive farming.
Þessi búskaparháttur er vist-
verstur og afurðirnar verðminnstar.
LÖMBIN alast að mestu leyti upp á fjöllum og heiðum og það þykir gera'kjötið sérstætt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Græna byltingin
teygir anga sína til íslands
SÚ UMHVERFISBYLTING sem
orðið hefur hjá nágrönnum okkur
á Norðurlöndum og í N-Evrópu er
smám saman að ná til okkar. Þeir
sem hafa verið í Danmörku nýlega
hafa varla komist hjá því að reka
augun í allar þær vörur í verslunum
sem merktar eru í bak og fyrir
„0kologi“. Þar er ekki-aðeins að
finna lífræna mjólk, grænmeti og
osta eins og flesta gæti grunað
heldur einnig lífrænar niðursuðu-
vörur, pasta og bjór. Þær eru
nokkru dýrari en sambærilegar
vörur, en rokseljast engu að síður.
Sú flóðbylgja „okólógískra"
merkinga sem skall á augum mín-
um í Danmörku vakti forvitni og
hugleiðingar um hvetju það sæti
að vörur hér eru ekki markaðsettar
sem lífrænar eða náttúruvænar.
Vistvæna hugtakið séstí sambandi
við þvottaefnisauglýsingar en
miklu sjaldnar í tengslum við mat-
væli. Er íslendingum sama, hugs-
aði ég, eða erum við svo góð með
okkur að við teljum landið okkar
og matvælin sem við framleiðum
svo hrein að við þurfum ekki sér-
stakar merkingar eins og Danir?
Er sjálfsagt að maturinn sé nátt-
úruvænn og hollur og hugsum við
ekkert um það frekar?
Þó eru teikn á lofti um að græna
byltingin nálgist okkur. Reglugerð
um lífræna landbúnaðarframleiðslu
kom út í vor og sjö bændur eru
farnir að framleiða lífrænt græn-
meti. Ennig má benda á pappírsg-
áma Sorpu sem hafa fengið góðar
viðtökur. Kannski er ekki langt að
bíða þess að græna byltingin hvolf-
ist yfir okkur eins og granna okkar.
Minni mengun vegna stærðar
landsins og veðurfarsins
„íslendingar eru ekki enn komn-
ir á grænu bylgjuna en eru von-
andi að færast inn á hana smám
saman,“ segir Sigrún Helgadóttir
líffræðingur. „Landið er þeim kost-
um búið að vera stórt og veðra-
samt. Fámenn þjóð í stóru landi
verður minna vör við mengun en
gerist í þéttbýlum ríkjum í Evrópu.
Einnig er mengun fljótari að veð-
rast í burtu hér vegna veðurfarsins.
Landfræðileg staða íslands,
náttúran og fámennið telst landinu
til tekna og er okkar helsta auð-
lind. Þá hefur stóriðnaður ekki fest
rætur hér eins og erlendis þó að
viljinn til þess hafi verið fyrir
hendi.“
Lítil fræðsia um umhverfismál
„Hér hefur mjög lítil fræðsla
verið um umhverfismál miðað við
önnur Norðurlönd, enda höfum við
ekki rekið okkur jafn hastarlega á
og stóriðnaðarþjóðir Breta, Þjóð-
veija og Hollendinga. Á Norður-
Verksmiðjubúskapur
Lífrænn/Sjálfbær
landbúnaður
Einnig kallaður lífefldur landbúnaður.
Erlend heiti: Organic, ecological,
biological, okologisk, biologisk,
stundum kallaður „grænn“ land-
búnaður.
Þessi búskaparháttur er
vistvænstur og er hugtakið lífrænt
lögverndað. Staðlar og vörumerki
eru skv. Alþjóðasamtökum lífrænna
búvöruframleiðenda (IFOAM). Fara
verður eftir ströngum lögbundnum
skilyrðum svo að lífræn vottun fáist á
vörurnar. Lífrænar afurðir eru
verðmætastar.
Náttúruvænn
landbúnaður
Orkufrekur búskapartiáttur háður
aðfluttu efni og orku og fjarlægist
sjálfbæran búskap. Mikil notkun
eitur- og hjálparefna og er yfirleitt
skaðlegt umhverfinu.
Erlend heiti: Conventional.
Misjafnlega vistvænt millistig á milli
lífræns landbúnaðar og almenns eða
hefðbundins landbúnaðar.
Erlend heiti: Alternative, integrated,
halfway-houses. Stundum kallaður
„Ijósgrænn" landbúnaður.
Almennur-/ hefð-
bundinn landbúnaður
■
Brjósta-
minnkun fyrir karla
ÁSTRALSKIR vísindamenn rannsaka hvernig græða megi insúlín-
myndandi frumur úr svínum í mannslíkamann.
Æ FLEIRI karl-
menn í Bandaríkj-
unum kjósa að láta
minnka brjóstin á
sér og fara í brjósta-
minnkunaraðgerð.
Árið 1994 létu um
tíu þúsund karl-
menn þar í landi
minnka brjóstin en
árið 1992 voru þeir
einungis um fimm
þúsund talsins sem
fóru í slíka aðgerð.
í bandaríska
tímaritinu Longe-
vity er fjallað umað-
gerð tækni sem lýta-
iæknirinn Gary J.
Rosenberg á
Flórída beitir í þess-
um tilgangi. Hann
fann upp sérstakt
sogtæki til að fjar-
lægja aukavefi og
fitu með lítilli
skurðaðgerð. Hann
segir aðgerðina tiltölulega ein-
falda en tekur fram að hún eigi
einungis við sé ekki um mjög
mikla fitu og aukavefi að ræða.
Sjúklingar eiga að geta snúið
til vinnu innan fárra daga. g
Horft
til svína
amm SYKURSÝKI er efnaskipta-
SKS sjúkdómur, sem stafar af
skorti á insúlíni eða ónógri
verkun þess. Sjúkdómsein-
CC kenni eru þorsti, þróttleysi,
S9 megrun, aukinn blóðsykur og
íd sykur í þvagi. Og insúlín er
hormón sem stjórnar nýtingu
líkamans á sykri.
Sjúkdómurinn getur haft alvar-
legar afleiðingar; valdið blindu,
nýrnaskemmdum og hjartabilun.
Sumir sjúklingar þurfa að sprauta
sig með insúlíni, sem unnið er úr
brisi dýra og öðrum efnum.
Tvær tegundir
sjúkdómsins
Sykursýki greinist í tvær aðal-
tegundir: Insúlínháða sykursýki,
sem leggst einkum á ungt fólk, og
insúlínóháða sykursýki, sem fólk
fær oftast á eða uppúr miðjum aldri.
Árum saman hafa þeir sjúkling-
ar, sem sprauta sig með insúlíni,
fengið efnið úr svínum. í heilsu-
dálki tímaritsins Asiaweek segir að
bandaríski sjóðurinn Juvenile Dia-
betes (insúlínháð sykursýki) hafi
nýverið veitt áströlskum vísinda-
mönnum styrk, sem nemur um 220
milljónum ÍKR til að rannsaka