Morgunblaðið - 18.08.1995, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 B 3
r
DAGLEGT LÍF
löndum er umhverfisfræðsla stór
þáttur í menntun barna. Þar er
víða farið vikulega út í náttúruna
og þannig reynt að efla umhverfís-
vitund barna. Hér er engin skipu-
lögð umhverfisfræðsla."
íslendingar 10 árum á eftir
Dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðu-
nautur hjá Bændasamtökum ís-
lands, segir að íslendingar séu enn
áratug á eftir öðrum Norðurlöndum
í umhverfismálum og í framleiðslu
lífrænna matvæla. „Hér hefur ekki
orðið sambærileg umhverfisvakn-
ing og t.d. í Danmörku. Danmörk
er lítið land sem lifir að miklu leyti
á landbúnaði og nýta þarf hvern
fermetra. Danir hafa rekið sig á
ljótar afleiðingar af verksmiðjubú-
skap þar sem lyf hafa verið ofnotuð
og mengun vegna áburðar orðið
mikið vandamál. Það hefur vakið
þá til vitundar og þeir hafa breytt
um stefnu á mjög skömmum tíma.
Það má segja að það hafi gerst af
illri nauðsyn. Við höfum ekki enn
rekið okkur á og vonandi mun ekki
til þess koma. Við erum þannig
sett að það gæti tekið skamman
tíma að ná ná-
grannaþjóðum
okkar í lífrænni
framleiðslu,
kannski 2-3 ár ef
við stefnum að því
af krafti. Það er
vegna þess hversu
landið er enn
| ómengað og hvað
hefðbundinn bú-
| skapur er yfirleitt
vel staddur, lömbin
alast upp á fjöllum
og heiðum sem er
mikill kostur.
Vegna fábreyttrar
i skordýrafánu er
lítil þörf á eiturefn-
um í ræktun græn-
metis og vantar
yfirleitt lítið upp á að framleiðslan
geti talist lífræn."
Hugtakið
lífrænt lögverndað
„Það er ekki sama hvaða hugtök
eru notuð í sambandi við umhverf-
ishæfi. Orðið vistvænt er ofnotað
og fylgir því engin ábyrgð og það
er ekki lögvemdað. Hins vegar
nýtur hugtakið lífrænt slíkrar
verndar þ.e. að vara sé framleidd
á algerlega lífrænan hátt. Það
snertir ekki aðéins framleiðslu
sjálfra varanna heldur einnig allt
samspil framleiðslunnar, t.d. að
■ ekki sé notaður tilbúinn áburður
og að búfénaður spilli ekki gróður-
lendi. Hugtakið lífrænt nær því til
alls vistkerfisins.
Þegar hafa nokkrir bændur sýnt
áhuga á lífrænni landbúnaðarfram-
leiðslu og eru nú a.m.k. 7 bændur
byijaðir að framleiða vottað lífrænt
grænmeti og bygg. Draumurinn er
sá að bændur stundi blandaðan
búskap, þar sem ræktun grænmet-
is fer saman við búfjárframleiðslu.
Stefnt er að því að lífrænn bú-
skapur sé álitinn nýsköpun í ís-
lenskum landbúnaði og að tíma-
bundnir aðlögunarstyrkir að er-
lendri fyrirmynd verði veittir þeim
sem áhuga, aðstæður og hæfni
hafa til að stunda lífrænan bú-
skap.“
RegiugerA um lífræna
landbúnaðarframleiðslu
31. mars s.l. kom út reglugerð
um lífræna landbúnaðarfram-
leiðslu, skv lögum um sama efni.
Þar eru ítarlegar reglur um fram-
leiðsu lífrænna landbúnaðarvara,
um eftirlit og vörumerkingar. Sá
sem ætlar sér að selja vöru sína
sem lífræna verður að fara eftir
reglugerðinni og á neytandi að
geta treyst merkingum á vörunni.
í reglugerðinni eru ströng skil-
yrði fyrir lífrænni ræktun. Má
nefna að hefðbundin lyfjagjöf er
bönnuð nema til að bjarga lífi við-
komandi búpenings, en afurðir
tengdar honum verða svo ekki seld-
ar sem lífrænar. Einnig er kveðið
á um að skepnur fái næga hreyf-
ingu og séu settar út allan ársins
hring á meðan veður leyfir og hafi
lágmarks pláss í húsum. Akvæði
eru um slátrunaraðferðir og merk-
ingar á vörunum. Ekki má nota
annan áburð en húsdýraáburð og
annan lífrænan.
„Skilyrðin eru nokkuð ströng,
en kveðið er á um allt að 10 ára
aðlögunartíma fyrir bændur sem
hafa í hyggju að reka lífrænan
búskap í framtíðinni," segir Ólafur.
Vaxandl markaður
„Það er enginn vafi á að lífrænn
markaðurfer vaxandi," segir Bald-
vin Jónsson, markaðsráðgjafi hjá
Bændasamtökum íslands. „Eins og
landbúnaður er nú er stutt skref
sem sumir bændur þurfa að stíga
til að ná taki á lífrænni fram-
leiðslu. Það má segja að hefðbund-
inn íslenskur landbúnaður sé „ljós-
grænn" og unnið er að því að mark-
aðssetja okkar vörur erlendis sem
náttúruvænar. Lífræna hugtakið á
aðeins við um algeran lífrænan
búskap þar sem litið er á heildina.
Hins vegar má vel viðurkenna
landbúnaðaraðferðir sem eru
„næstum" lífrænar, þar sem bænd-
ur nota t.d. tilbúinn áburð vegna
erfiðra aðstæðna en eru að öðru
leyti mjög náttúruvænir. Áburðar-
notkun verður þá að vera í lág-
marki. Þetta má kalla 2. flokk og
vörur nefndar náttúruvænar. Kæmi
hefðbundinn búskapur í 3. flokk
og verksmiðjubúskapur í þann
fjórða, en hann er vistverstur og
er tækni,- efna,- orku- og lyfja-
væddur, en þær afurðir eru verð-
minnstar.“
ísland sem lífrænt gæðaland
Baldvin er sammála því að skref-
ið yfir í náttúruvænan og lífrænan
búskap sé stutt einkum í grænmet-
isræktun og fjárbúskap. Nú sé
unnið að því að
markaðsetja
lambakjötið í New
York og hefur það
mælst vel fyrir
einkum hjá mat-
reiðslumönnum
og kjötiðnaðar-
mönnum. Þyki
kjötið bragðmikið
og líkt villibráð.
Hann segir þetta
lofa góðu og við
ættum að geta
tekið forystu í lif-
rænni framleiðslu
á lambakjöti og
markaðsetja af-
urðir okkar sem
úrvals vörur. Eft-
irspurn eftir holl-
ari vörum hafi aukist gífurlega
bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu
og fólk sé tilbúið að borga fyrir
gæðin.
„Island er tiltölulega vel á vegi
statt í umhverfismálum. Sem dæmi
um sérstöðu landsins er enn óhætt
að drekka úr ám og fjallasprænum
hérlendis, en það er ekki lengur
hægt í Evrópu. Brýnt er að stjórn-
völd taki af skarið og marki um-
hverfísstefnu strax.
Fólk hugsar meira um náttúr-
una, heilsuna og um afdrif jarðar-
innar en áður. En þróunin verður
fyrst í hugarfarinu. Við höfum allt-
af verið skorpuþjóð með hugann
við fljóttekinn ágóða, en nú þurfum
við að vinna að einhverju til fram-
búðar og ég tel að framtíðin brosi
við okkur,“ segir Baldvin Jónsson.
■
Þórdís Hadda Yngvadóttir
ÍSLENDINGAR hafa ekki verið barnanna bestir
í umhverfismálum.
hvernig græða megi insúlínmynd-
andi frumur úr svínum í mannslíka-
mann. Þar myndu frumurnar, sem
teknar yrðu úr svinafóstrum, endur-
lífgast og framleiða nægilegt insúl-
ín til að stungulyf yrðu óþörf.
Rannsóknarmennirnir eru bjart-
sýnir og telja að sykursýki sem
haldið er í skefjum með insúlíni,
verði Jæknanleg að fimm árum liðn-
um. Á meðan eykst fjöldi sjúklinga
um 6% á ári, samkvæmt fýrrnefndu
tímariti, og nú deyja 14% sjúklinga
innan 20 ára frá greiningu.
Flskurlnn fyrirbyggjandl
Á Norðurlöndum hefur rúmlega
3% fólks sykursýki en á íslandi er
hlutfallið innan við 1%. Fiskneysla
okkar kann að vera skýring á lægri
tíðni sykursýki og afleiðingum
hennar hérlendis, að sögn Ingu
Þórsdóttur, dósents í næringar-
fræði.
Inga segir sykursýki sem ekki
er háð insúlíni alls staðar langal-
gengasta. Oftast sé hún fylgikvilli
offitu, en þegar fólk grenni sig,
stundum aðeins örlítið, aukist næmi
frumanna að nýju fyrir insúlíni og
p einkenni sykursýkinnar hverfi. ■
Garð-
vinna er fyrir-
taks líkamsrækt
ÞEIR sem eru iðnir við garð-
vinnu ættu að sjá mun á fötun-
um sinum eftir sumarið. Það er
nefnilega hægt að brenna tölu-
vert mörgum hitaeiningum við
að puða í mold eða grasi.
Ef unnið er t.d. við slátt eða
verið að raka brennur viðkom-
andi nálægt 400 hitaeiningum á
klukkustund.
Fátt er hollara en nýtt græn-
meti og því kostur að rækta það
í garðinum sínum. Ekki spillir
fyrir að það er góð hreyfing að
sinna ræktuninni, planta,
hreinsa beð og taka upp kartöfl-
ur, blómkál eða gulrætur. ■
Morgunblaðið/Golli
GUÐJÓN Matthíasson harmonikkuleikari og lagasmiður.
Tvö hundruð
lög og enn að semja
GUÐJÓN Matthíasson lagasmið-
ur og harmonikkuleikari samdi
fyrir skömmu tvöhundraðasta lag
sitt. Daglegt líf fékk veður af því
og blaðamaður var sendur á vett-
vang. En hann var of seinn; nótt-
ina áður hafði andinn komið yfir
Guðjón og enn eitt lagið bæst við.
Guðjón hefur verið að spila og
syngja í 45 ár en á nóg eftir
enn. Auk spilamennsku á böllum
og við fleiri tækifæri hefur hann
verið afkastamikill í plötuútgáfu.
„Ég er búinn að gefa út fimmtán
plötur og þijár kassettur með á
annað hundrað lögum og ég veit
ekki betur en að það sé met
meðal íslenskra harmonikkuleik-
ara.“ Einnig hafa komið út eftir
Guðjón tvær nótnabækur með 62
lögum.
Tuttugu kindur fyrlr
harmonlkku
Sem ungur maður ætlaði Guðjón
að verða annað hvort
eða tónlistarmaður.
þriggja ára gamall átfl
ið tuttugu kindur en fi
harmonikku til sölu. H;
kinduÉ^^r®i
uij,..ogfk^þi
átj
bn
ul þýsk Hon
þarfnaðist m
og var reyndái
minni. En hún
ing sem ég
ráðist í.“ Skömmu eftir kaupin
fór Guðjón með hljóðfærið í við-
gerð. Á verkstæðinu var útstill-
ingargluggi með harmonikkum.
Þar á meðal var ein ítölsk, skreytt
steinum, sem glitruðu í myrkri.
Hún var af gerðinni Polosoprani
og Guðjón heillaðist af henni.
Hann samdi því um skipti á hinni
þýsku fyrir þá ítölsku og borgaði
á milli.
Fyrstu tónlistarmenntun sína
fékk Guðjón hjá Gretti Björnssyni
harmonikkuleikara. „Ég var hjá
Gretti í tímum einn vetur, þangað
til hann fluttist til Vancouver í
Kanada. Þá um vorið var ég orð-
inn peningalaus en kunni tuttugu
lög og nokkrar fingraæfingar.
Ég brá á það ráð að auglýsa í
blaði að ég skyldi spila í ferming-
arveislum gegn borgun. Ég hafði
þá engann síma og því var ekki
hægt að panta nema að koma
heim til mín. Út úr þessu hafði
ég samt sjö spilakvöld og það
bjargaði mér.“
Seinna tók Guðjón tíma í
harmonikkuleik hjá Karli Jónat-
anssyni. Síðar lærði hann einnig
tónfræði í einkatímum í einn og
hálfan vetur.
Skildl prestlnn
eftir heima
Smám saman varð meira að gera
í spilamennskunni. Lengi spilaði
Guðjón á hveiju laugardags-
kvöldi í Ingólfscafé og einn vetur-
inn var hann tvö kvöld í viku í
Keflavík. Hann var þá einnig í
fullri vinnu hjá borginni, lengst
af sem innheimtumaður hjá Raf-
magnsveitunni. Oft var mikið að
gera, því spilakvöldin urðu stund-
um þijú í viku. „Ég var pantaður
á böll víða um land, mikið á Snæ-
fellsnes vegna þess að ég er ætt-
aður þaðan, en líka til dæmis til
Hvammstanga, Blönduóss,
Grindavíkur, Voga, Sandgerðis
0g fleiri staða. I þorpi einu á
uðurlandi spilaði ég alltaf á
orrablótum. Þar var mikil
rykkja og fyllstur allra var
prestorinn á staðnum. Hann var
Éýo fullur að hann skreið um á
....J. Einhyerntíma þegar
inu var I þéssu . ástandi var
. -1' rjfýort sv&ia hegðun
skildi préstinn
ði hann þá.“
aiger bind-
þ. ^Oft var
'wswæswsur r ókeyp-
s og fólki fannst það vera að
gera mér greiða með því. En ég
vissi að ég gat ekki spilað drukk-
inn og mér finnst áfengi vont.
Ég bað því fólk að færa mér kók
ef það vildi vera að gefa mér
eitthvað að drekka."
Guðjón hafði oft með sér
hljómsveit þegar hann spilaði og
meðal annars lék sonur hans með
honum á trommur og söng. Það
er Sverrir Guðjónsson kontrate-
nór.
Guðjón lék síðast inn á plötu
fyrir tveimur árum. Hún hét
„Tíminn líður“. En Guðjón er enn
að. Fyrr í sumar lék hann á harm
onikku á hóteli í Ólafsvík við
góðar undirtektir. Hann hefur
verið beðinn um að endurtaka
leikinn síðar í sumar.
Helgi Þorsteinsson
heí