Morgunblaðið - 18.08.1995, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Kærleikurinn
situr þar í fyrirúmi
í HLÍÐARDALSSKÓLA stendur nú
yfir orlofsvika fyrir krabbameins-
sjúklinga sem líknarsamtökin Berg-
mái hafa veg og vanda af. Er mig
bar að garði mátti heyra skraf og
hlátrasköll dvalargesta út á hlað
og var auðvelt að renna á hljóðið.
í matsal hitti ég hóp af sjálfboðalið-
um og gestum eftir síðdegiskaffi.
Það var ekki að sjá að þessi hressi
hópur á ölium aldri ætti í harðri
baráttu við ógnvænlegan sjúkdóm
og að flestir hefðu þurft að gang-
ast undir stranga og erfiða með-
ferð. Gestir voru sumir nykomnir
úr sundi eða að fara í slökun og
greinilegt að nóg var hægt að hafa
fyrir stafni. Þarna dvelja nú þrjátíu
sjúklingar og einnig þrír makar, sér
til hvíldar og hressingar. Gestir eru
á öllum aldri.
Sigríður Ólína Marinósdóttir frá
Selfossi fékk krabbamein í skjald-
kirtil fyrir nokkrum árum og í vet-
FLUGVÉLAR og skip hljóta líka
nöfn með viðhöfn. Sums staðar
heita meira að segja vörubílar
nöfnum sem eiga að færa bílstjór-
anum gæfu.
KOLBEINN var skírður í
fyrra og Þór bróðir hans, sem
heitir bara Þór, var meðal
þeirra sem fylgdust með.
Margir af vinum bræðranna
í leikskóla heita tveim nöfnum
og Þór á marga nafna, sem
hafa Þórsnafnið á eftir öðru
lengra.
Eitt nafn eða fleiri
Hagstofan gaf fyrir nokkrum
árum út skrá um nöfn barna fæddra
1960 og 1976. Þar er aftur stuðst
við skýrslur presta um skírnir og
tilgreind tíðni aðalnafna og auka-
nafna barna sem skírð voru þessi
ár. Svipaður háttur var hafður um
árin 1985 og 1990. í inngangi elstu
skýrslunnar er horft um öxl og sýnt
að fleiri nöfn en eitt voru nær
óþekkt í fyrsta manntali fyrir 300
árum. 1855 hétu 4% landsmanna
tveim eða fleiri nöfnum, 24% árið
1910 og helmingur þjóðarinnar árin
1921-1950. Hlutfallið var óbreytt
1960 en komst í 64% fyrir tuttugu
árum.
Allra síðustu ár finnst þeim sem
til þekkja að dregið hafi úr tvínefn-
um. Þeir segja þijú nöfn hafa verið
í tísku um tíma fyrri hluta aldarinn-
ar. Þrínefni voru raunar bönnuð
fram til 1991, en Jóhanna Björns-
dóttir á Hagstofunni segir að þrátt
fyrir það hafi 30 til 40 böm á ári
hlotið þijú nöfn. Þeim hafi ekki
fjölgað að undanfömu þótt lögin
hafi breyst.
Eiður Páll Sveinn þótti alltaf til-
komumikill í bekk blaðamanns og
þar voru líka Garpur og frændurnir
Svali og Brandur. Það er kannski
ekki mikið miðað við bræðurna
Frómráð, Friðgjarn og Digdræki
sem skírðir voru á síðustu öld. Göm-
ul manntöl og kirkjubækur em mik-
il kista óvenjulegra nafna og Jó-
hanna hefur safnað mörgum sam-
an. Fmmrósa, Vegmey, Listalín,
Rustína og Árbót voru allar skírðar
á síðustu öld. Siguröld árið 1874
og Jólavía einhvern jóladaginn. Sig-
KJUREGEJ Alexandra
og Guðrún Skarphéð-
insdóttir eru báð-
ar krabbameins-
sjúklingar og
hafa gengist
undir erfiðar
aðgerðir.
ur greindist hún
með krabbamein i
bijóstum. „Fólkið
hér er yndislegt við
mann og maður finnur
að hér ræður sönn vænt-
umþykja ferðinni.
Stuðningur-
inn sem
ég hef
Eitt kröftugt
nafn í stað tikkatikk
KARL sjöundi, viltu koma hingað
strax! Mikið að þú gegnir. Blansi-
flúr, Heimlaug og Aldinborg eru
miklu prúðari.
^ Nöfnin að tarna eru enginn
tilbúningur heldur uppfinning-
*Sp ar íslenskra foreldra. Alveg
eins og Ásta Mjöll og Andri
Þór, sem nutu mikilla vinsælda til
skamms tíma. Sigríður og Þorvald-
ur þóttu heldur hversdagslegri, en
virðast nú hafa fengið uppreist
æru. Kröftug íslensk nöfn á borð
við þeirra eru að áliti nafnaspekúl-
anta komin aftur í tísku.
Litlu sætu nöfnin víkja í bili fyr-
ir hafragraut og slátri og engu
múðri, en Dögg, Ösp og Amar
Snær gera þó eflaust meira en rísa
undir sínum nöfnum. Þau
kæra sig væntanlega kollótt
um nafngiftirnar eða era
bara ánægð með þær. Og
nafnið vefst varla heldur
fyrir Arnkötlu, sem er fínust
í bleiku, ólík formóður og
nöfnu sem keyrði vömb og
höku stolt gegnum lífíð og
snýtti sér.
Áhrif nafna
Hafa nöfn annars áhrif, móta þau
manneskjur á einhvem hátt? Gunn-
hildur, kölluð Dídí, hefði kannski
ekki orðið yfírmaður með því að
flagga gælunafninu. Birgir Eiríkur,
þekktur lögmaður, var einu sinni
bara kallaður Biggi. Og Dæja, sem
er oft í litlum bol svo naflinn sjá-
ist, vill síður heyra um Dýrleifu
Sæbjörgu. Ólíkt Þórlaugu þykir
henni nafnið ekki passa fýrir sig.
Böðvar plötusnúður er aftur á móti
ánægður með sitt nafn og fínnst
það bera þroska og sjálfstæði
merki.
Foreldrar Böðvars vom á sama
máli, vildu hafa eitt traust nafn á
stráknum. Þarna gafst þeim færi á
að gefa vissan tón um nýja ævi,
afarnir báðir komnir með litla nafna
og ekki sérstök þörf að skíra í höf-
uðið á þeim. í fyrstu virtist valið
giska mikið, en ýmis hjálpartæki
bjóðast.
I Bandaríkjunum hafa verið
gefnar út nafnasálfræðibækur eins
og Beyond Jennifer and Jason eftir
Rosenkrantz og Satran og almenn-
ari rit eins og Guinness Book of
Names eftir Dunkling. í þessum
bókum em vangaveltur um áhrif
nafna, en foreldrar hins tilvonandi
Böðvars sáu fljótt að þau kæmust
lítið nema með íslenskum nafnabók-
um: Sökktu sér í verðlaunabókina
Nöfn íslendinga eftir Guðrúnu
Kvaran og Sigurð Jónson, Nafna-
bókina eftir Hermann Pálsson og
Hvað á barnið að heita eftir Karl
Sigurbjörnsson.
Svo ákváðu þau, þrátt fyrir dá-
litla sérvisku, að velja þekkt og við-
urkennt nafn og þvælast ekki um
kerfið í vaxandi þijósku. Til að vera
Á landnámsöld
þótti ekki amalegt
að heita Göltur
og Brandur en á
steinsteypuöld
hafa fínlegar
Aspir, Bjarkir og
Fjólur skotið
rótum.
viss flettu þau mannanafnaskrá
Hagstofunnar, með lista yfir leyfð
nöfn og reglunum sem stuðst er
við. Þau drifu síðan í nafngiftinni,
því lög mæla fyrir um að barni
skuli gefíð nafn fyrsta hálfa árið,
annars megi Hagstofan beita dag-
sektum.
Þegar upp koma
álitamál
Mannanafnanefnd, sem starfar
eftir lögum frá 1991, sker úr um
nöfn sem ekki em í mannanafna-
skrá og styðst við vinnulagsreglur
sem hún hefur sett sér. Fyrst og
fremst þarf nafn að vera íslenskt
eða hefðbundið í málinu. Sömuleiðis
má hvorki gefa stúlku karlmanns-
nafn né dreng kvenmanns-
nafn, þannig að óleyfíleg eru
til dæmis kynlaus millinöfn
eins og þau sem enda á fjörð,
nes, dal eða feld. Skrá Hag-
stofunnar yfir leyfð nöfn
kemur út á þriggja ára fresti
og nú er til heildarskrá frá
síðasta hausti. Hægt er líka
að fá lista yfir nöfn sem
hefur verið hafnað.
Tölfræðiskrár um íslensk nöfn
em einnig til og þegar er getið
bókar Guðrúnar Kvaran og Sigurð-
ar frá Amarvatni, þar sem meðal
ann'ars er rakin þróun nafngifta og
tíðni nafna. Eldri samantektir
byggðust framan af á manntölum.
Hið íslenska bókmenntafélag gaf
út skýrslu Ólafs Lárussonar unna
upp úr manntali 1703. Björn Magn-
ússon vann nafnaskrá eftir mann-
tölum 1801 og 1845. í Skýrslum
um landshagi birtust svo nafna-
skrár Sigurðar Hansen byggðar á
manntölum 1855 og 1870. Hagstof-
an gaf út nafnatöflu eftir manntali
1910 en síðar breytti Þorsteinn
Þorsteinsson fyrrum Hagstofustjóri
um aðferð.
Hann studdist við prestaskýrslur
í bókinni íslensk mannanöfn 1921-
1950. Kostimir vom meiri ná-
kvæmni hjá prestum en í mann-
tölum og upplýsingar um alla sem
höfðu verið skírðir meðan manntal
náði aðeins til lifandi manna.
Arnmóður, Otkell, Alrekur
Ásgautur, Skíði, Bjarnharður
Dómaldur, Bjólan, Dufþakur
Dugfús, Grankell, Hallgarður.
I