Morgunblaðið - 18.08.1995, Page 7

Morgunblaðið - 18.08.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 B 7 FERÐABLAÐ Akstur um hrað- brautir kostar sitt gJ Á BÍLFERÐ um Evrópu hent- ar oft best að aka eftir hrað- SJ brautum til að komast leiðar lu sinnar. Aðrir vegir eru iðulega fallegri en geta verið seinfarnir og þreytandi. Þýska hraðbrautarkerfíð er elst og fullkomnast. Þar má yfir- leitt aka eins hratt og bíllinn kemst án þess að þurfa að borga fyrir að nota brautina. Frakkar og ítalir rukka inn vegatolla á hraðbrautum sínum og takmarka hraða við 130 km. Svisslendingar skera sig úr og selja árs áskrift á sínar hraðbraut- ir og hafa lægri hámarkshraða, 120 km, en grannþjóð- irnar. Ferð þvert yfir Frakkland frá St. Brieuc á norðvestur ströndinni til Basel í austri (tæpir 1000 km) fyrir skömmu kostaði um 4.500 krónur í vegagjöld. Aðeins hluti leiðar- innar er toll-hrað- braut. Tvisvar þarf að taka miða við upphaf hennar og rukkað við útkeyrsl- una og einu sinni borgað á miðri leið. Ég týndi seinni mið- anum - ég hélt að hann hefði flækst með gotterísbréfum sem ég henti á bensínstöð. Konan við útkeyrsl- una hristi höfuðið þegar ég stundi því upp að ég hefði týnt miðanum og rukkaði mig um hámarksgjaldið á hraðbrautinni alla leið frá Rennes til Basel, 272 fr. franka eða rúmar 3.500 ÍKR. Ég lét kiaufaskapinn ekki spilla fyrir mér ferðinni en varð óánægð með sjálfa mig þegar ég fann vegatollsmiðann fyrir aftan framsætið nokkrum dögum seinna. Alls konar fyrirkomulag vlA innheimtu Þeir sem aka um svissnesku hraðbrautirnar þurfa að hafa hrað- brautaráskrift límda á framrúðuna. Hún kostar 50 SFR, 2.750 ÍKR, og er seld í pósthúsum og við landa- mærin og gildir í ár. Þeir sem keyra einu sinni í gegnum landið eða fram og aftur um það allan ársins hring borga sama vegatoll. Tollarnir á itölsku hraðbrautum eru ýmist rukkaðir inn með vissu millibili eða miði er afhentur við upphaf hraðbrautar og borgað samkvæmt vegalengdinni sem far- in var við útkeyrsluna. Italir selja svokölluð Viacard fyrir 20.000 (600 kr.), 50.000 (1.500 kr.) 100.000 (3000 kr.) eða 150.000 lírur (4.500 kr.) sem gilda bara á hraðbrautunum. Þau geta sparað tíma því umferðin gengur oft hraðar í gegnum hliðin þar sem borgað er með þeim en þar sem tekið er við pening- um. Það er ekki hægt að nota kred- itkort á ítölsku hraðbrautunum en í Frakklandi er hægt að borga vegatollinn með Visa og Eurocard. í Austurríki þarf að borga fyrir að aka í gegnum göng, það kostar t.d. 150 schillinga, um 1.000 krón- ur, að aka í gegnum St. Anton- göngin. Þar eins og annars staðar i Evrópu er bensínið dýrara á hrað- brautarbensínstöðum en stöðum við venjulega vegi. Þægindi við að aka um evrópsku hraðbrautirnar geta því kostað sitt. Ferð frá Domo dossola sunnan við Simplongöng í norðvesturhluta Ítalíu til Rimini á austurströndinni, um 470 km, kost- ar til dæmis 40.500 lírur eða 1.200 krónur; og frá París til Bordeaux, 580 km, kostar 214 fr. franka eða um 2.700 krónur. a b. Hindi dhanyavaad Kóreska komapsummnida Swahili asante Rússneska spassebla Griska efcharisto Lettneska paldies Búrmíska kyai zoo baadai Bahasa (Indónesia; terima kasih Thailenska khop khoon Ibo (m.a. i Nigeriu) imaynah Krio (ýmis V-Afrikulönd) tanki Bengali dhonnyobad Hebreska todah Arabíska zukran Víetnamska cam on Lingala (Zaire) malam Samoan (Samóaeyjar) faamolemole Takk fyrir á nokkrum tungumálum Stefnir í gott ár hjá flugfélögum MÖRG flugfélög heims virðast stefna í hagnað í ár, en tölur júní- mánaðar vekja ugg um að hagnað- urinn verði ekki eins mikill og spáð hefur verið að sögn kunnugra. Samkvæmt upplýsingum Al- þjóðasamtaka flugfélaga fjölgaði farþegum um 7% á fyrstu sex mán- uðum ársins og frakt jókst um 13%. Sérfræðingar telja góðar horfur á 5.5 milljarða dollara heildarhagnaði á árinu, þótt ekki nógu góð nýting í júní veíri nokkurn ugg. í júní jókst flugumferð um 8,2% og sérfræðingar telja brýnt að hún aukist meira til septemberloka. Starfsmenn IATA segja greinina þurfa nokkur mjög ábatasöm ár til að sigrast á áhrifum heildartaps að upphæð 15.6 millarðar dollarar 1990-1993. Framkvæmdastjóri IATA, Pierre Jeanniot, segir að viðunandi hagn- aður á millilandaleiðum eigi að vera 7% og ekki sé búizt við að hann verði nema 4,5% í ár. ■ laugar- og sólbaðsaðstaða, í hótel- garðinum og við ströndina, er til fyrirmyndar. í garðinum eru tvær stórar sundlaugar, með bar að sjálf- sögðu, bæði úti í laug og uppi á bakka. Þar eru einnig veitingasalir fyrir morgunverðarhlaðborð, og geta menn valið um evr- ópskan eða amerískan ár- bít. Við ströndina eru einnig tvær sundlaugar, á mis- háum stöllum og tengir foss þær saman. Góð sólbaðs- aðstaða er við strandbarinn og á ströndinni fyrir neðan, þar sem kókóspálmar og hnetutré ná í sjó fram, en gróðurinn er nær ósnortinn, svo sem víðast hvar við strendur Dóminikanska lýðveldisins. Þama gefst kostur á að stunda tennis og heilsurækt og nuddarar eru fýrir þá sem vilja lina stífa vöðva. Staðurinn er því kjörinn fyrir þá sem vilja slappa af og njóta lífs- ins í sól, sandi, sjó og sundi og vita- skuld eru þarna nauðsynleg tæki og tól til að stunda sjávarsport. Dans og skemmtanir Á sundlaugarbakkanum er dans- pallur og svið og þar leikur hljóm- sveit karabíska danstónlist frá því um miðjan dag og fram yfir mið- nætti. Við hliðina er stór veitinga- salur, undir bambusþaki, sem tekur um 300 manns í sæti og þar er borinn fram kvöldverður. Um mið- nætti breytist veitingastaðurinn í diskótek, fyrir þá sem vilja halda áfram næsturskröltinu. UMHVERFIS veitingahúsið við ströndina er góð sund- og sólbaðsaðstaða. Skemmtanastjóramir kappkosta að hafa ofan af fyrir gestum og eitt kvöldið kom fræg söngkona frá höfuðborginni og hélt tónleika und- ir berum himni. Einnig var að fá kennslu í dansi innfæddra „mer- ange“, og var ég ekki seinn á mér að notfæra mér það, enda afar hrif- inn af karabískri tónlistararfleifð. m Morgunblaðið/JK VEIÐIMAÐUR á Inlavatni sem veiðir með frjálsfótaraðferð. Breytinnar í Búrma ÞÓTT skammt sé síðan herfor- ingjastjórnin í Búrma lét loks lausa baráttukonuna Aung San Suu Kyi lítur út fyrir að ferða- menn fari í auknum mæli til landsins. Áhugi á ferðum til Búrma hefur verið óumdeilanleg- ur en margir vildu sýna samstöðu með mannréttindabaráttu hennar og bíða með heimsóknir þar til henni hefði verið sleppt. Það er óhætt að segja að miki- ar breytingar hafa orðið í Búrma allra síðustu ár á því sem snýr að ferðamönn- um svo Búrmar eru nú að mörgu leyti ágætlega undir það búnir að taka á móti ferðamönn- um. Hið sögufræga Strand hótel í mið- borg Rangoon hef- ur verið endumýjað og fært til síns gamla glæsihorfs og erlendir gestir munu án efa gera STRANDHÓTEL er ekki lengur niður- nídd nýlendutíma- minning Höfuðborgin Santo Domingo er í um 45 mínútna akstpr frá Capella- ströndinni og kostar leigubíll 40- 50 USD. Þar er litskrúðugt nætur- líf og hægt er að kaupa ferðir frá hótelinu til að skoða það, og einnig eru dagsferðir til höfuðborgarinnar, sem er áhugaverð út frá sögulegu sjónar- miði. Santo Domingo er elsta höfuðborg í nýja heiminum, lif- andi sögusafn frá dögum Kólumbusar og þar stendur elsta dómkirkja álfunnar, vígð 1511. Fyrir Islendinga er tiltölulega auðvelt að fara til Dóminik- anska lýðveldisins, því að nýtt dóminik- anskt flugfélag, APA, heldur uppi áætlunarflugi milli Santo Domingo og Miami og New York. Þá hefur Heimsklúb- bur Ingólfs staðið fyrir skipulögðum hópferðum til landsins, bæði til Puerto Plata í norðurhlutanum og Santo Domingo og á Renaissance Resort og kostar nóttin þar frá 3.300 ÍKR og er þá matur, drykkur og öll þjónusta innan hótelsvæðisins innifalin í verði. _ Sveinn Guðjónsson sér tíðförult þangað. Ekki eru nema örfá ár síðan Strand var niðurnídd minning frá nýlendu- tíma Breta á þessum slóðum. í hótelinu eru glæsilegar svítur þar sem lúxusinn er meiri en áður hefur þekkst á hótelum í landinu og svipar á allan hátt til fimm stjörnu hótela í þessum heimshluta. þar eru veitingastof- ur, grillveitingastaður sem þykir af öðrum bera, aðstaða fyrir kaupsýslumenn, gimsteina- og skartgripabúð og hvaðeina sem ferðamenn vilja njóta í leyfum og viðskiptamenn á ferðum. Fyrir fáeinum árum var Inla hótel, sem er nokkum spöl frá miðborginni, aðalhótel höfuð- borgarinnar. Þar var allt stórt og vítt til veggja og eiginlega allt autt á öllum veggjunum. Herbergi voru rúmgóð en snaut- lega búin húsgögnum og aðal- matstaðurinn var klénn. Nú stendur fyrir dyrum að endumýja þetta hótel. Land gullnu pagóðanna í Rangoon eru margar feg- urstu pagóður heims, ekki síst Swedagoon þar sem hinn risa- stóri Búdda hvílir sig. Þar em frábærir markaðir, einkum þekktir fyrir krydd og búrmískt handverk. Auk þess að farið var með gesti að horfa á pagóður og markaði var algengt að ferða- menn fengju að tylla sér niður á Strand og þá gátu sögufróðir rifjað upp þegar Strand var fínasta hótel í öllum Austurlönd- um. Og er líklega á góðri leið með að ná þeim sessi aftur að margra dómi. Það em fleiri hótel í byggingu í borg- inni og ekki síður í Mandalay sem áður var höfuðborg landsins. Ekki má láta hjá líða að minnast á Pagan en þar eru yfír 2.000 pagóður. Víða eru undurfagrir hellar fullir af Búddalíkneskjum og má fullyrða að náttúmfegurð sé óvíða meiri í þessum heimshluta en í Búrma. Búrmíska stjórnin hefur fram á síðustu ár ekki verið áíjáð að fá ferðamenn til landsins og lengi vel var ógerlegt að fá dval- arleyfi lengur en í 8 daga. Það var lengt upp í 3 vikur í fyrra og síðan hefur smátt og smátt verið bætt við og geta menn nú verið 6 mánuði án þess að þurfa að hafa áhyggjur. „Hið gleymda land Suður As- íu,“ sögðu menn um Búrma fyrir fáeinum árum. Kannski ekki al- veg rétt- en á hinn bóginn var erfitt að fá að fara þangað. Nú hefur það breyst og Búrma ásamt Víetnam spáð mestri ferða- mannaaukningu næsta áratug- inn. JK BÚDDA hvílir sig í Swedagoonpagóðunni í Rangoon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.