Morgunblaðið - 18.08.1995, Side 8
8 B FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd/Ágúst Guðmundsson
VEÐURATHUGUNARSTÖÐIN á Hveravöllum. Kerlingarfjöll í fjarska. Mynd úr bókinni íslands hand-
bókin, náttúra og sérkenni II. bindi sem Örn og Örlygur gefur út.
Hveravellir aftur
í alfaraleið
MIKIL umferð ferðamanna hefur legið um Hveravelli
eftir að vegurinn þangað varð fólksbílafær og síðasta
áin, Seyðisá, var brúuð í júlímánuði. Ferðafélag ís-
iands hefur staðið að uppbyggingu á svæðinu með
tilliti til ferðamanna og hafa göngustígar og merking-
ar verið endurbættar, auk þess sem hægt er að gista
þar á tjaldstæði félagsins eða í skálum þess.
Hveravellir hafa verið friðlýstir sem náttúruvætti
frá árinu 1960. Þar er mikill jarðhiti og er staðurinn
þekktur fyrir marga fallega hveri, en þeir skipta
tugum. Hverirnir eru fjölbreyttir og gætir ýmissa lit-
brigða í þeim. Bláihver er fagurblár og Grænihver
er með grænleitu vatni. Sumir hverir gusa úr sér
vatni, en Öskurhólshver gýs gufu með látum, úr
öðrum hverum rennur vatn í sífellu. Einnig er hvera-
hrúðursmyndun mikil í kringum hverina og má sjá
litadýrð í hrúðrinu og er í því stundum mikið af skelj-
um kísilþörunga.
í gamalll alfaraleiö
Hveravellir eru við Kjalveg hinn foma og em í
gamalli alfaraleið milli Norðurlands og Suðurlands
og hafa ferðalangar lengi áð þar á ferð sinni á milli.
Hveravellir era í u.þ.b. 650 metra hæð yfir sjávar-
máli og liggja í dæld milli Kjalhrauns og Breiðamels.
Tveir skálar era á Hveravöllum í eigu Ferðafélags
íslands og geta allt að 70 manns gist í þeim í einu.
Náttúraleg laug er á svæðinu og vekur hún ánægju
meðal ferðamanna en afrennsli frá hveranum hitar
hana. Kristján H. Birgisson, skálavörður Ferðafélags
íslands á Hveravöllum, segir að ferðamenn á svæðinu
séu flestir útlendingar í hópferðum sem eiga leið um
og era á norðurferð eða á suðurleið. Fleiri en áður
komi á staðinn á fólksbílum eftir að vegurinn varð
fólksbílafær. Flestir koma til þess að skoða hverina
og söguslóðir Fjalla-Eyvindar.
Sæluhús var reist á Hveravöllum árið 1922 og er
verið að endurbyggja það á vegum Náttúruvernd-
arráðs og Húsfriðunamefndar. I sæluhúsinu mun
verða fræðslustofa Hveravalla með upplýsingum um
svæðið.
Söguslóðir FJalla-Eyvindar
Eins og margir vita hélt útilegumaðurinn Fjalla-
Eyvindur til á Hveravöllum í útlegð sinni og era
ýmis ömefni kennd við hann. Talið ér að Eyvindur
hafí soðið sér í matinn í Eyvindarhver. Einnig er þar
rúst sem kallast Eyvindarkofi og skammt frá eru
hleðslur í sprungu í háum hraunhól sem nefnist Ey-
vindarrétt.
Ein elsta lýsing á Hveravöllum er í Ferðabók Hend-
ersons frá 1730, Englendingsins sem stofnaði Gideon-
félagið. í Ferðabókinni kemur fram að honum hafi
ekki komið dúr á auga þann tíma sem hann dvaldist
á Hveravöllum vegna látanna í Öskurhól. Öskurhóll
hefur róast með tímanum og talið er að ekki láti
eins hátt í honum og áður.
Veðurathugunarstöð hefur verið hjá Hveravöllum
frá 1965 og hafa veðurathugunarmenn haft þar bú-
setu árið um kring og era gerðar þar daglegar veð-
urathuganir. ■
ÞHY
ÖSKURHÓLSHVER á Hveravöllum.
Morgunblaðið/Mbl
FRA tjaldstæðinu á Hveravöllum.
Astrföan mikla
Aukin umferð
im Schiphol
FJÖLDI farþega sem fór um Schip-
hol-flugvöll í Amsterdam jókst um
8,8% fyrstu sex mánuði þessa árs
miðað við sama tíma í fyrra. Frá
þessu segir í fréttatilkynningu frá
flugvallaryfirvöldum. Samtals
komu 11,5 milljónir manna á flug-
völlinn.
Fraktflutningar jukust enn
meira, eða um 16,5%. Fyrstu sex
] mánuði ársins fóra því 474 þúsund
i tonn í fraktflutningum um Schip-
I hol. Skýringar á þessari miklu
aukningu er að leita í vaxandi
umsvifum flugfélaganna E1 Al,
Martinair og KLM á Schiphol-flug-
velli. ■
Dýrt kampavin
ÞAÐ er í frásögur fært að flaska
af kampavíni á Imperial hótelinu í
Vínarborg kostaði ríflega 30 þús-
und krónur. Þessi fræga flaska var
borin fram og innihald drakkið
gamlaárskvöld 1994 og nú hafa
margar pantanir borist fyrir hið
næsta þar sem gestir vilja bragða
á drykknum.
Frá þessu segir í bandaríska
ferðablaðinu Conde Nast Traveler
en af ráðnum hug var ekki tekið
fram hvurslags kampavínstegund
þetta var. ■
Ií NÝJASTA hefti franska tíma-
ritsins Geo er ítarleg umfjöllun
um ísland. Sagt er frá stjórn-
málum, sögu, mannlífi og ferða-
' möguleikum. Rúmur fjórðungur
blaðsins auk forsíðu er helgaður
íslandi. Geo kemur út í um 600
þúsund eintökum í Frakklandi
og lesendur þess í hveijum mán-
uði eru 5-8 milljónir. Höfundar
greinanna um Island eru meðal
annars tveir þekktir rithöfund-
ar, Gilles Lapouge og Jacques
Meunier, en þeir nutu stuðnings
Francois Xavier Dillman sem er
einn færasti þýðandi Snorra-
Eddu.
íslandsumfjöllunin er árang-
FERÐALÖG
ur tveggja ára vinnu undir yf-
irumsjón Frakkans Philippe
Patay sem búsettur hefur verið
hér á landi í tuttugu ár og með-
al annars rekið ferðaskrifstofu
og verið leiðsögumaður.
Philippe hefur áður unnið
með frönskum biaðamönnum og
sjónvarpsmönnum sem hingað
hafa komið, en hann telur að
greinar Geo um ísland hafi vak-
ið mikla athygli í Frakklandi.
Velgengni hvers tölublaðs er
metin eftir lausasölu og Philippe
segir að hún hafi gengið mjög
vel nú. „Ég hef tekið eftir því
að franskir ferðamenn sem
Bændur í
haustferðir
SKIPULAGÐAR hafa verið tvær
ferðir á vegum Bændaferða. Önnur
er til Bretlands og hin um Móseldal-
inn og nokkrar lík-
ur á þriðju ferðinni
og þá til írlands.
Móseldalsferðin
hefst þann 27.
október og er flog-
ið til Lúxemburg-
ar. Ekið suður yfir
Mósel og til þorps-
ins Leiwen. Gist
verður þar hjá vín-
og ferðaþjónustubændum í sjö næt-
ur. Skoðunarferðir era flesta daga,
m.a. til Bemkastel, Trier, Bastong í
Belgíu, Idar/Oberstein og fleiri
staða. Vínbændur í Leiwen halda
grillveislu fyrir hópinn, boðið er upp
á vínsmökkun og ýmislegt fleira.
Ferðin kostar 45 þús. kr. á mann
og innifalið er flug og skattar, gist-
ing í 2ja manna herbergjum, morg-
unverður, allar skoðunarferðir og
fararstjóm.
Bretland er á dagskrá 6. nóvem-
ber og flogið til London og ekið síð-
an til Salisbury á suðvestur Eng-
landi. Gist á hóteli í miðbænum í fjór-
ar nætur. Farnar skoðunarferðir alla
til Stonehenge, Amesbury og Wilton
House. Síðan er farið til London 10.
nóvember og gist þar i þrjár nætur.
Verð er um 49.500 kr. á mann. Inni-
falið er flug, skattar, gisting í 2ja
manna herbergi, morgunverður, allar
skoðunarferðirnar frá Salisbury og
fararstjóm. ■
NÝJA brúin og Seljalands-
foss í baksýn.
Góð aðstaða
við Seljalandstoss
Hvolsvelli. Morgunblaöið.
AÐSTAÐA og aðkoma að Seljalands-
fossi hefur nú verið stórbætt. Gerðir
hafa verið göngustígar við fossinn
og falleg brú verið reist yfir ána svo
að nú er auðvelt að ganga undir foss-
inn sem er sérstök upplifun.
Þá hefur verið komið upp góðu
tjaldstæði við Hamragarða með
sturtum og öllu tilheyrandi. Þar er
einnig kaffisala.
Það er ekki amalegt að tjalda á
þessum stað en Hamragarðar eru
af mörgum taldir eitt fallegasta
bæjarstæði landsins. Það er Vestur-
Eyjafjallahreppur sem hefur lagt út
í talsverðan kostnað til að bæta að-
stöðu ferðamanna'á þessu svæði og
verður ekki annað sagt en sérlega
vel hafi til tekist. ■
koma hingað um þessar mundir
eru næstum því allir með tíma-
ritið í höndunum eða hafa lesið
það.“
Yfirskrift umfjöllunarinnar
er „Le grande émotion", eða
„Astríðan mikla“ og lýsir nokk-
uð efnistökunum. Philippe segir
að greinarnar séu skrifaðar
meðal annars til að fræða
Frakka um íslenskan raunveru-
leika, en þó aðeins upp að vissu
marki. „Það var reynt að við-
halda leyndardóminum sem
umlykur landið, því að hann er
meðal þess sem heillar Frakka
mest.“ ■