Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MICIIAEL Eisner er glaðbeittur þessa dagana, enda virðist honum ganga allt í haginn. Framkvæmda- stjóri eins stærsta verðbréfafyrirtækis í Bandaríkjunum orðaði það svo; „Disney er ekki aðeins orð- ið stærsta fyrirtæki á sviði afþreyingar í heiminum, heldur líka best rekna.“ Mikki mús fíleflist Michael Eisner stjóm- I America, ásamt arformaður Disney er stjórnarformanni kampakátur þessa iWm Jm Capital Cities/ABC dagana, enda skammt 1 - og tilkynnti nývökn- um liðið síðan hann uðum Bandaríkja- kom óvænt fram í J■hti mönnum að Disney morgunþætti ABC-sjónvarps- hefði keypt síðamefnda fyrir- stöðvarinnar, Good Moming tækið fyrir 19 milljarða dala. KAUP DISNEY á ABC er önnur stærsta yfirtaka á fyrirtæki í sögu Banda- ríkjanna, en óhaggað met er yfirtakan á tóbaks- og mat- vælafyrirtækinu RJR Nabisco á seinasta áratug, sem kostaði kaup- andann, Kohlberg Kravis Roberts, 25 milljarða dala. Eisner hefur ekki stært sig mjög af kaupunum opin- berlega, þótt menn þykist vita að hann sé alsæll, og segir aðeins að hann hafi nú „fleiri eignir til að hugsa um í sturtu". Tímaritið U.S. News lagði til að einhver benti hon- um á, með hliðsjón af núverandi stærð Disney, að það er vatnsskort- ur í Kaliforníu. Degi síðar urðu enn frekari svipt- ingar á bandarískum fjölmiðla- markaði, fyrirsjáanlegri þó, þegar CBS féllst á kauptilboð Westing- house-fyrirtækisins sem hljóðaði upp á 5,4 milljarða dala. Tvær af þremur stærstu sjónvarpsstöðvun- um í Bandaríkjunum skiptu þannig um eigendur á tveimur dögum. Viku síðar tilkynnti Eisner að hann hefði ráðið Michael Ovitz, æðsta prest Creativ Artists Agency- umboðfyrirtækisins til starfa sem sína hægri hönd frá og með 1. októ- ber. Ovitz er talinn einn áhrifa- mesti maður í Hollywood, kallaður „hæfileikasegullinn" af sumum, og hafnaði í júní sl. tilboði um að stjórna MCA-fyrirtækinu fyrir litlar 250 milljónir dala. Eisner hafði áður gert hosur sínar grænar fyrir Eisner, en án árangurs. Aðspurður um ástæður þess að hann galt Eisn- er jáyrði nú, svaraði Ovitz : „Hann sagði „viltu vera svo vænn“. Áhersla á samvirkni Bæði Disney og ABC skiluðu methagnaði á seinasta ári og er talið að haldi þau áfram á svipaðri braut eftir kaupin, takist Eisner að greiða upp 10 milljarða dala skuld- ir fyrirtækisins á fjórum árum, sem hann leggur í raun mikið kapp á að sögn heimildarmanna Time. Samningurinn þýðir einfaldlega að Disney-veldið, sem samanstend- ur mestmegnis af skemmtigörðum og fyrirtækjum sem framleiða kvik- myndir og sjónvarpsefni, fær tang- arhald á mikils metnum og öflugum sjónvarps- og kapalstöðvum ABC, þar á meðal íþróttasjónvarpsrásinni ESPN sem hefur náð fótfestu í um 100 löndum heimsins. Lykilorðið er samvirkni og víst er að samanlögð áhrif Disney og ABC verða meiri en hvors í sínu lagi. Kaupin styrkja ekki einungis framleiðslu Disney á heimamarkaði, þar sem fjöldi þeirra sem beija efni fyrirtækisins augum mun margfaldast (Disney-rásin hef- Ur t.d. 14 milljónir áskrifenda en útsendingar ABC ná til þorra bandarísku þjóðarinnar), heldur opnast einnig gífurlegir möguleikar fyrir Disney á alþjóðamarkaði. Þá er sérstaklega horft til landa á borð við Indland, þar sem búa 250 millj- ónir líklegra áhorfenda á aldrinum 18 til 35 ára, eða Kína sem myndi tæpast telja mikla pólítíska ógn fólgna í íþróttaefni og teiknimynd- um. Disney var sterkur á báðum sviðum og fíleflist við kaupin. Afdrifaríkur golfleikur Kaupin voru gerð á bandarískum hraða og forsaga þeirra minnir helst (i einfaldan söguþráð í Disney- mynd. Lykilmenn voru auk Eisners, áðurnefndur stjórnarformaður Cap- ital Cities/ABC, Thomas Murphy, og Warren Buffett, sem var í senn eigandi að 13% hlut í fyrirtækinu og afar umfangsmikill og lánsamur fjárfestir. Eisner rakst á Buffett á bílastæði fyrir utan golfvöll nokk- urn, ætlaðan auðkýfingum, og spurði eftir hefðbundnar kurteisis- kveðjur, hvort ABC væri enn til sölu. Svo skemmtilega víldi til að Buffett var á leið til fundar við Murphy á golfvellinum og Eisner felóst í hópinn. Þeir léku 18 holur, lögðu hraustlega undir, Murphy tapaði fyrir Buffett og ríkasta manni heims, Bill Gates og eigin- konu hans sem léku einnig með, og ákvað að ræða málin betur við Eisner nokkrum dögum síðar. Samningaviðræður gengu pnurðulaust fyrir sig, að því undan- skildu að Murphy vildi fá greitt í hlutabréfum í Disney en Eisner vildi aðeins borga í reiðufé. í lok júlí náðist samkomulag um að fyrir hvert hlutabréf í Capital Citi- es/ABC fengist eitt hlutabréf í Di- sney, að viðbættum 65 dölum á bréf. Undirtyllurnar gengu frá laus- um endum og tíndu spörðin og höfðu hugfastar strangar skipanir beggja samningsaðila um algjöra launung. Ekkert spurðist út, eins og Eisner sá glögglega þegar hluta- bréf í Capital Cities lækkuðu í verði föstudaginn áður en kaupin voru gerð heyrum kunnug. „Landslag skemmtanaiðnaðarins hefur tekið algjörum stakkaskipt- um,“ hefur Time eftir John Turo, sérfræðingi hjá verðbréfafyrirtæk- inu Rodman & Renshaw. „Héðan í frá er að vænta aukins samruna hvarvetna innan skemmtanaiðnað- arins, samruna sem gerist svo hratt að öllum hindrunum verður rutt úr vegi.“ Kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese veltir hins vegar eðlilega fyrir sér því sem skiptir bíóáhuga- menn og kvikmyndagerðarmenn mestu: „Það verður áhugavert að uppgötva hvaða myndir verða gerð- ar og hveijir blómstra í nýrri heims-‘ skipan." Endurlífgaði nátttröllið Eisner er 53 ára gamall og þykir einn sá alharðasti og metnaðar- fyllsti í bandarísku viðskiptalífi, sem kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Hann var ráðinn til starfa hjá Disney árið 1984 til að endurlífga fyrirtækið eftir feit ár hjá Paramount og hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Disney breyttist úr veikburða nátttrölli sem stutti sig nær alfarið við hagnað af skemmtigörðum sínum og tekjur upp á um 1,5 milljarða dala á ári, í öflugan risa á sviði skemmtanaiðn- aðar með tekjur upp á 10,1 milljarð á ári. Hagnaður seinasta árs nam 1,1 milljarði dala. Tekjur Disney utan Bandaríkjanna jukust úr 142 milljónum dala árið 1984 í 2,4 millj- arða dala á seinasta ári, sem sýnir vel hversu mjög áhrif Disney hafa vaxið um heim allan. Sú deild fyrirtækisins sem annast gerð kvikmynda var sérlega gjöful og stendur að baki nær helmingi tekna Disney’s á seinasta ári, ekki síst vegna methagnaðar af teikni- myndinni Konungi ljónanna í kvik- myndahúsum, plötubúðum og á myndbandi. Aður en Eisner kom til skjalanna var rætt um að Disney hætti gerð teiknimynda. Disney stendur að baki sjö söluhæstu myndbanda í sögunni og sex skemmtigarðar þess í Bandaríkjun- um laða til sín fleiri gesti en allir þjóðgarðar landsins, sem eru 54 talsins. Disney-sjónvarpsrásin er svo vinsæl að hún ógnar nú HBO- kapalstöðinni, helsta keppinaut sín- um og ókrýndum sigurvegara í kapphlaupinu um hylli sjónvarps- áhorfenda. Pyrirtækið hefur jafn- framt hnýtt fastar tengslin við leik- fangaiðnað heimsins og opnað Dis- ney-verslanir víða um heim, sem hefur leitt til að tekjur þess af sölu- varningi hafa aukist úr 110 milljón- um dala í 1,8 milljarða dala á einum áratug. Og enn er verið að færa út kvíarnar. Fyrirtækið treystir nú ítök sín í íþróttaheiminum og mun síðar á þessu ári hefja sölu á fasteignum í bænum Celebration í Florida, sem Disney er að reisa frá grunni og á að hýsa 20 þúsund manns. Stefnt er að því að skemmtiferðaskipum á vegum fyrirtækisins verði hleypt af stokkunum árið 1998 og í vetur verður boðið upp á endurmenntun- arferðir fyrir fullorðna. Eisner er sjálfur sagður hafa hagnast um hálfan milljarð dala frá því að hann hóf störf hjá Disney, að hluta til vegna hækkana á hluta- bréfum þeim sem hann á í fyrirtæk- inu. Fjórum dögum eftir að kaupin á ABC voru gerð opinber, hafði verðmæti hlutabréfa hans aukist um 16 milljónir dala. En þrátt fyrir velgengni fór Eisner ekki varhluta af gagnrýni úr ýmsum áttum. Röð áfalla Áður en ABC-samningurinn var gerður opinber, gerðust æ háværari raddir innan viðskiptalífsins um að hrikti í stoðum Disney-risans. Þess- ar úrtöluraddir létu á sér kræla þrátt fyrir áðurnefnda sigurgöngu Konungs ljónanna, þrátt fyrir að sjónvarpsþátturinn Handlaginn heimilisfaðir (sem Disney framleiðir og er sýndur á ABC) væri sá vinsæl- asti í Bandaríkjunum og þrátt fyrir að söngleikurinn Fríða og dýrið sem Disney setti upp á Broadway í apríl sl. félli skemmtanasjúkum almenn- ingi afspyrnuvel í geð. (Disney er nú að gera upp New Amsterdam Theater í New York sem á að hýsa næstu sýningu á vegum fyrirtækis- ins, og er áformað að um aldamót- in verði þijár til fjórar sýningar á fjölunum í New York, auk þess sem t.d. Fríða og dýrið stíga á svið á átta stöðum í heiminum fyrir árs- lok, m.a. í Japan og Austurríki). Ástæður þess að fyrirsagnir á borð við Þungbúið yfir Disneylandi birtust í blöðum, voru þær helstar að forseti Disney-samsteypunnar og náinn samstarfsmaður Eisners til margra ára, Frank Wells, lést í þyrluslysi í ársbyijun og að Eisner neyddi yfirmann kvikmyndavera fyrirtækisins, Jeffrey Katzenberg, til að segja af sér. Katzenberg þyk- ir skarpgreindur, var iðinn og kröfuharður í starfi sínu, malaði gull fyrir vinnuveitenda sinn og var talinn erfðaprinsinn í ríkinu af þeim sem til þekktu. Hann hafði áður en Wells fórst gert kröfur um stöðu- hækkun, og varð enn kröfuharðari eftir andlátið. Eisner dró ekki dul á að hann hyggðist fráleitt færa Katzenberg stjórnvölinn á silfurfati, og fékk stuðning stjórnarinnar við þær skoðanir sínar. Katzenberg tók þá hatt sinn og staf og stofnaði Draumaverksmiðjuna ásamt millj- ónamæringnum David Geffen og leikstjóranum Steven Spielberg. Hann hótar nú að lögsækja Disney og er rætt um bótakröfur upp á 100 milljónir dala í því sambandi. Ekki bætti úr skák að Eisner þurfti að leggjast undir hnífinn í vor, þeg- ar læknar hans kröfðust þess að hann færi í hjartaþræðingu. Fyrir tæpu ári var hann sagður hafa sest niður og samið lista með nöfnum hugsanlegra eftirmanna, færi að- gerðin á versta veg. Öll bar þessi atburðarás að sama brunni, veðurfræðingar viðskipta- lífsins spáðu súld ogjafnvel fárviðri í konungsríki Eisners. Hann var sagður vera orðinn linur og skorta alþjóðlega sýn á sviði viðskipta. Taprekstur Hollywood Records, sem Eisner segir nema 10 milljónum dala en aðrar heimildir fullyrða að nemi 70 milljónum dala, og hörð mótstaða við staðarval Disney fyrir nýjan skemmtigarð í Virginiu-fylki, juku enn á armæðuna. Þríeykið í Draumaverksmiðjunni var nýbúið að undirrita samstarfs- samning um þáttagerð fyrir ABC að andvirði um 200 milljónir dala, þegar Eisner skákaði sinum forna ijanda og gleypti fýrirtækið með húð og hári. Katzenberg bar sig borgin- mannlega í fjölmiðlum og viður- kenndi að Eisner stæði með pálmann í höndunum, en gat ekki fremur en aðrir leynt undrun sinni. Hann sagði í viðtali við Time að hann hefði ekki trúað þvi að óreyndu að Eisner hygð- ist kaupa ABC. „Hefði ég verið spurður að því kvöldið áður [en greint var frá kaupunum], hvort Eisner ætlaði að borga 19 milljarða dala fyrir ABC, hefði ég sagt við- komandi að leita sér hjálpar geð- læknis. Svo mikið er víst.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.