Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JM*t$miHbifeifr 1995 FRJALSIÞROTTIR Mutola bætti fimm áramet MARIA Mutola frá Mósambík hafði ríka ástæðu til að brosa út að eyrum eins og hún gerir á myndinni hér til hliðar, en í gærkvöldi setti hún heimsmet í 1.000 metra hlaupi á „gullnu" frjálsíþróttamóti í Brussel í Belgíu. Tími stúlkunnar var 2 mín- útur 29,33 sekúndur en gamla met- ið átti Christine Wachtel frá fyrrum A-Þýskalandi, en hún hljóp vega- lengdina á 2.30,67 í Berlín í ágúst- mánuði árið 1990. Veður var mjög hagstætt fyrir langhlaupara í Brussel í gær og fleiri náðu góðum árangri en Mutola. Kenýjamaðurinn Moses-Kiptanui, sem varð fyrstur til að hlaupa 3.000 metra hindrunarhlaup undir átta mínútum í Ziirich á dögunum, hljóp frábærlega í gær. tími hans var 7.59,52 mínútur en heimsmet hans er 7.59,18. „Síðasti hringurinn var ekki nógu góður hjá mér, ég fór ekki nógu hratt yfir hindranirnar og missti því af heimsmetinu," sagði hann eftir hlaupið og bætti svo við: „En ég er samt ánægður með árang- urinn og sigurinn." Linford Christy gerði sér lítið fyr- ir og varð á undan kanadíska heims- meistaranum Donovan Bailey í 100 metra hlaupi og var þetta í annað sinn á tíu dögum sem Christy hefur betur í viðureign sinni við Bailey. Christy hljóp á 10,08 en Bailey á 10,22 sekúndum. KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 26. AGUST BLAÐ D ÍA og KR duttu í lukkupottinn er dregið var í Evrópukeppninni Ætlum okkur afram SKAGAMENN og KR-ingar voru nokkuð heppnir þegar dregiö var í fýrstu umferð Evrópukeppninnar í knattspyrnu ígær. Islandsmeistarar ÍA mæta skoska HAinu Raith Rovers og KR-ingar enska liðinu Everton. Eg held menn séu þokkalega ánægðir með þetta því Iiðin í grúbbunni okk- ar voru svona og svona," sagði Sigurður Jónsson hjá ÍA í samtali við Morgunblað- ið í gær. Hann sagði að auðvitað hefðu Skagamenn getað verið heppnari og feng- ið eitthvert lið sem hefði gefið peninga, en til að komast áfram í keppninni hefði þetta verið ágætur kostur. „Ég veit að þetta verður erfitt fyrir okkur, ön vel yfirstíganlegt. Það er gott að eiga fyrri leikinn á útivelli því þá get- um við leikið þéttan varnarleik og átt svo heimaleikinn til góða, en við verðum að spila eins og menn til að komast áfram, en það ætlum við okkur," sagði Sigurður. Skagamenn tóku sér tveggja vikna frí á síðasta ári þannig að þó þeir verði að í Evrópukeppninni eitthvað fram eftír hausti breytir það engu fyrir leikmenn að sögn Sigurðar. „Ég held að þetta hafí verið einn vænlegasti kosturinn, svona til að eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram," sagði Sigurður. Hann sagðist ekki vita neitt um þetta félag en að Logi Ólafsson þjálfari myndi fá spólu með leik liðsins og hún yrði skoðuð gaumgæfilega. Everton ágætur kostur „Ég held menn séu bara þokkalega sáttir við að fá Everton. Þetta var bara fínn dráttur held ég. Everton er ágætur kostur," sagði Þormóður Egilsson fyrirliði KR í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við gerum okkur ekki miklar vonir um að komast áfram en það væri gaman að ná góðum úrslitum, sérstaklega hérna heima. Félagið hefði getað verið heppnara hvað varðar peningahliðina held ég, en fyrir okkur leikmennina er gaman að fá að leika við þá menn sem maður þekkir úr beinum útsendingum í sjónvarpinu þannig að það verður gaman að fá saman- burðinn," sagði Þormóður. Met hjá Eydísi í 100 m flugsundi EYDÍS Konráðsdóttir hélt áfram keppni á Evr- ópu ineistar am ótin a i sundi í Vínarborg. í gær keppti hún í 100 metra flugsundi og settí nýtt Íslandsmct er hún synti á 1.03,87 en gamla metið áttí Bryndis Ólafsdóttir, 1.03,99 og settí hún það á siðasta Evrópumeistaramóti sem fram fór í Sheffield árið 1993. í slandsmet Ey dísar kom henni þó ekki langt því hún hafnaði í 23. sæti af 34 keppendum. Guðni færist nær stöðunni sinni GUÐNI Bergsson mun í dag leika með liði sínu. Bolton Wanderers, gegn meisturum Blackburn og verður Guðni í varnarhlutverkinu, en þó ekki sem aftasti maður eins og til stóð. Alan Stubbs meiddist 1 ítillega í læri á dðgunum og var talið að hann gæti ekki leikið með en í gær stóðst hann lækn isskoðu n og verður því með og Guðni verður því ekki aftasti maður í vörn. „Ég mun væntanlega leika fyrir f raman hann þannig að það má segja að ég sé að nálgast mfna stöðu, sem aftasti maður. Þetta verður erfiður I cikur en við verðum að standu okkur eins og menn því það er orðið tfmabært að við krækjum okkur í stig," sagði Guðni í samtali við Morgun- blaðið í gær, en Bolton tapaði fyrstu tveimur leikj- unura í deildinni. Guðni fékk raunar mjög góða dómáfyrir frammistöðuna í leiknum gegn New- castle á mánudaginn en þar gerði hann eina mark Bolton, sem tapaði 1:3. Kanchelskis til Everton ANDREIJ Kanchelskis, knattspyrnumaðuriim snjalli frá Úkraínu sem leikið hefur með Manc- hester United undanfarin ár, gekk i gær frá samn- ingi við Everton, mótherja KR-inga í Evrópu- keppnínni. Kaup Everton á honum hafa staðið fyrir dyrum í nokkra daga en það tókst ekki að ganga frá þeim fyrr en í gær. „Þetta er mikill léttir fyrir mig því ég er knalt- spyrnumaður og ég vil bara fá að leika knatt- spyrnu, ekki vera í einhverjum dciluin," sagði kappinn eftir að samningar voru í höfn. Kaupverð- ið var tæpar 500 milljónir og kappinn getur leik- ið með Everton gegn Southampton um helgina. Strákarnir slakir á EM ígolfi ÞAÐ var slæmur dagur í gær hjá islensku kylfíng- unum á Evrópumóti á huga manna i goifi sem fram fer á Spáni. Björgvin Sigurbergsson lék á sama skori og fyrsta daginn, kom inn á 77 höggum i gær eins og í fyrradag, en Birgir Leifur Hufþórs- son náði sér alls ekki á strik, iék á 81 höggi. „Þetta var alveg ðmurlegt og ég kann enga skýringu á þessu, en það gekk ekkert upp hjá mér. Það var allt. í mínus," sagði Birgir Leifur i samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að þeir félagar væru ekki of bjartsýnir á að komast áfram og fá að leika siðasta daginn, en þá verður hópnum skipt tíl helminga. Keppendur eru 140 talsins og heuningurinn heldur áfram cftir þrjá daga og leika fjðrða daginn líka, en hinir eru úr leik. „ Ætli við verðum ekki að leika þriðja hring- inn á einum sjö undir pari tii að vera með á sunnu- daginn," sagði Birgir Leifur. Örebro var með ólöglegtlið KNATTSPYRNUS AMBAND Evrépu komst að því i gær að „íslendingaiiðið" i Svfþjóð, Örebro, hefði veríð með ólöglega skipað lið er það lék siðari leikinn i UEPA-keppninni gegn Beggen frá Lúx- * emborg. Þar gcrðu liðin 1:1 jafntefli og gerði Htynur Birgisson jöfnunarmark Örebro, en það kom sem sagt fyrir iitið og mark Hiy ns fæst ekid skráð í sðgubækurnar. KWATTSPYRNA: ALLT UM BIKARÚRSLITALEIK KR OG FRAM / D29 D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.