Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 B 3 DAGLEGT LÍF fremur illa þar sem leikkonan sem lék Línu var of gömul og Lína var túlkuð sem óþolandi lubbi eða óvandað glæpakvendi. Ýmis önnur fyrirtæki sem fram- leiða vinsælar barnavörur hafa og sóst eftir Línu til markaðssetningar, t.d. sælgætis- og tannkremsfram- leiðendur en Astrid Lindgren situr fast á sínu og afþakkar öll boð. Þó hafa verið framleiddar Línudúkkur og Línuhandklæði sem hafa öðlast náð fyrir augum Astridar þar sem um vönduð merki hefur verið að ræða. Ennfremur hefur Lína prýtt eitt vinsælasta frímerki Svíþjóðar, en það var gefið út árið 1987, árið sem skáldkonan varð áttræð. Lína langsokkur markar ákveðin tímamót í bamabókmenntum síns tíma. Söguhetjur barnasagna höfðu til þessa verið nær eingöngu strák- ar. Lína er þekkt fyrir sín furðulegu uppátæki og er sjálfstæð úr hófí fram. Hún er laus undan foreldra valdi og hún er efnahagslega sjálfstæð þar sem hún 6.000 gullpeninga í fjársjóðakistu, að auki er hún afskap- lega sterk og það er ekki hægt að kúga Línu. Hún er eins konar ofur- kvendi og gerir bara það sem henni dettur í hug og lýtur engum reglum. Hún hefur þessu verið talin frelsistákn. Leikrit um Línu langsokk verður frumsýnt í Borgarleik- húsinu sunnu- daginn 10. september. Ekki alllr sáttir við Línu Það eru ekki allir sáttir við Línu. Ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst um slæmt fordæmi hennar og virðingarleysi við kerfið. Eins konar ótta gætir í þessari gagn- rýni um að hún hafi slæm áhrif á börn með óheflaðri framkomu sinni. Hún sé óeðlilegt skrípi sem börn eiga ekkert erindi með að skoða sem fyrirmynd. Sem dæmi er tekið að ekkert eðlilegt barn borði heilá tertu á góðgerðarsam- komu kvenfélags og gangi svo berfætt á strásykri. Ein nýlegasta tillagan er að setja Línu á ellilífeyri og leggja hana niður. Hún sé sið- ferðilega slæm og ógnun við lög og reglur, fyrir ijölskyldugildin og kerfið. Nú séu mörg börn í svipuð- um aðstæðum og Lína, eru ein mest allan daginn og vísað er til einmana barna sem eiga erfítt með að mynda djúpstæð tengsl. Einnig að hún skapi bama- og unglinga- vandamál með andfélagslegri breytni sinni ef börn taki hana til fyrirmyndar. Haldið hefur verið uppi háværum mótmælum gegn þessari gagnrýni. Meðal annars er bent á að aðrar orsakir liggi yfirleitt að baki bama- og unglingavandamálum en Lína langsokkur og að flest böm hafi því miður ekki lesið Línu. Einnig er bent á aðrar barnabækur tilsam- anburðar. Hvað með æsilegu drengjasögumar þar sem krakkar fara sér að voða að klifra í klettum og byssubófar eru á hverju strái? Spurt er hvort að það séu ekki hættulegri fyr- irmýndir og nær veruleik- anum. Líklegra er að krakkar api éftir bókum og fari sér að voða í klettum en lyfti upp hesti eins og Lína gerir. Lína langsokkur til fyrirmyndar í Frakklandi Hveiju sem þessum ólíku skoðunum líður, þá ér Lína með vinsælustu bamasögum í heimin- um og hefur hún verið þýdd á sex- tíu tungumál. Ekki er alltaf farið rétt með hana. í frönsku þýðing- unni er Lína til fyrirmyndar og alls ekki eins óhefluð og við þekkjum hana. Hún er löghlýðin og þó að hún búi ein og sé bam að aldri þá hagar hún sér eins og skynsöm fullorðin manneskja og er langt frá því að vera ógnun við kerfið. Franska Lína borðar alls ekki heila tertu í góðgerðarsamkundu kvenfé- lagsins heldur kann hún mannasiði. En spurningin er, hvað verður éftir af Línu ef hún er ekki litli uppá- tektasami grallarinn með annan sokkinn niður um sig og rauðu flétt- urnar standandi út í loftið? ■ Þýðing og samantekt/ÞHY Neysla koffíndrykkja eftir tegundum og aldri skv. könnuninni 50 % 40 30 20 10 á h> U/ s?' r Kaffi I——I-----------1------1---—ri--------1—lv re.y Ss'sf°'e &S'fí/°'>^ r <7 <9 °7 °& 's Kóla Kakó Neysla koffíndrykkja eftir tegundum og kyni skv. könnuninni Tegund Karlar % Konur % Alls % Kaffi 79,0 76,7 77,7 Te 17,9 23,0 20,6 Kóla 29,5 25,4 27,3 Kakó 11,0 9,9 10,4 Koffein- drykkir 93,5 94,5 94,1 Koffeinmagn í drykkjum og súkkulaði Mllli- grömm 80-120 40-60 30-45 20 5 Koffeinsnautt kaffi, 1 bolli 2 Kaffi, 1 bolli Te, 1 bolli Kóladrykkur, 1 flaska Súkkulaði, 30 grömm Kakó, 1 bolli hádegi. Fyrir þá sem eiga við svefn- örðugleika að stríða, sérstaklega eldra fólk, er ráðlegt að drekka að- eins koffíndrykki fyrri hluta dags. Flmmtíu bollar á dag Fyrir nokkrum árum gerðu Eirík- ur Örn og Ása Guðmundsdóttir, deildarsálfræðingur á Landspítal- anum, könnun á koffínneyslu íslend- inga á aldrinum 16-70 ára. Þar kom í ljós að 94,1% prósent þeirra sem svöruðu neyttu koffíndrykkja dag- lega. Langflestir dmkku kaffi, eða 77,7%. Karlmenn drukku meira en konur eða sem svaraði um sjö kaffi- bollum á dag en konur sex. Mest allra starfsstétta drukku sjómenn, en sjálfstætt starfandi konur drukku mest kvenna. Fáeinir neytendur sögðust drekka um fimmtíu bolla á dag. Sú tala hefur síðan verið stað- fest í annarri könnun. Heildarneysla íslendinga á koffíni reyndist vera töluvert meiri en ger- ist í öðrum Evrópulöndum og Norð- ur-Ameríku. Lítil ástæða er til að ætla að það hafí breyst. Kaffi- og teinnflutningur hefur haldist svipað- ur á síðustu árum. Gosdrykkjafram- leiðsla hefur farið úr um þijátíu milljónum lítra árið 1988 í rúmar 37 milljónir samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofunnar fyrir árið 1994. Dós á dag? Kaffið er stærsti koffingjafi fs- lendinga, en kóladrykkir eru stöðugt í sókn. Árið 1990 kom fram í tímarit- inu Fortune að kókneysla á íslandi svaraði til þess að hver einasti mað- ur drykki 215 litlar kókdósir árlega. Það var þá töluvert meiri neysla á mann en í Bandaríkjunum. Nú má ætla að neyslan sé nær einni kókdós á mann á dag, auk annarra kóla- drykkja. Það eru börn og unglingar sem drekka mest af kóladrykkjum. Sam- kvæmt koffínneyslukönnun Eiríks Arnar og Ásu minnkaði kóladrykkja hratt eftir tvítugt en kaffineysla jókst að sama skapi. Gera má ráð fyrir að gosneysla eldra fólksins hafi eitthvað aukist með breyttri markaðssetningu drykkjanna. Kóla- drykkirnir fást nú í stærri umbúðum sem henta fjölskyidum og verðið er hlutfallslega lægra en áður. ■ Heimildir: Eiríkur Öm Arnarson: „Kof- fein og neysla þess.“ Tímaritið Heil- brigðismál 1990. Eiríkur Öm Amarson og Ása Guð- mundsdóttin „Koffeinneysla íslend- inga.“ Sálfræðiritið 1991. Ýmsar erlendar tímaritsgreinar. Es tr ógen, töframeðal með yngingar- mátt eða krabbameinsvaldur? MANNKYNIÐ hefur lengi þráð að sigra í glímu sinni við Elli kerlingu. Ef marka má grein í Time fyrir nokkru er þess kannski ekki langt að bíða að konur geti leikið á eilina eða a.m.k. slegið henni á frest í ein- hvern tíma. Kvenhormónið estrógen hefur eins og vitað er, yngjandi áhrif á konur, örvar frumuvöxt og heldur húðinni unglegri. Það frestar breytingar- skeiðinu, mildar áhrif þess og minnkar hættu á hjartasjúkdómum. Notk- un þess hefur breyst og aukist síðasta áratug eða svo. Áhrif estrógens komu fram með tilkomu og al- mennri útbreiðslu getn- aðarvarnarpillunar og sumar konur tóku hána inn langt fram yfir breyt- ingaskeið. Konurnar fóru á mis við breýtingaskeið- ið, höfðu blæðingar fram eftir öllum aldri og litu unglegar út en jafnöldrur þeirra. Hvað sem þessu líður er enn- þá verið að vega og meta kosti og galla þessa töfrahormóns. Því eins og í öllum ævintýrum er ekkert tö- frameðal svo gott að ekki fylgi ein- hver álög. Sklptar skoðanir Vangaveltur eru um hvort að estrógen auki hættu á bijósta- krabbameini. Að auki hafa vaknað siðferðilegar spurningar í kjölfarið, t.d. hvort ekki sé verið að ganga gegn eðli náttúrunnar? Ætti fólk ekki að vera eins og það er af guði gert? Er eðlilegt að kona sem er komin yfír sextugt hafi enn á klæð- um? Og hvað með venjuleg elliár? Þessum spurningum má velta lengi fyrir sér og eru skoðanir skipt- ar. Margir hafa bent á að heilbrigð- isþjónusta nútímans stuðli að því að lengja líf manna. Meðalaldur hafi hækkað og konur lifi nú lengur. Með tilkomu estrógens í lyfjaformi sé komið til móts við nútíma þarfír konunnar. Hún sé færð nær yfir- burðastöðu karlsins, en hann er fijór alla ævi og fer ekki á líkamlegt breytingarskeið eins og konan. Estrógenframleiðsla mfnnkar á breytingarskeiði Um átta ára aldur byijar líkaminn að framleiða kynhormónið estrógen samkvæmt boðum frá undirstúku heilans sem stjórnar hormónafram- leiðslu líkamans. Framleiðsla estróg- ens fer vaxandi næstu árin. Eftir 25 ár fer framleiðslan minnkandi eða einhverntímann á fertugsaldri. Ekki verður vart við skort fyrr en breyt- ingarskeiðið bytjar. Undirstúka send- ir aukin boð til eggjastokka um fram- leiðslu estrógens. Eggjastokkamir eru þá ekki jafnfærir að svara boð- unum og smátt og smátt minnkar fijósemi, frumuskiptingar verða hægari og blæðingar verða óregluleg- ar. Að lokum geta eggjastokkar ekki svarað estrógenþörf líkamans. Þetta ósamræmi milli fram- leiðslugetu eggjastokk- anna og boða undirstúku kemur af stað þeim ein- kennum sem konur hafa oft kvartað yfir á breytingarskeiðinu, hita- sveiflum, svitaköstum, höfuðverk og öðram óþægindum. Estrógen heldur mýkt og sveigjanleika húðar og hárs, viðheldur kyn- virkni líkamans og örvar framuskiptingu svo að konur verða unglegri og finna ekki eins fyrir öldr- unareinkennum. Helstu kostir estrógens er að það dregur úr einkennum breyt- ingaskeiðsins. Estrógen dregur úr hjartasjúkdómum og hefur hagstæð áhrif á kólesterólmagn í blóði. Það kemur í veg fyrir beinþynningu og dregur jafnvel hættu á ristilkrabba- meini og bætir jafnvel minni eldri kvenna. Estrógen dregur úr skeiðar- þurrki og konum finnast þær njóta kynlífs betur. Eykur líkur á krabbameinl Sumir læknar halda því fram að jákvæðar hliðar estrógens séu fleiri en neikvæðu þættir þess og beita þeir tölfræði til þess að styrkja mál sitt, t.d. að fleiri konur deyi af völd- um hjartasjúkdóma en af bijósta- krabba. Eins og sést af ofansögðu eru margar mismunandi skoðanir á holl- ustu estrógens og verður að vega og meta af kostgæfni þá áhættu- þætti sem inntaka þess hefur í för með sér, t.d. að líta til fjölskyldusögu viðkomandi, hvort þar sé mikil tíðni bijóstakrabba eða hjartveiki. Enn aðrir hafa bent á að til era ýmsar leiðir aðrar til þess að halda sér ungum og hraustum en að taka inn lyf, til dæmis rétt mataræði, vera reyklaus og viðhalda reglulegri þjálf- un. Ýmis matvæli innihalda eitthvað magn af estrógeni og réttar matar- venjur geti gert gæfumuninn. Eitt er víst að konur verða að vega og meta sjálfar kosti og galla lyfsins og að það val sem þær standa frammi fyrir er erfitt. ■ Þýtt og endursagt úr júníblaði Times/ÞHY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.