Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 B 5 Umboðsmenn Marels skoða HB á Akranesi RÚMLEGA tuttugu umboðsmenn Marels hf. víðsvegar að úr heiminum voru staddir hér á landi á dögunum. Af því tilefni fór hópur- inn m.a. í fiskvinnslu Haraldar Böðvarsson- ar á Akranesi til að skoða þar nýjustu framleiðslu ^Marels hf. Lárus Ásgeirsson, markaðsstjóri hjá Mar- el, segir að umboðs- mennirnir séu hér á umboðsmannafundi en slíkir fundir séu haldn- ir annað hvert ár. „Síð- asti fundur var haldinn hér árið 1993 í kringum sjávarút- vegssýninguna sem var hér þá. Þetta eru þriggja daga fundir þar sem fluttir eru fyrirlestrar og skoð- uð framleiðsla. Síðan eyðum við síðasta deginum í afslöppun og væntanlega förum við með þá að sjá Gullfoss og Geysi og á Þing- velli.“ Mikilvægir fundir „Það er mjög mikilvægt að halda slíka umboðsmannafundi. Við byggjum viðskipti okkar að mestu leyti á umboðsmönnum um allan heim. Við eigum þrjú dótturfyrir- tæki, eitt í Kanada og tvö í Banda- ríkjunum en að öðru leyti fara öll viðskipti fram í gegnum umboðs- menn.“ Lárus segir það hafa verið erfið- ara áður fyrr að halda slíka fundi. „Þá vorum við mikið minni. En þegar umsvifin eru að aukast geng- ur þetta mikið betur. Hér eru meðal annars menn frá Chile, Suður- Afríku, Bandaríkjun- um, Frakklandi, Kanada, Hollandi og fleiri löndum. Einnig erum við með umboðs- menn í Ástralíu og Nýja Sjálandi en það er meira mál að fá þá hingað,“ segir Lárus. Ný skurðarvél Nýjasta framleiðslu- afurð Marels hf. er skurðarvél sem sker fiskflök í bita og flokk- ar þá saman eftir þyngd í pakkningar. „Við settum upp nýja skurðarvél í HB í byijun þessa árs og höfum notað fyrirtækið sem einskonar sýningarhús síðan, því þar eru nýj- ustu græjurnar. Þessi skurðarvél er nýjung hjá okkur en flæðilína og fleira í vinnslunni er einnig frá okkur komið,“ segir Lárus. Að sögn Lárusar hafa um tutt- ugu skurðarvélar verið seldar er- lendis frá áramótum auk þess sem nokkrar vélar hafi verið settar upp hér heima. Hann segir að enn sem komið er séu vélarnar einungis not- aðar í fiskvinnslu en á næsta ári sé vel hugsanlegt að þær verði einn- ig notaðar í kjötvinnslu. Selur búnað fyrir kjúklingaframleiðslu Umboðsmenn Marels eru flestir úr fiskiðnaðinum en einnig voru nokkrir umboðsmenn úr kjúklinga- iðnaðinum með í hópnum. Lárus segir að mikið af þeirri tækni sem Marel framleiðir hafi reyst hentug og komið vel út í kjúklingaiðnaðin- um og einnig skili sér mikil þekking til baka til Marels úr þessum geira iðnaðar. Bandarískur umboðsmaður Mar- els sagði að Mareltækin hafi reynst vel í kjúklingaframleiðslunni. Hann var mjög hrifin af vinnslunni í HB en segir að sú framleiðsla sé að vísu mjög ólík því sem gerist í kjúkl- ingaiðnaðnum. Þó gæti flæðilína af því tagi sem Marel hefur sett upp í HB komið sér vel í skyndibita- framleiðslu kjúklingaiðnaðarins. Meö 90% markaðshlutdeild Gunnar Jóhannesson hefur búið í Seattle í Bandaríkjunum í sautján ár og rekið þar fyrirtæki sitt Gunn- ar Electronics síðan 1988. Hann á 40% hlut í umboðsfyrirtæki Marels hf. í Seattle, Marel Seattle, og hef- ur nú 90% markaðshlutdeild í sölu á hugbúnaði til togara frá Seattle. Gunnar segir að nú vinni aðeins þrír íslendingar í fyrirtækinu en nú séu umsvifin orðin það mikil að Ijölga þurfi um einn. „Við höfum selt um 350 vogir í um 140 skip á þessu svæði. Þetta eru mest verk- smiðjuskip sem eru að veiða alaska- ufsa. Við leggjum okkur fram við að vera með fljóta og góða þjón- ustu og aldrei hefur neinn þurft að bíða eftir varahlut frá okkur. Það hefur hinsvegar verið lítil sala á hugbúnaði fyrir vinnslur í landi en við sjáum nú fram á að það muni glæðast,“ segir Gunnar. Gunnar Jóhannsson Morgunblaðið/HMÁ UMBOÐSMENN Marels hf. fyrlr utan Fiskvinnslu Haralds Böðvarssonar hf. á Akranesi. RÆKJUBÁ TAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. ELOHAMAR GK 13 38 22 0 6 Grindavik ] FENGSÆLL GK 262 56 18 0 4 Grindavík t GEIRFUGL GK 6$ 148 12 3 1 Grindavík KÁRI GK 146 36 18 0 4 Grindavík | MÁNI GK 257 72 5 0 1 Grindavík VÖRÐUFELL GK 205 30 19 0 6 Grindavík ÓLAFUR GK 33 51 22 0 5 Grindavík BENNI SÆM GK 26 51 1 9 4 Sandgerði GUOFINNUR KE 19 30 25 0 5 Sandgerði REYNIRGK47 71 8 p 2 Sandgerði j ÞORSTEINN KE 10 28 19 0 . 5 Sandgerði ERLING KE 140 179 21 5 1 Keflavík JÓHANNES ÍVAR KE 85 105 18 0 1 Keflavik SANDVIK GK 3?5 64 3 0 1 Keflávfk ÞURiBUR HALLDÚRS. GK 94 249 1* 70 2 Koflovík 1 LÓMUR HF 177 295 24 1 1 1 Hafnarfjörður RIFSNES SH 44 226 12 12 1 Rjf GARÐAR II SH 164 142 13 8 1 Ólafsvík FANNEYSH24 103 10 3 1 Grundarfjörður GRUNDFIRÐINGUR SH 12 103 10 1 1 Grundarfjörður j SÓLEYSH124 144 24 9 2 Grundarfjörður HAMRASVANUR SH 201 168 15 7 1 Stykkishólmur | KRISTINN FRIDRIKSSON $H 3 104 10 12 1 1 Stykkishólmur SVANUR SH 111 138 14 7 Stykkishólmur | ÁRSÆLLSHB8 103 10 ; 10 .. L. Stykkishólmur ÞÖRSNÉS II SH IOO 146 16 I 1 2 Stykkishóímur PÓRSNES SH 108 163 15 7 3 Stykkishólmur EMMAVE 219 82 19 0 1 Bolungarvik I HAFBERG GK 377 189 19 0 1 Bolungarvfk HEIÐRÚN ÍS 4 294 17 0 1 Bolungarvík [ HUGINN VE 65 348 18 0 1 Bolungarvik SÚLAN EA 300 391 24 0 1 Bolungarvik I VINURlSB 257 17 0 1 Bolungarvfk VÍKURBERG GK 1 328 23 0 1 Bolungarvík \ SIGHVATUR BJARNASON VE 8 370 23 0 1 isafjörður BESSIIS 410 807 32 0 1 Súðavik HAFFARIIS 430 227 21 0 1 Súðavík KÖFRI ÍS 41 301 19 0 1 Súöavík RÆKJUBÁ TAR Nafn Stærð Afll Flskur Sjóf. Löndunarst. SIGÞÓRÞH 100 169 22 0 1 Ðlönduós HAFÖRN SK 17 149 9 0 1 Sauðárkrókur JÖKULLSK33 68 14 0 1 Sauðárkrókur HELGA RE 49 199 32 ö 1 Siglufjörður HRÖNN BA 99 104 14 0 1 Siglufjarður SIGLUVÍK Sl 2 450 29 0 1 Siglufjörður SNÆBJÖRG ÓF4 47 17 o 2 ' Siglufjörður STÁLVÍKSI 1 364 24 6 1 Siglufjörður UNA í GAROI GK 100 138 19 0 1 1 Siglufjörður GUÐMUNDUR ÓLAFUR ÓF 91 294 24 0 Ólafsfjörður ARNOÓR EA 16 243 19 0 1 Daivik HAFÖRN EA 955 142 25 0 1 Dalvík STEFÁN RÖGNVALDS. EA 345 68 9 0 1 Dalvík STOKKSNES EA 410 451 24 0 1 Dalvik SVANUR EA 14 218 25 0 1 Dah/ik SÆPÓR EA 101 150 26 0 1 Dalvik SÓLRÚN ER 351 147 24 0 1 Dalvik VIÐIR TRAUSTI EA 517 62 13 0 1 Dalvík PÓRÐUR JÓNASSON EA 350 324 12 0 1 Akureyri SJÖFN PH 142 199 19 0 1" Grenivik ALDEYPH 110 101 21 0 1 Húsavík BJÖRG JÖNSDÓTTIR II PH 320 273 15 0 ....... Húsavík GISSUR HVlTI HU 35 165 22 ö 1 Húsavik KRISTBJÖRG ÞH 44 187 21 0 1 Húsavik GESTUR SU 159 138 14 0 1 Eskiflörður JÚN KJARTANSSON SU 1 11 775 24 0 1 Eskifjörður SÆUÓN SU 104 256 21 0 1 Eskifjörður ÞÓRIR SF 77 125 17 ö 1 Eskifjörður SKELFISKBA TAR Nafn Stosrö Afll Sjóf. Löndunarst. FARSÆLL $H 30 101 33 4 Grundarfjörður HAUKABERG SH 20 104 26 3 Grundarfjörður GRETTIR SH 104 148 50 5 Stykkishólmur GÍSLI GUNNARSSON II SH 85 18 7 2 Stykkishólmur HRÖNN BA 335 41 39 4 Stykkishólmur Hrognaflokkarar vinsælir Gunnar segir að hingað til hafi salan mest verið í vogum frá Marel en nú sé mikil aukning í sölu á hrognaflokkurum til skipanna. „Hrognavertíðin hjá þessum skipum gefur þeim langmest og heldur þessum útgerðum uppi. Við höfum nú selt sex flokkara og þeir hafa reynst mjög vel því að þeir flokka hrognin mun nákvæmar en hendur og augu og gæði afurðarinnar verða því mun meiri.“ „Framtíðin er mjög björt hjá okk- ur því að vertíðarnar eru að stytt- ast og menn fara þá að hugsa meira um gæði. Eins og er, er heild- arkvóti á alaskaufsanum en von- andi verður því breytt. Eins og fyrir- komulagið er núna er þetta mikið kapphlaup um að ná sem mestu þegar að vertíðin byijar. Menn hafa hreinlega ekki tíma til að vanda sig mikið við framleiðsluna og mest er verkað í einfaldar afurðir eins og blokk og suriini," segir Gunnar. Þarf að eyða til að græða Að sögn Gunnars eru aðeins tvær vertíðir á ári í alaskaufsanum og taki hver um sig um sex vikur. I millitíðinni liggi hluti flotans í landi. Alaskabúar eigi þó rétt á 7% af alaskaufsastofninum en þeir eigi engin skip og því sé þessi kvóti seldur hæstbjóðanda. „Þá hafa menn meiri tíma og vanda sig meira með hráefnið til að fá sem mest fyrir það. Það kemur okkur til góða því að menn eru að komast að því þarna úti að græða peninga þarf að eyða peningum í vélar sem ná sem bestri nýtingu út úr hráefn- inu,“ segir Gunnar. Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva verður haldínn í Hveragerði föstudaginn 22. september 1995 kl. 10.30. Fundarstaður: Hótel Örk. Dagskrá: Skýrsla stjórnar: Arnar Sigurmundsson, formaður SF. Ársreikningar 1994. Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda. Ræða: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Erindi: Friðrik Pálsson, forstjóri: Erum við ennþá landnámsmenn? Einar Svansson, framkvæmdastjóri: Styrkir til sjávarútvegs í Noregi og ESB. Umræður Erindaröð: Veðrið, sjórinn og fiskurinn: Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Jón Ólafsson prófessor, hafefnafræðingur. Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur. Umræður. Önnur mál. Stjórnin. Auglýsing Slær margar flugur í einu höggi Nýlega er komin á merkað hér á landi ARMORCOAT ÖRYGGIS- FILMAN sem þróuð var í Kaliforníu>og hefur gert geysi- legt gagn þar. Það sem filman gerir fyrir gler er m.a.: Breytir venjulegu gleri ( öryggisgler og það verður 300% sterkara. Jafnvel þótt það brotni hangir það saman eins og framrúða í bíl. Þetta er kostur við innbrot, fárviðri, jarðskjálfta o.fí. Ef notuð er lituð öryggisfilma úti-lokar hún einnig 3/4 af sólarhita (sú glæra útilokar 1/4) og báðar stórminnka upplitun (95% af UV-geilsum komast ekki í gegn). Armorcoat-öryggisfilman hefur eldvarnarstuðulinn F-15 og stórminnkar hættu á slysum þegar glerbrot þeytast eins og hnífar um allt. Öryggisfilmuna er auðvelt að setja innan á glerið eða utan á eða jafnvel báðum megin. Laghentur maður getur það með leiðbeiningum frá okkur en V að sjálfsögðu sjáum við um það fyrir þá sem þess óska. Armorcoat-öryggisfilman er ekki dýr, kostar 1.440 hver fm glær en 1.660 lituð, án vsk. Armorcoat-öryggisfilmunni hefur verið vel tekið og er þegar komin á fiskvinnsluhús, skip, banka-stofnanir, stjórnarbygg- ingar, öryggisþjónustufyrir-tæki, skóla, sjúkrastofnanir, barna- heimili, verslanir og að sjálf- sögðu heimili. I Ijósi frétta af jarðskjálfum, inn- brotum og með tilliti til vetrar- veðra og sumarhita er þetta ótrúlega hagkvæmur kostur og 10 ára ábyrgð fylgir. Söluaðili er Armorcoat- umboðið, Bíldshöfða 8, sama húsnæði og tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Símar 567 4709 og 587 6777, fax 567 4722. Okkur vanta samstarfsaðila um allt land nema á Vestfjörðum, þar sem Þorvaldur Pálsson á Flateyri starfar. ________________________________/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.