Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 BLAÐ 3 Langvíuungar í fóstri í Vest- mannaeyjum Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Markaðsmál Q Lítið framboð af þorski segir til sín í eftirspurn Fyrirtæki Söluskrifstofa SH í París í nýtt húsnæði MOKVEIÐIISMUGUNNI • VEIÐIN í Sugunni er oft með þeim hætti að ýmist er of eða van, risastór hol eða nánast ekk- ert. Skipverjar á togaranum Ólafí Jónssyni GK 404 náðu Morgunblaðið/Gunnar M&gnússon hvorki meira né minna en tæp- lega 60 tonna haii nú í byrjun september og var í nógu að snú- ast við að koma því niður. Aukning á sölu flatfisks til Japan er um 56% í ár UTFLUTNINGUR Islendinga til Japan hefur aukist um 4,7 prósent fyrri hluta þessa árs frá_ því í fyrra og nemur tæpum 8,2 milljörðum króna. Af heildarútííutningi ísiend- inga til Japan nemur útflutningur á sjávarafurðum um 90 prósent, þar á meðal þorski, lax, silungi, síld, flatfisk, loðnu og djúphafsrækju. ísland ráðandi á markaðnum fyrir karfa og loðnu Útflutningur íslendinga til Japan á flatfiski hefur aukist um 56 prósent undanfarið og nemur tæpum 1,1 millj- arði króna. Útflutningur á karfa til Japan hefur líka"aukist eða um 2,7 prósent. Hann nemur nú tæpum 1,8 milljarði króna. Það eru 60 prósent af heildarinnflutningi Japana á karfa. Meö 97% af loðnumarkaonum íslendingar eiga um 97 prósent af heildarinnflutningi Japana á loðnu eða að verðmæti 2,64 milljörðum króna. Útflutningur íslendinga til Japan á loðnu dróst þó saman um 6 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Ráðstefna um viðskiptin Þessar upplýsingar komu fram á við- skiptaráðstefna Japana og íslendinga á Hótel Sögu, en hún var haldin að frum- kvæði samtaka innflytjenda sjávaraf- urða í Japan. Þar kom meðal annars fram að innflutningur íslendinga til Japan á sjávarafurðum hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum og að íslendingar eru nú stærstu innflytjendur á Japansmarkaði á karfa og loðnu. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, og ráðherra alþjóðaviðskipta og iðnaðar í Japan stutt ávörp. Þorsteinn Pálsson varði máli sínu í að fjalla um fiskveiðistjórnun íslendinga, þar sem leitast væri við að byggja aftur upp fiskistofnana við ísland, meðal annars með því að fara að ráðum Hafrann- sóknastofnunarinnar. Þá var farið yfir viðskipti landanna, sem að mestu byggjast á sölu sjávarafurða héðan og •kaupum á bílum og ýmsum tækjum frá Japan. Aukningar vænst Það kom fram í máli japönsku sendi- nefndarinnar að búist er við því að útflutningur íslendinga á sjávarafurð- um til Japan muni aukast í framtíð- inni, vegna aukinnar eftirspurnar eftir sjávarafurðum á Japansmarkaði og þeirrar stefnu stjórnvaida f Japan að ýta undir innflutning og auðvelda markaðsaðgang erlendra ríkja. Fréttir Rússar rétta úr kútnum • SVO virðist sem rússnesk- ur sjávarútvegur sé kominn yfir það versta eftir hrun Sovétríkjanna og var heild- araflinn á fyrra helmingi ársins 2,5 milljónir tonna, 17% meiri en á sama tíma fyrir ári. Kom þetta fram hjá Vladímír Korelskí, sjáv- arútvegsráðherra Rúss- Iands./2 Ný skurðarvél fyrir ferskfisk • NÝLEGA kom á markað- inn skurðarvél frá FTC sem sker ferskan fisk eða kjöt í nákvæmlega jafnþykkar sneiðar eða ræmur án þess að frysta hráefnið fyrst. Vélin sker vöruna með sér- tilgerðum skurðarblöðum sem skera fisk og kjöt með eða án beina án þess að nokkurt sag myndist./2 HIkannar framleiðnina • H AGFRÆÐISTOFNUN HÍ er að fara af stað með rannsóknaverkefni í sam- vinnu við rannsókna- stofnanir í Noregi, Færeyj- um, Grænlandi og Ný- fundnalandi, þar sem reikn- uð verður framleiðni í fisk- veiðum og vinnslu og gerð- ur samanburður á milli landa./4 I trilluútgerð í Trinidad • MÓTUN Canada Limited, fyrirtæki Regins Grímsson- ar sem starfrækt er í Nova Scotia í Kanada, hyggur nú á smábátaútgerð í Tri- nidad. Regin hóf að smíða Gáskabáta í Kanada í fyrra og segir hann mikinn áhuga vera fyrir bátunum í Nova Scotia þó að sala hafi farið hægt af stað./3 Heilnæmt hákarlakrem • EMIL Guðjónsson hefur um tveggja ára skeið í sam- starfi við Frigg snyrtivörur framleitt krem úr hákarla- lýsi. Hákarlakremið er græðandi og mýkjandi húðkrem og hafa rannsókn- ir leitt í ljós góð áhrif þess á ýmsa húðsjúkdóma. Einn- ig hafa hákarlaafurðir ver- ið notaðar í baráttunni við krabbamein./8 Markaðir Mun minna út af þorskinum • ÚTFLUTNINGUR á óunn- um þorski til Bretlands var um síðustu mánaðamót að- eins 1.100 tonn, sem er 41% samdráttur miðað voð sama tímabil í fyrra, en þá f óru alls 1.864 tonn af ísuðum þorski utan. Eðlilegt er að sala á óunnum þorski dragist saman meðan þorskkvótinn er svona lítill hér heima og fiskvinnslan þarf á öllu sínu að halda til að halda uppi atvinnu og nýta fjárfesting- una. Sala þorsks á innlendum mörkuðum hefur einnig dregizt saman, en þó minna, aðeins um 13%. Jan.-águst 1994 og 1995: Þorskur á fisk- mörkuðum í Br etlandí 600tonn------------ JFMAMJJA 4% verðhækkun á ísuðum þorski Jan.-águst 1994 og 1995: Þorskverð á fisk- mörkuðum í Br etlandi 180 fr kr./kg — 80 -i —i i i i i—j—i. JFMAMJJA, • Verðið á þorskinum ytra er mjög svipað og í fyrra, hef ur þó hækkað um 4% í krónum talið og er nú að meðaltali 132 krónur á hvert kíló. Verðið hefur farið heldur lækkandi undanfarin misseri, en virðist fremur vera að styrkjast. Verð á innlendum mörkuðum hefur aðeins hækkað um 2% á milli tímabila, þrátt fyrir minnkandi framboð, en verðið heima mótast mjög af verðinu ytra, sem þarf að vera 20 til 30 krónum hærra til að útflyto'endur fáí sama skilaverð að teknu til- liti til kvótaálags./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.