Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskverð fteima Þorskur Kr./kg Faxamarkaður -no Ágúst 31 .v 32:v ‘33.vl 34. Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkáður Suðurnesja Alls fóru 118,2 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 34,2 tonn á 81,02 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 34,5 tonn á 90,12 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 83,8 tonn á 108,65 kr./kg. Af karfa voru seld 42,3 tonn. í Hafnarfirði á 66,45 kr. (0,71), á Faxagarði á 26,18 kr. (0,11) og á 71,33 kr. (41,41) á F. Suður- nesja. Af ufsa voru seld 82,5 tonn. í Hafnarfirði á 60,00 kr. (4,81), á Faxagarði á 54,57 kr. (4,21) og á 70,16 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (73,61). Af ýsu voru seld 33,7 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 82,74 kr./kg. KrJkg 70 Sept. 3LvT32Ívr33Á>r34.vl 35.vl 36.vl30 Þorskur ........ Karfi —i»i Ufsi «mmi Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Dala Rafn VE 508 seldi 137,3 tonn á 134,02 kr./kg. Þar af voru 97,7 tonn af karfa á 149,04 kr./kg og 30,2 tonn af ufsa á 85,50 kr./kg. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 215,1 tonn á 155,08 kr./kg. Þar af voru 9,2 tonn að þorski á 170,36 kr./kg. Af ýsu voru seld 85,3 tonná 148,62 kr./kg, 34,4 tonn af kolaá 180,47 kr./kg og 19,7 tonn af karfaá 108,46 kr. hvert kíló. Lítið framboð af þorski segir til sín í eftirspum mmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmm flest bendir tii, Hátt rækjuverð farið að íorskfTnLi^ mæta andstöðu neytenda TTfíf v verði litið a næstu árum og jafnvel í allmörg ár. Á það sérstaklega við um Atlantshafs- þorskinn og þótt útlit sé fyrir nokkuð aukið framboð af Kyrrahafs- þorski, þá mun það ekki breyta miklu. í Atlantshafi er ástandið best við Noreg og Rússland eða i Barentshafi og í Kyrrahafi hafa þorskveiðar í Beringshafi gengið bærilega. Vegna þessa ástands hefur þorskverð verið hátt og lítið framboð veldur því, að fiskvinnslan og markaðurinn eru farin að sneiða hjá þorski og nota aðrar og ódýrari tegundir. Talið er, að þorskstofnarnir við Nýfundnaland og Labrador hafi minnkað um 99% frá árinu 1989 og fiskifræðingar segja, að það muni taka hálfan annan áratug að byggja þá upp aftur. Það hefur því alveg tekið fýrir þorsk frá þessum slóðum en verðið hefur þó ekki hækkað jafn mikið og ætla mætti í kjölfarið þar sem annar fískur hefur komið í staðinn eins og áður segir. Verðið fyrir þorskblokk á Bandaríkjamarkaði hefur því verið nokkuð stöðugt að undanfömu, um 1,90 dollarar, og það sama á við um flökin. Minni eftirspurn eftir þorski olli því meðal annars nú í sumar, að ýmsar rússneskar útgerðir töldu sig ekki fá nóg fyrir hann og sneru sér því að karfa fýrir Japan og Tævan. I Mikil eftirspurn eftir f latfiski I flatfískinum, lúðu, sólflúru, skarkola og sandhverfu svo ein- hveijar tegundir séu nefndar, er ástandið þannig, að eftirspurnin j eykst stöðugt og er langt umfram framboð. Ljóst er, að hjá neytendum | mun ekkert verða til að draga úr henni nema verulegar verðhækkan- ir. Horfur eru á góðri veiði á Al- askaufsa en töluverður samdráttur er í ufsanum innan rússneskrar lög- sögu og annarra ríkja við vestan- vert Kyrrahaf. Stafar það af rán- yrkju um margra ára skeið og ufs- inn, sem nú fæst þar, hefur smækk- að mikið. Þá er búist við, að mikil eftirspurn eftir Alaskaufsa í surimi muni verða til draga úr framboði á blokk og flökum á Bandaríkjamark- aði. Þær tegundir, sem hafa einkum komið í staðinn fyrir þorsk á mark- aðnum, eru lýsingur og Alaskaufsi alveg sérstaklega, hokinhali og búr- fiskur. Framboð af þeim síðast- nefnda fer raunar minnkandi en hlutfall þessara tegunda á flaka- markaðinum hefur stöðugt verið að aukast. Blokk úr Alaskaufsa og lýsingi er búin að koma sér vel fyr- ir á markaðinum fyrir fisk í brauð- Færeyjar deigi og segja má, að þorskurinn hafi aðeins haldið sinni markaðs- hlutdeild á skreiðar- og saltfisk- markaðnum. Rannsóknlr á geislamengun Rétt er að nefna það hér, að um þessar mundir fara fram rannsókn- ir á geislamengun físks í Barents- hafí og nyrst í Norðurhöfum og er tilgangurinn sá að ganga úr skugga um hvort kjarnorkuúrgangurinn, sem Sovétmenn settu í sjóinn áður fyrr, sé farinn að hafa skaðleg áhrif. Er jafnvel búist við, að innflutning- ur á fiski af þessum slóðum til Bandaríkjanna verði eitthvað minni en verið hefur meðan á rannsóknun- um stendur. Langtímahorfur eru góðar hvað varðar lýsingsveiði við Suður-Afr- íku og Suður-Ameríku en það sama á við um lýsinginn og Alaskaufs- ann, að mikil eftirspurn surimifram- leiðenda og gott verð valda því, að minna fer af fiskinum í blokk og flök. Raunar var lýsingsveiðin við Suður-Ameríku léleg í maí og júní og vegna verðhækkunar í kjölfarið hefur nokkuð dregið úr eftirspurn, til dæmis á Spáni. Framboð af hok- inhala frá Nýja Sjálandi er jafnt og stöðugt og síðan hafa bæst við ný hokinhalamið undan Argentínu. Framboðið er því gott en tökuvert af aflanum fer í surimi. Rækjumarkaðurinn, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar, hefur verið í jafnvægi en kaupendur hafa nokkrar áhyggjur af verðþró- uninni. í Bandaríkjunum er Svarti tígurinn að verðleggja sig út af markaðinum en talið er, að minni kaup Japana á þessari tegund vegna efnahagsástandsins í Japan muni leiða til verðlækkunar. í Bandaríkjunum er almennt búist við, að rækjuverð muni lækka á næstunni, bæði vegna aukins fram- boðs og vegna þess, að neytendum finnst nóg komið. Á þetta fyrst og fremst við um eldisrækjuna. Hátt verð á rækju og humri segir til sín Eftirspurn eftir kaldsjávarrækju í Evrópu er góð og ekki er búist við, að framboð af henni aukist á næstunni. Hátt verð á henni er þó farið að segja til sín hjá neytendum og meðal annars þess vegna hefur eldisrækja frá Tælandi verið að sækja á á ýmsum markaðsvæðum. Þá hefur eftirspurn eftir kaldsjávar- rækju í Japan minnkað nokkuð af sömu sökum en hún hefur aukist verulega á nokkrum árum. Framboð á kaldsjávarhumri er lítið og ljóst þykir, að það muni minnka enn. Vegna þess hefur verð- ið verið hátt, svo hátt, að neytendur vestra hafa sagt nei og humar hef- ur víða verið tekinn af matseðlum veitingahúsa. Bandarískir innflytj- endur vilja aðeins humarhalann, sem hefur í för með sér aukna vinnslu og kostnað, en Japanir hafa verið að greiða gott verð fyrir heil- an humar. Humar er afar eftirsótt- ur í Japan hvað sem Iíður efnaa- hagsþrengingum og því er talið, að Japanir muni ráða miklu um humar- verð á næstunni. Mikið af humrinum HUMARVEIÐAR Færeyinga hafa gengið vel í haust, en þær voru leyfðar á ný fyrsta september eftir nokkurt hlé. Humarinn er veiddur inni á fjörðum í gildrur og hafa sjómenn mest fengið um 145 kíló af heilum humri á dag. Þeir frá tæpar 600 krónur fyrir kílóið óg því hafa beztu dagarnir gefið rúmlega 80.000 krónur í tekjur. Yfirleitt er einn maður á hverjum bát. Bátarnir, sem hafa leyfi til humarveiða, mega vera með 250 gildrur mest og aðeins draga þær annan hvern dag og hvorki á sunnudögum né helgidögum. Ollum humri undir 15 sentímetrum að lengd verður að sleppa aftur svo og öllum hrygnum. Bátarnir mega stunda veiðarn- ar nú í tvo mánuði, svo fremi sem heildarkvótinn verði ekki búinn þá. Magrt Jan.-águst 1994 og 1995: Ufsi á fisk- mörkuðum í Þýskalandi 250tonn ——— — 1994 200- 150 100, 50 ° J F M Á M j J Á Mun minna utan af ísuðum ufsa ÚTFLUTNINGUR á ísuðum ufsa til Þýzkalands er er nú minna en helmingur þess magns, sem hafði farið utan á sama tíma i fyrra. Alls hafa ú farið 378 tonn af óunnum ufsa til þýzkalands, en 802 tonn í fyrra. Allt síðastlið- ið ár nam þessi útflutningur 1.034 tonnum. Hrunið á þessum útflutningi er því nánast algjört og þegar minnst var fóru aðeins 11 tonn utan á heilum mánuði. Skýringin á samdrættinum er að miklu leyti afar dræm ufsaveiði við landið á nýliðnu fiskveiðiári, en útflutningur dróst einnig sam- an á sínum tima vegna lágs verðs ytra og hefur hann ekki náð sér á strik á ný. Verd Jan.-águst 1994 og 1995: Ufsaverð á fisk- mörkuðum í Þýskalandi 110kr./kg 1994^ J F M A M J J Á við Island Hrygningarstofn þorsks við ísland og Nýfundnaland 1955 1.600 þus. tonn 1.400 Hsk— 1.200 vio Nýfundnaland 1.000 1960 1970 1980 .... \ V " St.John's VERÐIÐ á ufsanum í Þýzkalandi hefur hækkað verulega samfara samdrættinum. Meðalverð út- flutningsins í fyrra haust var 69 krónur á hvert kíló, en er nú orðið 90 krónur. Hækkunin nem- ur 30% í krónum talið, en 22% í þýzkum mörkum. Verðið fór hæst í 101 krónu að meðaltali á mánuði í ár, en í fyrra náði með- alverð á einum mánuði langhæst í 123 krónur i desember, þegar eftirspurn er hvað mest og fram- boð minnst. Annars náði það aldrei 90 krónum. Meðalverð á ufsa á mörkuðunum hér heima er 60 krónur það, sem af er ári og nemur hækkunin 44%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.