Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 B 11 VIÐSKIPTI og starfsfólk búið undir breytingar, að búa starfsmanninn vel undir þró- unina, vekja löngun hans til að njóta nýrra samskipta og lýsa ávinningum af breytingunum þegar þær eru að baki. Trúverðugleiki, lipurð og einhlít framkoma við starfsmanninn og áþreifanlegur ávinningur, eins og tækifæri til að koma ýmsu betur í verk en áður, eru líka mikilvægir þættir. Starfsmaður verður að fínnast eitthvað unnið við niðurstöð- una, svo að hann geti dæmt yfírtök- una vel heppnaða. En samþætting- arferlinu sjálfu verður að koma far- sællega í kring, eigi að haldast á starfsmönnum -allt til enda. Brott- fall hæfustu starfsmanna af sjálfsd- áðum er ekki óvenjulegt og vissu- lega er hætta á að vinnugleði og afköst minnki í hópi þeirra sem verða kyrrir. Yfirtakar geta tekið til ýmissa ráða til að auðvelda sam- þættingu og tryggja átakaminni breytingar en ella. Verður nú drepið stuttlega á nokkur þeirra. Inngrip Það hefur verið fundið út að mik- ilvægt sé að hafa svonefndan „stjórnanda breytinga“. Það er mað- ur sem hefur með höndum að fylgj- ast með allri samþættingunni. Þótt verkefnanefndir séu einnig gagnleg- ar, t.d. ein fyrir hveija deild, er það mikilvægt að einhver hafí yfirsýn yfir allt ferlið. Verkefnanefndir skulu hafa tækniþekkingu sem eiga við hveija deild og vera aðgengileg- ar starfsfólki innan hennar, en það hefur þótt brenna við að yfírsýn yfir heildarferlið skorti þar sem hver deild veit ekki hvað fengist er við í hinum. Það er mikilvægt að einhver beri ábyrgð. Hvað viðvíkur vel heppnaðri sam- þættingu, ætti að taka ofangreint til greina. Mikilsverð atriði sam- þættingar eru því sem hér segir: skýrar, samkvæmar og hnitmiðaðar boðleiðir, útlistun á kostum við yfír- töku, tiliitssöm meðferð á uppsögn- um, trúverðugleiki og orðheldni, jafnframt því að komið sé á gagn- kvæmum boðleiðum og jafnvægi í 'niðurskipan yfírmanna og undir- manna. í sömu könnun og nefnd er að ofan var starfsfólk beðið að tilgreina í hvaða röð það taidi þrenns konar málefni vera mikilvæg: sálfræðileg- an undirbúning fyrir yfirtöku, að- ferðir við boðleiðir meðan á yfirtöku stóð og að síðustu, aðferðir við að læra eitthvað nýtt í starfínu. Starfs- menn voru beðnir að meta’ ýmsar tillögur, hverja fyrir sig, á kvarða mikilvægis. Sumar þeirra eru nefnd- ar hér fyrir neðan. Sálfræðilegur undirbúningur Æskilegustu aðgerðir á undir- búningsskeiði voru að dómi meiri- hluta starfsmanna taldar vera notk- un kannana sem gerðu stjórn fyrir- tækisins kleift að komast að afstöðu starfsfólksins. Aðgangur að trúnað- armanni eða fulltrúa til að trúa fyr- ir ýmsu var einnig talinn mikilvæg- ur. Starfshópar með báðum hópum starfsmanna, þ.e. yfirstjómar og almennra starfsmanna, til að auka kynni þeirra voru einnig taldir mikil- vægir og sömuleiðis stuðningur stéttarfélags og utanaðkomandi lijálp ef þörf krefði. Boðleiðir á yfirtökutíma Regluleg fréttabréf og bréf til starfsmanna vegna breytinga á per- sónulegum starfshögum þóttu varða mestu. Upplýsingar frá verkefna- nefndum og umræður um yfírvof- andi breytingar voru einnig vinsæl- ar. Starfsfólk vill persónulegar og reglubundnar upplýsingar frá ná- lægum aðila (á vinnustað) og sömu- leiðis almennar upplýsingar um hvað sé í gangi. Tileinkun nýrra leiða Viðvíkjandi spurningunni um að- ferðir við að læra ný úrræði við framkvæmd hlutanna, voru formleg námskeið vinsælust og einnig nám- skeið á vinnustað sem kynna hitt fyrirtækið í samrunanum, markmið þess og ólík úrræði við framkvæmd- ir. Starfshópar til að auðvelda starfsmönnum að læra að vinna saman og skilja ólíka starfsmenn- ingu voru sömuleiðis taldir mikil- vægir. Allar þessar aðgerðir gefa starfs- mönnum tækifæri til að taka virkan þátt í að kynnast hinu fyrirtækinu, frekar en vera óvirkur. Námskeið geta kynnt mismun sem hefur ríkt og búið starfsmenn undir. í form- legri vinnuþjálfun er unnt að kenna einstaka verkþætti, en í starfshóp- um er unnt að skapa aðstæður þar sem starfsmenn læra að vinna sam- an við svipaðar aðstæður og gerast í framkvæmd. Starfshópar geta reynst vel ef starfsmenn fá gott tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar og kynnast hver öðrum í sátt og samlyndi með hjálp utanaðkomandi leiðbeinanda. Þetta er eins og vasaútgáfa af hin- um raunverulegu starfsaðstæðum þar sem starfsmenn geta annað- hvort æft samvinnu við sviðsettar starfsaðstæður eða skipst á upplýs- ingum og komist að samkomulagi um bestu viðbrögð eða starfsaðferð- ir. Höfundur er ráðgafi, starfar í London og hefur nýlega lokið doktorsprófi á ofangreindu sviði. Grein þessi styðst við yfirgripsm- ikla heimildakönnun og niðurstöð- ur af rannsóknum höfundar. markað við mjög af- markaðan hóp tölvuá- hugamanna. Auk þess eru þessar þjónustur hannaðar sem upplýs- ingabankar og sam- skiptamiðlar en ekki verslun. I dag eru þessi fyrirtæki í óða önn að tengja sig við Internet- ið og má gera ráð fyrir að verslanir þeirra að- lagi sig að því um- hverfi í framtíðinni. Vefsíður á Internetinu Verslun á Vefsíðum Internetsins hefur verið í miklum vexti undanfarið ár og er án efa orðin útbreiddasti verslunarmáti tölvuverslunar í dag. Kostir slíkrar verslunar eru margir, en þeir helstu eru: Mikil útbreiðsla rýnis (browser) fyrir vefsíður, mjög einfalt er að búa til verslun og einfalt er að versla. Okostir eru einnig til staðar, en vefrýnar hafa hingað til verið hann- aðir sem upplýsingarýnar, en ekki verslunarrýnar. Menn hafa því verið að versla á Vefnum án þess að geta nýtt sér til fullnustu grafískt viðmót sem byggir á þeim verslunarhugtök- um sem neytendur þekkja. Einnig hefur öryggi og hraða verið ábóta- vant. Hingað til hefur athygli slíkra verslana einkennst af forvitni neyt- enda (margir að skoða), en verslun- in sjálf hefur farið hægt af stað. Verslunarþjónusta á Internetinu Það er ljóst að sú mikla athygli sem Internetið hefur fengið í við- skiptaheiminum mun verða til þess að verslun á Internetinu mun þróast ört á næstu misserum. Neytendur munu geta verslað um raunveru- lega verslunarrýna sem vinna yfir Inter- netið, tínt vörur í körfu, spurt þjónustuspurn- inga og aflað sér gagn- virks margmiðlunar- efnis um hvað þarf að taka tillit til við val á ákveðnum vöruflokk- um ásamt því að byggja á öruggri greiðslumiðlun. Ókost- ir þessarar leiðar er að notandi verður að sækja verslunarrýninn og læra að nota hann. Líklegt er að vefsíðurýnar þróist í það að verða verslunarrýnar á næstu misserum. Þjónustur sem byggja á hug- búnaðarþjónum (agent based) Þó ekki sé enn komið að því að almennir neytendur fái sér þjóna til aðstoðar við verslun styttist óðum í slíkt. Með hugbúnaðarþjóni er átt við að neytandi tilgreini hugbúnað- arþjóninum hvað hann vill, og send- ir hann síðan í ferðalag um alheims- netið. Þar ferðast hugbúnaðarþjónn- inn um líkt og vírus gerir í dag. Munurinn er sá að hugbúnað- arþjónninn er góðkynja vírus sem notar tímann til að safna upplýsing- um um hagstæðasta verð í til- greinda vöru og þjónustu. Þegar til- skildu verki er lokið snýr hugbún- aðarþjónninn til baka til eiganda síns og greinir frá niðurstöðum. Þó þessi lýsing sé lygasögu líkust þá eru slík hugbúnaðarþjónustúnet (agent based networks) til í dag þó segja megi að þau séu enn á til- raunastigi. Gagnvirkt sjónvarp Það má segja að íjallað hafi ver- ið um gagnvirkt sjónvarp að hluta til þegar rætt var um kapalrás og síma og leitt að því líkum að gagn- virkt sjónvarp tæki við af sérhæfð- um verslunarkapalrásum og síma. Ástæða þess að fjallað er um gagn- virkt sjónvarp sem tölvuverslun er sú að um leið og sjónvarp er orðið gagnvirkt eru skilin milli tölvu og sjónvarps orðin sára lítil. Líta má á slíkt kerfi sem tölvu þar sem fjar- stýring kemur í stað lyklaborðs og músar, sjónvarp í stað skjás og bak- grunnsvinnsla sjónvarpsstöðvar í stað örgjörva tölvu. Allar líkur eru á að hefðbundin heimaverslun með kapalrás (sjónvarpsrás) og síma eigi eftir að sameinast tölvuverslun í gagnvirku sjónvarpi. Lokaorð í þessari grein hefur verið fjallað aimennt um heimaverslun og hvem- ig hún er að þróast. Sérstök áhersla hefur verið lögð á rafræna heima- verslun og þeim kostum sem henni fylgja. í næstu grein mun verða fjallað um forsendu þess að rafræn heimaverslun nái að blómstra, sem er örugg greiðslumiðlun. Komið verður inn á hvernig hægt er að gera „opið“ net eins og Internetið, þar sem „allir“ geta lesið „allt“ sem flæðir um netið, svo öruggt að hægt er að nýta Internetið til flutnings mikilvægra ríkisleyndarmála, við- skiptaleyndarmála eða kortanúmer til greiðslumiðlunar. „Retailing will never be the same“, Busi- nessWeek 26. júlí 1993. Höfundur er framkvæmdastjóri Margmiðlurnar hf. Stefán Hrafnkelsson VIÐSKIPTl/ATVINNULÍF DAGBÓK Námsstefna með Dr. Paul R. Timm DR. PAUL R. Timm efnir til fyrir- lestra á fjórum_ námsstefnum Stjórnunarfélags íslands á Hótel Sögu dagana 26.-27. september. Þá er fyrirhuguð námstefna með Dr. Timm á Akureyri þann 28. september. Á námstefnunum mun Dr. Timm fjalla um hagnýt ráð og þrautreyndar aðferðir til að bæta þjónustugæði og halda í viðskipta- vini. Dr. Paul R. Timm kom hingað til lands í mars á þessu ári og hélt þá þijár námsstefnur í Reykjavík og á Akureyri. Nú verða náms- stefnurnar fimm vegna takmark- aðs fjölda í hvert sinn. í Reykjavík eru námsstefnumar haldnar í Á-sal Hótel Sögu, eftirtalda daga: Þriðjudaginn 26. september verða námsstefnur frá kl. 8.30-12.30 og 13-17. Miðvikudaginn 27. septem- ber verða námsstefnur frá kl. 8.30-12.30 og 13-17. Á Akureyri verður námsstefnan- haldin á Hótel KEA fimmtudaginn 28. september frá kl. 13-17. Hver námsstefna er fjórar klukkustundir. Skráning er í síma 562-1066. Námstefna um PDS-greiningu HAGVANGUR hf. og PDS Rese- arch AB standa fyrir námstefnu um Problem Detection Study- vandamálagreiningu þann 19. sept- ember næstkomandi frá kl. 8.30 til 12.00 á Hótel Loftleiðuin. PDS er aðferðafræði sem notuð er til markaðsrannsókna og þykir gefa fyrirtækjum aukna breidd í mark- aðsrannsóknum og ráðgjöf. Fyrir- lesarar verða þeir Robert Thams, hagfræðingur, framkvæmdastjóri og stofnandi PDS Research í Stokkhólmi og Peter Svanberg, markaðsfræðingur sem starfað hefur í fremstu víglínu hjá fyrir- tækjum eins og Bang & Olufsen, IKEA og ABU Garcia. Námsstefn- an er ætluð stjórnendum fyrirtækja og öllum þeim sem taka ákvarðan- ir um sölu- og markaðsmál, gæða- mál, vöruþróun, þjónustu og enn fremur þeim sem bera ábyrgð á framtíðarstefnu fyrirtækisins. Námstefnugjald er 7.900 og er inn- ifalið í verðinu ítarlegur bæklingur ásamt kaffi og meðlæti. Skráning fer fram hjá Hagvangi til 15. sept- ember. Ráðstefna um auglýsingar SIA efnir til ráðstefnu 15. septem- ber nk. og ber hún yfirskriftina: „Auglýsingar sem arðbært og ár- angursríkt markaðstæki". í frétt segir að nærri láti að fjórum millj- örðum sé varið árlega til auglýs- inga- og kynningarmála hér á landi Arðsemi svo storrar fjárfestingar hljóti því að skipta miklu fyrir ís- lenskt atvinnulíf. Til að fjalla um þetta málefni hafi SÍA fengið fjóra virta erlenda fyrirlesara til að koma til landsins. Allir standi þeir í fremstu víglínu og sé því um að ræða einstakt tækifæri fyrir ís- lenska stjómerídur og markaðsfólk til að kynna sér það sem hæst ber á þessu sviði í heiminum í dag. Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um ... . . . nýjar rannsóknir frá Banda- ríkjunum um bein áhrif auglýsinga á sölu og kauphegðun neytenda, ... áhrif vel heppnaðrar lang- tíma auglýsingaherferðar á mark- aðsstöðu BMW í Englandi. ... mikilvægi þess að rækta sköpunargáfu starfsfólks á auglýs- ingastofum og, . .. mikilvægi þess að ná há- marksnýtingu á birtingafjármagni og er þar stuðst við ný íslensk gögn um fjölmiðlanotkun, lífsstíl og neyslu. Ráðstefnan er ætluð stjórnend- um fyrirtækja ekki síður en starfs- fólki markaðsdeilda þeirra. Einnig er hún ætluð starfsfólki fjölmiðla og auglýsingastofa. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er John Philip Jo- nes, prófessor við Syracuse Uni- versity, NY. Allir fyrirlesararnir eru þekktir sérfræðingar á sínu sviði. Þeir flytja fyrirlestra _sína á ensku. Ráðstefnustjóri er Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjó- vár-Almennra trygginga hf. !H~ SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Uppfylla ströngustu gæðakröfur PR0NT0 PRESTO REN0V0 • Rakaheld án próteina • Níðsterk • Hraðþornandi • Dælanleg • Hentug undlr dúka og til ílagna Gólflaenirhf IÐNAÐARGÓLF S«níðpwegur70,200 Kópovogur S«nar 5641740,892 4170, fax. 554 1769 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.