Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Alrisi skilar París. Reuter. hagnaði á ný FRANSKI álrisinn Pechiney SA skilaði aftur hagnaði á fyrri árs- helmingi, en bendir á að skilyrði kunni að versna síðari hluta árs. Nettótekjur námu 658 milljónum franskra franka fyrri hluta árs samkvæmt bráðabirgðatölum mið- að við 782 milljónir franka á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum, sem voru endurskoðaðar vegna bandarí- skra bókhaldsreglna. Jean-Pierre Rodier stjórnarform- aður sagði á blaðamannafundi að Pechiney skuldaði enn of mikið, þótt nokkuð hefði dregið úr skuld- um fyrri hluta árs. Pechiney er þriðji mesti áframleiðandi heims og í ráði er að einkavæða fyrirtæk- ið. Nettóskuldir námu 24.5 milljörð- um franka 30. júní, en eigið fé fyrirtækisins var 14.6 milljarðar franka, samanborið við 25.2 millj- arða franka skuld og 14.9 milljarða franka eigið fé I árslok 1994. í kauphöllum hafði yfírleitt verið búizt við að Pechiney kæmi vel út fyrri hluta árs vegna hás verðs á áli, minni skulda og uppsveiflu í bjórdósaiðnaði. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 B 9 , Yfir 70 ferðir í viku til áætlunarstaða beggja vegna Atlantshafsins Tengiflug um allan heim. FLUGLEIDIR -íait Ffugfrakt gerir heiminn ad heimamarkadi — sími 50 50 401 3 Volvo selur fyrirtæki eftir áætlun Kaupmannahöfn. Nýjasta fyrirtækjasala Volvo- samsteypunnar á bjórverksmiðjunni Falcon er í samræmi við söluáætlun sem fyrirtækið kynnti fyrir ári. I henni fólst að losa sig við annað en bílaframleiðsluna og ná inn sem samsvarar 400 milljörðum íslenskra króna til að efla hana. Kaupendurn- ir eru norrænir, sænska fyrirtækið Spira, dönsku Carlsbergsverksmiðj- urnar og finnska bjórverksmiðjan Sinebrychoff. Volvo ber um tvo milljarða íslenskra króna úr býtum fyrir söluna. Nýju norrænu eigendurnir sjá fram á gott samstarf, sem veiti þeim betri aðgang að mörkuðum á Norðurlöndunum. Sænska Spira mun eiga 40 prósent í Falcon og hin fyrirtækin tvö hvort um sig þrjátíu prósent. Um 800 manns vinna hjá Falcon og veltan er um tuttugu milljarðar íslenskra króna. Fjárfestingarfyrirtækið Nordic Capital átti þrjátíu prósent í Falcon og selur einnig sinn hlut til norrænu fyrirtækjanna þriggja. Arsfram- leiðslan er 170 milljónir litra af bjór og markaðshlutdeild fyrirtækisins í Svíþjóð er tuttugu prósent. Auk þess að framleiða bjór undir eigin nafni hefur fyrirtækið einnig fram- leitt undir öðrum nöfnum eins og Carlsberg, Budweiser og Guinness. Volvo á enn eftir óseld fyrirtæki utan kjarnasviðs síns. Það á hlut í lyfjafyrirtækinu Pharmacia, sem er að sameinasta bandaríska lyfjafyr- irtækinu Upjohn. Hlutur Volvo í nýja fyrirtækinu verður fjórtán pró- sent, en verður ekki seldur fyrr á næsta ári. Hlutabréfin í Svenska tándstickor, eldspýtnaframleiðslu- fyrirtækinu, hyggst Volvo jafna meðal hluthafa sinna, en ekki selja. Rekstur Volvo-samsteypunnar er stöðugur sem stendur og allt bend- ir til að fyrirtækið nái þeim mark- miðum, sem það hefur sett sér. Hagnaður Michelin þrefaldast París. Reutcr. MICHELIN, mesti hjólbarðafram- leiðandi heims, segir að hagnaður á fyrri árshelmingi hafi rúmlega þrefaldazt þrátt fyrir aukinn hrá- efnakostnað. Nettóhagnaður jókst í 1.434 milljarða franka úr 410 milljónum, en velta minnkaði nokkuð í 33.11 milljarða franka. Sérfræðingar höfðu spáð 1.1-1.5 milljarða franka hagnaði. Verðhækkanir, söluaukning og niðurskurður urðu til þess að hagn- aðurinn jókst að sögn fyrirtækisins. Það segir að spár um að hagnaður allt árið 1995 muni tæplega tvöfald- ast í 2.3 milljarða franka séu nærri lagi. Hvað eftir annað hefur Atvinnurekstrartrygging Sjóvá-Almennra gert fyrirtækjum kleift að hefja eðlilegan rekstur að nýju eftir að verulegt tjón hefur lamað starfsemi þeirra. Mörg hundruð fyrirtæki, smá sem stór, njóta nú þeirrar fjölþættu tryggingaverndar sem felst í Atvinnurekstrartryggingunni en hana er unnt að laga að þörfum og aðstæðum hvers atvinnurekanda. Stóra spurningin er hvort fyrirtæki þitt er meðal þeirra. Ráðgjafar okkar veita nánari upplýsingar um þessa mikilvægu tryggingu og koma á staðinn sé þess óskað. SJOVAOflHALMENNAR Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692 Þú tryggir ekki eftir á!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.