Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SLOKKVILIÐSSTJORARNIR MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 C 3 Viljuin veita viðtæka bjövg- uiarþjónustu Starfíð á slökkvistöðinni hefur gengið í end- umýjun lífdaganna hjá nýjum stjómendum. Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri og Jón Við- ar Matthíasson varaslökkviliðsstjóri segja Helga Bjarnasyni frá þeim breytingum sem þeir hafa beitt sér fyrir á starfí Slökkviliðs- ins, stöðu þess og málum sem em í deigl- unni um þessar mundir. „VIÐ lítum á Slökkviliðið sem fyrir- tæki sem verður að standa sig í samkeppni þannig að borgararnir fái sem besta þjónustu fyrir pening- ana sína,“ segir Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri þegar blaðamaður ræddi við yfirmenn Slökkviliðs Reykjavíkur, Hrólf og Jón Viðar Matthíasson varaslökkviliðsstjóra. Þeir segja að Slökkviliðið hafi verið orðin nokkuð stöðnuð stofnun þegar þeir hafi tekið við stjórninni en þeir lagt sig fram um að bæta starfið með breyttu skipulagi og með því að innleiða nýjan hugsunarhátt meðal starfsmanna. Þeir líta á menntun starfsmann- anna sem grundvöl! að árangri. Markvisst hefur verið unnið að því að byggja upp stjórnendur, bæði á vettvangi og inni á stöðinni. Til þess eru notaðar mismunandi að- ferðir. „Við höfum lagt vinnu í það að skilgreina hlutverk liðsins og þjálfa menn upp í hvert hlutverk," segja þeir. Meginhlutverk Slökkviliðs Reykjavíkur er að vinna að björg- un. Að því verkefni má vinna með mismunandi hætti, að sögn slökkvi- liðsstjóranna. Þeir hafa sett nýja forgangsröðun: í fyrsta lagi að bjarga mannslífum, í öðru lagi umhverfi og i þriðja lagi eignum. Áður var umhverfisþátturinn ekki með í dæminu. Segir Hrólfur að svo mikil mengun geti hlotist af slökkvi- starfi að það geti borgað sig að láta húsið brenna við vissar aðstæð- ur. Því hafi umhverfisþátturinn ver- ið tekin inn í forgangsröðunina. Hlutverk okkar að bjarga fólkl Um leið hefur hlutverkið verið víkkað út. „Það efast enginn um hlutverk okkar í umferðarslysi. Við sjáum um að bjarga fólkinu út úr bílnum. En þegar bílslys verður utan gatna og vega og þegar bílar fara í sjóinn er hlutverk okkar ekki eins óumdeilt. Við viljum veita víð- tæka björgunarþjónustu og því höf- um við bætt aðstöðu okkar til þess með þjálfun kafara og neyðarsveit- ar sem hefur yfir að ráða sérútbún- um sjúkrabíl sem hægt er að aka á slysstað eða nálægt honum þegar slys verða utan vega,“ segir Hrólf- ur. Hann segir að enn sé margt óljóst um verkaskiptingu þeirra og lög- reglunnar í slíkum tilvikum. Sam- vinnan við lögregluna hefur þó auk- ist á síðustu árum og sameiginlegar æfingar lögreglumanna og slökkvi- liðsmanna sem fyrirhugaðar eru í haust eru dæmi um það. ÚTKÖLL SLÖKKVILIÐSINS 1989-1994 HEILDARÚTKÖLL ÁRIÐ 1994 Sinubruni íbúðir Atvinnu- húsnæði Bifreiðar 1 % Skip Annað SJÚKRAFLUTNINGAR 1989-1994 □ Slys 10000- 8000 Morgunblaðið/Júlíus HRÓLFUR Jónsson slökkvillösstjóri og Jón Viðar Matthíasson varaslökkviliðsstjóri. Einnig hefur aukist samvinna við björgunarsveitir. „Við vitum að við getum ekki án björgunarsveitanna verið. Við erum með menn á vakt allan sólarhringinn og það er okkar hlutverk að senda fáa menn strax á slysstað til þess að bjarga því sem bjargað verður þá en kalla jafn- framt út björgunarsveitirnar sem hafa yfir miklum fjölda sjálfboða- liða að ráða.“ Nýta má betur þekkingu sjúkraflutningamannanna Þjáifun Slökkviliðs Reykjavíkur á sjúkraflutningamönnum er viður-^ kennd. Það hefur nú fengið leyfi til að útskrifa menn með EMT-rétt- indi en það er staðfesting á að við- komandi hefur lokið grunnnámi í sjúkraflutningum. Er þetta eina stofnunin utan Bandaríkjanna sem leyfi hefur til að veita slík réttindi. Líta þeir á þetta sem mikla viður- kenningu á starfi liðsins, Rauða kross Islands og Borgarspítalans. Þessir þrír aðilar hafa starfað lengi saman að menntun sjúkraflutninga- manna og ætla sér enn stærri hluti í framtíðinni, að sögn Hrólfs og Jóns Viðars. Nú hefur íslandsflug leitað eftir samvinnu við Slökkvilið- ið um sjúkraflutninga, eins og fram kemur annars staðar í þessu blaði. Hrólfur segir að nýta megi þekk- ingu sérþjálfaðra sjúkraflutninga- manna liðsins á fleiri sviðum. Nefn- ir að með meiri tengingu sjúkra- flutninga með björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar við starfið í sjúkrabílunum mætti spara peninga og jafnframt ná betri árangri. Með því móti mætti leggja niður bakvakt lækna á þyrlunni því oftast gætu sjúkraflutningamenn farið með þyrlunni og svo læknar af neyðar- bílnum í þeim tilvikum sem læknis væri þörf. Segir Hrólfur að reynslan af samstarfi við læknana á neyðar- bílnum hafi smám saman leitt til þess að sjúkraflutningamönnum er treyst til að annast fleiri þætti og þessi samvinna hafi skilað árangri langt út fyrir starfið í neyðarbílinn. Tækin að úreldast En hvernig er Slökkvilið Reykja- víkur í stakk búið til að sinna hlut- verki sínu? Hrólfur og Jón Viðar segja að tækjakostur og mannafli ráði því. Mikil áhersla hefur verið lögð í þjálfun starfsmanna á öllum sviðum brunavarðastarfsins og á nýjum sviðum eins og fram kemur að framan. Þeir segja hins vegar að tækin úreldist smám saman og þau séu að verða hættulega gömul. „Ég er hálf hræddur við að eitthvað bili við mikið álag, til dæmis stór- bruna,“ segir Hrólfur. Jón Viðar segir að allir geri sér grein fyrir því að Slökkviliðið þurfí að vera svo vel mannað að nægur slagkraftur sé í því þegar mest á reynir. Með núverandi skipulagi sé það á mörkunum. „Við teljum okk- ur þurfa meiri mannskap. Þegar álag er í slökkvistarfinu getur það bitnað á sjúkraflutningunum og svo öfugt," segir hann. Þarf einn mann tll viöbótar á forystubíl Ejórar vaktir eru hjá Slökkviliði Reykjavíkur og eru nítján menn á hverri. Tveir eru alltaf í fríi, fjórir eru í sjúkraflutningum og tveir bundnir við símann á varðstofu. Sjö slökkviliðsmenn fara á vettvang í brunaútköllum en það eru aðalvarð- stjóri á sínum bfl, fjórir menn á forystubíl, einn á lagnabíl og einn á körfubíl. Fyrir utan þetta eru 24 starfsmenn í dagvinnu, það er stjórnendur, skrifstofufólk og eld- varnaeftirlitsmenn, og vinna því í allt um 100 manns hjá Slökkvilið- inu. Jón Viðar bendir á að rannsóknir á árangri slökkviliða og öryggi brunavarða sýni að lið nái besta mögulega árangri með því að hafa fimm menn á forystubíl, það er stjórnanda og fjóra menn með hon- um. Þannig sé hægt að hefja alla þætti björgunar- óg slökkvistarfs án þess að bíða eftir aðstoð. Reyk- kafarar geti farið strax inn í hús og á sama tíma sé verið að vinna að vatnsöflun. Fjórir menn eru í þessu hlutverki, bæði á slökkvistöð- inni í Öskjuhlíð og á Tunguhálsi. Segir Jón Viðar að ekkert megi útaf bera með öryggi mannanna og árangur og bendir á að í Svíþjóð sé slökkviliðum bannað að vera með færri en fimm menn á forystubíl. „Það er því draumur okkar að geta fjölgað um einn mann á vöktunum," segir varaslökkviliðs- stjóri. Hann segir að sameining slökkviliðanna á höfuðborgarsvæð- inu gæti verið liður í að leysa þetta mál. Yrðu þá fímm menn á forystu- bíl í Hafnarfirði og á Tunguhálsi en bflstjóri lagnabílsins kæmi áfram inn sem fimmti maður frá Öskju- hlíð. Að þeirra sögn hefur verið gott samstarf milli Slökkviliðs Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Reykjavíkurflugvallar og samning- ar um gagnkvæma aðstoð. Rætt hefur verið um að sameina þessi lið en viðræður hafa legið niðri vegna ýmissa óvissuþátta. Ríkið hefur sagt upp samningum við Reykjavíkurborg um sjúkra- flutninga en þá annast Slökkviliðið. Hrólfur segir að ef sjúkraflutning- arnir fari annað þurfi, miðað við óbreyttar íjárveitingar, að segja upp 30 mönnum. Slökkviliðið hafi menntað og þjálfað upp fjölda manna til þessarra starfa og þá þekkingu þurfi að byggja upp frá grunni annars staðar ef af þessu verði. Góð þjónusta fyrir lítinn pening Slökkviliðsstjórarnir telja að Slökkviliðið veiti borgurunum góða og ódýra þjónustu miðað við það sem þeir þekkja í öðrum löndum. Kostnaður við annað starf slökkvi- liðs en sjúkraflutningá er í Reykja- vík 1.084 kr. á íbúa á ári og hefur að þeirra sögn farið lækkandi með árunum. í Svíþjóð til dæmis kostar rekstur ódýrasta slökkviliðsins tæp- ar 1.700 krónur á hvern íbúa og þess dýrasta liðlega 9.000 kr., en kostnaðurinn er að meðaltali liðlega 3.500 kr. á íbúa í landinu. Erfítt er að meta árangur starfs- ins. Hrólfur og Jón Viðar eru þó alveg sannfærðir um góðan árangur síns liðs. Nefna þeir sem dæmi að brunatjón sé mun minna í Reykja- vík en í borgum erlendis. Þeir segja að heita vatnið sem Reykvíkingar noti til upphitunar sé ekki ástæðan, eins og stundum er haldið fram, því fáa bruna erlendis megi rekja til upphitunar húsnæðis. Ástæðan fyrir minni brunatjónum sé fyrst og fremst sú að eldsvoðar uppgötv- ast hér tiltölulega snemma og út- kallstíminn er lítill. „Við erum komnir fljótt á staðinn og það hef- ur afgerandi áhrif á tjónið sem eldurinn veldur. Svo held ég að almenningur í landinu sé meðvitað- ur um brunavarnir og fari gæti- lega,“ segir Jón Viðar. í þessu samhengi benda þeir á mikilvægi þess að Slökkviliðið geti rekið tvær stöðvar með slagkrafti, í Öskjuhlíð og Tunguhálsi, það ráði úrslitum um útkallstíma. Þeir telja sig einnig geta státað af góðum árangri í sjúkraflutn- ingunum. Benda á að úttekt sem gerð var sýni að liðið hafi náð mjög góðum árangri í endurlífgun slasaðra og veikra. Æskilegt að gera áhættumat fyrir borgina Stjórnendur Slökkviliðsins hafa hug á að setja fyrirtækið í vottun og koma upp gæðastýringu. Þeir segjast hafa unnið mikið starf á þessu sviði en ekki eftir ákveðnu kerfi. Með formlegri gæðastýringu yrðu settar ákveðnar kröfur um menntun í sérhvert hlutverk á slökkvistöðinni og á vettvangi. Einnig yrði unnið eftir ákveðnu kerfi til að reyna að tryggja að bílar og önnur tæki væru alltaf örugg. Borgaryfirvöld stefna að því að gera úttekt á starfsemi Slökkviliðs- ins. „Við erum ánægðir með að það skuli gert,“ segir Hrólfur. „Þá fáum við utanaðkomandi álit á því hvort við séum nógu góðir, hvort við séum of dýrir og hvaða mögu- leikar eru á innheimtu sértekna," segir hann. Leggur hann áherslu á að stjórn- málamenn þurfi að leggja línurnar með það hve mikla þjónustu slökkviliðið eigi að veita. Liðið geti lagað sig að slikum kröfum. Bend- ir Hrólfur í því sambandi á að æskilegt væri að gera áhættumat fyrir borgina, eins og gert væri fyrir borgir Englands. A grund- velli slíks mats væri hægt að segja nákvæmlega til um hvaða tækja- kost og mannskap Slökkviliðið þyrfti að hafa yfir að ráða til að standast þær kröfur sem til þess væru gerðar. Attu réttu tækin ef slys ber að? • Sjúkrabörur • Spelkur • Blástursbelgir • Augnskol Einungis úrvals vörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.