Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 B 3 Morgunblaðið/Árni Sæberg ROTTURNAR sem Sigmund- ur Guðbjarnarson notar eru látnar í dós og svæfðar með kolsýru áður en þær eru aflífaðar. I þriðja hópnum er þeir sem telja rétt að gera tilraunir að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir telja dýrin hafa réttindi vegna skynhæfni sinnar: þau finna til og þar af leið- andi hafa þau rétt til að vera ekki valdið sársauka. En réttindi manna eru meiri en réttindi dýranna. Þess vegna má til dæmis ekki gera tilraun- ; ir á heilasködduðu fólki. Meiri rétt- | indi manna ráðast af því að þeir eru sem tegund á hærra siðferðisstigi ' • en dýrin. í Fjórði hópurinn telur að dýr hafí ekki réttindi því að réttindi geti að- eins orðið til innan siðferðisþjóð- félags. Engu að síður er það skylda manna að hlífa þeim við sársauka. Ef niðurstöður má fá með öðrum hætti en dýrátilraunum eru þær ekki réttlætanlegar. ■ Ásgeir bendir á að viðhorf til dýr- atilrauna hafi breyst í gegnum tíðina og haldist nokkuð í hendur viðhorf til dýraverndunar almennt. Sífellt eru gerðar meiri kröfur varðandi mann- úðlega meðferð á dýrunum og einnig fjölgar þeim tegundum sem dýra- ■i verndunarsinnar vilja verja. I£ Blettur á mannkynlnu 1 Magnús Skarphéðinsson er meðlimur í mörgum dýraverndunarsamtökum, bæði innlendum og erlendum. Meðal annars er hann félagsmaður í Ani- mal Liberation Front, samtökum sem bresk stjórnvöld saka um hryðjuverk og eru ólögleg þar í landi. I! Magnús segist telja að þær til- raunir sem gerðar eru á íslandi á dýrum séu meinlausar í samanburði : við það sem gerist erlendis. „Eftirlit 1 með dýratilraunum er samt lélegt . hér. Dýraverndarráð hefur verið ' mjög laust á leyfin til tilrauna og svo virðist sem allir sem sækja um fái leyfi.“ Magnús telur ólíklegt að aðferðir róttækra dýravemdarfélaga á borð við Animal Liberation Front verði teknar upp hér á landi- í bráð. „Fyrr eða síðar hlýtur samt dýraverndun- arbylgjan að berast til íslands og ég hef trú á að það verði i náinni fram- tíð. Ég mun ekki fremja innbrot á rannsóknarstofur hér á landi nú til að frelsa tilraunadýr, en ég styð þær aðferðir, og það kemur að því að þeim verður beitt á íslandi. Mér fínnst dýratilraunir ljótasti bletturinn á mannkyninu og þær eru yfirleitt algerlega óþarfar. Það er enginn efi í huga mér um það að vísindamenn- irnir sem stunda þær em upp til hópa gott fólk, en einhvern veginn verður það algerlega siðblint í vinn- unni.“ ■ Helgi Þorsteinsson Þ- Stuðningsmenn dýratil- rnunn segja þær nauðsyn- legnr til nð nó órnngri í læknavísindum. Andstæð- ingar þeirra segja að alltaff séu til aðrar leiðir. GAMLAR LJÓSMYNDIR Hlúð að heimildum um horfna tíð 3Í FLJÓTU bragði virðist járn- blendiverksmiðja, skipasmíða- ^ stöð og stálsmiðja eiga fátt ■■ sameiginlegt með fornminja- söfnum. Fyrir utan muninn, sem felst í að smiðjumar fram- Om leiða og söfnin varðveita, er umhverfi og vinnulag starfs- !*■ manna gjörólíkt. Tæknin er þó jafnnauðsynleg í smiðjum sem í söfnum. Án hennar myndu minjar liðinna alda grotna og falla í gleymskunnar dá. I vor lauk María Karen Signrðardóttir, vélsmiður og stúdent frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi, for- vörslunámi frá Konservator- skolen í Kaupmannahöfn. Þar er kennd sú tækni, sem þarf til að forða fomminjum frá að verða slíkum örlögum að bráð. María Karen sér- hæfði sig ljósmyndafor- vörslu. Lokaverkefni hennar var annars vegar úttekt á verkum Jóns Kaldals, sem varðveitt eru í Ljósmynda- safni Reykjavíkurborgar og Þjóðminjasafninu, og hins vegar safnfræðileg úttekt á myndageymslum þar. María Karen segir að eftir stúdentspróf og vinnu í smiðjum og verksmiðjum hafi áhugi sinn á vélsmíði farið þverrandi. „Áhugi á gömlum munum hafði blund- að í mér frá því ég var smá- stelpa að leika mér við Byggðasafnið á Akranesi. Ég kannaði námsmöguleik- ana og komst að því að forvörslun- ám hentaði mér betur, því þá gæti ég sameinað áhuga minn á forn- minjum og handverki. Þótt loka- verkefni mitt hafi fjallað um ljós- myndaforvörslu, þá hef ég ekki síður áhuga á að nýta þekkingu mína í að gera við pappír, skjöl og bækur.“ Mlkilvægar heimlldlr í Konservatorskolen, sem tilheyr- ir Konunglega listaháskólanum, eru fimm deildir. María Karen valdi pappírsforvörsludeild, en þar er aðaláherslan á viðgerðir og rann- sóknir á gömlum handritum, skjöl- um, kortum, bókum og ijósmynd- um. Hinar deildirnar sérhæfa nem- endur í gera við málverk og kirkju- myndir, höggmyndir, fornleifar og náttúrugripi. „Safnfræði, þ.e. uppbygging safna og varðveisla muna, er kennd í öllum deildum. Ljósmyndin varð mér fljótlega mjög hugleikin, þótt ljósmyndaönnin væri í rauninni erf- iðust. Kennslan byggðist að miklu leyti á efnafræði, enda grundvallar- atriði að skilja uppbyggingu ljós- myndar og hvaða efni voru og eru notuð til að Ijósmynd verði til. Við lærðum líka um sögu ljósmyndarinn- ar, sem raunar er ekki löng miðað við ýmsa gripi á söfnum. Fyrstu myndina tók Frakkinn Daguerre árið 1839. Þá varð strax ljóst að þær yrðu mikilvægar heimildir fyrir komandi kynslóðir. Uppgötvunin þótti slíkur viðburður að sumir list- málarar lögðu upp laupana og sneru sér að að ljósmyndun. Gildi ljósmynda sem heimilda um mannlíf og staðhætti hefur aukist jafnt og þétt en jafnframt orðið æ ljósara að varðveisla þeirra er vand- meðfarin. Þótt ljósmyndatækninni hafi fleygt fram eru fílmur og ljós- myndir enn viðkvæmar.“ Úttekt á verkum Jóns Kaldals María Karen segir að umhverfi og umbúðir skipti miklu máli. Eigi að varðveita ljósmyndir um aldur og Rannsóknir ó göntlunt, íslensk- um Ijósmyndum eru enn óplægður akur. Frumrann- sókn María Karen- ar Ijósmyndafor- varðar ó óstandi Ijósmynda í Ijós- myndasafni Reykjavíkurborg- ar, Árbæjarsaf ni og Þjóðminjasafn- inu benda til aó mikil viógeróar- vinna sé óunnin. Morgunblaðið/Ásdís spanna fimmtíu ára starfsferil, fannst mér viðfangsefnið áhuga- vert. Mikil þróun var í ljósmynda- tækni á þessum árum. Þegar Jón Kaldal byijaði voru allar negatifur á glerplötum og myndir svart/hvít- Morgunblaðið/Ámi Sæberg GAMLI OG NÝI TÍMINN. - María Karen Sigurðardóttir í myndasafni Þjóð- minjasafnsins. Til vinstri er hluti safnsins, sem er enn í tréskössum, en til hægri eru nýtískulegar stálhillur á brautum. í slíkum geymslum verður allt safnið varðveitt í framtíðinni. ævi þurfi þær að vera í sýrulausum umbúðum og stöðugu hita- og raka- stigi. Best sé að geyma filmur og myndir í kæli við +5-8 gráður. í lokaverkefni sínu, sem er mik- ill doðrantur, rekur María Karen í stuttu máli sögu ljósmyndarinnar og æviferil Jóns Kaldals. Megin- uppistaða verkefnisins er þó skrán- ing á ástandi ljósmynda sem eftir hann liggja, tillögur um úrbætur og yiðgerðir. „í ljósi þess að eftir Jón Kaldal liggja tæplega 100 þúsund glerplöt- ur, filmur og ijósmyndir, sem ar. í lok ferilsins voru plastfilmur og litmyndir ríkjandi. Jón Kaldal tók þó ekki margar slíkar, enda var hann fremur íhaldssamur ljósmynd- ari. Til dæmis notaðist hann að mestu við sömu myndavélina, sem hann keypti þegar hann lauk námi árið 1925.“ Fyrstl íslenski Ijósmyndaforvörðurlnn Auk mikils áhuga á ljósmyndum byggðist ákvörðun Maríu Karenar að sérhæfa sig í ljósmyndaforvörslu einnig á því að hérlendis var enginn með slíka sérþekkingu og því yrðu verkefni væntanlega næg. „Mér finnst skjóta svolítið skökku við að menntamálaráðuneytið fjárfestir í forvörsluþekkingu með því að styrkja nemendur í skólann en nýt- ir ekki þekkinguna þegar þeir útskrifast. Helst þarf að sækja um hina og þessa styrki til að verða sér úti um skammtímaverkefni. Eftir að ég útskrifaðist gerði ég úttekt á myndadeild Arbæjarsafns. Þar vann ég í sumar en er núna að vinna verkefni fyrir Þjóðminja- safnið með styrk frá Þjóðhá- tíðarsjóði. Verkefnið felst í að aðskilja nítrat-filmur frá öðru ljósmyndaefni safnsins. Nítratfilmur, sem voru mikið notaðar fram undir miðja öldina, eru eldfimar og geta skemmt út frá sér. íslenska vatnið hefur líka sett mark sitt á margar myndir, en það er óvenju brennisteinsríkt. Ef myndir eru ekki framkall- aðar, fixeraðar og skolaðar nægilega vel standast þær illa tímans tönn.“ María Karen segir að rannsóknir á íslensku ljós- myndaefni á söfnum séu enn óplægður akur og löngu sé orðið tímabært að gera heild- arúttekt á því og heíja lagfæring- ar. „Margar skemmdir eru lúmskar og erfitt fyrir óþjálfað auga að greina þær. Þótt skemmdirnar séu misalvarlegar er hætta á að sögu- legar myndir glatist verði ekkert að gert,“ segir María Karen, sem vonar að hún fái tækifæri til að nýta sérþekkingu sína til að forða þessum menningarverðmætum frá skemmdum. í vélsmíði ætlar hún ekki aftur, enda hefur hún meira gaman af að nostra við fínlegt handverk. ■ vþj lykillinn að eilífri æsku? Eitt hæsta hlutfall Q-10 í frumum líkamans er í hjartanu. Upp úr miðjum aldri minnkar ffamleiðslu á því og getur það leitt til minni mótstöðukrafts, skerts starfsþreks og ótímabærrar öldrunar. Hlutverk Coensims Q-10 er að breyta næringarefnum í orku í sérhverri frumu líkamans þegar fæðan er brotin niður. Auk þess hefúr það sterk andoxandi áhrif. Þá sem skortir Q-10 geta fundið greinilegan mun eftir neyslu þess í nokkum tíma, í auknu þreki og betri líðan, en jafhframt er stuðlað að heilbrigðari efri áram. Úheil teilsuhúsið Skólavörðustíg & Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.