Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 C 5 241 milljarður í styrki til sjávarútvegs aðildarlanda ESB 1994-99 íslendingar í samkeppni við sjávarútveg á styrkjajötu Styrkir tii sjávarútvegs í ESB-ríkjum 1994-99 Þarna er um að ræða styrki sem ætlað er að stuðla að skipulagsbreytingum og framþróun í landbúnaði og sjávarútvegi Frakkland Danmörk Ítalía Spánn Bretland Þýskaland Holland Belgía 1 13.997 m.kr. |j 11.112 m.kr. ] 9.728 m.kr. | 8.658 m.kr. 11 6.412 m.kr. | 5.330 m.kr. J 3.379 m.kr. 1.771 m.kr. Lúxemborg | 82 m.kr. Hámarksstyrkir frá ESB til úreldingar fiskiskips Þjóðríkin ákveða viðbótarframlagið Ik/* fmmr on . Stærð skips 10 ára 15 ára 20 ára * m 30 ára btl. skip skip skip skip 10 kr. 5.478.502 5.096.300 4.714.098 3.949.612 25 13.696.296 12.740.750 11.785.204 9.874.112 50 24.902.416 23.165.000 21.427.666 17.952.916 ' 250 74.707.166 69.495.000 64.282.916 63.859.666 ESB mun á árunum 1994-99 vetja 11.600 milljörðum króna til að styrkja ýmsa at- vinnuuppbyggingu og atvinnustarfsemi inn- an sambandsins. Þar af mun 241 milljarður renna til sjávarútvegs, auk styrkja til sér-_ tækra verkefna. Við þetta bætast svo mót- framlög þjóðríkjanna sjálfra, en ef taka á Danmörku sem dæmi eru þar greiddir 7,26 milljarðar króna til sjávarútvegs. Ef það er heimfært yfir á önnur aðildar- ríki ESB má áætla að þjóðríkin leggi fram 156 milljarða á þessu tímabili og sjávarútvegur í ESB fengi þá samtals í styrki um 400 milljarða. Veiðigeta flotans minnkuð Þetta kom fram í erindi Einars Svanssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar Skagfirðings hf, á aðalfundi SF. Það kom ennfremur fram að styrkjunum er ætlað að stuðla að lausn á vandamálum sjávarútvegsins, sem felist í um- framafkastagetu fiskiskipaflot- ans, ofveiði fiskstofna, miklum skuldum og markaðssetningu. Höfuðáhersla er lögð á að minnka veiðigetuna. Á fundi sjávarútvegsráðherra 12 aðildar- ríkja ESB 1993 var ákveðið að þurrka _út umframafkastagetu flotans. Á það er líka lögð áhersla að byggja upp nýtískulegan flota til að tryggja samkeppnishæfni á alþjóðavettvangi. Endurbætur og aukin tækni, ásamt innleiðingu nýrra heilbrigðisreglna og nýrra gæðastaðla eru meðulin sem eiga að duga til að ná þessu marki. Með þetta að viðmiði var FIFG- sjóðurinn settur á fót. Reynt að auka fiskneyslu Til að fá styrk úr sjóðnum, sem hefur 221 milljarð króna til ráð- stöfunar, þurfa aðildarríkin að leggja fram áætlun um skipulags- breytingar í sjávarútvegi, þar sem fram kemur hvað fer í minnkun eða end- urnýjun skipastólsins, hvað fer í fjárfesting- ar og endurbætur í fiskvinnslu og fiskeldi. Upplýsingar um mót- framlög stjórnvalda og fyrirtækja eru sett- ar fram í þessari áætl- un. Styrkirnar fara í niðurskurð flotans, nýsmíði og endurbæt- ur, fiskeldi, þróun grunnslóða, hafnarað- stöðu, framleiðslu og markaðssetningu. Einar nefnir allnokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Auk þessa veit- ir ESB styrki til þátttöku í sýning- um, markaðsrannsóknum, vöru- merkingum og aðgerðum til að auka fiskneyslu í aðildarlöndun- um. Til viðbótar FIFG sjóðnum hef- ur framkvæmdastjórnin ákveðið að veija 20 milljörðum króna til að bregðast við félagslegum af- leiðingum af endurskipulagningu sjávarútvegs bandalagsins. Sjóð- urinn nefnist PESCA, er í sam- vinnu við FIFG, og kemur að skipulagningu og framkvæmd ýmissa verkefna, t.d. markaðs- rannsókna, þjálfunar og endur- menntunar sjómanna, endurskipu- lagningar þjónustu, rannsókna og markaðsleitar. Háir styrkir í Noregi í erindi sínu fjallar Einar-líka um norska styrkjakerfið í sjávarút- vegi. Þar kemur fram að markmið þéss er þríþætt eða að auka verð- mætasköpun, hagkvæmni og at- vinnu. Norðmenn ætla ekki að gera verr við sinn sjávarútveg en ríki ESB og þótt þeir hafi hafnað ESB-aðild rýrir það ekki styrki til norskra sjávarútvegsfyrirtækja, nema síður sé. Þær stofnanir sem veita styrki og hagstæð lán til sjávarútvegs eru margar. Norska byggðastofn- unin hefur til ráðstöfunar á þessu ári um 250 milljarða króna, sem notaðir eru til lánveitinga, hluta- fjárframlaga og ýmissa styrkja. Nýstofnunarstyrkir eru hugsað- ir fyrst og fremst fyrir atvinnu- lausa sem vilja stofna smáfyrir- tæki. Á fjárhagsáætlun þessa árs námu þeir 1,4 milljörðum og getur hver einstaklingur sótt um styrk að upphæð 2,2 milljónum króna. Styrkir nema 3% af veltu sjávarútvegs I Noregi SND eða Þróunarsjóður mat- vælaiðnaðarins hefur til ráðstöfun- ar á þessu ári 9,2 milljarða króna. Þar af eru beinir fjárfestingar- styrkir 4,6 milljarðar og þróunar- styrkir 4 milljarðar. Þeir eru ekki eingöngu hugsaðir fyrir fiskvinnsl- una, heldur líka annan iðnað á landsbyggðinni. Þá rekur SND lánadeild, einnig áhættulán, og hlutafjárdeild sem á að starfa á faglegum grundvelli. Hún hefur til ráðstöfunar 3,6 milljarða 1995. Auk þess geta komið mótframlög úr potti Þróunarsjóðsins í Osló. I máli Einars kom fram að hægt væri að finna mýgrút af öðrum minniháttar opinberum styrkjum, t.d. innan sveitarfélag- anna, auk sérstakra styrkja til ýmissa minnihlutahópa. Styrkjakerfiö á íslandi Hann gefur sér þá forsendu að helmingur fjárfestinga og þróun- arstyrkja. renni til fiskvinnslu og fiskeldis eða 4,2 milljarðar og út- gerðin fái 2 milljarða. Miðað við áætlaða útflutningsveltu norsks sjávarútvegs 1995 nemi þessir árlegu styrkir upp á 6,2 milljarða um 3% af veltu. Ef það væri yfir- fært á stærstu íslensku sjávarút- Einar Svansson vegsfyrirtækin eins og Granda og Ú.A þýddi það um 100 milljónir í styrki á ári. Það kemur fram hjá Einari að á árunum 1995-2000 borgi íslensk- ur sjávarútvegur samtals 3,2 millj- arða í Þróunarsjóð sjávarútvegsins, þar af Fiskvinnslan 500 milljónir og útgerðin 2,7 milljarða. Greiðsl- urnar ná hámarki 1997 og verða þá 685 milljónir m.v. núverandi kvótaúthlutun sem getur að sjálf- sögðu hækkað eða lækkað upp- hæðina. Sjávarútvegur í norsku héruðunum Finnmörku og Troms, þar sem aðstæður eru svipaðar og hér og íbúar um 250 þúsund, fengi margfalda þessa upphæð í styrki á viðmiðunartímabili ESB. Markmið sjóðsins er að minnka fiskiskipaflotann og fækka fisk- vinnslustöðvum. Einnig eiga inn- greiðslurnar að standa undir hugs- anlegum lánatöpum og niðurskrift hlutafjár. Tvennt er ólíkt með þess- um kerfum. Á íslandi borga fyrir- tækin í sjóðinn öfugt við ESB og Noreg og á íslandi er borgað fyrir að leggja fiskvinnsluhúsin niður, en í Noregi og ESB er borgað fyr- ir að byggja ný hús eða endurnýja. Margt hægt að gera til úrbóta Auk þess segir Einar að íslend- ingar standi langt að baki sam- keppnisþjóðunum hvað varði menntamál tengd sjávarútvegin- um. Sjóðir sem þjónusti matvæla- iðnaðinn á íslandi séu margskiptir og ekki nógu markvissir. Fisk- veiðasjóði háfi verið ætlað að þjón- usta sjávarútveginn. Engin áhætt- ulán hafi verið þar í boði og reglur sjóðsins ef til vill of þröngar og ósveigjanlegar til að koma til móts við þarfir fiskvinnslunnar. Ef við gefum okkur að aðild að ESB eða upptaka styrkjakerfis Noregs og ESB komi ekki til greina eru tillögur Einars til úrbóta í sjáv- arútvegnum margþættar, m.a. að treysta aflamarkskerfið í sessi, að styðja við bakið á stefnumótun í greininni, lækka halla ríkissjóðs, sameina lánasjóði og stofna áhættulánasjóð, auka menntun og rannsóknir í sjávarútvegi, endur- skoða frá grunni markmið og til- gang Þróunarsjóðs og skrá gengi krónunnar m.v. þarfir útflutnings- greinanna. Til að auka samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs leggur Einar meðal annars til að hagsmuna- gæsla verði samræmd, fyrirtæki stækkuð, fjármagnskostnaður lækkaður, fjárfest í nýrri tækni, nýting fiskvinnsluhúsa aukin, þjálfun og endurmenntun aukin, stefnumótun aukin og fyrirtæki opnuð fyrir nýju áhættufjármagni. RÆKJUBA TAR Nafn Staarð Afii Fiskur SJÓf Löndunarst. I FFHGSÆU G< it > 56 16 0 3 Grindavík MÁNIGK257 72 17 0 4 Grindavík KÁfílGK H6 36 9 0 4 SandgerOi MUMMI KE 30 54 10 0 3 Sandgerði i SANDVÍK GK 325 64 8 0 2 Sandgerði VÖRDUFELL GK 205 30 3 0 4 Sandgerði ÖLAFUfí GK 33 51 9 0 2 Sandgerði ÞORSTÉÍNN KE 10 28 10 0 4 Sandgerði ! ÉfíLINGKE 140 179 8 3 2 Keflavík GEÍRFUGL GK 66 148 10 0 1 Keflavík fíEYNIR GK 47 71 12 0 2 Hafnarfjörður HAMAR SH 224 235 21 7 2 Rif RIFSNESSH4A 226 10 7 1 Rif SAXHAMAR SH 50 128 8 7 2 Rif GAfíÐAfí II $H 164 142 18 9 3 Ölafsvík FANNEY SH 24 103 18 7 2 Grundarfjörður GRUNDFIRÐINGUR SH 12 103 20 6 2 Grundarfjörður SÖLÉYSH 124 144 - 21 11 2 Grundarfjörður SVANURSH111 138 9 2 2 Stykklshólnwr EMMA VE219 82 20 0 1 Bolungarvík : HAFBERG GK 377 189 32 O 1 Bolungarvík HEIÐRÚNIS 4 294 40 0 1 Bolungarvík HUGINNVESS 348 72 O 2 Bolungorvík SÚLAN EA 300 391 31 0 1 Bolungarvík VINUR Is 8 257 20 0 1 Bolungarvik víkurbérg GK 1 328 32 ö 1 Bolungarvik 1 1 & 6 266 20 0 1 Isafjörður SIGHVATUR BJARNASON VE 81 370 28 0 1 ísafjörður SÆFELLIS820 162 8 0 1 Isafjörður ÓSKAR HALLDÚRSSON RE 157 250 33 0 1 ísafjörður fBESSllS410 807 76 0 1 Súöavík KOFRI ÍS 41 301 31 0 1 Súðavík JÖFURlS 172 254 28 0 1 Hvammatongi SIGURBORG HU 100 220 42 0 1 Hvammstangi DAGFARIGK 70 S>99 26 0 I Blonduós SIGPÚR PH 100 169 26 0 1 Blönduós HAFÖRNSK 17 149 10 0 1 Sauðárkrókur GAUKUR GK 660 181 21 0 1 Siglufjörður HELGARE49 199 32 0 1 Sigluflörður HRÖNN BA 99 104 17 0 2 Siglufjörður j KRISTINN FRtÐRIKSSON $H 3 104 33 0 2 Siglufjörður RÆKJUBÁ TAR Nafn SIGLUVÍK Sl 2 Stærð 450 Afll 66 Fiskur 0 SJÓf. 2 Löndunarst. Siglufjörður SNÆBJÖRG ÓF4 47 6 0 1 Sigluflörður ] STÁLVÍK Sl 1 364 37 0 1 Siglufjörður UNA i GARDI GK IOO 138 13 0 1 jSígluQörÓur j ÞINGÁNES SF 25 162 27 0 1 Siglufjörður ÞÓRSNESII SH 109 146 J4 0 1 Slglufjörður " ] ARNÞÖR FA 16 243’ 16 0 1 Dalvík HAFÖRN EA 955 142 25 0 1 Dalvik ÖDDEYRÍN EA210 ““274" 37 0 1 Dalvík OTUREAI62 58 2 0 1 Daivik STEFÁN RÖGNVALDS. EA 345 68 4’” 0 1 Dalvík STOKKSNES EA 4 451 24 0 'V Dalvfk év'ÁNÚR FA Í4 218 29 o“’ 1 Dalvík | SÆÞÓR EA 101 150 25 0 1 Dalvik SÓLRÚNEA .1?! “ 147 16 0 • 1 Öalvík fvlÐlfí TRAUSTI EA 617 ~ ~~~ 62 2 0 1 Dalvik SJÖFN PH 142 199 25 0 1 Grenivik KfílSTBJÖRG PH 44 187 24 ö' J Húsavik G ES TUR SU 159 138 17 0 1 Eskifjörður SILDARBA TAR Nafn Stærð Afll SJÓf. Löndunarst. BÖRKUR NK 122 711 242 3 Neakaupstaður HÚNARÖST RE 550 338 727 5 Hornafjörður JÓNA EDVALDS SF 20 336 209 2 Hornafjörður | SKELFISKBÁ TAR Nafn Stærð Afll SJóf. Lðndunarat. I FARSÆLL SH 30 101 4? 5 Gmndarfjörður HAUKABERG SH 20 104 42 5 Grundarfjörður ARNAR SH 157 20 26 5 Stykkishólmur i GRETTIR SH 104 148 49 5 Stykkishólmur ! Gf$U GVNNARSSON tl SHBt M 26 H 5 Stykkishólmur HRÖNN BA 335 41 48 5 Stykkishólmur ÁRSÆLL SH 86 103 49 5 Stykkishólmur pðfíSNES SH 108 163 39 5 Stykkishólmur Þrýsti- og kælipokar fyrir áhafnir fískiskipa BBnnnBnaHHnBH NOTKUN þrýsti- og Þijár útgerðir komnar Spki°«SP““d»m með pokana um borð b!ufi af búnaf! fyrsfu •*- hjálpar vegna slysa. Pok- arnir eru notaðir til að kæla niður og hefta bólgur og deyfa sársauka, en þeir koma einnig að fleiri notum. Fyrirtækin Grandi hf., Sjólastöð- in hf. og Vinnslustöðin hf. eru nú með kælipokana um borð og hefur Grandi meðal annars keypt sér- staka kæliskápa til að kæla pokana niður. Tvíþætt hlutverk Það er heildverzlunin H. Karls- son, sem flytur pokana inn, en þeir kallast CP-2, sem lýsir í raun tvö- földu hlutverki þeirra, kælingu og þrýstingi. Pokarnir eru búnir renni- lásum, sem auðveldar alla notkun þeirra, en hún deyfir sársauka og heftir bólgur. Noktun pokanna get- ur einnig minnkað afleiðingar slysa og flýtt fyrir bata, samkvæmt upp- lýsingum frá H. Karlssyni hf. Pok- arnir eru fáanlegur í mörgum stærðum, sem henta vegna nánast allra meiðsla á útlinum, hálsi, herð- um og jafnvel á höfði. Auðvelt að þvo pokana Pokana má kæla niður í sérstök- um kæliskápum eða frysti niður í allt að 12 gráðu frost. Þeir haldast kaldir í allt að 45 mínútum efir að hafa verið settir á áverka. í hveij- um poka er loftrúm, sem blásið er upp með sérstakri loftdælu. Hún er búin öryggisventli, sem kemur í veg fynr að of mikið loft fari í pokana. I pokunum er hlaup, sem dreifir kækingunni jafnt um þá og nýtist hún því jafnar og betur. Pokarnir eiga ekki að geta lekið og innri hlið þeirra er úr mjúku bómullarefni. Auðvelt er að þvo pokana eftir notkun með volgu vatni og mildri sápu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.