Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 8
wirimijimiiwKiiiiiiiiiiiir i i*.iiu**iu n SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG MIÐVIKUÐAQUR 4. OKTOBER199 S ALLINN ALINN • HANNES Jónsson með einn af að ala álinn áfram upp í mark- áltun Álafélagsins hf.. ísienski aðsstærð. Áll þykir víða herra- állinn er of smár fyrir markað, mannsmatur og er hann þá bæði þegar hann veiðist og þvi þarf etinn reyktur á ýmsan hátt, Morgunblaðið/Ásdia steiktur eða soðinn. Áilinn er tíl dæmis vinsæll í Danmörku, Hol- landi og Belgíu. Stefna að framleiðslu á uin 200 tomium af ál ALAFELAGIÐ hf. var stofnað í vor upp úr undir- búningsfélagi um álaveiðar og eldi sem hefur starfað í tvö ár. Að sögn Guðmundar Þóroddssonar, formanns félagsins, er markmið þess að álaveiði og eldi verði atvinnugrein á íslandi. Hann segir að stefnan sé að ná framleiðslu á íslandi upp í 200 tonn, en það gerist þó varla fyrr en eftir einhver ár. Selja álinn reyktan í verzlanir og veitingahús „Við vorum með ála í tilraunaeldi í fyrra og ætlum að endurtaka leikinn í vetur,“ segir Guðmundur. „Við höfum jafnframt prófað að vinna hann, t.d. í reyk. Við seldum hann í Hagkaupum l* fyrir jólin í fyrra og á hafnardögum í sumar, en auk þess höfum við selt hann á veitingastaði." Frekar smátt í sniðum Hann segir að þetta sé þó allt frek- ar smátt í sniðum, enda sé verið að þreifa sig áfram í eldinu. „Við erum að athuga hvernig á að fá hann til að borða, hvað hann borði, hvenær hann hætti að stækka o.s.frv. í fyrra lentum við í sýkingum og ætlum að sótt- hreinsa hann núna. Við erum að fín- stilla aðferðirnar og förum okkur í engu óðslega. Við erum aðeins með nokkur hundruð kíló undir í einu og hættum ekki miklum fjármunum." Tveggja ára félagsskapur Félagsskapurinn hefur staðið í tvö ár að þessum tilraunum og Guðmundur segir að í þær hafi farið töluverðir íjár- munir, sérstaklega þó mikil vinna. „Dæmið hefur ekki verið gert upp, enginn hefur þorað það ennþá,“ segir hann í gamansömum tón. Hann tekur þó skýrt fram að félagið skuldi ekki eina einustu króna, nema eigendum sínum. FOLK Kristján Ásgeirsson Höfði og íshaf sameinast • HL UTHAFAFUNDURí íshafi hf„ sem haldinn var nýlega, samþykkti að samein- ast Höfða hf. á Húsavík. íshaf hf. er eigandi tog- arans Kol- beinseyjar en Höfði hf. á rækjuskipin Júlíus Havsteen, Aldey og Kristey, auk neta- gerðar. Sérstakt mat hafði farið fram á eignum félaganna og 1.000 kr. hlutabréf í íshafi mátust jafngild 494 króna hlutabréf- um í Höfða hf. íshafi hf. er skylt að innleysa hvert 100 króna hlutabréf þeirra, sem ekki samþykktu sameininguna með krónum 550, ef þess er krafist. Stjórnendur Höfða hf. hafa þegar samþykkt samein- inguna sem tekur gildi frá 1. september síðastliðnum. Framkvæmdastjóri beggja fé- laganna hefur frá stofnun þeirra verið Kristján Ásgeirs- son. Guðjón Einarsson Sjávarfréttir komnar út • SJÁ VARFRÉTTIR, sérrit um sjávarútvegsmál er nú komið út í bókarformi í fjórða sinn. Þetta er handbók fyrir starfsmenn í sjávarútvegi til sjós og lands og aðra þá sem leita þurfa upplýs- ingar um skipaflotann og fleira er viðkemur sjávarút- vegi. Bókin kemur út í upp- hafi fiskveiðiárs og er hún send öllum áskrifendum Fiski- frétta endurgjaldslaust, en öðrum er hún boðin til sölu. Meðal efnis í bókinni er skrá fyrir íslenzk fiskiskip, kafli um fiskistofna og fiskafla, upplýs- ingar um fiskmarkaði, útflytj- endaskrá, þjónustuskrá, kvóti fískiskipanna og listi yfir stærstu sjávarútvegsfyrirtæk- in. Ritstjóri Sjávarfréttaer Guðjón Einarsson. Hann seg- ir meðal annars svo í inngangi bókarinnar: „Það er von okkar að þessi handbók komi lesend- um að tilætluðum notum og sé kærkomin viðbót við aðrar handbækur sjávarútvegsins. Allar ábendingar um það sem betur mætti fara eru vel þegn- ar, svo og tillögur um nýja efnisflokka." Breytingar hjá Oeean Bounty Að sögn Guðmundar er álaeldi eitt stærsta eldi í heimi og nemur á árs- grundvelli tæpum 200 þúsund tonnum. Þar af fara 10-15 þúsund tonn af ál á Evrópumarkað, reyktum eða ferskum, sem sé þá steiktur eða soðinn, og um 180 þúsund tonn af ferskum ál á Jap- ansmarkað. Áll þykir mikil munaðar- vara og verðið er eftir því. Guðmundur segir að kílóið kosti 3000 krónur á Kastrup-flugvelli í Danmörku og þá sé það selt með roði og beinum. íslandsálllnn smár „íslandsállinn er of smár á markað, hvort sem það er í reyk eða annað,“ segir Guðmundur. Hann segir að hér verði því að fara að dæmi Norðmanna og Svía, sem veiði ál, of smáan á markað, og setja hann í eldi þangað til hann passi inn í markaðsstærðir. Hann segir að í álaeldi verði annað- hvort að hafa þann háttinn á eða kaupa eða veiða seiði, vegna þess að mjög erfitt eða ógerlegt sé að klekja ál út. Það sé því aðeins til takmarkað fram- boð af ál í eldi. • YFIRSTJÓRN fyrirtækisins Ocean Bounty hefur nú keypt þá starfsemi þess, sem á sér stað í Bretlandi. Náin sam- vinna verður þó áfram við skrif- stofur fyrirtækisins á Ind- landi, Islandi og í Austur- löndum ijær. Aðaleigandi og forstjóri Ocean Bounty hefur verið íslendingurinn Ingólfur Skúlason. Hann verður áfram forstjóri og eigandi minnihluta í fyrirtækinu. I frétt frá nýjum eigendum meirihlutans segir, að þekking og reynsla Ingólfs og alþjóðleg viðskiptasambönd hans muni reynast fyrirtækinu miklilvæg við frekari útþenslu þess. Tveir nýir framkvæmda- stjórar hafa jafnframt tekið til starfa, þau Patricia Smith og Les Joplin. í frétt hinna nýju eigenda segir að stjómendum þess hafi tekizt að endurskipjuleggja reksturinn, sem nú skili hagnaði á ný. Það sýni traust æðstu stjórnenda Ocean Bounty á Ingólfur Skúlason framtíð fyrir- tækisins, að þeir skuli nú leggja fé inn í það, en það hefi þeim reynzt mögu- legt með að- stoð endur- skoðenda þess, Forrester Boyd og brezka bankans Midland Bank. „Ocean Bounty mun áfran halda að áfram að auka við- skipti sín með sjávarafurðir af mestu gæðum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og víðar um veröldina. Ferskur lax frá framleiðendum okkar á ís- landi, Noregi og Skotlandi er orðin ein þekktasta afurðin frá Ocean Boúnty. Starfsfólk okkar mun leggja sig allt fram við að veita viðskiptavinum okkar eins góða þjónustu og mögulegt er og við horfum bjartsýn fram á veginn,“ segir í frétt fyrirtækisins. Sítrónukrydduð skötubörð Matur er mannsins megin. M er vart hægt að hugsa sér hollari mat en fisk. Ekki er nóg með að fiskur sé I iii ■i.rT|.||Wn mannsins megin, heidur er hann líka ÍmUriUUmíJLUPII megin atvinnulífsins og þar með þjóð- arinnar. Þormóður Guðbjartsson, matreiðsiumaður á Bautanum/Smiðjunni á heiðurinn af þessari fiskiupp- skrift, sem er fyrir fjóra. í hana þarf: 4 tindabykkjur ferskt grænmeti 1/2 lauk 1 gulrót 1 papriku 1 rauðiauk heilhveiti srrgör sítrónukrydd 1/2 sítrónu Tindabykkjan er roðrifin, velt upp úr heilhveiti og steikt i snyöri. Hún er krydduð með sítrónukryddi, steikt Ijós- brún og sítrónan kreist yfir. Ferska grænmetið skorið í strimia og ristað í smjöri. Soðnar kartöflur bomar fram með réttinum. NETASALAN HF. ER FLUTTI SKUTUV0G 12 L (Við hliðina á Húsasmiðjunni) NÝTT SÍMANÚMER: 568 1819

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.