Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 C 7 V „Fjölbreytnin í hafinu kemur okkur á óvart“ LISA, Samtök um samræmd landræðileg upplýsingakerfí á íslandi, stóð á dögunum fyrir ráðstefnu um landfræði- leg upplýsingakerfi og hafið. Þar var fjallað um ýmis gagnasöfn tengd hafinu, uppbyggingu þeirra og samnýtingu gagnanna. Á ráðstefnunni var meðal annars kynnt samstarfsverkefnið Botndýr á íslandsmiðum og uppbygg- ingu gagnagrunns tengdum verkefninu. Einnig voru kynntar staðbundnar uppiýsingar um hafið sem koma til með að auka eftirlit og öryggi ís- lenskra fiskiskipa. Ráðstefna haldin um upplýsingakerfi og hafið við landið Á TRILLU TIL GRÆIMLANDS • ÞAÐ er ekki algengt að farið sé á smábátum milli íslands og Grænlands, en það gerðu þeir félagarnir Einar Hallsson og Guð- bjartur Agnarsson nú í haust. þeir fóru þá með 9,7 tonna plastbát frá Hafnarfirði til Angmagssalik á Grænlandi. Fyrir nokkrum árum var tveimur Sómabátum siglt yfir á vesturströnd Græn- lands, en það var liður í víðtækri kynningu íslenzkra plastfiski- báta þar á þeim tíma. Þeir Einar og Guðbjartur voru um þrjá sólarhringa á leiðinni vestur yfir enda ekki um svokallaðan hraðfiskibát að ræða. Þeir glimdu einnig við lítilsháttar vélarbilun á leiðinni, en annars fengu þeir mjög gott veður. „Við sáum mikið af borgarís, þegar vestar dró, töluvert var af hval og mikið líf í sjónum. Múkkinn byijaði líka að dökkna við miðlínuna, en sá grænlenzki er mun dekkri en múkkinn hér við land. í stærstu borgarísfjöllunum voru til dæmis mikil „fuglabjörg". Þá lóðaði töluvert á loðnu vestur undir Grænlandi og í Angmagssalik voru karlamir með mjög stóra beitu- loðnu, 18 til 19 sentímetra langa," segri Einar Hallsson í samtali við Verið. Báturinn verður notaður við línuveiðar við Grænland, en tilraun- ir til veiða á handfæri á þessum slóðum hafa ekki gengið vel. Sj ávarútvegnr inn ræddur á Glóðinni Rannsóknarverkefnið Botndýr á íslandsmiðum hófst 1992 og áætiað var að því lyki 1998 en að. sögn Jörundar Svavarssonar hjá Líffræði- stofnun H.Í. sem situr í verkefnis- stjórn framlengist verkefnið vænt- anlega um eitt til tvö ár af ýmsum ástæðum. Verkefnið er unnið á veg- um umhverfisráðuneytisins en að því standa Hafrannsóknarstofnun, Líf- fræðistofnun H.Í., Náttúrufræði- stofnun íslands, Sjávarútvegsstofn- un H.í. og Sandgerðisbær, auk fjöl- margra erlendra aðiia en um áttatíu sérfræðingar koma að verkefninu. Sýni af 758 þúsund ferkílómetra svæði í máli Jörundar á ráðstefnunni kom fram að tilgangur ransóknanna væri að kanna hvaða botntegundir lifa innan íslenskrar efnahagslög- sögu, skrá útbreiðslu þeirra, magn og tengsl við aðrar lífverur sjávar og umhverfisþætti. Sýna er aflað á þæði grunn- og djúpslóð umhverfís ísland á um 758 þúsund ferkílómetra svæði á 20 til 3.000 metra dýpi. Reiknað er með að við lok verkefnisins hafi verið aflað um 1.800 sýna á um 600 stöðv- um. Nýjar nytjategundir Jörmundur sagði að upplýsingar um útbreiðslu og magn botndýrateg- unda kæmi til með að nýtast á marg- víslegan hátt. Til dæmis til að meta magn nýtanlegra tegunda og sýndi hann á ráðstefnunni myndir af hugs- anlegum framtíðar nytjategundum í hafínu umhverfis ísland. Þá kæmu rannsóknirnar sér vel til að meta áhrif veiðarfæra á botn auk þess sem upplýsingarnar væru mikilvægar til að varpa ljósi á uppruna íslensku botndýrafánunnar og skyldleika hennar við fánur annarra svæða. Hann sagði að stór hluti íslenska hafsvæðisins væri illa þekktur og margar upplýsingar byggðar á svo- kölluðum Ingólfsleiðangri sem farin var á árunum 1895-6. Mikill fjölbreytfleiki tegunda Jörundur telur að þessar rann- sóknir komi til með að nýtast fisk- veiðum íslendinga á beinan hátt. „Þær upplýsingar sem að koma úr botndýraverkefninu koma til með að tengjast fæðuathugunum Haf- rannsóknastofnunar. Þar koma fram ákveðnar upplýsingar um hvert fæðuframboðið er fyrir fiskana." Jörundur segir þetta sérlega for- vitnilegt verkefni. Það sé mikill fjöldi tegunda kringum landið og sýnin hafi verið góð. Þá hafi verið að finnast nýjar og óþekktar tegundir öðru hveiju sem geri þetta vitaskuld mjög spennandi. „Fjölbreytileikinn í hafínu kemur okkur á óvart. Djúpslóðin suður af landinu er mjög fjölbreytileg á með- an djúpslóðin norður af landinu er minna fjölbreytileg. Það eru sögu- legar ástæður þar að baki. Norður- höfin eru svo ung. Þau eru ekki nema þriggja milljón ára gömul sem grunnslóð. En náttúran við ísland er ótrúlega fjölbreytt," segir Jörund- ur. Áhugi í Sandgerði Sandgerðisbær er þátttakandi í verkefninu og segir Jörundur að hlutverk hans felist einkum í þvi að hann leggi til rannsóknaraðstöðu. „Þar er meðal annars flokkunar- stöð verkefnisins. Þegar sýnin hafa verið tekin er farið með þau í Sand- gerði þar sem átta stúlkur sitja og flokka þau niður í ættir og jafnvel ættkvíslir og þaðan eru sýnin send til sérfræðinga hérlendis eða erlend- is. Stór hluti vinnunar er því unninn í Sandgerði og Sangerðisbær hefur tekið mjög vel á móti okkur og sýnt þessu verkefni mikinn áhuga,“ segir Jörundur. Gagnagrunnur fyrir vísindamenn Sigmar Arnar Steingrímsson frá Hafrannsóknastofnun fjallaði á ráð- stefnunni um gagnagrunn um botn- dýr á íslandsmiðum. Í máli hans kom fram að skipulegri skráningu upplýs- inga um botndýr við ísland er ætlað að tryggja víðtækt notagildi gagn- anna fyrir vísindamenn af ólíkum fræðisviðum, sem lúta að rannsókn- um á botndýrum. Gagnasafn um ís- lensk botndýr sé vistað í Oracle-gag- nagrunni Hafrannsóknastofnunar og muni hann varðveita upplýsingar um fundarstaði einstakra tegunda auk upplýsinga um helstu umhverf- isþætti á hveijum stað, til dæmis vistfræðilegar upplýsingar um fæðu- nám. Til viðbótar þeim umhverfis- þáttum sem skráðir eru jafnharðan og sýni eru tekin af sjávarbotni, er ennfremur stefnt að því að tengja söfnunarstaði við frávik í botnhita og áætlað togveiðiálag en báðir þættir yrðu byggðir á upplýsingum úr öðrum gagnasöfnum. Sigmar sagði að leitast yrði við að veita hinum fjölmörgu fræði- mönnum, sem taka þátt í verkefninu Botndýr við ísland, gott aðgengi að gagnasafninu. Tryggt yrði að ís- lenskir sérfræðingar á sviði botndýra fengju beinan aðgang að gagna- grunninum en einnig yrði hugað að því hvort mögulegt yrði að bjóða erlendum sérfræðingum beina teng- ingu við gögnin. „Lifandi veöurvarp" „Lifandi veðurvarpi" er ætlað að koma veðurmælingum til notenda á rauntíma. Bergur Þórisson frá Kerf- isverkfræðistofu H.í. kynnti á ráð- stefnunni verkefnið en það er sam- vinnuverkefni Kerfisverkfræðistofu H.Í., Flugmálastjórnar, SVFÍ og Vegagerðarinnar og er styrkt af Rannsóknarráði. Hann sagði að.ætlun- in væri að nýta sjálf- virka tilkynninga- skyldu til að skila m.a. skyndilegum frávikum frá veð- urspá til sjófarenda. Markmið verkefnisins væru að sameina veð- urmælingar sem gerðar eru af ýmsum aðilum og stöðlun á geymslu þeirra. Þá væri einnig stefnt að því að koma á mynd- rænni framsetningu fyrir notendur. Öflug tilkynningaskylda Bergur kynnti einnig rannsókn- arverkefnið Sjálfvirkt tilkynningakerfi en það er unnið í sam- vinnu við SVFÍ og Marel og er styrkt af Alþingi. Þar er um að ræða alsjálfvirka tilkynningaskyldu skipa á fimmtán mín- útna fresti. Hann sagði að gerðar væru kröfur um að slíkt kerfi gæti ráðið við 2.000 skip samtímis á 'ó og opnaði leið fyrir gagnafjai : milli skips og lands. Þá væri le. .ot við að halda tækja- og fjarskipta- kostnaði niðri þannig að hann væri einnig á færi smábáta. Bergur sagði að mikil þróun hafí átt sér stað í staðsetningartækni og fjarskiptum sem gerði þau aðgengi- legri og hraðvirkari. Þá yæri líka ör þróun á ódýrari og öflugri tölvutækni. Upplýsingabanki fyrir skipstjóra Þorsteinn Björnsson frá Radíó- miðun, kynnti á ráðstefnunni Macsea skipstjórnunarkerfið. í kerf- inu er komin á einn stað sjálvirk gagnaskráning frá ýmsum tækjum skipstjórnenda, til dæmis dýptar- mæli, loran o.s.frv. Fjarskipti í gegnum gervihnetti spiia stórt hlutverk í Macsea-kerfinu og koma þar meðal annars upplýs- ingar um veðurspá næstu fimm daga beint frá franskri veðurstofu. Þá eru reglulega send gögn inn í upplýs- ingabanka Radíómiðunar, meðal annars upplýsingar um lokanir Fiski- stofu, sæstrengi, hafís o.fl. Um 200 íslensk fiskiskip eru nú búin Macsea-búnaðinum og sagði Þorsteinn að íslenskir skipstjórnar- menn væru fljótir að tileinka sér nýjungar á þessu sviði. SKIPSTJÓRA- og stýrimannafé- lagið Vísir heidur ráðstefnu úm sjávarútvegsmál næstkomandi laugardag. Fyrirhuguð eru erindi um 6 flokka veiða. Oddur Sæ- mundsson mun fjalla um vertíðar- fiskirí og þorskveiðar, Ingvi R. Ein- arsson ræðir um veiðar á loðnu og síld, Gunnar Hannesson fjalla rum veiðar smábáta, Ölver Skúlason flytur erindi um veiðar á humri og rækju og Ragnar Ragnarsson ræðir um veiðar með snurvoð, einkum kolaveiðar. Þá verður fjallað um veiðar á karfa og grálúðu, en ekki var ljóst í vikubyijun hver flytti það erindi. Ráðstefnan verður haldin á Glóðinni í Keflavík og hefst klukkan 10 árdegis. ATVINNA ÍBOÐI Yfirvélstjóra vantar á beitingarvélabát sem mun fara á frystingu. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 853 9745 og 456 1139. KVIilTABANKINN Vantar þorsk, karfa og grálúðu til leigu Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. ÝMISLEGT Línuveiðar Yfir 200 tonna beitingarvélabátur óskar eftir að komast í viðskipti við útgerðaraðila, sem hefur umráð yfir verulegu magni af þorski. Þeir, sem áhuga hafa, leggi inn nafn og síma- númer á afgreiðslu Mbl., merkt: „Línuveiðar - 10229“, fyrir 10. október. BEITUKÓNGUR er eitt þeirra botndýra, sem rannsökuð hafa verið. Töluvert af honum er við landið og nokkrir möguleikar taldir á nýtingu hans. Hér er verið að vinna beitukóng á Akranesi en tilraunir til þess voru gerðar fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.