Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 Samherji íhugar kaup í þýzku útgerðinni DFFU TEKNAR hafa verið upp samningaviðræður milli Samheija hf. og eigenda þýzka útgerð- arfyrirtæksins Deutsc-. he Fischfang Union GmbH & Co. í Cuxhav- en um þátttöku Samheija í hinu þýzka fyrirtæki. Viðræðurnar eru vel á veg komnar og reiknað er með því að þeim ljúki í byijun næsta mánaðar. DFFU með veiðiheimildir í Barentshafi, við Grænland og í Norðursjó 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Markaðsmál 0 Heimsafli jókst en framboð af neyslufiski hefur minnkað Greinar 7 Sveinbjörn Jóns- son og Valdimar Samúelsson Núverandi eigendur DFFU eru Fisk- markaðurinn í Cuxhaven, Cuxhaven- borg, Frozen Fish International GmbH (áður Nordsee Deutsche Hochseefisch- erei) og Nordstern Lebensmittel. Þrfr verksmiðjutogarar og einn á ísfiski Fyrirtækið á nú og rekur þijá verk- smiðjutogara og eitt skip, sem gert er út á ísfiskveiðar. Rekstur DFFU hefur gengið erfiðlega undanfarin ár og hef- ur það leitt til þess að félagið hefur þurft að fækka starfsfólki og selja skip, nú síðast verksmiðjutogarann Hannover, sem seldur var til Namibíu, en hann liggur á Akureyri vegna breyt- inga. Hin skipin þijú eru systurskip hans. Reksturinn endurskipulagður Fyrirhugað er að endurskipuleggja rekstur DFFU með þátttöku Samheija og nýta til þess íslenzka þekkingu á svið veiða og vinnslu um borð. Reiknað er með því að fjórir verksmiðjutogarar verði í rekstri. Félagið hefur veiðiheim- ildir í Barentshafi, við Grænland og í Norðursjó. Þar er um að ræða fiskiteg- undir eins og þorsk, ufsa, síld og makr- íl. Ef samningar munu takast, verður hlutur Samheija í félaginu umtalsverð- ur. Samherji gerir nú út 10 fiskiskip Forsenda þess að Samheiji taki þátt í rekstri fyrirtækisins er sú, að breyt- ingar verði á starfsmannahaldi og nú- verandi atvinnustarfsemi DFFU í landi verði skilin frá útgerð fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið verði áfram rekið áfram frá Cuxhaven. Samheiji hf. gerir nú 9 fiskiskip og á auk þess togarann Akraberg í sam- vinnu við færeyskt útgerðarfýrirtæki. Aflaheimildir Samheija innan íslenzku lögsögunnar er tæp 14.000 þorskígild- istonn, sá þriðji stærsti. Auk þess hef- ur Samheiji heimildir í Barensthafí í gegn um hina færeysku samvinnu. SÍLDIIM KOMIN TIL EYJA • SÍLDARVINNSLA er kominn á fullt skrið hjá Vinnslustöðinni í Eyjum. 1000 tonn höfðu boristtil vinnslu í gærmorgun og í gær- kvöldi var von á Kap með 500 tonn til löndunar. Tveir bátar, ísleifur og Kap, sjá Vinnsiustöðinni fyrir síld til vinnslu. ísfélagið hefur enn ekki hafið síldarvinnslu en reiknað er með að síldarbátar ísfélagsins haldi til veiða upp úr 20. október. Viðar Elíasson, framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði í sam- tali við Verið að síldin sem borist hefði væri væn og góð til vinnslu. Hún væri flökuð og fryst og færi afurðin á Evrópumarkað. Hann sagði að markaður væri ágætur en verðin væru lág þar sem um hörð samkeppni væri við framleið- endur frá öðrum löndum á síldar- mörkuðunum. Viðar sagði að síidin væri lyftistöng fyrir atvinnulifið í Eyjum og vinnsla hennar héldi uppi atvinnu yfir haustmánuðina. Iflá þeim ijöigaði starfsfólki um 20% þegar síldarvinnslan hæfist og væri undirstaða þess að fyrir- tækið gætu haidið rekstrinum gangandi áþessum árstíma. „Mér finnst oft vera vanmetið hversu gífurlega mikilvæg síldin er fyrir Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson lífið hér í Eyjum þvi það er nokkuð Jjóst að ef vinnsla á henni væri ekki til staðar mætti negla fyrir gluggana í frystihúsunum fram yfir áramót og allt atvinnulif hér lægi í láginni,“ sagði Viðar. Fréttir 25% meiri þorskafli • ÞORSKAFLI af íslands- miðum i september síðast- liðnum varð alls um 12.100 tonn, sem er um 2.500 tonn- um meira en í sama mánuði í fyrra. Aukning er um 25%. Það eru fyrst og fremst togara og bátar, sem auka afla sinn frá þvi í fyrra, en þorskafli smábáta er svip- aður nú og í fyrra. Auk þessa veiddust um 16.200 tonn af þorski í Smugunni í september./2 Gott í Smugunni • VEIÐI í Smugunni í Bar- entshafi hefur verið frekar treg síðustu vikur en um helgina glæddist veiðin nokkuð, að sögn Arna Bjarnasonar, stýrimanns á Akureyrinni EA. Akureyrin hefur verið við veiðar í Smugunni síðustu þrjár vik- ur og sagði Árni að aflinn síðustu þijá sólarhringa hefði verið álíka mikil eða meiri en alla dagana á und- an./4 Pólverjar í erfiðleikum • PÓLSKU úthafsveiðifyr- irtækin eiga nú í miklum erfiðleikum eftir að lokað var á veiðar í Smugunni í Okhotskhafi. Þau mega hins vegar veiða innan rúss- nesku efnahagslögsögunn- ar gegn gjaldi og á því hafa þau lítil ráð. Pólsku fyrir- tækin þrjú, sem um ræðir, Gryf, Odra og Dalmor, veiddu mikið af Alaskaufsa í Okhotsksmugunni en nú mega skipin 28, sem þau gera út á þesu svæði, aðeins veiða 75.000 tonn innan rússnesku lögsögunnar./6 Marel sækir á í Noregi • MAREL hefur samið um sölu á átta flokkurum fyrir saltfisk og heilagfiski til fiskvinnslufyrirtækja í Nor- egi fyrir um 40 milljónir króna samtals. Smugudeil- an hefur haft lítil sem eng- in áhrif á markaðsstöðu fyrirtækisins í Noregi og stefnt er að metári í sölu á fiskvinnslubúnaði upp á rúmar 300 milljónir króna til Noregs./8 Markaðir Bretar borða mikið af rækju • BRETLAND er mikilvæg- asti markaðurinn fyrir kald- sjávarækju héðan frá Is- landi. Á Bretlandi er tölu- verð hefð fyrir neyzlu kald- sjávarrækju, endar er neyzla á henni um 55% af allri rækju neyzlu í landinu. Hlýsjávarrækjan var lengi helzti keppinauturinn og jók hún verulega hlut sinn, þeg- ar verð á kaldsjávarrækju náði hámarki fyrit tæpum áratug. Kaupendur snéru sér þá að ódýrari hlýsjávar- rækju og hefur reynzt erfitt að vinna kaldsjávarrækj- unni sinn fyrr sess á ný. Bækjan mest í smásölunni Neysla og sala á kaldsjávarrækju í Bretlandi • KALDSJÁVARRÆKJAN selst mest í smásölu í Bret- landi og eru stórmarkaðir þar framarlega í flokki. Um fjórðungur rækjunnar er seldur í heildsölu til veit- ingahúsa og stofnana. Sam- lokur og tilbúnir réttir vega einnig þungt í neyzlu- mynstrinu, en þá leið fer um fimmtungur rækjunnar ofan í brezka maga. Bretland verður vafalítið áfram mjög mikilvægur markaður fyrir pillaða kaldsjávarrækju héðan, en einnig er nú veru- lega sótt inn á markaðinn í Þýzkalandi./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.