Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI SagaFilm framleiðir auglýsingar fyrir Þýskalandsmarkað Auglýsingamar full- unnar hérlendis SAGA Film vinnur nú að fram- leiðslu á þremur auglýsingum fyr- ir Procter&Gamble í samstarfi við auglýsingastofuna Grey Diissel- dorf í Þýskalandi. í fyrstu lotu verða unnar þrjár auglýsingar, sem ætlaðar eru fyrir Þýskalands- markað. Saga Film sér um allt sem viðkemur framleiðslu þeirra og mun eingöngu notast við inn- lenda leikara, leikstjóra og annað starfsfólk, að sögn Péturs H. Bjarnasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Pétur segir að þessar þrjár aug- lýsingar séu nokkurs konar til- raunaauglýsingar fyrir Þýska- landsmarkað. „Þegar vinnslu þeirra er lokið verða þær sýndar ákveðnum markhópi til þess að kanna hvaða viðbrögð þær vekja og út frá þeim verður tekin ákvörð- un um hvaða auglýsing verður notuð. Hún verður síðan tekin til vinnslu á nýjan leik, tekin upp á 35 mm filmu og enn meiri vinna lögð í hana á allan hátt.“ Að sögn Péturs er það nokkuð algengt að stórfyrirtæki á borð við Proct- er&Gamble, sem framleiða mikið magn auglýsinga á hveiju ári, grófvinni auglýsingar sínar á þenn- an hátt áður en ráðist er í full- vinnslu þeirra. Alíslensk framleiðsla Pétur segir alla vinnu við þetta verkefni verða unna á íslandi. Ein- göngu verði notast við innlenda leikara og leikstjóra og allt annað starfsfólk sem að málinu kemur sé íslenskt. Þeir leikarar sem að þessu verkefni koma eru Edda Heiðrún Backman, Magnús Schev- ing, Hinrik Ólafsson, María Ell- Morgunblaðið/Kristinn ingsen, Agnes Kristjónsdóttir, Kristín Lúðvíksdóttir og Kristján Þórir. Leikstjóri er Kristján Frið- riksson og aðstoðarleikstjóri er Hilmar Oddsson. Kvikmyndatöku- maður er Rafn Rafnsson og fram- leiðslustjórn er í höndum Rúnars Hreinssonar. Þá segir Pétur talsverða tölvu- grafík vera í þessum auglýsingum og mun Ólafur Pétursson í Scope sjá að mestu um þá vinnslu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg María tekur við af Maríu hjá Drangey Landlæknir hyggst vísa ólöglegum sjónmælingum sjónfræðings til heilbrigðisráðuneytisins Eigendur verslunarinnar ætla að láta reyna á lögin VERSLUNIN Drangey, Lauga- vegi 58, opnaði í gær á nýjan leik í endurbættu húsnæði undir sljórn nýs eiganda, Maríu Mar- íusdóttur, fyrrum upptökustjóra á Stöð 2. María keypti verslun- ina I. október síðastliðinn af Maríu M. Ammendrup, en fram Viöskipti í Portúgal Dagana 24. - 25. nóvember n.k. munu 400 portúgölsk íyrirtacki kynna vörur sínar og samstarfsmöguleika á sýningu í Portúgal undir nafninu Europartenariat. Kynning Til að kynna verkefnið og sýninguna í PortúgaJ n.k. nóvember efnum við til hádegisfundar á Grand Hótel Reykjavík í fiindarsalnum - Dalur, H.október kl. 12:00-13:00. Tilkynnið þátttöku til Ingibjargar Maríu í síma 587 7000. Iðntæknistofnun íi til þess tíma hafði verslunin ver- ið í eigu sömu fjölskyldu allt frá árinu 1936. María er þriðji eig- andi þessarar verslunar frá upp- hafi og svo skemmtilega vill til að allir eigendurnir hafa heitið María. „Verslunin Drangey var upp- haflega matvöruverslun en eftir að hjóniri María S. Ammendrup og Povl Ammendrup keyptu hana árið 1936 breyttist rekstur hennar nokkuð og árið 1945 var farið að versla með leðurvörur og hfjóðfæri og muna margir sjálfsagt eftir því úrvali af plöt- um og nótum sem þar fékkst. Plötuútgáfan íslenskir tónar var um tíma í tengslum við búðina og steig Tage Ammendrup þar sín fyrstu skref á sviði upptöku- stjórnunar, en hann helgaði Rík- issjónvarpinu síðan starfskrafta sína þar til hann lést fyrr á þessu ári. Þegar María M. Ammen- drup, tengdadóttir Maríu, tók við rekstrinum árið 1975 hafði verslun með plötur, nótur og hljóðfæri verið hætt og leður- vörurnar voru komnar í öndvegi líkt og þær eru enn í dag og verða að sjálfsögðu áfram,“ seg- ir María. Á myndinni eru þær María M. Ammendrup og María Mar- íusdóttir. LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hyggst vísa máli, sem upp er kom- ið vegna sjónmælinga Sigþórs P. Sigurðssonar, sjónfræðings, til heilbrigðisráðuneytisins þar sem hann hefur ekki orðið við þeim til- mælum embættisins að hann hætti að bjóða upp á sjónmælingar í gler- augnaverslun sinni. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrr í sumar hefur Sigþór boð- ið viðskiptavinum sínum upp á sjónmælingar í gleraugnaverslun- inni Gleraugnagalleríinu, sem hann rekur ásamt systur sinni, Krist- björgu Sigurðardóttur. Þetta er nýlunda hér á landi en hefur tíðk- ast víða erlendis, að sögn Krist- bjargar. Samkvæmt lögum þarf gleraugnasmiður hins vegar tilvís- un frá lækni til að mega smíða gleraugu. Hæfni Sigþórs til að sinna þessum mælingum virðist þó ekki vera dregin í efa. Hann hefur menntun til þess að stunda sjón- mælingar og vann við þær úti í Danmörku um nokkurt skeið að loknu námi. ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa og spariskírteina lækkaði enn í gær í kjölfar stóraukinnar eftirspumar eftir verðtryggðum skuldabréfum. Mest lækkun varð á ávöxtunar- Kristbjörg segir það vera ætlun þeirra systkina að láta reyna á þessi lög, enda tíðkist starfsemi sem þessi víðast hvar í Evrópu og Bandaríkjunum, svo dæmi séu nefnd. Því sé mjög óeðlilegt að þetta sé bannað með lögum hér á landi. „Við erum alls ekki að stunda neinar lækningar hér. Ef minnsti grunur leikur á því að eitt- hvað ami að þá bendum við við- komandi á að leita til augnlæknis. Ennfremur mælum við ekki sjón í bömum og unglingum undir fímmtán ára aldri ef þau hafa aldr- ei verið mæld áður. Þetta er í sam- ræmi við þær reglur sem Danir starfa eftir. Ein rök sem við höfum heyrt frá ráðamönnum hér em að það sé óeðlilegt að vera með sjónmæling- ar á sama stað og umgjarðimar eru seldar. En við spyijum, hvað er óeðlilegt við slíkt hér uppi á íslandi, ef það telst eðlilegt alls staðar annars staðar?" Kristbjörg segir fjölda fólks vera í sambæri- legu námi erlendis um þessar kröfu húsbréfa hjá Skandia þar sem krafan fór úr 5,9% í 5,88%. Árni Oddur Þórðarson, forstöðu- maður hjá Skandia, bendir á að ávöxtun húsbréfa hafi nú á skömmum tíma lækkað úr 6% í 5,88%. Kvaðst hann telja að enn frekari lækkanir á langtímavöxt- um gætu verið framundan. Óvenjumikil viðskipti áttu sér stað með skuldabréf á Verðbréfa- þingi og skiptu bréf um hendur fyrir alls um 737 milljónir króna. Fjárfestar sóttust eftir því að selja óverðtryggð bréf með 7-7,5% ávöxtun en kaupa verðtiyggð ríkis- skuldabréf með 5,6-5,95% ávöxt- un. Þannig námu viðskipti með spariskírteini alls 295 milljónum og viðskipti með ríkisbréf alls 311 milljónum. T.d. seldust spariskír- teini til 20 ára með 5,86% raun- ávöxtun en meðalávöxtun þeirra í mundir auk þess sem gleraugna- salar standi fyrir námskeiði í sjón- mælingum nú í vetur. Það sé því ljóst að þrýstingurinn á þessa lögg- jöf fari vaxandi. Hún segir ætlun- ina því vera að láta reyna á það hvort hún haldi. Málinu vísað til heilbrigðis- ráðuneytisins Ólafur Ólafsson, landlæknir, segir að hann hafi áréttað það við eigendur þessarar verslunar að með því að halda þessari starfsemi áfram séu þeir að bijóta lög. Þar sem þeir hafi hins vegar ekki orð- ið við tilmælum um að hætta starf- seminni, yrði málinu líklegast vísað til heilbrigðisráðuneytisins. Að sögn Páls Sigurðssonar, ráðu- neytisstjóra í heilbrigðisráðuneyt- inu, heftxr þetta mál ekki enn bor- ist inn á borð til ráðuneytisins, en að öllum líkindum verði lögfræðing- ar ráðuneytisins settir í að skoða málið og ákvarðanir í framhaldinu teknar út frá þeirra ráðleggingum, ef því verður vísað þangað. útboði Lánasýslu ríkisins fyrir hálf- um mánuði var 5,95%. Offramboð af óverð- tryggðum bréfum Davíð Björnsson, forstöðumaður hjá Landsbréfum, bendir á að tvennt hafi breytt myndinni á verð- bréfamarkaði að undanfömu. Bæði hafi kjör á ríkisvíxlum lækkað og aukin verðbólga valdið vonbrigð- um. Töluvert af fé sem áður hafi verið bundið í ríkisvíxlum og öðru slíku leiti nú í verðtryggða far- vegi. Hann segir að verulegt fjár- magn hafi t.d. streymt inn í verð- bréfasjóði sem kaupi verðtryggð bréf. Skyndilega hafí því skapast offramboð af óverðtryggðum bréf- um en umframeftirspurn eftir verðtryggðum bréfum. Þetta geti ekki leitt til annars en vaxtalækk- unar á verðtryggðum bréfum. Stóraukin eftirspurn eftir verðtryggðum bréfum Spáð frekari lækkun- um á langtíma vöxtum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.