Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 8
VIÐSKIPTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 Fólk Ný lög- mannsstofa 9 •ÁGÚST Sindri Karlsson hér- aðsdómslögmaður og Björgvin Jónsson hafa sett á fót nýja lög- mannsstofu í Mörkinni 3 undir firmanafninu Lög- menn ehf. Ágúst Sindri Karlsson er fædd- ur 1. ágúst 1963. Hann lauk stúd- entsprófi frá Flensborgar- skóla í Hafnarfirði veturinn 1982 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands í febrúar 1990. Kandídatsritgerð hans fjallaði um réttarstöðu uppboðskaupanda. Ág- úst Sindri vann með námi fyrir Réttarfarsnefnd árið 1989 og sumarið 1988 starfaði hann hjá Bæjarfógetanum í Hafnarfirði. Hann hóf störf sem fulltrúi sýslu- mannsins á ísafirði að námi loknu en var síðan ráðinn sem fulltrúi hjá Lögmönnum Höfðabakka í janúar 1991 og starfaði þar uns hann hélt utan til náms haustið 1994. Hann lauk prófum í alþjóð- legum skattarétti, verslunarrétti, samkeppnis og hugverkarétti hinn 19. júní sl. frá University of Exet- er og fjallaði lokaritgerð hans um eignarréttarhugtakið í mannrétt- indasáttmála Evrópu. Ágúst Sindri öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 26. febrúar 1993. •BJÖRGYIN Jónsson er fæddur 17. mars 1964. Hann lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja vorið 1984 og emb- ættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands vorið 1991. Kandídatsrit- gerð hans var á sviði refsiréttar og fjallaði um skilyrði þess að verknaður teldist vera tilraun til afbrots. Björgvin vann á námsár- unum hjá bæjarfógetanum í Keflvík, Grinda- vík og Njarðvík og hjá sýslumann- inum í Gull- bringusýslu sumrin 1986 og 1987. Hann starf- aði áfram hjá því embætti að námi loknu þar til hann var ráðinn til starfa í lögfræðideild íslandsbanka í mars 1992. Björg- vin öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 6. september 1993. Ráðinn til al- þjóðlegrar aug- lýsingastofu •HILMAR Sigurðsson hefur haf- ið störf sem sjálfstæður listrænn stjórnandi og grafískur hönnuður í Mílanó á Ítalíu. Hann vinnur um þessar mundir fyr- ir BDDP-Milano, alþjóðlega auglýs- ingastofu sem á rætur sínar að rekja til Frakk- lands en rekur útibú og sam- starfsaðila víðsvegar um heiminn. Hilmar starfaði hjá auglýsinga- stofunni „Svona gerum við“ frá 1986-1988 ogíslensku auglýs- ingastofunni 1988-1990 er hann stofnaði ásamt öðrum Grafít hf. - hönnun og auglýsingar í Reykja- vík. Hilmar átti sæti í stjóm FÍT, félags íslenskrateiknara, sl. 5 ár, þar af þau tvö síðustu sem formað- ur. Hann hefur unnið til fjölda viðurkenninga í sínu fagi, jafnt heima sem erlendis. Hilmar seldi sinn hlut í Grafít fyrr á árinu og starfaði sjálfstætt í Reykjavík fram til hausts er hann flutti til Mílanó. Hann mun áfram vinna fyrir fáeina íslenska viðskiptavini. Breytingar hjá NIB •ÞORSTEINN Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur, hefur verið skipaður yfirmaður fjármáladeildar Norræna fjár- festingabankans, NIB, frá 1. desem- ber n.k. og mun hann þá jafnframt taka sæti í fram- kvæmdastjórn bankans. Þorsteinn hefur starfað hjá NIB frá árinu 1986, síðast sem forstöðumaður innlána við fjármáladeild bankans. • JUHA Kotajoki hefur verið skip- aður yfirmaður nýrrar deildar innan NIB, sem taka mun til starfa snemma á næsta ári. Deildin mun sjá um áhættu- og íjárstýringu bank- ans. Hann mun þá einnig taka sæti í framkvæmda- stjórn. Juha Kotaj- oki hefur starfað hjá NIB síðan 1986, síðast sem forstöðumaður áhættustýringar innan fjármála- deildar. Nýr deildar- sijóri Heimil- istækja •GUNNAR Halldórsson hefur tekið við starfi deildarstjóra tækni- og tölvudeildar Heimilistækja hf. Gunnar lauk prófi í rafmagnsverk- fræði frá Háskóla íslands árið 1983 og BS-prófi í tölvunarfræði árið 1985 frá sama skóla. Árin 1984- 1992 starfaði hann hjá tölvu-* deild KÓS og síðar hjá Örtölvutækni ogGSStil 1993. Hann hefur síðan starfað hjá Hug- búnaði hf. frá árs- byijun 1994. Gunnar er kvæntur Margréti Grétarsdóttur aðstoð- ardagskrárgerðarmanni hjá Ríkis- sjónvarpinu og eiga þau tvö börn. Ráðinn for- stöðumaður hjá Búnaðarbanka •SIGURJÓN Þorvaldur Árna- son hefur verið ráðinn forstöðu- maður hagfræði- og áætlanadeild- ar Búnaðarbanka íslands. Siguijón lauk verkfræði- prófí frá Háskóla Islands 1992 og mastersprófi í rekstrarhagfræði frá Carlson Scho- ol of Manage- ment, University öf Minnesota, 1994 með sérstakri áherslu á fjármálafræði og afleiðu- viðskipti. En samhliða námi lagði hann stund á kennslu og rann- sóknir á því sviði. Veturinn 1994- 1995 lagði hann stund á hagverk- fræði með áherslu á peningamála- hagfræði við Technische Uni- versitat í Berlín. Hann hefur jafn- framt unnið að ýmsum verkefnum við Danmarks Tekniske Höj- skole og Keio University í Tokýó. Á árunum 1992 og 1993 starfaði Siguijón að markaðsmál- um fyrir Búnaðarbankann. Vetur- inn 1990-1991 var hann formaður og framkvæmdastjóri Stúdenta- ráðs. Sambýliskona Siguijóns er Kristin Zickenheiner sálfræð- ingur. Jack Troutá mynd- bandi JACK Trout hélt námsstefnu á vegum Stjórnunarfélags ís- lands og í samstarfi við IMARK í febrúar á þessu ári. Náms- stefnan bar yfirskriftina 22 lögmál markaðarins og fjallaði hann um hugmyndir sínar um markaðssetningu, að því er segir í frétt. Námsstefnan er nú komin út á myndbandi. Þar kryfur hann ýmsar auglýsinga- og markaðshefðir sem skilað hafa miklum árangri og þær sem runnið hafa út í sandinn. Hann skýrir hvers vegna sum fyrir- tæki hafa orðið markaðsráð- andi með því að stinga keppi- nauta af og kynnir nokkrar góðar hugmyndir sem náðu aldrei að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra. Auk þess útskýrir hann og leggur fram hugmyndir að lausnum sem hefðu geta leyst vandann. Jack Trout er ásamt félaga sínum, A1 Ries, höfundur kenn- inga um markaðssetningu, þar sem þeir vega harkalega að ýmsum áratugagömlum kenn- ingum markaðsfræðinnar. Öryggisskápamir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skápamir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. IBedco& Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sírni 565 1000 Torgið Ráðgjöf eða samráð FIMM lífeyrissjóðir hafa tekið hönd- um saman og sett á stofn sérstakt ráðgjafarfyrirtæki, Ráðgjöf hf., til að annast fjárfestingarráðgjöf og fleiri skyld verkefni fyrir sjóðina. Fyrirtæk- inu er t.d. ætlað að aðstoða sjóðina við stefnumótun í fjárfestingum sín- um og við mat á einstökum fjárfest- ingarkostum. Þá er stefnt að því að sækja um leyfi til verðbréfamiðlunar þannig að fyrirtækið geti tekið að sér verkefni á því sviði. Umsvifin gætu orðið umtalsverð því heildareignir sjóð- anna fimm eru nálægt 40 milljörðum króna. Hér er um að ræða Lífeyris- sjóð Norðurlands, Lífeyrissjóð Dags- brúnar og Framsóknar, Lífeyrissjóð verkalýðsfélaga á Suðurlandi, Lífeyr- issjóðinn Hlíf og Lífeyrissjóð Vest- manneyinga. Raunar hafa fleiri sjóð- ir sýnt áhuga á aðild að hinu nýja fyrirtæki. Verðbréfasalar lítt hrifnir í röðum verðbréfasala og jafnvel annarra lífeyrissjóða eru menn lítt hrifnir af þessu framtaki og þær raddir heyrast að iífeyrissjóðirnir fimm séu á miklum villigötum. Stofn- un nýja fyrirtækisins gangi á skjön við það sem sé að gerast annars staðar á fjármagnsmarkaðnum. Hin- ir fjölmörgu útgefendur bréfa séu í mikilli samkeppi um hylli fjárfesta. Verðbréfafyrirtækin bjóði þjónustu sína niður í verði miskunnarlaust sem sterkustu aðilarnir á markaðn- um á borð við lífeyrissjóði njóti til fulls. Þá er einnig bent á að mjög ríkrar tilhneigingar hafi gætt meðal sjóð- anna til samráðs eða „hjarðlífis" eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það. Einn taki forystu í fjárfestingum og hinir fylgi í kjölfarið. Stofnun hins nýja fyrirtækis staðfesti þetta samr- áð endanlega og það sé nú hafið með formlegum hætti. Þetta fyrir- tæki muni aðeins leiða til óþarfa kostnaðar og er því raunar líkt við Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa. Þessari gagnrýni er vísað á bug af hálfu aðstandenda hins nýja fyr- irtækis og er bent á að hér sé um að ræða eðlilegan samstarfsvett- vang sjóðanna. Hópur lífeyrissjóða í Danmörku hafi t.d. stofnað verð- bréfafyrirtæki sem ekki flokkist und- ir samráð þar í landi. Það sé enginn grundvallarmunur á samstarfi lífeyr- issjóða um stofnun verðbréfafyrir- tækis og samstarfi íanka og spari- sjóða um slíkt fyrirtæki. Þá er fullyrt að ekki sé síður um samráð að ræða innan verðbréfafyrirtækjanna sem smali saman sjóðum til að gera til- boð í ákveðin bréf. Fyrirtækin séu jafnframt með marga lífeyrissjóði í vörslu þar sem sami sjóðsstjórinn annist rekstur þeirra. „Þunnir Kínamúrar" En það eru fleiri hliðar á þessu máli því aðstandendur hins nýja fyr- irtækis virðast á vissan hátt hafa gefið út vantraustsyfirlýsingu gagn- vart verðbréfafyrirtækjunum. Þannig hefur stjórnarformaður Ráðgjafar hf. lýst þeirri skoðun sinni að svokallað- ir „Kínamúrar" í verðbréfafyrirtækj- unum séu oft fremur þunnir. Með slíkum múrum er reynt að girða fyr- ir hagsmunaárekstra innan fyrirtækj- anna, þ. á m. milli verðbréfamiðlunar og fjárvörslustarfsemi. Það er ekki óeðlilegt að lífeyris- sjóðir hafi einhverjar slíkar efasemd- ir um ráðgjöf verðbréfafyrirtækjanna sem í senn annast verðbréfamiðlun, kaupa verðbréf í eigin reikning og fyrir sjóði í þeirra vörslu. Þeir hljóta að velta fyrir sér hvar þeir standi í röðinni að bestu krásunum eða hvort þeir fái aðeins mola sem hrökkva af veisluborðinu. Verðbréfafyrirtæki hafa svarað slíkum efasemdum með því að benda á að mikil vinna hafi verið lögð í að girða fyrir hagsmuna- árekstra innan þeirra t.d. með lögum og reglum um aðgreiningu starfa og uppsetningu „Kínamúra". Fullyrt er að íslensk verðbréfafyrirtæki reyni að gæta þess að mismunandi hags- munir skarist sem minnst og verji hagsmuni viðskiptavina sinna sem best þar sem hætta kunni að vera á slíku. Það verður því áhugavert að fylgj- ast með starfsemi hins nýja fyrirtæk- is og hvort það verði einhvers megn- ugt á verðbréfamarkaðnum. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.