Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI íslensk verð- bréf að kom- ast á kortið Morgunblaðið/Þorkell YNGVI Harðarson og Sverrir Sverrisson, hagfræðingar, hafa sett sér markmið um að auka flæði fjármálaupplýsinga frá Is- landi til umheimsins. Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. sérhæfa sig í ráðgjöf um efnahagsmál og fjármálamark- aði. Fyrirtækið hefur nú tekið að sér um- boð fyrir Reuters-fjármálaþjónustu og hyggst nú miðla skráningu Verðbréfaþings á hlutabréfum og skuldabréfum um heim allan Kristinn Briem ræddi við þá Yngva Harðarson og Sverri Sverrisson, hagfræðinga. TÍGVI Harðarson og Sverrir Sverrisson hagfræðingar fóru nokkuð ótroðnar slóðir árið 1993 þegar þeir stofnuðu fyrir- tækið Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. Þeir sérhæfa sig í ráðgjöf um efnahagsmál og fjármálamarkaði ásamt því að starfrækja upplýs- ingaþjónustu. Þá gefur fýrirtækið út fréttabréfið Gjaldeyrismál sem sent er á faxi til áskrifenda virka daga. Nýlega tóku þeir síðan við umboði fyrir Reuters-fjármálaþjón- ustuna og stefna að því að miðla þangað skráningu Verðbréfaþings á hlutabréfum og skuldabréfum. Þeir hafa samanlagt mikla menntun og reynslu á þessu sviði því Sverrir starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 1992 en þar áður sem aðalhagfræðingur hjá verðbréfafyr- irtækinu MSC í Kaupmannahöfn og fjárfestingarráðgjafi banka og verðbréfafyrirtækja í Danmörku og Bandaríkjunum. Hann hefur dokt- orspróf í hagfræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla með sérsvið í al- þjóðahagfræði og hagrannsóknum. Yngvi var áður hagfræðingur Fé- lags íslenskra iðnrekenda en starf- aði þar áður hjá Þjóðhagsstofnun. Hann hefur MA-gráðu í hagfræði frá Queen’s University í Kingston í Kanada með hagrannsóknir og peningamálahagfræði sem sérsvið og próf í utanríkisverslunarfræði frá Yijö Jahnsson Foundation í Finnlandi. Obbinn af ráðgjafarverkefnunum þeirra Yngva og Sverris snýst um áhættustýringu tengt myntsam- setningu erlendra lána hjá fyrir- tækjum og hvernig hægt sé að koma á jöfnuði miðað við rekstrar- forsendur viðkomandi félags. „Menn eru farnir að gefa áhætt- unni við lántökur sífellt meiri gaum og oft er hægt að ná töluverðum árangri,” segja þeir. „Það er t.d. dæmigert að vægi dollarans sé óhóflega mikið í lánum fyrirtækja. Fyrirtæki á innanlandsmarkaði get- ur hagað myntsamsetningu sinni þannig að erlendar gengissveiflur jafnist út. Þetta er talsvert flóknara þegar um er að ræða útflutningsfyr- irtæki því þau þurfa einnig að horfa á tekjumöguleikana hveiju sinni. Svo ræðst þetta auðvitað einnig af því hvaða markmið stjómendur fyr- irtækja setja sér varðandi vexti og áhættu." Ilægt að lækka fjármagnskostnað „í sumum tilfellum hafa lánskjör- in verið fest á sögulega óhagstæð- um tíma þannig að hægt er að ná fram verulegri lækkun á fjármagns- kostnaði með skuldbreytingum, burtséð frá myntsamsetningunni. Það em dæmi um að hægt sé að lækka fjármagnskostnaðinn um nokkur prósentustig. í mörgum til- fellum er því bæði hægt að draga úr gengisáhættu og minnka fjár- magnskostnað. Þá höfum við leitað eftir tilboðum í gjaldeyri í umboði viðskiptavina þegar þeir þurfa að greiða af lánum eða em að fá inn gjaldeyri vegna útflutnings. Munurinn getur hlaup- ið á tugum þúsunda króna í einstök- um viðskiptum." Þeir félagar selja þjónustu sína til fyrirtækja í ýmsum greinum, bæði iðnfyrirtækja og sjávarútvegs- fyrirtækja svo og sveitarfélaga. Þeir segja reynslu af áhættustýr- ingu oft takmarkaða í fyrirtækjun- um og dýrt sé að afla hennar. „Þeg- ar um er að ræða gengisáhættu í rekstri getur það verið fullt starf fyrir einn mann að fylgjast með gjaldeyrismörkuðum þannig að betra getur verið að kaupa slíka þjónustu utan frá. Þá kosta upplýs- ingakerfin sitt. “ ísland í flokki með Afríkuríkjum Nýjasta verkefni þeirra félaga var að taka að sér umboð fyrir fjár- málaþjónustu Reuters sem teygir anga sína um allan heim. Þeir hafa með höndum markaðssetningu á þessari þjónustu hérlendis og segj- ast sjá fyrir sér mjög vaxandi mark- að fyrir hana, einkum meðal fyrir- tækja og fjárfesta. Þá er hafinn undirbúningur að því að koma íslenskum verðbréfum á kort hins alþjóðlega fjármagns- markaðar. Stefnt er að því að skráningu Verðbréfaþings Islands á hlutabréfum og skuldabréfum ásamt fleiri fjármálalegum upplýs- ingum verði miðlað til Reuters með hliðstæðum hætti og tíðkast í öðrum ríkjum. „Við höfum sett okkur markmið um að upplýsingaflæði verði aukið frá íslandi. Hingað til hefur upplýs- ingaflæðið verið í eina áttina, þ.e.a.s. til íslands, en það hefur vantað upplýsingar um íslenska markaðinn. Erlendir fjárfestar hafa ekki getað fundið þessar upplýs- ingar eftir venjulegum leiðum. For- senda þess að erlendir Ijárfestar líti á íslensk verðbréf sem einn af valkostunum er sú að þeir fái jafn- an straum af upplýsingum á stöðl- uðu formi. Þetta eru t.d. upplýs- ingar um gengi, vexti, verðbólgu og efnahagslífið. Það er mikil reglu- festa í birtingu slíkra upplýsinga erlendis, t.d. um landsframleiðslu í Bandaríkjunum sem birtast á ákveðnum tíma. Við höfum verið að ræða það við Reuters hvernig þessar upplýsingar eigi að vera og þar er mikill vilji fyrir því að íslensk- ar tölur verði birtar. íslandsbanki, Landsbanki og Seðlabanki hafa reyndar birt upp- lýsingar um gengi íslensku krón- unnar hjá Reuters. Þá hafa bæði íslandsbanki og Seðlabanki birt upplýsingar um ríkisskuldabréf. Við stefnum hins vegar að því að birta upplýsingar sem verða sambærileg- ar við tölur frá öðrum löndum. Það má segja að ísland sé núna í flokki með einhveijum Afríkuríkjum þar sem lítið upplýsingaflæði hefur ver- ið fyrir hendi.“ Vaxandi þörf fyrir túlkun upplýsinga Meðal annarra verkefna fyrirtæk- isins eru námskeið um túlkun og greiningu íjármálaupplýsinga ásamt spám um framvindu efnahagsmála. í þessu sambandi hefur Ráðgjöf og efnahagspár tekið að sér að verða tengiliður Datastream gagnabank- ans við Islands. „I honum eru nauð- synlegar bakgrunnsupplýsingar, t.d. tölur um landsframleiðslu mörg ár aftur í tímann í hinum ýmsu lönd- um. Þama er samsafn af ýmsum gagnagrunnum eins og t.d. gagna- grunni OECD, þýska seðlabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hag- stofa einstakra ríkja. Þá er hægt að fá upplýsingar um einstök fyrir- tæki langt aftur í tímann. Fjölmiðlar á borð við Financial Times og Economist nota þennan gagnabanka mjög mikið svo og há- skólar, hagdeildir banka og seðla- bankar, en hér á landi er Seðlabank- inn eini áskrifandinn," segja þeir. Þeir félagar sjá fýrir sér vaxandi þörf fyrir fjármálaupplýsingar. „Túlkun slíkra - upplýsinga gegnir mikilvægu hlutverki við verðmyndun í þróuðum fjármálamörkuðum er- lendis. Sú þróun er þegar á veg komin hérlendis en mikilvægi íjár- málaupplýsinga á _þó enn eftir að aukast verulega. í ljósi þessa má reikna með aukinni eftirspum eftir óháðri sérfræðiráðgjöf á þessu sviði.“ Stofnun verðbréfamið- stöðvar næsta stóra skrefið Ýmis verkefni eru framandan hjá Verðbréfa- þingi íslands. Kristinn Bríem ræddi við Stef- án Halldórsson, nýjan framkvæmdastjóra. FJÖLMÖRG verkefni bíða nýs framkvæmdastjóra Verð- bréfaþings íslands, Stefáns Halldórssonar, rekstrarhagfræð- ings, sem kom til starfa um síðustu mánaðamót. Undirbúningur er haf- inn að því að flytja starfsemi þings- ins úr húsi Seðlabankans í nýtt húsnæði og verið er að hanna nýtt viðskiptakerfi sem komið verður í gagnið á fyrstu mánuðum næsta árs. Þá er að vænta skýrslu frá vinnu- hópi um verðbréfamiðstöð en stofn- un slíkrar miðstöðvar fæli í sér upptöku pappírslausra verðbréfa- v.iðskipta. Ennfremur em í undir- búningi breytingar á lögum um Verðbréfaþing, verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði til samræmis við tilskipanir Evrópusambandsins. „Það er stefnt að því að flytja starfsemina Tír húsakynnum Seðla- bankans snemma á næsta ári. Við höfum hins vegar ekki ennþá tekið ákvörðun um húsnæði eða hvort það verði leigt eða keypt,“ segir Stefán. Gert er ráð fyrir nokkrum stofn- kostnaði og auknum rekstrar- kostnði í kjölfar flutninganna. Hef- ur gjaldskrá þingsins undanfarin ár tekið mið af þessu. Þingið hefur því skilað talsverðum hagnaði og safnað í sjóði til undirbúnings flutn- ingunum, að sögn Stefáns. Pappírslaus verðbréfaviðskipti Hann telur Ijóst að stofnun Verð- bréfamiðstöðvar verði næsta stóra skrefið í þróun verðbréfamarkaðar- ins því margt mæli með stofnun hennar. „í fyrsta lagi er það miklu hagkvæmara fyrir aðila markaðar- ins að hafa slíka miðstöð. í öðm lagi eykur það öryggi og traust manna á markaðnum. í þriðja lagi em pappírslaus viðskipti með verðbréf forsenda þess að um frekari framþróun geti orðið að ræða á ýmsum sviðum t.d. að teknir verði upp flóknari hús- bréfaflokkar og af- leiðuviðskipti. í ijórða lagi skiptir slík miðstöð miklu máli ef tekinn verður upp íjármagns- tekjuskattur. Verð- bréfamiðstöðin ætti auðvelt með að halda utan um skattstofninn á rafrænan hátt og skattheimtan yrði miklu fljótlegri og auðveldari en ella.“ Núverandi viðskiptakerfi Verð- bréfaþings er miðlægt þar sem öll viðskipti fara fram gegnum eina tölvu og allar upplýsingar em sótt- ar þangað. A næsta ári verður tek- ið upp biðlara/miðlara-kerfi þar sem þingaðilarnir verða hver með sína tölvu á sínu borði sem taka við öllum breytingum jafnt og þétt frá móð- urtölvunni. „Flutning- sálagið verður allt ann- að og hver og einnig getur unnið á sínum eigin gagnagmnni. Af- köst kerfisins stórauk- ast og það ræður við miklu stærri markað. Við vonumst til að við- skiptin aukist í kerfinu þannig að markaður- inn verði sýnilegri." Nokkur óvissa er hins vegar um stöðu og framtíð Opna til- boðsmarkaðarins en ljóst þykir að hann geti ekki starfað nema í einhvers konar samvinnu við þingið. „Það þarf að skilgreina betur stöðu mark- aðarins og koma á betra skipu- lagi,“ segir Stefán. Fjölmiðlafyrirtæki á Verðbréfaþing — En áttu von á því að skráðum hlutafélögum eigi eftir að ijölga á Verðbréfaþingi? Stefán Halldórsson Ég á von á því að nokkur félög eigi eftir að bætast við á hveiju ári. Nokkur félög á Opna tilboðs- markaðnum hafa fulla burði til að fara inn á Verðbréfaþingið. Tals- vert af nokkuð stórum fyrirtækjum með dreifðan hluthafahóp em enn ekki komin inn á hlutabréfamarkað- inn bæði í sjávarútvegi, iðnaði, verslun og þjónustu. Ég á einnig von á því að samrunaþróun ýti und- ir þetta. Síðan hef ég velt því fyrir mér hvenær fyrirtæki með mikil tengsl við almenning eins og ís- lenska útvarpsfélagið, Árvakur, Fijáls ljölmiðlun og Stöð 3 sækja um að skrá hlutabréf sín á þinginu. Ég er þeirrar skoðunar að það ætti að opna Árvakur og gefa al- menningi kost á að kaupa hlutabréf í félaginu. Erlendis eru fjölmiðlar umtalsverður þáttur I verðbréfa- markaði og bréfin em alltaf á mark- aði þó fyrirtækin renni saman. Meginástæður fyrir skráningu hlutabréfa á þinginu eru tvær. Að auðvelda núverandi hluthöfum að selja bréf sín að hluta eða í heild á sem bestu verði og að auðvelda fyrirtækjunum að afla aukins eigin fjár til vaxtar. Vaxtarfyrirtæki geta ekki auð- veldlega sótt fjármagn til lána- stofnana í sama mæli og verið hefur. Lánastofnanir hafa verið að gangast undir mun stífari kröfur en áður um eigið fé sem hlutfall af útlánum vegna Bis-reglnanna. Fyrirtækin verða því þvinguð til að sækja vaxtarféð á hlutabréfa- markaðinn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.