Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 C 5 LAUGARDAGUR 14/10 MYNDBÖND Sæbjörn Vaidimarsson ALLTOF EIN- STÖK DRAMA Astarævintýri (Love Affair) k k Leikstjóri Glenn Gordon Caron. Handritshöfundar Robert Towne og Warren Beatty Aðalleikendur Warren Beatty, Annette Bening, Katharine Hepburn, Garry Shandling, Chloe Webb, Pierre Brosnan, Kate Capshaw, Paul Mazurki, Harold Ramis, Brenda Vaccaro.Bandarísk. Warner Bros. 1994.Warner myndir 1995.103 mín. Öllum leyfð. Handritið sem Warren Beatty hafði loksins uppá og taldi sæmandi sem næsta verkefni þeirra konu sinn- ar (Annette Ben- ing), var hans eigin útgáfa einn- ar mestu „klúta- rnyndar" allra tíma, An Affair to Remember (’57). Hún var afturámðti endurgerð hinn- ar upprunalegu Love Affair, frá 1939. Þriðja útgáfan segir af „þotu- fólkinu" Mike (Beatty), bandarískrar íþrótta- og þjóðhetju og Terry (Ben- ing). Þau eru bæði í giftingarhugleið- ingum við aðrar persónur úr heimi forríka fallega fólksins, þegar örlögin haga því svo að þau verða að eyða nokkrum dögum saman Qarri um- heiminum. Verða ástfangin uppfyrir haus og ákveða að hittast eftir þijá mánuði ef tilfinningamar hafa ekki breyst. Enn ein myndin um þá sérgáfy Bandaríkjamanna að verða örvita af ást við fyrstu sín, þessi þó með hrika- lega melódramatísku ívafi á loka- sprettinum. Hann krefst þess að flest venjulegt fólk rífi upp klútana sína. Endirinn er reyndar það einasta eina sem virkar í þessari sjálfumglöðu, drepandi málglöðu, þunglamalegu mynd sem ver helftinni í að reyna að koma því inn hjá áhorfandanum hversu aðalpersónurnar væru frá- bærir og ofursvalir heimsborgarar. Með gull í hjartastað - er á reynir. Þetta fólk, einsog það er leikið og skrifað, nær ekki í gegn fyrr en í blálokin. Beatty, sem fengið hefur viðurnefnið „gulldrengurinn" í kvik- myndaheiminum, og það ekki að ástæðulausu, sá hér sín fyrstu stórmistök verða að veruleika. Astar- ævintýri, sem átti að vera ein af aðalmyndum ársins varð ein af stór- skellunum. Óendanlegar tilraunir hans (með hjálp kunnasta handrita- „læknis" Hollywood, Roberts Towne) til að gera aðalpersónurnar ómót- stæðilegar ganga ekki upp. Jafnvel þó meistari Satchmo taki You are so Peculiar af alkunnri snilld. RAUNVERULEG- UR ROCKY DRAMA Tyson -k k Ac Leiksljóri Uli Eidel. Handrit Rob- ert Johnson byggt á bókinni Fire and Fear, eftir José Torres. Aðal- leikendur George C, Scott, Paul Winfield, Michael Jai White, Jam- es Sikking, Tony Lo Bianco. Bandarísk. HBO 1995. Warner myndir 1995.105 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Hér er rakin hin alkunna frægðar- og sorgarsaga af einum mesta og kunnasta hnefa- leikagarpi eftir Muhammad Ali, Mike Tyson (Mic- hael Jai White). F^lgst með hon- um frá því hann er vandræðagemlingur í Brooklyn en kemst síðan í kynni við hinn goð- sagnakennda hnefaleikaraþjálfara, Gus D’Amato (George C. Scott), sem kom honum á skrið. Hann verður heimsmeistari í þungavigt aðeins tví- tugur, giftist þá leikkonunni Robin Givens, síðan fer allt á verri veg. Lendir í höndunum á Don King, ófyr- irleitnum umboðsmanni, tapar keppni, lendir í slæmum skilnaðar- málum, nauðgar ungri fegurðardís, fer í fangelsi. Það er önnur hlið sem okkur er sýnd hér á bardagamanninum en við fengum í ijölmiðlunum. Öll umræða um hann var neikvæð, hér fáum við hinsvegar að sjá ráðvilltan mann sem veit yfirleitt ekki í hvorn fótinn hann á að stíga í einkalífinu. Það er ekki verið að fegra gerðir hans, heldur að segja allan sannleikann, gefa manni tækifæri sem átti allt og missti allt. Titla, auð og það sem var verra; æruna og þær þijár persónur sem hann elskaði og bar virðingu fyrir. Tyson er vel sögð mynd og athyglis- verð bæði sem persónuskoðun á brot- hættum hæfileika- og vandræða- manni og hörðum heimi atvinnu- hnefaleikarans. Hátt yfir meðal- mennsku hafin. Bardagaatriðin eru trúverðug og blessunarlega laus við vatnssvitaskúrir Rockymyndanna (og búið er að eftirapa í alltof mörg- um myndum síðan) og leikurinn allur framúrskarandi. Þar fara fremstir Paul Winfield sem hinn slóttugi King og nýliðinn White í titilhlutverkinu. Lo Bianco og James Sikking vinna vel í smærri hlutverkum. HÆTULEG MARKMIÐ SPENNUMYND Slæmur félagsskapur (Bad Company) kVi Leikstjóri Hayman Harris. Handrrrit Russ Thomas. Aalleik- endur EUen Barkin, Laurence Fis- hburne, Frank Langella. Banda- rísk. Touchstone 1994. Sam mynd- bönd 1995.104 mín. Aldurstak- mark 16 ára. Nelson Crowe (Fishburne) er ieyniþjónustu- maður með ýms- ar, miður góðar ráðagerðir á pijónunum. Hans hægri hönd er hin viðsjárverða Margaret, í sam- einingu eru þau til alls vís. Þriller sem tekur alltof margar hliðarbeygjur og endar að lokum í algjörum vegvillum. Þau Barkin og Fishburne eiga að trekkja að í nokk- uð djörfum ástarsenum auk þess sem hún er hvít og hann svartur. En Kanar hafa jafnan farið varlega í sakirnar þegar kemur að ástarsam- böndum ólíkra kynþátta. Hvort það hefur verið af þeim ástæðum að myndin féll ekki í kramið vestra er fremur ólíklegt, Slæmur féiagsskap- ur stendur einfaldlega undir nafni. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Himneskar verur (Heavenly Creatures) kkk'A Undarleg og at- hyglisverð Ný- Sjálensk mynd sem byggð er á sönnum atburð- um sem gerðust í því landi á önd- verðum sjötta áratugnum. Að- alpersónurnar eru tvær ungl- ingsstúlkur sem myrtu móður annarrar þeirra - þeim fannst hún standa í vegi fyrir sjúk- legum hugarórum þeirra. Melaney Lynskey og Kate Wynslet leika þessar einkennilegu vinkonur frá- bærlega vel, efnið er kynngimagn- að, leikstjórn Peters Jackson og öll tæknivinna með því besta sem kom- ið hefur frá kvikmyndargerðarland- inu ágæta. Tónlistarkross- gátan á Rás 2 Tónlistar- krossgátan var áður á dagskrá rásarinnar frá öðrum starfs- mánuði hennar í fjögur ár samfleytt Jón Gröndal JÓN Gröndal er hlustendum Rás- ar 2 að góðu kunnur. Tónlistar- krossgátan var á dagskrá rásar- innar frá öðrum starfsmánuði hennar í fjögur ár samfleytt. Þátturinn var mjög vinsæll og þegar best lét bárust 1.500 lausn- ir víðs vegar að af landinu. Keppni var milli landsvæða og staða um flestar innsendar lausn- ir. Tónlistarkrossgátan er ætluð bæði þeim sem vilja leysa létta gátu og þeims em vilja neyta Ijúfrar tónlistar að hætti Jóns. Dregið er vikulega úr réttum lausnum og nokkur vérðlaun veitt. Þau bréf sem ekki berast í tæka tíð fyrir drátt fara í pott næstu viku. UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Eiríkur Jóhanns- son flytur. Snemma á laugar- dagsmorgni Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07 Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 9.03 Út um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Endurfluttur nk. þriðjudag kl. 15.03) 10.03 Veðurfregnir. 10.15 Með morgunkaffinu. - Bolero eftir Maurice Ravel. Sin- fóníuhljómsveitin í Montréal leikur; Charles Dutoit stjórnar. - Concierto de Aranjuez eftir Jo- aquín Rodrigo. Julian Bream leikur með Sinfóníuhljómsveit- inni í Birrmingham; Simon Rattle stjórnar. - Dansar eftir Manuel de Falla. Pepe og Celín Romero leika. 11.00 í vikulokin. Umsjón: Þröstur Haraldsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Tónlist að sunnan. Trio da Paz, Hljómsveit Juan José Mo- salini, Jill’Gómez og fleiri syngja og leika sömbur, tangóa og mambóa frá Suður-Ameríku. 15.00 Strengir. Af tónlist heima Rós 2 kl. 9.03. laugordagslif. Umsjón: Hrafnhildur Holldórsdótfir. og heiman. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 16.05 Baukamenning. Lárus Blön- dal, fyrrverandi skjalavörður, talar um tóbaksbauka. (Áður á dagskrá í janúar 1971) 16.20 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisút- varpsins Umsjón: Dr. Guðmund- ur Emilsson. 17.00 Myndir og tóna hann töfraði fram Hundrað ár frá fæðingu Freymóðs Jóhannssonar iistmál- ara, lagahöfundarins „Tólfta september" Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson. (Aður á dag- skrá 24. september sl.) 18.00 Heimur harmóníkunn- ar. Umsjón: Reynir Jónasson. (Endurflutt nk. föstudags- kvöld kl. 21.15) 18.48 Dánarfregnir og auglýs- ingar. 19.30 Auglýsingar og veður- fregnir. 19.40 Óperukvöld Útvarpsins. Bein útsending frá Bijloke há_- tíðasalnum í Gent í Belgíu. Á efnisskrá: Don Giovanni eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Don Giovanni: Werner van Mechelen. Leporello: Huub Claessens. Donna Anna: Eiena Vink. Donna Elvira: Christina Högman. Don Ottavio: Marcus Schfer. Zerlina: Nancy Arg- enta. Masetto Nanco de Vried. II commendatore: Harry van der Kamp Þau syngja með kór og hljómsveitinni Petite Bande, sem leikur á gömul hljóðfæri. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins: Valgerður Valgarðsdóttir flytur. 22.30 Langt yfir skamint. Jón Karl Helgason gluggar í Bréf frá Ingu I-III, þar á meðal f bréf Njálupersóna að handan. Lesari: Ingibjörg Haraldsdóttir. (Endurfluttur frá því í sumar) 23.00 Dustað af dansskónum. 0.10 Um lágnættið. - Myndir á sýningu eftir Modest Mussorgsky. Shura Cherkasky leikur á píanó. - Sönglög eftir Hector Berlioz. Janice Taylor syngur og Dalton Baldwin leikur á píanó. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. Friltir ó Rós 1 og Rás 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar fyrir yngstu börnin. 9.03 Laugardagslíf. Um- sjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 13.00 Á mörkunum. Hjörtur Hows- er. 14.00 Hejmsendir. Umsjón: Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson. 16.05 Rokkland. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 17.00 Með grátt f vöngum. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfréttir. 19.40 Milli steins og sleggju 20.30 yinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henn- ingsson. 0.10 Næturvakt Rásar 2 heldur áfram. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá kl. 1. NÆTURÚTVARPID 2.00 Fréttir. 4.30 Veðurfréttir. 5.00 og 6.00 Fréttir og fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. AÐALSTÖÐIN 90,9/ 103,2 9.00 lnga Rún. 12.00 Gurrí. 15.00 Enski boltinn. 17.00 Hipp og Bítl. 19.00 Daníel Freyr. 22.00 Einar Baldursson. 3.00 Tónlistardeild. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Morgunútvarp. Eirikur Jóns- son og Sigurður Hall. 12.10 Laug- ardagsfléttan. Erla Friðgeirs og Halldór Bachmann. 16.00 íslenski listinn. Jón Axel Ólafsson. 19.19 19:19. 20.00 Laugardagskvöld. Ragnar Páll. 3.00 Næturvaktin. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með.næturvakt. Síminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSIÐ FM 96,7 10.00 Þorleifur Ásgeirsson. 13.00 Ágúst Magnússon. 16.00 Lára Yngvadóttir. 18.00 Baldur Guð- mundsson. 20.00 Baldur Guð- mundsson. 20.00 Ingólfur Arnar- son. 23.00 Næturvaktin. 3.00 Ókynnt tónlist. FM 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jönsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Róbertsson. 16.00 Pétur Valgeirsson. 19.00 Jón Gunnar Geirdal. 22.00 Pétur Rún- ar, Björn Markús. 23.00 Mixið. 1.00 Björn, Pétur. 4.00 Næturdag- skrá. ( KLASSÍK FM 106,8 10.00 Randver Þorláksson. 12.00 Blönduð tónlist. 16.00 Óperukynn- ing. 18.30 Blönduð tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Kvik- myndatónlist. 13.00 Á léttum nót- um. 17.00 Sigildir tónar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á dans- skónum. 24.00 Næturtónar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 0.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 13.00 Með sítt að aftan. 15.00 X-Dómínóslistinn. 17.00 Rappþátt- urinn Chronic. 19.00 Party Zone. 22.00 Næturvakt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.