Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 1
k BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER BLAÐ D Jafntefli í síð- astaheima- leik Ásgeirs ÍSLENDINGAR og Tyrkir gerðu markalaust jafntefli í 3. riðli Evrópu- keppninnar á Laugardalsvelli. Þetta var síðasti heimaleikur liðsins undir stjórn Ásgeirs Elíassonar, en það á einn leik eftir í riðlinum — gegn Ungverjum í Búdapest í næsta mán- uði. Að ofan er Arnór Guðjohnsen í baráttu við þrjá varnarmenn tyrk- neska liðsins í gærkvöldi, en þetta var 60. landsleikur Arnórs. Þrjú þús- und og ellefu manns greiddu að- gangseyri í gærkvöldi og lifðu sig vel inn í leikinn, a.m.k. þeir sem eru hér til hliðar. ¦ Markalaust / D2 Ferguson ífangelsi SKOSKI landsliðsmaðurinn hjá Everton Duncan Ferguson var í gær dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að skalla varnarmanninn John McStay hjá Raith Rovers í apríl 1994, en þá lék Ferguson með Glasgow Rangers. Hann var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar í maí í fyrra en áfrýjaði, en dómarinn í máli hans féllsl ekki á rök hans og sagði í gær að dómur undirréttar stæði óbreyttur. Ferguson hóf afplánun strax eftir að úrskurður lá fyrir í gær og losnar því ekki úr fangelsi fyrr en um miðjanjanúar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn 23 ára gamli sóknarmaður fær dóm því þegar umrædd- ur atburður gerðist hafði hann fjórum sinnum verið dæmdiu- og var á skilorði og „þriggja mánaða fangelsi er hæfileg refsing og ætti að vera öðrum til varnaðar," sagði dómarinn. Talsmaður Fergusons segir að hann sætti sig við dóminn og ekki verði áfrýjað aftur. „Hann fellst á að svona hegðun sé ósæmiieg en fannst dómurinn heldur harður og því var áfrýjað," sagði talsmaður hans. Forráðamenn Everton taka í sama streng og segja dóminn allt of strang- an. m Tyrkneski þjálfarinn trylltist TYRKNESKI þjálfarinn, Terim Fatih, var fokill- ur eftir leikinn og vildi ekki ræða við blaðamann Morgunblaðsins. Þess í stað rauk hann til Ás- geirs Eliassonar landsliðsþjálfara íslands sem þakkaði honum fyrir leikinn eins og siður er hjá flestum þjóðiun. Eftir að Ásgeir hafði tekið í hönd hans jós Tyrkinn úr skálum reiði sinnar á mj ög bjagaðri ensku og eitt af því fáa sem hann sagði voru blótsyrði sem ekki eru prenthæf. Astæða þessa mun vera að í síðarí hálfleik fór hann út að hliðarlinu og kallaði ókvæðisorð til Arnórs Guðjohnsen sem svaraði honum. „Það er auðvitað númer eitt að þegar maður er að spila fótbolta þá eiga s( jórnarmenn eða þjálf ari hins liðsins ekki að koma útað hliðarlínu til að skamma mótherjana. Ég sagði honum óskbp rólega að setjast niður," sagði Arnór um atvikið. F0ótlega bættust fleiri Tyrkir í hópinn til að hella sér yfir Ásgeir og Gústaf Björnsson aðstoð- arþjálfara og enn fuku fúkyrðin, en í slending- arnir héldu ró sinni þrátt fyrir óheyrílegan dóna- skap blóðheitra Tyrkja. Gústaf reyndi að benda þjálfaranum á að Arnór hefði verið að reyna að leika knattspymu og það væri ekki til siðs að þjálfarar og forráðamenn mótherjanna væru að skipta sér af hinu liðinu. En engu tauti var komandi við þjálfarann sem var gjörsamlega ófaanlegur til að veita viðtal. Morgunblaðið/RAX "¦t'í-sðHJ- s :£á í-ýfC Æfe * HM Wt -* sP^B-*&*s"r >*^^íic^í»s l :- i> .:¦¦ -* W l 1 ;£•:,-. :vv:>" ,""•'""¦ I |m# ¦ '¦ '¦" t^jS B^ "H^B'- SJHLrr*,*§|l K ^9L W?-,.;'.'¦' ^H :*"*'."'V' &í :''í ¦¦¦'¦ *ív- - ^5h¥^*í35£.* "- "--•''Æ':. ": W -V"\ ,.-\?rfí^p^^6i i ? _ M jP^^V^A f ^M^^^P^' •' I ^fflwí *" k< ' - * A IWIi1.*.!, v " sg-é JBr 1 ; p -^ fflj B-|H ^K, !¦ hL^ fej Æ R* Morstunblaðið/Þorkell SKVASS Kim Magnús til EUIónakó KIM Magnús, íslandsmeistarinn í skvassi, heldur til Mónakó á sunnu- daginn þar sem hann tekur þátt í Meistaramóti meistaranna í Evr- ópu, en þangað er boðið öllum landsmeisturum karla og kvenna. Mótið fer fram dagana 18. til 22. október og sagðist Kim Magnús vonast til að sér gengi vel. Mótshaldarar halda öllum kepp- endum uppi á meðan mótið stendur þannig að Kim Magnús þarf bara að koma sér á staðinn. Hann er nýkominn heim frá Danmörku þar sem hann æfði með landsliði Dana í þrjár vikur og sáu Danirnir um fæði og gistingu fyrir Kim. + EM LANDSLIÐA: RÚSSAR OG SPÁNVERJAR ÖRUGGIRIÚRSLITAKEPPNINA / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.