Morgunblaðið - 13.10.1995, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 13. ÓKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ínr og Skitar
í maikaössókn
FERÐAMÁLAYFIRVÖLD á írlandi
og í Skotlandi fengu nýlega tals-
verðar ijárhæðir til kynningar-
starfs. Verður það bundið við Bret-
landseyjar til að byija með, en af
frásögn ritsins Travel weekly að
dæma má gera ráð fyrir markaðs-
sókn í Evrópu á næstu árum.
Bæði Skotar og írar vilja lengja
ferðamannatímabilið og auk þess
finnst írum kominn tími til að
breyta ímynd landsins. Travel we-
ekly hafði eftir Endu Kenny, írska
ferðamálaráðherranum, að 25 ára
saga hryðjuverka á Irlandi hefði
haft afar slæm áhrif á þróun og
vöxt írskrar ferðaþjónustu.
Ferðamálayfirvöld á íriandi
fengu tvær milljónir punda, eða
jafnvirði rúmlega 200 milljónir
króna, til kynningarstarfs. Mikiil
áhugi mun vera á að kynna fegurð
írlands að hausti og einnig sveitir
landsins.
Sitthvað á tllboði
Skoska ferðamálaráðið hefur
ákveðið að veija jafnvirði 130 millj-
óna króna til kynningar á „gullnu
hausti í Skotlandi," átaki, sem fyrst
og fremst er ætlað að teygja ferða-
mannatímabilið fram á vetur. Auk
þess hafa ýmsir hagsmunahópar
tekið höndum saman og lagt jafn-
virði 20 milljóna króna í sjóð, sem
notaður verður til kynninga í tengsl-
um við átak ferðamálaráðs. Á
haustmánuðum verður ýmislegt á
tilboði vegna kynningarinnar. ■
Bændaferð
til írlands
BÆNDASAMTÖKIN efna til
sérstakrar bændaferðar til
vesturstrandar_ írlands 7.-12.
nóvember nk. í upphafí ferðar
verður gist í tvær nætur í
Dyflinni. Þaðan verður farið
þvert yfir írland til Galway og
gist þar í þijár nætur.
í Galwáy verða verða fjár-
bændur meðal annars heim-
sóttir o g afkoma þeirra skoðuð.
írar eru stærstu útflytjendur
kindakjöts í Evrópu og þvi
væntanlega fróðlegt fyrir ís-
lenska bændur að kynnast við-
horfum írskra starfsbræðra
sinna og fá svar við nokkrum
spumingum svo sem um slát-
urkostnað, framleiðslukostnað,
hvaða styrki írskir íjárbændur
fái o.fl.
Bunratty kastali verður
skoðaður og farið þar í miðald-
arveislu. Einnig verður komið
til Limerick og ýmsir aðrir
athyglisverðir staðir skoðaðir
eftir þvi sem tími leyfir.
Allar nánari upplýsingar um
bændaferðina er hægt að fá
hjá Bændasamtökunum. g
FERÐALÖG
Þar er friður huytak
en ekki raunverulei
Það er vandi að vera ferðamaður
í Jerúsalem. Það er vegna þess að
á þessu litla landsvæði búa tvær
ólíkar þjóðir og önnur er herraþjóð-
in. í fyrstu er erfitt að átta sig á
hver er hvað. Hver er gyðingur og
hver er arabi? Það er eins gott að
vita það. Þú heilsar ekki gyðingi
með kveðju upp á arabísku og öfugt.
Meðan maður kann ekki að greina
þessar tvær þjóðir í sundur er eins
gott að heilsa upp á íslensku; góðan
dag, gott kvöld. Enginn hefur verið
grýttur fyrir það.
En málin skýrast fljótlega í þess-
ari fjölbreyttu mannlífsflóm. Það er
svo margt sem aðgreinir þessar tvær
þjóðir. Það eru arabar sem búa í
austurhluta borgarinnar, þar sem
götuljós eru óþekkt, húsin lágreist
og ljót og sorpið liggur í haugum
meðfram götunum. Þeir eru niðurl-
útu karlmennimir, sem vinna verka-
mannavinnu og þjóna þér til borðs
á veitingahúsunum. Númeraplötur
bílanna þeirra eru bláar.
Bláar og gular númeraplötur
ísraelar búa í vesturhluta borgar-
innar, sem sker sig ekki úr hvaða
stórborg sem er í heiminum, með
upplýstum strætum og stórverslun-
um. Þeir eru karlmennimir sem
gegna ábyrgðarstöðum og finnast
þeir ekki þurfa að afsaka tilvem
sína. Bílana þeirra þekkir þú á gulu
númeraplötunum. Það er á þennan
hátt sem þessar tvær þjóðir búa
saman í landinu helga. Heimsbyggð-
in hefur fylgst með hvemig sú sam-
búð hefur verið þrautaganga í marga
áratugi.
Ég bý í austurhluta Jerúsalem,
er gestur Sigurbjargar Söebech,
starfsmanns Rauða krossins í Pa-
lestínu. Út uni stofugluggann blasir
við stóri kirkjugarðurinn þar sem
auðugir amerískir gyðingar kaupa
sér gröf fyrir sex þúsund banda-
ríkjadollara. Þeir voru ef til vill
ekki reiðubúnir að lifa iífinu í land-
inu helga, við óhelgar aðstæður, en
tryggja sér á þennan hátt sinn eign-
arhluta í þessu landi, sem þeir töldu sig hafa óskipt-
an rétt til.
Þekktlr fyrlr gestrisnl
En þeir em sprelllifandi, arabísku nágrannarnir, sem
sitja í görðum sínum fyrir framan húsin í hverfinu. Ara-
bar eru þekktir fyrir gestrisni, það er erfitt að komast
óséður inn í húsið, alltaf em einhveijir tilbúnir til þess
að bjóða upp á tebolla. Gamli maðurinn í næsta húsi hefur
sínar eigin hugmyndir um helförina og atburði heimsstyij-
aldarinnar síðari. Segist aldrei hafa trúað lygum og áróðri
um fjöldamorð á gyðingum. Einhveijir hafi eflaust verið
drepnir, en þá væri hægt að telja í tugum. Dráp á milljónum
væri hrein og klár lygi, sögð í þeim tilgangi einum að réttlæta
landnám gyðinga.
Það er gaman að ræða við gamla manninn, en óneitan-
lega setur hitinn í garðinum strik í reikninginn. Kófsveittar
í 35 stiga hita sitjum við huldar klæðum frá toppi til tá-
ar. Inni í hverfum araba þurfa konur að hylja líkamann vel
af trúarlegum ástæðum, fötin þurfa að ná niður fyrir hné og
olnboga. Karlmennirnir spóka sig léttklæddir í sólinni, klæddir stutt-
buxum einum fata.
íslensklr frlöarsinnar
Við ökum kappklæddar í bíl um borgina. Við bíðum þess með
óþreyju að komast inn í vesturhlutann þar sem engar velsæmisregl-
ur gilda um klæðnað. ísraelskir hermenn vakta umferðina yfir
borgarmörkin. Þegar við nálgumst varðhliðið tökum við niður sólgler-
augun, setjum upp sólskyggnið í framglugganum, kveikjum ljósið
inni í bílnum og drögum upp vegabréfin. Saklausar konur, með enga
hryðjuverkamenn eða sprengjur í för, íslenskir friðarsinnar.
Bfll Rauða krossins er merktur hvítum númeraplötum, sem veitir
ökumanni og farþegum nokkuð fjálsan aðgang að öllum borgar- og
landshlutum. Og hér förum við auðveldlega í gegn. Það sama gildir
um bílana með gulu númerin; en þeir blámerktu geta þurft að bíða
í langan tíma eftir merki um að halda áfram, eru oftar en ekki
skoðaðir nákvæmri skoðun og tafðir á allan hugsanlegan hátt.
Hræddlr vlö konu undir stýrl
Umferðin í þessari borg er ótrúleg, ökumenn virðast fara eftir
einhverjum óskráðum lögum, sem ekkert eiga skylt við umferðar-
reglur. Ég dáist að Sigurbjörgu, sem lætur sig hafa það að vera
þátttakandi í þessari bijálsemi, meðan ég sit við hlið hennar með
fótinn rígnegldan á ímyndaðri bremsu. Hún segir tvennt hjálpa sér
í umferðinni; að tala háum rómi við aðra bflstjóra, þótt þeir heyri
ekki í henni, og sú staðreynd að þeir verða hræddir þegar þeir
sjá konu undir stýri, en það er sjaldgæf sjón á þessum slóðum.
Það eitt að komast lifandi og ósködduð úr þessari umferð sannfær-
ir mig um það að ég sé raunverulega stödd í landi kraftaverkanna.
Að koma inn í gömlu borgina í Jerúsalem er eins og að stökkva
inn í gömlu Biblíusögukennslubókina úr bamaskólanum. Það er
undarleg tilfinning að ganga eftir Via Dolorosa, leiðinni sem Jesú
gekk til Golgata. Fólkið, sem gengur þessa götu núna, á líklega
ERMARSUNDSGONGIH
Barist fyrir afnámi
tollfriálsiar sölu
FORSVARSMENN „Eurotunnel"
eða Ermarsundsganganna, nýjustu
samgönguleiðarinnar milli Parísar
og Lundúna, hófu í síðasta mánuði
aðra tilraun til að fá söluá tollfijáls-
um vamingi bannaða. Áður höfðu
enskir dómstólar hafnað beiðni
þeirra um bann við slfkri sölu um
borð í breskum feijum.
Núna beina þeir spjótum sínum
að franska flutningafyrirtækinu
SNAT og reka málið fyrir dómstól-
um í París, enda stefna þeir að því
að hindra sölu þeim megin gang-
anna. Málið var tekið' upp um leið
og talsmenn Ermarsundsganganna
höfðu óopinberlega viðurkennt að
hafa tapað baráttu sinni fyrir að
öll tollfijáls sala yrði bönnuð sumar-
ið 1999. Aftur á móti neita þeir að
tjá sig um málið opinberlega fyrr
en Evrópusambandið gefur út yfir-
lýsingu um hvort slík sala verði
lýst ólögleg eða ekki.
Fyrirhugað er að lög um afnám
tollfijálsrar sölu alls staðar i Evrópu
taki gildi í júní 1999. „Einum og
óstuddum tekst okkur ekki að vinna
að framgangi málsins. Við verðum
að vera raunsæir. Engum dettur í
hug að ríkisstjórnin leggi bann við
tollfijálsri sölu á næstunni eingöngu
okkar vegna. Þótt við höldum áfram
að láta í okkur heyra og upplýsa
að hneykslanlegir peningahagsmun-
ir ráði ferðinni, nægir það ekki til
að eitthvað verði aðhafst," var haft
eftir einum stjórnanda Ermarsunds-
ganganna í Travel Weekly nýverið.
Tollfrjáls sala í ferjum
og flugvélum
Sala tollfijáls vamings er leyfð
um borð í feijum og flugvélum og
ERMARSUNDSGÖNGIN - Fyrir tæpu ári fór fyrsta lestin frá Wat-
erloo-stöðinni í Lundúnum gegnum Ermarsundsgöngin til Parísar.
því finnst forsvarsmönnum Evrópu-
gangnanna þeir beri skarðan hlut
frá borði. Þegar Le Shuttle-neðan-
sjávarlestimar vom framleiddar var
ekki gert ráð fyrir slíkri sölu um
borð vegna myndunar innri mark-
aðar ESB árið 1993.
Forsvarsmenn Ermarsundsgang-
anna em líka óhressir með að ráð-
herraráð Evrópusambandsins hefur
framlengt leyfi flugfélaga og feiju-
‘ félaga á sölu tollfijáls varnings.
Þeir telja félögin hagnast um 173
milljónir punda, eða um 17,3 millj-
arða íkr. árlega á sölunni.
Gríðarlegir fjárhagserfiðleikar
blasa við í rekstri Ermarsunds-
ganganna. Bankarnir hafa hliðrað
til meðan stjórnendur leita leiða til
að finna lausn á skuldastöðunni.
Skuldin er um 8 milljarðar punda,
eða um 800 milljarðar íkr., og hafa
bankarnir veitt tímabundinn frest
á umsömdum afborgunum, tveimur
milljónum punda á dag, sem fyrir-
tækinu var orðið um megn að
standa í skilum með. Nú hefur
fengist 18 mánaða frestur til að
semja við 225 banka um skuldirn-
ar. ■