Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Beðið um áhættuf jármagn til uppbyggingar í ferðapjðnustu Vestmannaeyjum. Morgunblaðid. RÚMLEGA 160 manns tóku þátt í Ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs íslands sem var haldin í Vestmannaeyjum 5. og 6. október. Þar voru fjörlegar umræður um þau málefni er ferðaþjónustuna varða og voru ályktanir um ýmis efni sam- þykkt í lok ráðstefnunnar. Þá voru flutt erindi um fjárfesting- ar í ferðaþjónustu og umhverf- ismál og umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs afhent í fyrsta skipti. Þau féllu í hlut félags- búsins í Vigur við ísafjarðar- djúp. Birgir Þorgilsson, ferðamála- stjóri, setti ráðstefnuna sem haldin var í Hvítasunnukirkjunni í Eyjum. Birgir fjallaði í ræðu sinni um gildi og mikilvægi ferðaþjónustu og sagði að enginn einstaklingur hefði gert jafn mikið fyrir íslenska ferðaþjónustu og frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, Færði hann henni sérstakar þakkir fyrir hennar framlag til þessara mála og tóku ráðstefnugestir undir það með dynjandi lófataki. Ferðaþjónustufyrírtæki á verðbréfamarkað Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, ávarpaði ráðstefnuna og sagði að vaxtabroddurinn í atvinnulífinu í Vestmannaeyjum fælist í ferðaþjón- ustu. Því vildu bæjaryfirvöld fylgja eftir og hefðu ráðið til starfa at- vinnu- og ferðamálafulltrúa og eins hefði verið samið við einstaklinga í Alþjóðlegir peimavimr International Pen Friends útvegar þér a.m.k. jafnáidra pénnavini frá ýmsuní löndum, sem skrifa á ensku. Samskonar þjónusta á þýsku, frönsku, spænsku og portúgolsku. * ; /V I.P.F., pósthólf 4276, 124 Reykjavík, sími 881 -8181. [. HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra, kynnti skipun starfshóps til að móta til- lögur að stefnumörkun í ferðaþjónustu. Eyjum um rekstur upplýsingamið- stöðvar fyrir ferðamenn. Stefán Halldórsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfaþings íslands, flutti erindi um hvað þyrfti til að vekja áhuga fjárfesta á ferðaþjónustu. Hann sagði það sitt mat að ferða- þjónustufyrirtæki ættu erindi á verð- bréfamarkað, en ýmislegt kæmi í veg fyrir að fjárfestar hefðu áhuga á greininni. Þeir byggðu ákvarðanir sínar mikið á opinberum upplýsing- um, svo sem ársreikningum og rekstraráætlunum en ferðaþjónustu- fyrirtæki veittu flest mjög litlar upp- lýsingar um starfsemi sína. Stefán sagði að eignarhald fyrir- tækja í ferðaþjónustu og rýr arðsemi þeirra fældi fjárfesta frá auk þess sem smæð fyrirtækja í greininni hindraði aðgengi að verðbréfamark- aði og drægi úr hreyfanleika verða- bréfa. Hann nefndi að gjörbreyta þyrfti afstöðu til upplýsingamiðlunar og gera þyrfti breytingar á eignar- haldi og stjórnun fyrirtækja í grein- inni til að almennir fjárfestar gætu átt samleið með hagsmunafjárfest- um. Vinna þyrfti að samruna fyrir- tækja í greininni og horfur þyrftu að vera á að fjárfestingar í ferðaþjónustu skiluðu arði til að glæða áhuga fjárfesta. Aðgangseyrlr á ferðamannastöðum? í erindi Ólafar Arnar Haraldssonar, formanns umhverfismálanefndar Alþingis, um umhverfis- mál tengd ferðaþjónustu kom fram að móta þyrfti framtíðarstefnu í þessum málum. Ólafur Öm sagði að hið opinbera þyrfti á næstu árum að leggja fram fé til að bæta um- hverfí og aðkomu á fjöl- sóttustu ferðamanna- stöðum landsins. Hann varpaði fram hugmynd um gjaldtöku 'í formi aðgangseyris á ferðamanna- stöðum, en taldi hana víða erfiða og óframkvæmanlega. Að framsöguerindum loknum voru umræður og fyrirspumir til frum- mælenda, en að því loknu hófst vinna í málefnahópum sem ráðstefnugestir skiptu sér í. Um kvöldið yai1 síðan uppákoma í boði Eyjamanna þar sem farið var með alla ráðstefnugesti á bátum í Klettsvík þar sem kveiktur var varðeldur og bornar fram veiting- ar. Ný framleiðsla Vinnslustöðvar- innar í Eyjum á fískréttum var uppi- staðan í matnum sem fram var bor- inn, en auk þess var boðið upp á úteyjalamb. Árni Johnsen og hljóm- sveitin Hálft í hvoru tóku síðan lagið með ráðstefnugestum í Klettsvíkinni áður en haldið var um borð í Herjólf við Básaskersbryggjuna í Eyjum þar sem ráðstefnugestir snæddu reyktan iunda og viðeigandi meðlæti. „ísland yngst landa, land í sköpun" Á síðari degi ráðstefnunnar flutti Halldór Blöndal, samgönguráðherra, ávarp þar sem hann Ijallaði um mik- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Á laugardagskvöldið var farið með alla ráðstefnugesti á bátum í Klettsvík þar sem kveiktur var varðeldur og voru bornar fram veitingar í boði Eyjamanna. ilvægi ferðaþjónustunnar. Hann sagði að ferðaþjónustan væri á upp- leið sem atvinnugrein og nefndi því til stuðnings að á síðasta ári hefði greinin skilað 11% af gjaldeyristekj- um þjóðarinnar á móti 6% fyrir 10 árum og þannig haslað sér völl sem atvinnu- vegur sem kæmi næst á eftir sjávarútveginum við öflun gjaldeyris- tekna. Halldór sagði að íslendingar þyrftu að fínna sér vígorð sem festist í minni þeirra sem ná ætti til og varp- aði fram hugmynd; „Is- land yngst landa, land í sköpun." Við lok ráðstefnunn- ar voru afgreiddar ályktanir og niðurstöð- ur starfshópa ráðstefn- unnar. Meðal annars kom fram ályktun um fjárfestingu í ferðaþjónustú þar sem skorað var á stjómvöld og lánastofn- anir að veita áhættufjármagni til uppbyggingar á afþreyingu og nýj- ungum í ferðaþjónustu. Gera atvinnugreinina sýnilegri í íslenskum fjölmiðlum Samþykkt var að hvetja stjóm ferðamálaráðs og ferðamálastjóra til að ígrunda hvernig gera megi at- vinnugreinina sýnilegri í íslenskiim fjölmiðlum og bent var sérstaklega á hversu litla eftirtekt íjölmiðlar sýndu ráðstefnunni miðað við sam- bærilegar samkomur hjá öðrum at- vinnuvegum þjóðarinnar. Þá var samþykkt að skora á samgönguráð- herra að efla þátt ferðaþjónustunnar í starfi ráðuneytis síns og lagt til að sérstök ferðamáladeild yrði stofnuð innan sam- gönguráðuneytisins. Ráðstefnan sam- þykkti að leita álits umboðsmanns Alþing- r is vegna vanskila ríkis- ins á 10% af árlegri vörusölu Fríhafnarinn- ar í Keflavík, sem renna á til Ferðamála- ráðs. Einnig var sam- þykkt að lögð væri áhersla á að yfirvöld gættu ýtrustu varkárni í ákvarðanatöku í virkjana- og stór- iðjumálum og mótmælti ráðstefnan fyrirhuguðum virkjanaframkvæmd- um norðan Vatnajökuls vegna þeirra ótvíræðu hagsmuna íslenskrar ferðaþjónustu sem fælust í óspilltri náttúru. í lok ráðstefnunnar bauð vest- mannaeyjabær ráðstefnugestum til kvöldverðar og lauk þar með vel heppnaðri ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs íslands 1995. ■ Ráðstefnan sam- þykkti að leita álits umboös- manns Alþingis vegna vanskila ríkisins á 10% af árlegri vörusölu Fríhafnarinnar í Keflavík, sem renna á til Ferða- málaráðs. konur þurfa járn Járn er nauðsynlegt m. a. fyrir blóðið, vöðvana og heilann. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir konur og börn í vexti. Þar sem þörf er á nægu C-vítamíni til að járnið nýtist, er C-vítamín í okkar járni. Járntöflur eru fáanlegar í mörgu formi og nýtist líkamanum misvel. Ferrus Succinate nýtist betur en flest annað járn og veldur minni truflun í meltingarfærum. Þess vegna er Ferrus Succinate í járni Heilsu. [ || v ISlhEilsuhusið Kringlunni & Skólavörðustlg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN! Ferðamenn a sloðum furfeðia FERÐAÞJONUSTA bænda er þátttakandi í samstarfi nokkurra þjóða undir yfirskriftinni „Routes to the Roots“ sem á íslensku mætti útleggja sem „Leiðir til rótanna.“ Markmið þessa sam- starfs er að bjóða afkomendur innflytjenda frá Evrópu til Bandaríkjanna velkomna á slóðir forfeðranna og hefur verkefnið verið styrkt af Evrópusamband- inu. Samstarfíð var kynnt á fundi sem haldinn var í New York í síðustu viku. Þar kom meðal ann- Ferðafélag íslands Helgina 14.-15. október verður farið í haustferð í óbyggðir. Lagt verður af stað kl. 8 á laugardags- morgun og gist í sæluhúsi Ferðafé- lagsins aðfararnótt sunnudags. Laugardaginn 14. október kl. 10.30 verður farið í haustgöngu Hornstrandafara. Gengið verður á Selfjall og niður með Ingólfsfjalii að Efstalandi í Olfusi. Kvöldverður og skemmtun í Básnum að lokinni göngu. Skollertríóið kyndir undir söng göngufólks. Þáttaka er ekki eingöngu bundin við Hornstrand- arfara Ferðafélagsins. Sunnudaginn 15. október verða tvær gönguferðir á Hengilssvæð- inu. Kl. 10.30 verður gengið á Hengil og niður í Dyradal. Kl. 13 verður ijölskylduganga um Hestvík ars fram í máli Johns Jordan, yfirmanns ferðamáladeildar ESB, að „Routes to the Roots“ væri besta verkefnið sem í gangi væri innan deildarinnar. Lofaði Jordan áframhaldandi stuðningi Evrópusambandsins. Á fundinum kom einnig fram loforð talsmanna Ferðamálaráðs Bandaríkjanna þess efnis að þeir tækju að sér dreifíngu á fyrsta sameiginlega bæklingnum sem gerður hefur verið um verkefnið. I Bandaríkjunum einum verður honum dreift í 180 þúsund ein- og Nesjahraun, ekið um Nesjavalla- veg. Brottför í ferðirnar er frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. tökum í fyrstu umferð, en í bækl- ingnum er að finna kynningu á öllum löndum sem taka þátt í samstarfinu. Auk íslands er þar um að ræða Grikkland, Holland, Noreg, Bretland, Þýskaland og írland. Á næstunni er gert ráð fýrir að Ítalía, Finnland, Pólland, Slóvenía og Ungveijaland bætist í hópinn. Stjórn verkefnisins „Routes to the Roots“ skipa 5 manns og á ísland þar fulltrúa, Þórdísi Eiríksdóttur. ■ Útivist Sunnudaginn 15. október verður genginn annar áfangi raðgöngunn- ar forn frægðarsetur. í þetta skipti verða Bessastaðir heimsóttir en lagt verður af stað frá BSÍ kl. 10.30. Guðmundur Ólafsson, fornleifa- fræðingur, fræðir göngufólk um uppgröftinn á Bessastöðum og Ein- ar Laxnes, sagnfræðingur, rifjar upp sögu staðarins. Gengin verður gömul þjóðleið að þingstaðnum í Kópavogi og víst að margt fróðlegt mun bera á góma í ferðinni. Helgina 14.-15. október verður farið í helgarferð þar sem gengið verður yfír Fimmvörðuháls og gist í skála Útivistar á hálsinum. Farið verður af stað á laugardagsmorgun kl. 8. Fararstjóri verður Gunnar Hólm Hjálmarsson. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.