Morgunblaðið - 15.10.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 15.10.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 C 3 Um tengingu og drátt öícutækia TALSVERÐUR misbrestur virðist á því hvernig og yfirhöfuð hvort öku- menn fá vitneskju um reglur og reglugerðir sem settar eru fyrir okk- ur vegfarendur að fara eftir. Hér kemur kynning á einni reglugerð sem sett var árið 1992 og fjallar um tengingu og drátt ökutækja. Hér áður fyrr voru ekki eins skýr- ar reglur um tengingu og drátt og nú eru í gildi. Þannig var ekki gert ráð fyrir því að tengibúnaður væri sérbúnaður sem sérstaklega væri tilgreindur í skráningarvottorði. Nú eru hins vegar í gildi reglur sem kveða á um að það er óheimilt að nota ökutæki til að draga eftirvagn nema það sé skráð til slíkrar notk- unar. Það þýðir með öðrum orðign að dráttarbúnaðurinn, beislið, dráttarkúlan og raftengið eiga að vera af viðurkenndri gerð og samþykkt af skoðunaraði- lanum. Slíkur búnaður er skráð- ur sem sérbúnaður í skráning- arskírteini. Allir sjá nauðsyn þess að slíkur búnaður í notkun sé í fullkomnu lagi og uppfylli öryggiskröfur. í reglugerðinni koma fram upplýsingar um Ijósabúnað á eftirvagni og tengitæki og þær má endur- segja í þeim orðum að eftir- vagnar og tengitæki, sem notuð eru í almennri umferð, eiga að vera með stöðu-, hemla- og stefnuljósum og einnig í flestum tilfellum með númeraljósum. Þegar ökutæki er dregið með taug má hraðinn vera mestur 30 km á klst og hámarksbil milli ökutækjanna má mest vera 5 metrar á því að kaupa eitt viðbótarskrán- ingarnúmer til að setja aftan á kerr- una sína og ber þá kerran sama númer og bíllinn sem dregur. Þó ber að geta þess að ef kerran er 750 kg að heildarþyngd eða meira þá er hún skráningarskyld og önnur og Númer á flestum kerrum í reglugerðinni er sagt frá því í 3. grein að: „Skyggi öku- tæki (eftirvagn eða tengitæki) sem ekki er skráð á skráningar- merki bifreiðar sem það er tengt við, skal vera skráningarmerki á ökutækinu sem er dregið.“ Þetta þýðir það með öðrum orðum að sá sem dregur kerru á eftir sér, sem gerir það að verkum að aðrir vegfar- endur sjá ekki á númerið á bílnum hans er að bijóta ákvæði reglugerð- ar þessarar og þar með umferðarlag- anna. Til að leysa þetta vandamál eiga þeir sem eiga bílar sem eru með viðurkenndan tengibúnað rétt ÞEIR sem eiga bílar með viðurkenndum tengibúnaði eiga rétt á því að kaupa eitt viðbótarskráningarnúmer til að setja aftan á kerruna sína. ítarlegri ákvæði gilda. Af sjálfu leið- ir að það þarf númersljós til að lýsa á númer aftan á kerru sem dregin er á eftir ökutæki hvort sem kerran er skráningarskyld eður ei. Hámarkshraði í drætti Þegar dregið er með taug má hraðinn vera mestur 30 km á klst en ef dregið er með stöng eða öðrum viðurkenndum búnaði _ má hann mestur vera 50 km klst. í reglugerð- inni segir einnig að ef dregið er með taug megi hámarksbilið milli öku- tækjanna vera mest 5 metrar og það eigi að merkja taug með rauðri eða gulri veifu ef hún er lengri en 3 metrar. Þá er að finna í reglugerð- inni ákvæði um það að ökutæki megi ekki draga þyngra ökutæki en það er hannað til að draga. Sömu- leiðis er kveðið á um að bifreið með heildarþyngd allt að 3500 kg eða minni má ekki draga hemlalaust ökutæki (eins og eftirvagn) sem er þyngra en helmingur af eigin þyngd ökutækisins sem dregur, Lítið og létt ökutæki, t.d. lítinn fólksbíll með 1400 kg heildarþyngd og 800 kg eigin þyngd, má ekki nota til að draga hemlalausan eftirvagn (t.d. vélsleða- eða- hestakerru), sem er þyngri en helmingur af eigin þyngd bílsins þ.e. 400 kg. Þegar eftirvagninn er búinn hemlum gilda lítið eitt aðrar reglur. Ósiöur og lögbrot En víkjum aðeins að öðru atriði sem mér er næst að halda að sé séríslenskt. Oft má sjá til ferða ökumanna sem fest hafa bíla sína saman með spotta og síðan er báðum bílunum ekið fýrir vélarafli en sá aftari þá óskráður. Er þetta leyfilegt? Svarið við því er neitandi. í skilningi umferðarlaganna á sér stað akstur beggja ökutækj- anna þó svo þau séu fest saman með spotta og akstur óskráðra skráningarskyldra ökutækja er bannaður nema við sérstakar aðstæður. Það sem verið er að gera með því að hnýta spottann á milli er væntanlega það í flest- um tilfellum að ökumaður skráða ökutækisins (þess sem er búið núm- erum) er með tryggingum á bíl sín- um að ábyrgjast óskráð ökutæki hvað varðar bætur fyrir hugsanlegt tjón. Hér er ekki um drátt að ræða og athæfi sem þetta orkar mjög tví- mælis og lögreglu ber að taka á slík- um brotum og kæra ökumenn sem gerast á þann hátt brotlegir. ■ Eiríkur Hreinn Helgason er kennarí í Lögregluskóla ríkisins. 3ja lítra Opel Corsa OPEL kynnti á bílasýningunni í Frankfurt framlag sitt í óformlegri samkeppni allra helstu bílaframleið- enda í Evrópu um svokallaðan þriggja lítra bíl. Þriggja lítra bíll á að komast 100 km leið á þremur lítrum af eldsneyti. Opel segir að frumgerðin af 3ja lítra Opel Corsa Eco 3 komist 100 km á 3,4 lítrum af dísilolíu og nái 3ja lítra markinu með því að bílnum sé ekið á jöfnum 90 km hraða á klst. Eco 3 er með dísilvél með forþjöppu og beinni innspýtingu. Bíllinn er gerður að mestu úr léttum efnum sem enn sem komið er þykja ekki hagkvæm til notkunar í fjöldaframleidda bíla. í raun réttri á þriggja lítra bíll að komast þessa leið á þremur lítr- um á ýmsum aksturshraða, svoköll- uðum „Euromix" sem er staðall þar sem líkt er eftir raunverulegu akst- urslagi ökumanna. OPEL Corsa Eco 3 ÞAÐ fer ekki mikið fyrir dísilvél- inni sem er með beinni inn- spýtingu og forþjöppu. Fleiri á lefAinni Með Opel Corsa Eco 3 frumgerð- inni hefur Opel slegist í hóp með öðrum stórum bílaframleiðendum í Þýskalandi sem ætla að framleiða neyslugranna bíla. Mercedes-Benz hefur t.a.m. sagt að ein útfærslan í A-línunni sem kemur á markað 1997 verði 3ja lítra bíll og Volkswagen hefur sömuleiðis lýst því yfir að slíkur bíll verði smíðaður í verksmiðjum VW. BMW hefur gefið til kynna að 3ja lítra bíllinn komi frá dótturfyrir- tækinu Rover í Englandi árið 2000 en Rover hefur víðtæka reynslu af framleiðslu smábíla. SÆTISÁKLÆÐI og. innrétt- ing er óvenjuleg. ÚR verksmiðju Renault V.I. í Bouthéon. 200 þúsund gírkassar í Bouthéon VERKSMIÐJA Renault V.I., þar sem framleiddir eru B9 og B18 gír- kassar í flutningabíla, var opnuð árið 1970. Hún er staðsett í Bouthé- on í Loire-dal og veitir nálægt 450 manns vinnu. Nýlega var 200 þús- undasti gírkassinn framleiddur í verksmiðjunni. íslenskir blaðamenn áttu þess kost á dögunum að litast um í þessari sérhæfðu og tækni- væddu verksmiðju. Auk þessara tveggja gerða af gírkössum eru framleiddir í Bouthé- on G4 gírkassarnir sem eru 5,6 eða 9 gíra og gerðir fyrir 850 Nm átak að hámarki. Fyrsti B9 gírkassinn með 9 gírum fyrir 310 hestöfl leit dagsins ljós í árslok 1979. B18, 18 gíra útgáfan, var síðan smíðaður 1984 fyrir 340-370 hestöfl. Lægri bilanatíðni Á þeim 15 árum sem verksmiðj- an hefur verið starfrækt hefur B9-B18 gírkassinn verið þróaður til að vinna með 10 og 12 lítra vélum og V8 og E9 Mack-vélum, en Repault á Mack í Bandaríkjun- um. Árið 1986 var fyrsta ACS- kerfið, (sjálfvirk kúpling), smíðáð í verksmiðjunni og 1992 kom TBV- kerfið á markað sem er tölvustýrð- ur gírkassi. 1993 náðist sá áfangi að B9-B18 gírkassinn náði 2.000 Nm átaki. í Bouthéon eru nú fram- leiddir gírkassar fyrir að allt að 530 hestöfl og 2.250 Nm átak. Afkastageta vörubifreiða er sí- fellt að aukast og meðalkeyrsla þeirra hefur aukist frá 80 þúsund km á ári í 120 þúsund km á ári. Áreiðanleiki vörubifreiða hefur auk- ist á síðustu árum og bilanatíðni minnkað og það á jafnt við B9-B18 gírkassana. Tvöfalt gæðaeftirlit er í verksmiðjunni í Bouthéon og áður en gírkassarnir fara út úr henni fara þeir í gegnum ítarlega prófun. í verksmiðjunni er hægt að fylgj- ast með því hvernig hráefnið, stál og ál, verður að fínrenndum tann- hjólum á fjölmörgum sérhæfðum vinnustöðvum verksmiðjunnar. Renault hóf að nota ál í gírkassa sína á þessu ári og með notkun þess léttist B18 gírkassinn um 100 kg og er hann einna léttasti gírkass- inn á markaðnum, 300 kg. Renault hefur að meðaltali varið 40 milljón- um franka á ári í fjárfestingar síð- astliðin tíu ár. Frá 1992 hafa verið keyptar 30 nýjar vélar til framleiðsl- unnar og má þar nefna sveigjanlegt færiband til framleiðslu á gírköss- um, vélvæðingu við málun gírkass- anna við lok framleiðslustigsins, fræsivélar og rennibekki til fram- leiðslu á drifum og tannhjólum, uppsetningar til stillinga á áhöldum og vélvæddum þrívíddármælum til að auka gæðin. ■ TILBOÐ ÓSKAST í Honda Passport LX, 4W/D, árgerð '94 (ekinn 14 þús. mílur), GeoTracker, 4x4, árgerð '93 (ekinn 12 þús. mílur), Ford ExplorerXL, 4x4, árgerð '91 (breyttur), Buick Skylark árgerð '91 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 17. október kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í Baker gaffallyftara, rafknúinn, 2000 Ibs. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA •c

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.