Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Evertonmenn lifa enn í voninni EVERTON varð að láta sér nægja jafntefli, 0:0, gegn Fey- enoord í Evrópúkeppni bikar- hafa í gærkvöldi á Goodison Park. Eftir þessi úrslit er talið næsta víst að Feyenoord komist áfram í 16-liða úrslitin. Leik- ? menn Everton lifa þóívoninni að þeir eigi eftir að upplifa sælu- kvöld í Rotterdam, eins og leik- menn liðsins gerðu 1985, þegar þeir tryggðu sér sigur í Evrópu- keppni bikarhafa með þvfað leggja Rapid Vín að velli í úrslita- leik. Evertonliðið lék í gærkvöldi einn sinn besta leik síðan Joe Royle gerði breytingar á byrjunarliði sínu og leikaðferð, en þeir náðu ekki að nýta sér það — fundu ekki leiðina ¦* að netamöskvunum. Neville South- all, eini leikmaðurinn sem er eftir af Evrópumeistaraliðinu 1985, sýndi frábæra markvörslu — þegar hann varði skot frá Michael Obiku, Gio- vanni Van Bronckhorst, Rob Witsc- hge og Rob Maas. Leikmenn Everton fengu einnig fjölmörg góð marktækifæri — t.d. fékk Paul Rideout tækifæri til að koma Mersey-liðinu yfir eftir aðeins sjö mín. Það var Anders Limpar sem gerði mestan usla í vörn Feyenoord og þrátt fyrir mörg gullin tækifæri gekk ekkert hjá Everton í leiðinni að marki, en þegar tvær mín. voru til leiksloka var Rideout nær búinn að tryggja heimamönnum sigur — skalli frá honum fór rétt framhjá. „Það er ekki öll nótt úti, ég hef trú á því að við getum klárað dæmið — það eru góðir mögUleikar. Fey- enord tefldi fram sínu sterkasta liði, en við lékum án Daniel Amokachi og Andy Hinchcliffe," sagði Joe Ro- yle, framkvæmdastjóri Everton. Arie Haan, þjálfari Feeyenoord, kom mönnum á óvart fyrir leikinn þegar hann setti út hollenska landsliðs- manninn Orlando Trustfull og Pól- verjann Tomasz Iwan fyrir tvo tán- inga George Boateng og Giovanni Van Bronckhorst. „Við náðum ekki að sýna það besta sem hollensk knattspyrna getur boðið uppá, en við eigum eftir að gera það — og við förum áfram," sagði Haan. Ein sókn hjá Celtic Youri Djorkaeff náði að brjóta varnarmúr Celtic niður þegar fimmt- án mín. voru til leiksloka á Parc des Princes í París og tryggja París St. Germain sigur, 1:0. Franska liðið var látlaust í sókn allan tímann, en náðu aðeins að skora eitt mark. Djorkaeff átti stangarskot níu mín. áður en hann skoraði. Aðeins einn leikmaður á vellinum gat tekið því rólega; mark- vörður Parísarliðsins Bernard Lama, sem stöðvaði léttilega einu hættulegu { sókn Celtic í leiknum — á 36. mín. Martin Dahlin skoraði tvö mörk fyrir Mönchengladbach, sem lagði AEK Aþenu að velli, 4:1. Þýska liðið gerði út um leikinn með þremur mörkum á sextán mín. kafla í seinni hálfleik. Reuter ULRICH Van Gobbel, lelkmaður Feyenoord, er hér búinn að lelka á Paul Rideout hjá Everton. Nayim rekinn af leikvelii Nayim, hetja Real Zaragoza frá úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í maí sl. — fyrrum leikmaður Tott- enham, sem skoraði sigurmarkið, 2:1, fyrir Zaragoza af 50 m færi, var rekinn af Ieikvelli þegar liðið lagði FC Briigge á heimavelli. Hann var rekinn af leikvelli eftir að hafa fengið að sjá sitt annað gula spjald í leiknum. Santiago Aragon skoraði fyrir heimamenn úr vítaspyrnu á 28. mín. og aðeins sex mín. seinna var knötturinn aftur kominn í mark Belg- íumanna; Daniel Garcia Dani skoraði 2:0. Lorenzo Staelens svaraði fyrir gestina á 72. mín., eða stuttu eftir að Nayim var rekinn af leikvelli, þannig að hann getur ekki leikið með í seinni leik liðanna. Parma fékk skell Þau úrslit sem komu mest á óvart í gærkvöldi var sigur Halmstad, 3:0, yfir Parma, sem vann keppnina 1993 og tapaði úrslitaleik gegn Arsenal 1994, 0:1, í Kaupmannahöfn. Sænski landsliðsmaðurinn Niklas Gud- mundsson skoraði tvö mörk fyrir sænska liðið og Robert Andersson bætti því þriðja við. Aðeins 9.000 áhorfendur sáu leikinn, sem spilaður var í Gautaborg, 150 km fyrir norð- an Halmstad. Astæðan fyrir því var að ekki var leikið á leikvellinum í Halmstad er verkfall ríkisstarfs- manna. Sporting Lissabon, sem vann Evr- ópukeppni bikarhafa 1964, lagði Vín- arliðið Rapid, 2:0, með mörkum frá Sa Pinto og Paulo Alves. Urslit / C2 Ragnarog Olafur áf ram með Keflavík VÍÐIR í Garði hefur átt í við- ræðum við Óla Þór Magnús- son, knattspyrnumann úr Kefla vík, um að hann taki að sér þjálfun hjá félagiuu, en hann hefur ekki gefið ákveðið svar ennþá. Keflvikingar hafa endurnýjað samninga við alla leikmemi sina og þar með talða Ragnar Margeirsson og Ólaf Gottskálksson, en orð- r ómur var uppi um að þeir væru á förum frá f élaginu. Þriggja leikja bann fýrir gróftbrot JULIAN Dieks, bakvörður West Ham, var í gær dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hafa að yfirlðgðu ráði traðkað á höfði John Spencers, mið- herja Chelsea, í leik liöanna 11. septémber, sem Chelsea vann 3:1. Sauma varð átta spor í hSfuð Spencers tíl að loka skurði sem hann fékk, en Spencer var búinn að skora tvii mörk þegar hann yfirgaf völl- inn. Dómarinn Robbie Hart bókaði Dicks, eu rak hann ekki af velli þar sem hann sá ekki brotíð nægilega vel. Dicks hef- ur þótt gr ófur leikmaður— hann hefur veríð bðkaður 54 sinnum á keppnisferli sínuni og niu sinnum hefur hann ver- ið rekinn af leikvelli. Kristinn dæmir í Evr- ópukeppni lands iða KRISTINN Albertsson körfu- knattleiksdðmari úr Breiða- bliki mun dæma leik Englands og Þýskalands í Evrópukeppni landsliða, en leikurinn fer fer fram í Englandi 12. nóvember. Krístínn er nýkominn frá Frakklandi þar sem hann dæmdi tvo leiki í Evrópu- keppni félagsliða þanníg að hann hefur nóg að gera í dóm- gæslunni á vegum FIB A. Þetta er í fyrsta sinn sem FIBA út- hlutar íslenskum dómara leik i Evrópukeppni landsliða og er mikill fengur fyrir Krístinn og islenska dómarastétt. Real Madrid gegn Houston? EVRÓPUMEISTARAR Real Madríd unnu, 99:71, England's Sheffield Sharks á fyrsta kvöldi McDonald's korfuknatt- leiksmðtsins, sem hófst í Lond- on i gærkvðldi. Real Mardríd er talið liklegt tíl að leika úr- slitaleikinn gegn Houston Roc- kets á sunnudaginn — liðið mætir Bologna frá ítalíu í und- anúrslitum í kvöld, en ítalska liðið lagði Maccabi Tel Aviv frá fsrael í gærkvðldi 112:103. Houston Rockets mætir Perth Wildcats frá Ástraliu í hinum undanúrslitaleiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.