Morgunblaðið - 02.11.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.11.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 2$)$ rguttft Ja&tt) ■ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER BLAÐ Guðni fær að leika 90 mín. gegn Leicester GUÐNI Berg'sson, fyrirliði landsliðsins í knatt- spyrau, hefur fengið „grænt ljós“ frá Ásgeiri Elíassyni landsliðsþjálfara um að hann leiki með Bolton deildarbikarleik gegn Leicester á mið- vikudaginn og komi síðan á eftir landsliðinu til Búdapest í Ungveijalandi á fimmtudag. „Það var mikill þrýstingur frá Bolton um að við gæfum Guðna eftir í leikinn. Það varð ofan á að Guðni fær að leika leikinn, en ef hann verður fram- lengdur verður Guðni ekki ekki í framlenging- unni. Boiton fær þvi níutíu mínútur til að gera út um leikinn með Guðna," sagði Ásgeir. Guðni átti upphaflega að koma til móts við Iandsliðshóp- inn í Ámsterdam á þriðjudaginn, en hópurinn æfir þar áður en haldið verður til Ungveijalands á miðvikudag. * y. Morgunblaðið/Sverrir ÞORBJÖRN BROSTI BREITT ÍSLENDINGAR unnu frækilegan slgur á Rússum, 20:18, í fyrrl leik liðanna í undankeppni Evrópukeppninnar í handknattlelk í íþróttahúsinu Kaplakrika í gær- kvöldi. Þorbjörn Jensson þjálfarl og leikmenn brostu breltt eftir lelklnn og þökkuðu áhorfendum stuðnlnginn. Þetta var fyrstl sigur Islendlnga á Rússum í stórmóti. Axelhætt- urmeðKR Það er allt hægt í handboltanum Axel Nikulásson, þjálfari meistaraflokks KR í körfuknattleik, hætti störfum eftir leikinn gegn Breiðabliki í úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Axel vildi ekki gefa neina sér- staka ástæðu fyrir brotthlaupi sínu, en sagði að það hafi verið samkomulag milli hans og stjórnar körfuknattleiksdeildar félagsins að hann hætti störf- um. Báðir aðilar hafí verið óánægðir með gengi liðsins það sem af er keppni á íslandsmót- inu. „Staðan er einfaldlega sú að ég er ekki lengur þjálfari KR-inga. Þetta var niðurstaðan og hún er vonandi KR-ingum til heilla," sagði Axel. KR-ingar eru í efsta sæti B-riðils með 12 stig eftir níu leiki og því skýtur það kannski skökku við að þjálfari liðsins skuli vera látinn hætta störfum út af slöku gengi liðsins. Sófus Guðjónsson, formaður körfu- knattleiksdeildar KR, sagði að ekki væri enn búið að ákveða hver tæki við liðinu en það myndi skýrast fljótlega, að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. essi sigur sýnir okkur að það er allt hægt í handboltanum og ekkert tapað fyrirfram. Leikur- inn var kannski ekki mikið fyrir augað en það er fyrst og fremst sigurinn sem skiptir máli,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Rúss- um, 20:18, í Evrópukeppninni í Kaplakrika í gærkvöldi. Geir var að leika 100. leik sinn sem fyrirliði liðsins. „Það var ánægjulegt að sigra í þessum tímamótaleik og ég kem til með að minnast hans í ell- inni,“ sagði fyrirliðinn og brosti. Geir sagði að leikurinn hefði fyrst og fremst unnist á frábærri vörn og góðri markvörslu. „Við náðum mjög vel saman í vöminni og bökk- uðum hver annan vel upp. Þegar einn missti leikmann var annar mættur til hjálpar og jafnvel sá þriðji ef því var að skipta. Mark- varslan hjá Guðmundi var einnig góð,“ sagði Geir. „Við tókum ákveðna áhættu með því að hafa undirbúninginn mjög stuttan fyrir leikinn, aðeins þijár æfingar. Við skoðuðum sigurleik Króata gegn Rússum hér á HM í vor og reyndum að leggja okkar leik upp svipað varnarlega og það gekk upp,“ sagði Geir. Um dóm- gæsluna sagði hann; „Það var margt skrýtið í dómgæslunni, en maður hefur nú oft séð það svart- ara. Þetta er nú einu sinni svona í þessari íþrótt.Það má segja að við förum erfíðari leiðina í þessari keppni. Þegar upp er staðið gæti markatalan ráðið því hvaða tvö lið komast áfram. Þessi sigur var því mjög mikilvægur fyrir okkur og í reynd algjört lífsspursmál að sigra. Annars er þetta ekki búið enn því við eigum þijá erfiða leiki eftir, gegn Rússum í Moskvu á sunnudag og síðan tvo leiki við Pólveija. En þessi sigur setur óneitanlega pressu á Rússa að standa sig í leikjunum gegn Rúmenum.“ KNATTSPYRNA: LAZORIK GENGINN TIL LIÐS VIÐ LEIFTURSMENN / D8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.