Morgunblaðið - 07.11.1995, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 B 3
Newcastle hafði
heppnina með sér
NEWCASTLE hafði heldur betur heppnina með sér á St. James’
Park, þar sem liðið náði að tryggja sér sigur, 2:1, gegn Liverpo-
ol með marki Steve Watson á 89. mín. Newcastle hefur náð fimm
stiga forskoti á Manchester United, sem varð að sætta sig við
tap, 1:0, gegn Arsenal á Highbury, þar sem Hollendingurinn
Dennis Bergkamp skoraði sigurmark Arsenal, sem vann sinn
fyrsta sigur á United ífimm ár. Þetta var fyrsta tap hins unga
liðs United í ellefu leikjum, eða síðan á fyrsta keppnisdeginum
á tímabilinu.
Bayern
.. m ..■■■■■
tapaði
Leikmenn Frankfurt gerðu sér
lítið fyrir og skutu Bæjara af
toppnum með stórsigri í Frankfurt,
4:1, og það nýttu
Frá leikmenn meistara-
Jóni Halldóri liðs Dortmund sér —
Garöarssyni lögðu Dusseldorf að
ÍÞýskalandi velli, 3:0, og hafa
hreiðrað um sig í efsta sæti, sem
þeir voru í nær allt síðastliðið
keppnistímabil. Frá því er sagt í
þýskum fjölmiðlum að leikmenn
Bayem sjái um það sjálfir að halda
spennu í deildarkeppninni, með því
að tapa óvænt gegn liðum sem
hafa leikið illa í deildinni. Frankfurt
hafði ekki fagnað sigri í sex leikjum
í röð fyrir leikinn gegn Bayern.
Þýsku landsliðsmennirnir Manfred
Binz og Matthias Hagner skoruðu
báðir tvö mörk fyrir Frankfurt gegn
Bayern Miinchen, sem lék án mið-
vallarspilarans Mehmet Scholl og
varnarmannsins Oliver Kreuzer,
sem era báðir meiddir. Leikmenn
Frankfurt, sem hafa aðeins unnið
tvo leiki af ellefu, náðu góðum tök-
um á leiknum og réðu Bæjarar
ekki við þá. Skellur Bayern er stór,
sérstaklega þar sem leikmenn
Frankfurt léku aðeins tíu .síðustu
26 mín. leiksins, eða eftir að Króat-
inn Ivica Mornar var rekinn af leik-
velli á 64. mín. fyrir brot á Christ-
ian Ziege.
Varnarmaðurinn Binz átti stór-
leik með Frankfurt og skoraði mörk
sín á 28. og 86. mín., en Hagner
skoraði fyrsta mark liðsins á sjöttu
mín. og bætti öðra við á 74. mín.
Varnarmaðurinn Thomas Helmer
skoraði mark Bæjara á 51. mín. „Ég
vissi það fyrir leikinn að leikmenn
Frankfurt myndu leika vel gegn
okkur. Við fengum tækifæri til að
snúa leiknum okkur í hag eftir að
við skoruðum mark okkar, en náð-
um því ekki,“ sagði Otto Rehhagel,
þjálfari Bayern. Leikmenn Bayern
voru lélegir, seinir á miðjunni með
knöttinn, þannig að varnarmenn
Frankfurt áttu ekki í erfiðleikum
með að loka Jiirgen Klinsmann af.
Sérfræðingar í Þýskalandi segja að
ekkert nýtt hafi komið fram í leikj-
um Bayern í vetur — engin ný lína,
sem menn vonuðust eftir.
Lið Dortmund er komið á fulla
ferð — lagði Dússeldorf örugglega
að velli, 3:0, með mörkum frá Carst-
en Wolters, Heiko Herrlich og Pat-
rik Berger. Dortmundarar hafa
leikið níu leiki í röð án þess að tapa.
Svíinn Martin Dahlin skoraði þrjú
mörk fyrir Gladbach, þegar liðið
lagði Schalke 4:1. Landi hans Pett-
ersson, sem var keyptur frá Malmö
FF á dögunum, kom inná sem vara-
maður og skoraði mark í sínum
fyrsta leik — eftir aðeins fjórtán
mín. við mikinn fögnuð áhorfenda.
Þrír sænskir landsliðsmenn — allir
frá Malmö, leika með liðinu.
Meðal áhorfenda í Newcastle
var Terry Venables, lands-
liðsþjálfari Englands, og leikmenn
Liverpool sýndu honum hvernig
knattspyrnan er leikin best í Eng-
landi, en heppnin var ekki með
þeim. Eftir að hafa yfirspilað leik-
menn Newcastle, urðu þeir að sætta
sig við tap. Watson skoraði markið
eftir að David James hafði varið
skot frá Robert Lee, en hélt ekki
knettinum, sem fór til Watsons.
Les Ferdinand skoraði fyrst fyrir
Newcastle á annarri mín. leiksins,
hans sautjánda mark á keppnis-
tímabilinu — fjórtánda í úrvalsdeild-
inni. Hann setti met — hefur skorað
í öllum sjö heimaleikjum Newcastle.
Gamla brýnið Ian Rush jafnaði, 1:1,
AC Milan fékk óskabyrjun gegn
Giovanni Trapattoni og læri-
sveinum hans hjá Cagliari í ít-
ölsku 1. deildinni um helgina.
Mörk frá Paolo Di Canio og
Gianluigi Lentini, sem komu
inn í liðið fyrir George Weah
fyrir Liverpool með skoti af stuttu
færi á tíundu mín.
Manchester City vann sinn fyrsta
sigur á képpnistímabilinu — 1:0
gegn Guðna Bargssyni og félögum
hans hjá Bolton. Nicky Summerbee
skoraði markið á elleftu mín. Þetta
var fyrsta mark City í sex leikjum
og aðeins það fjórða í deildinni í
vetur.
Matthew Le Tissier lék sinn
fyrsta leik á The Dell eftir að hann
skrifaði undir nýjan eins árs samn-
ing við Dýrlingana frá Southampt-
on — hann hélt upp á daginn þegar
hann skoraði seinna mark þeirra
úr aukaspyrnu og Southampton
fagnaði sigri, 2:0, á QPR. Þetta var
fyrsta mark hans síðan hann skor-
og Roberto Baggio, sem voru
meiddir, komu liðinu í 2:0 eftir
aðeins fimmtán mín. og þegar
upp var staðið hafði Milan sig-
ur 3:2 á heimavelli sínum, San
Siro. Fiorentina náði að stöðva
fimmtán leikja sigurgöngu
Lazio með 2:0 sigri. Argentínu-
maðurinn Gabriel Batistuta,
sem lék sinn 100. deildarleik á
Ítalíu, skoraði bæði mörkin
gegn Lazíó, sem tapaði sínum
fyrsta leik í Flórenz síðan 1989.
Di Canio skoraði fyrsta mark
AC Milan á níundu mín., fékk
knöttinn eftir að Valerio Fiori náði
ekki að halda skoti Dejans
Savicevic. Sex mín. síðar var Lent-
ini búinn að bæta öðru marki við
með skalla. Belgíumaðurinn Luis
Oliveira svaraði fyrir Cagliari, fljót-
lega eftir leikhlé skoraði Marco
Simone þriðja mark AC Milan.
Lokaorðið átti Oliveira, sem skoraði
annað mark gestanna úr víta-
spyrnu.
Fabio Cannavaro og Gianfranco
Zola tryggðu Parma sigur, 2:0,
gegn Cremonese. Zola skoraði mark
sitt með skoti beint úr aukaspyrnu
og hefur hann skorað þijú mörk á
þann hátt í tveimur leikjum.
aði þrennu gegn Nottingham Forest
á fyrsta leikdegi deildarinnar um
miðjan ágúst. David Bardsley hjá
QPR var rekinn af leikvelli á 76.
mín., eftir brot á Neil Heaney.
Meistarar Blackburn máttu þola
enn eitt tapið, þegar þeir heimsóttu
Everton á Goodison Park. Graham
Stuart skoraði sigurmark, 1:0,
heimamanna og tryggði þeim fyrsta
sigur í úrvalsdeildinni síðan í ágúst.
Everton sótti mikið í leiknum —
Tim Flowers, markvörður Black-
burn, átti stórleik og kom í veg
fyrir að að heimamenn bættu mörk-
um við. Aftur á móti hafði Neville
Southall, markvörður Everton, lítið
sem ekkert að gera.
Þtjátíu manna sambahljómsveit
lék þegar Brasilíumaðurinn Juninho
lék sinn fyrsta leik með Middlesbro-
ugh — gegn Leeds. Heimamenn
réðu gangi leiksins í fyrri hálfleik
og átti Juninho marga góða spretti.
Norðmaðurinn Fjortoft skoraði
mark heimamanna, en Brian Deane
jafnaði, 1:1, fyrir Leeds.
Juventus mátti þola skell, 1:0, í
Udinese. Alessandro Del Piero, hinn
ungi leikmaður Juventus, hafði ekki
heppnina með sér í byijun, þegar
aukaspyrna hans hafnaði á stöng-
inni á marki Udinese og fljótlega í
seinni hálfieik varð Angelo Peruzzi,
markvörður Juventus, að yfirgefa
völlinn er hann tognaði í maga-
vöðva. Þjóðveijinn O'iver Bierhoff
skoraði sigurmark heimamanna á
74. mín. — hans sjöunda mark á
tímabilinu.
Gömlu landsliðsmarkverðirnir
Walter Zenga hjá Sampdoría og
Gianluca Pagliuca hjá Inter Mílanó,
voru heldur betur í sviðsljósinu þeg-
ar liðin gerðu jafntefli, 0:0, í Genúa.
Leikmenn Sampdoría voru aðeins
tíu í 65 mín., eftir að fyrirliði liðs-
ins, Roberto Mancini, var sendur
af leikvelli, eftir að hafa lent í úti-
stöðum við dómarann — Mancini
vildi fá vítaspyrnu þegar hann féll
við í árekstri við Pagliuca markvörð.
.Suður-Ameríkumennirnir Daniel
Fonseca, Uruguay, og Abel Balbo,
Argentínu, skoruðu mörk Róma,
2:0, gegn Padova á Ólympíuleik-
vanginum í Róm.
■ Úrslit / B6
■ Staðan / B6
Schuster ekki velkom-
inn hjá Leverkusen
„SVO lengi sem ég er þjálfari hér, mun Bernd Schuster ekki
æfa og leika með liðinu," sagði Erich Ribbeck, þjálfari Bayer
Leverkusen, en hann setti Schuster út úr iiðinu fyrir leik gegn
Hamburger á f östudaginn. Fyrir leikinn kusu leikmenn um það
hver ætti að vera fyrirliði liðsins — Schuster, sem hefur verið
fyrirliði, fékk ekkert atkvæði, en Rudi Völler þrettán. Ástæðan
fyrir því að Schuster var settur út, er að hann hefur höfðað
mál gegn félaginu vegna ummæla framkvæmdastjórans Reimer .
Calmund, sem sagði að Schuster væri lélegri varnarmaður en
Ieikmenn í 3. deild. Schuster var ekki ánægður og fór í mál,
en það er í fyrsta skipti í þýsku knattspymusögunni að leikmað-
ur fer I mál við félag sem hann leikur með.
Þrátt fyrir að búið sé að segja að hann sé ekki lengur velkom-
inn hjá félaginu, segist Schuster, sem á tvö ár eftir af samn-
ingi sínum, ætla að koma á æfingu á morgun. „Ég trúi því ekki
að hann mæti — leikmenn koma ekki til með að ræða við hann,“
sagði Ribbeck.
Reuter
ARGENTÍNUMAÐURINN Gabrlel Batlstuta (t.h.) skoraðl bæðl mörk Fiorentína, sem stöðvaðl
sigurgöngu Lazíó. Jose Antonio Chamot nær ekki að stöðva hann.
Oskabyijun AC Milan
McCoist
skoraði tvö
ALLY McCoist skoraði bæði
mörk Glasgow Rangers, sem
lagði Falkirk að velli, 2:0, í
skosku úrvalsdeildinni. Paul
Gascoigne lék ekki með
Rangers vegna meiðsla.
Walter Smith, framkvæmda-
stjóri Rangers, sagði að sig-
urinn hafi verið sætur, eftir
slæman leik gegn Juventus í
vikunni.
Loksins bikar
eftir 111 ár
ÞAÐ þótti vel við hæfi að
Roddy McKenzie, markvörð-
ur, Stenhousemuir, tæki á
móti deildarbikamum á
McDirmid Park í Perth, eftir
að liðið hafði lagt Dundee
United að velli, 5:4, í víta-
spyrnukeppni. McKenzie var
helja liðsins, sem vann sinn
fyrsta bikar í 111 ára sögu
þess. Stenhousemuir leikur í
2. deild en Dundee Utd. í 1.
deild.
Aftur tap hjá
Metz
LEIKMENN Metz, sem
höfðu verið á mikilli sigur-
braut, máttu þola sitt annað
tap í röð þegar þeir léku
gegn Bastia á Korsíku og þar
með misstu þeir af efsta sæt-
inu í frönsku 1. deildinni til
París St. Germain, sem
stöðvaði sigurgöngu Metz á
dögunum. Það var Anton
Drobnjak, markahæsti leik-
maðurinn I Frakklandi, sem
skoraði sigurmark Bastia
þegar tvær min. voru til
leiksloka. París St. Germain
lagði Nice að velli, 3:2, og
skaust á toppinn.
Atletico
Madrid held-
ur sínu striki
ATLETICO Madrid heldur
sínu striki á Spáni — lagði
Real Zaragoza að velli, 0:1,
í miklum baráttuleik í
Zaragoza. Diego Simeone
skoraði markið. Heimamenn
gerðu oft harða hríð að
marki Atletico, en markvörð-
urinn Jose Molina sá til þess
að þeir skoruðu ekki. Rúm-
eninn Gheorghe Popescu
skoraði tvö mörk fyrir Barc-
elona, sem vann Salamanca,
4:1. Michael Laudrup skoraði
eitt mark fyrir Real Madrid,
sem vann Real Sociedad 3:2
og eru meistararnir nú í
sjötta sæti, ellefu stigum á
eftir nágrannaliðinu At-
letico.
Sigurganga
Ajax stöðvuð
EINDHOVEN stöðvaði
sigurgöngu Ajax í Hollandi,
með því að ná jafntefli, 1:1,
á Ólympíuleikvanginum í
Amsterdam. Ajax hafði unn-
ið tólf leiki í röð fyrir leik-
inn. Brasilíumaðurinn Ron-
aldo skoraði á undan fyrir
Eindhoven á 32. mín., en
þremur mín. seinna var
Nígeríumaðurinn Nwankwo
Kanu búinn að svara fyrir
Ajax. 45 þús. áhorfendur sáu
Edwin van der Sar, mark-
vörð Ajax, bjarga nokkrum
sinnum meistaralega og
koma í veg fyrir fyrsta tap
liðsins.