Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Frábær skemmtun - og góður sigur bikarmeistaranna í Grindavík BIKARMEISTARAR Grindvík- inga sáu fjölmörgum áhorfend- um fyrir frábærri skemmtun þegar þeir lögðu Tindastóls- menn að velli 97:68 f leik lið- anna í Grindavík á sunnudags- kvöld. Norðanmenn fara því enn einn ganginn norður án sigurs frá Grindavík en þeir hafa aldrei náð að sigra í Grindavík. Það var gaman að þessum leik. Liðið hjá okkur er að ná bet- ur saman og spilar góða vörn. Þá fellur [Herman] Myers betur inn í leik liðsins með Frímann hveijum leik. Núna Ólafsson náðum við að halda skrifar frá hraðanum uppi all- Grindavík an leíkirm í stað þess að gefa eftir eins og hefur komið fyrir hjá okkur. Við megum samt ekki slaka á og það eru erfið- ir leikir framundan,“ sagði Guð- mundur Bragason fyrirliði Grind- víkinga. Hann hrósaði þætti áhorf- enda í leiknum. Torrey John kom gestunum yfir í upphafi og körfur frá Pétri Guð- mundssyni og Lárusi Degi héldu þeim yfir. Grindvíkingar komust yfir 15:9 og um miðjan fyrri hálf- leikinn komu tvær þriggja stiga körfur í röð frá Hirti Harðarsyni og Helga Jónasi sem breyttu stöð- unni úr 24:18 í 30:18. Torrey John svaraði með 5 stigum en þá kom góður kafli hjá Grindvíkingum sem gerðu 13 stig í röð og munurinn orðinn 20 stig. Á þessum kafla léku Grindvíkingar eins og þeir geta best. Stífa vörn og hraðaupp- hlaup sem skiluðu yfirleitt stigum. Við slíkum leik eiga fá lið svar. Tindastólsmenn skoraði tvær fyrstu körfurnar í seinni hálfleik og virtust ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Það var þó skammgóður vermir því Helgi Jónas, sem átti frábæran leik, svaraði fyrir heimamenn með tveimur körfum og Hjörtur með þriggja stiga körfu. Við þetta leyst- ist leikur gestanna upp og þeir náðu engan veginn að brúa bilið sem var á milli liðanna. Helgi Jón- as átti sem fyrr segir frábæran leik hjá Grindvíkingum og stal boltanum hvað eftir annað frá gestunum, skoraði mikilvægar körfur og skilaði boltanum vel frá sér. Herman Myers fellur sífellt betur inn í leik liðsins í sókninni og er sterkur varnarmaður. Það var þó samstaða liðsins í vörninni sem skóp þennan sigur og þeir voru fljótir að svara fyrir sig þegar boltinn vannst. Torrey John var sá eini af gestunum sem lék af eðlilegri getu en mátti sín ekki gegn margnum. Pétur Guðmunds- son, sem lék með Grindvíkingum í fyrra, fékk góðar viðtökur hjá áhorfendum en náði sér ekki á strik í leiknum. Ómar og Hinrik komust aldrei í takt við leikinn og munar um minna. „Þetta var alveg einstakur leik- ur. Við náðum okkur aldrei al- mennilega á strik og settum ekki einusinni auðveld sniðskot niður. Grindvíkingar voru fljótir að refsa okkur og allt fór niður hjá þeim. Þeir eru með gott lið og eiga eftir að verða betri í vetur. Þessi vika er búin að vera erfið hjá okkur og við höfum þurft að hafa fyrir hlut- unum í hveijum einasta leik og það situr í mannskapnum. Það afsakar þó ekki leikinn í kvöld en þegar ekki er gert eins og lagt er fyrir, fer eins og fór í kvöld,“ sagði Páll Kolbeinsson þjálfari Tindástóls. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Sjöundi sigur Keflvíkinga í röð Keflvíkingar unnu KR-inga 88:73 á Seltjarnarnesinu á sunnudaginn í 11. umferð úrvals- deildarinnar og var þetta sjöundi sigur Suðurnesjaliðsins í röð og virðast Kefl- víkingar komnir á góða siglingu. Leikurinn lofaði góðu í upphafí, var nokkuð hraður og skemmtilegur og leikmenn hittu ágætlega. En því miður var það bara í upphafi því eftir að KR-ingar sáu að þeir urðu að leika rólega og af mikilli varkárni til að eiga einhveija möguleika gegn Keflvíkingum varð leikurinn leið- inlegur. KR var yfir fyrstu mínút- urnar með mjög markvissum sókn- arleik gegn 3-2 svæðisvörn Kefl- víkinga. Gestirnir sáu að við svo búið mátti ekki standa og hófu að beita í 1-2-2 pressuvöm með mjög góðum árangri og náðu und- irtökunum sem þeir héldu allt til loka. Kelfvíkingar virkuðu miklu betri en samt náðu þeir aldrei að hrista heimamenn af sér og mun- urinn var lengstum aðeins 7 til 12 stig. En nær komust KR-ingar ekki og munurinn hefði eflaust orðið meiri hefðu Keflvíkingar ekki breytt ágætri vörn sinni úr fyrri hálfleiknum yfir í maður á mann snemma í síðari hálfleik. „Okkur fannst Bow vera að kom- ast óþarflega mikið inn í leikinn og settum mann á hann og fórum í maður á mann vörn,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, um þetta. Vörnin hjá Keflvíkingum var ágæt, líka í síðari hálfleik, en sókn- arleikurinn hefði mátt vera mark- vissari. KR-ingar börðust allan tímann og þeim gekk vel að koma boltanum inn í teiginn á Bow, en fyrir utan voru þeim mislagðar hendur og mjög margar þriggja stiga skottilraunir mistókust. Bow og Hermann Hauksson áttu báðir góðan leik hjá KR en aðrir eiga að geta betur. Hjá Keflavík var Burns sterkur og þeir Falur og Guðjón áttu ágæta spretti en í heildina má segja að þetta hafi verið tiltölulega átaka- lítill sigur fyrir Keflvíkinga. Enn einn stórleikur Teits Wjarðvík sigraði*máttlitla Akur- nesinga auðveldlega 117:91 í leik liðanna á Skipaskaga, í hálf- leik var staðan 42:50 fyrir gest- ina. Njarðvík byij- aði vel og keyrði upp hraðann í leiknum og náði fljótlega 10 stiga forystu. Um miðbik fyrri hálfleiks náðu heimamenn góðum kafla og minnkuðu muninn í þijú stig, 32:35, en þá skiptu gestirnir um gír_ og juku forystuna á ný. í síðari hálfleik komu þeir síðan mjög ákveðnir til leiks og voru staðráðnir að hieypa heimámönn- um ekki eins nærri sér og í fyrri hálfleiknum. Það gekk eftir, for- ystan jókst og þegar flautað var til leiksloka skildu 26 stig liðin, 91:117. Njarðvíkingar eru geysilega öflugir um þessar mundir og aðal liðsins er sterk liðsheild. Fyrir henni fer hinn „sjóðheiti" Teitur Orlygsson sem á hvem stórleikinn á fætur öðrum og nú gerði hann Gunnlaugur Jónsson skrifar frá Akranesi ÚRVALSDEILDIN í KÖRFUKNATTLEIK Barist um stigin Morgunblaðið/Bjarni TVEIR stigahæstu leikmenn Keflavíkur og KR eigast við. Lenear Burns skorar yfir Jonathan Bow. Oruggur sigur Hauka HAUKAR sigruðu Valsmenn örugglega á Hlíðarenda á sunnudagskvöldið, með nítján stiga mun, 75:94. Bandartkjamað- urinn Ronald Bayless lék sinn fyrsta leik með Val og komst þokkalega frá honum, gerði 27 stig en virkaði fremur þungur og þreyttur. Haukar voru óöruggir í sókninni lengst af í fyrri hálfleik, hittu frekar illa og gekk því erfiðlega að hrista Valsmenn af sér. Valsmenn náðu meira að segja að komast yfir þegar stutt var til leik- q hlés, en það stóð ekki lengi Eiríksson °g Haukar leiddu í hálfleik, skrifar 37:41. í síðari hálfleik var aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. Sóknar- leikur Valsmanna var ótrúlega einhæfur, endaði yfirleitt með skotum nýliðans, sem átti í mesta basli með að hitta þar til um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Sóknarleikurinn skánaði mikið hjá Haukum, þó enn væri of mikið um klaufaleg mistök og klúður úr upplögðum færum. Sigfús Gizurarson var bestur Hauka, gerði 28 stig, þar af 5 þriggja stiga körfur. Hann stóð sig líka frábærlega í vörninni, tók t.a.m. við gæslu Bayless um miðjan fyrri hálfleik og pakkaði honum algjörlega saman, svo vel að Torfi Magnússon sá ástæðu til að taka Bandaríkjamanninn út af undir lok fyrri hálfleiksins. Pétur Ingvarsson sá annars að mestu um Bayless í vörninni og sinnti því ágætlega. Jason Williford stóð einnig fyrir sínu í vörn og sókn og gerði alls 23 stig. Hjá Valsmönnum var Bayless stigahæstur með 27 stig. Það er of snemmt að dæma um frammistöðu hans, hann var heldur þung- ur og hittnin ekki nógu góð í þessum leik, en batni hún er hér kannski á ferðinni sá maður sem Valsmenn hafa verið að leita að. Athygli vakti einnig ágæt frammistaða nafn- anna Bjarka Guðmundssonar og Gústafsson- ar. Ragnar Þór Jónsson lék ekki með Vals- mönnum vegna veikinda og munar um minna. ■ Úrslit / B6 ■ Staðan / B6 30 stig. Rondey, Kristinn og Frið- rik voru einnig sterkir á sunnudag- inn. Hjá Skagamönnum var fátt um fína drætti en Elvar Þórólfsson átti sennilega sinn besta leik í vetur. Það vakti furðu að í byijun síðari hálfleiks gerði hann átta stig í röð fyrir ÍA og var þá tekinn útaf og kom ekki meira við sögu I stigaskorun heimamanna. Bell skilaði sínum 30 stigum en samt var eins og hann gæti meira. Theodór Kr. Þórðarson skrifar frá Borgarnesi Blikar burstaðir í Borgarnesi Blikar og Birgir Mikaelsson, fyrrum þjálfari og leikmaður Skallagríms, náðu sér alls ekki á strik í Borgarnesi á sunnudaginn og unnu liðsmenn Skallagríms því næsta auðveldan sigur á slöku liði Breiðabliks. Lokatölur urðu 96:67 en heima- menn voru mest 34 stigum yfir um miðjan seinni hálfleikinn. „Við komum tilbúnir til þessa leiks eftir að hafa verið á um klukkustundar löngum fundi þar sem við vorum að stappa í okkur stálinu,“ sagði Bragi Magnússon leikmaður Skallagríms, sem var „sjóðheitur“ í þessum leik og skor- aði alls 40 stig. „Það er vonandi að við höldum áfram á þessari braut,“ sagði Bragi. Liðin byijuðu bæði á mikilli keyrslu og var leikurinn jafn fyrstu mínúturnar. Heimamenn náðu þó fljótlega yfirhöndinni og voru þeir eftir það mun sterkari í vörn og sókn. Þegar leið á leikinn var sýnt hvert stefndi og í leikhlé var stað- an 49:23 Heimamenn héldu uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og kom- ust mest í 34 stiga forskot undir miðjan seinni hálfleikinn. En þá tóku Blikarnir við sér og áttu góð- an sprett með Michael Thoele í fararbroddi. Heimamenn tóku leikinn síðan aftur í sínar hendur og sigruðu Blikana örugglega með 29 stiga mun. Liðsheildin hjá Skallagrími var mjög sterk en Bragi Magnússon var þó yfirburðamaður í þessum leik. Hjá Breiðabliki var Michael Thoele mjög góður í seinni hálf- leiknum en honum var alveg hald- ið niðri í þeim fyrri. Einnig var Halldór Kristmannsson góður. En Birgir Mikaelsson, fyrrum þjálfari og leikmaður Skallagríms náði sér alls ekki á strik í þessum leik. „Þetta var ekki okkar dagur, við náðum okkur aldrei á strik,“ sagði Birgir Guðbjörnsson þjálfari Breiðabliks. „Sóknin var léleg og við vorum baráttulausir í vörninni. Þeir tóku fast á okkur og komust upp með það og við bitum ekki nógu fast frá okkur og hittum auk þess illa. Svo er þetta mjög erfiður heimavöllur og við erum ekki sterkir á útivelli." Langþráður sigur Þórsara ÞÓRSARAR unnu langþráðan sig- ur, þegar þeir lögðu ÍR að velli á Akureyri um helgina, 80:75. „Menn gáfu sig alla í leikinn og það gerði útslagið", sagði Jón Guðmundsson þjálfari Þórs að leik loknum. „í undanförnum leikj- um hefur vantað að menn væru með 100% állan leikinn en það kom í kvöld og það skóp sigur okkar, en liðsheildin var mjög góð. Ef við höldum áfram að leika svona þá er ég bjartsýnn á fram- haldið á deildinni," sagði hann. Þórsarar mættu ákveðnir til leiks og tóku forystuna í upphafi og leiddu allan fyrri hálfleikinn. Þegar gengið var til hálfleiks var staðan ReynirB. 42:36 Þór í vil. í upphafi Eiríksson síðari hálfleiks söxuðu skrífarfrá ÍR-ingar á forskot Þórs- Akureyrí ara 0g fljótlega varð leik- urinn mjög jafn en það voru þó gestirn- ir sem yfirleitt höfðu undirtökin. Þórsar- ar náðu hinsvegar að komast yfir þegar um þijár mínútur lifðu af leiknum og voru lokamínúturnar æsispennandi. Þórsarar voru sterkari og þegar leikur- inn var flautaður af var langþráður sig- ur í höfn 80:75. Leikurinn í heild var ekki mjög vel leikinn og var talsvert um mistök á báða bóga og oft gekk hann karfanna á milli án þess að menn næðu að koma knettinum rétta boðleið. Þórsarar byrj- uðu vel í haust en þeim fataðist flugið fljótlega og hafa ekki náð að sýna klærnar fyrr en í leiknum í fyrrakvöld. Þeirra bestur í leiknum var Birgir Örn Birgisson sem var að venju sterkur í vörninni og átti mjög góðan leik í sókn- inni. Einnig var Kristinn sterkur. Hjá ÍR bar Herbert Arnarson höfuð og herð- ar yfir aðra leikmenn en það dugði ekki til, og mátti lið hans horfa á eftir dýrmætum stigum í hendur andstæð- inganna. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 B 5 EVROPUKEPPNIN I HANDKNATTLEIK íslendingar þurfa að treysta á að Rússar sigri Rúmena Lavrov skellti ílásíMoskvu RÚSSAR, með markvörðinn Andrej Lavrov íbroddi fylking- ar, burstuðu íslendinga með átta marka mun, 22:14, í síð- ari leik liðanna í Evrópukeppn- inni í Moskvu á sunnudaginn. Þessi úrslit þýða að nú verða íslendingar að treysta á að Rússar vinni Rúmena íbáðum leikjunum ef þeir ætla að eiga von um að komast í úrslita- keppnina á Spáni næsta sum- ar. Lavrov var sá leikmaður sem var mesta hindrunin fyrir íslensku strákana. Hann varði alls 18 skot og þar af 13 í síð- ari hálfleik en þá gerðu íslend- ingar aðeins fimm mörk úr 20 sóknum og er langt síðan sóknarnýting íslenska liðsins hefur verið jafn léleg í einum hálfleik, eða 25 prósent. Islenska liðið byijaði leikinn með því að Guðmundur Hrafnkels- son varði vítakast frá Kudinov og Gunnar Beinteinsson kom lið- inu í 1:0 og var það í eina skiptið sem íslendingar höfðu forystu í leiknum. Jafnt var á öllum tölum upp í 4:4, en þá fór rúss- neska vélin að síga framúr. Komst í 6:4 en Valdimar minnkaði mun- inn í 6:5 og síðan fengu íslensku strákarnir tvo möguleika til að jafna. Fyrst átti Dagur misheppn- aða sendingu og Bergsveinn varði víti og Júlíus missti boltann í næstu sókn og Rússar komust í 8:5. Júlíus bætti fyrir mistökin og gerði sjötta markið og Valdimar minnkaði muninn í eitt mark úr víti, 8:7, þegar rúmlega sjö mínút- ur voru eftir af hálfleiknum. Rúss- ar gerðu næstu tvö mörk, en í millitíðinni varði Lavrov vítakast frá Valdimar. Bjarki kom inn á í skyttuhlutverkið fyrir Ólaf Stef- ánsson og gerði tvö falleg mörk á þriggja mínútna kafla en Rússar bættu við einu áður en flautað var til leikhlés, 12:9. Patrekur skoraði tvö fyrstu mörk íslands í síðari hálfleik og Kudinov og Voroniv kvittuðu fyrir Valur B. Jónatansson skrifar frá Moskvu GUÐMUNDUR Hrafnkels- son, var besti leikmaður ís- lenska liðsins. Rússa og staðan 14:11 þegar 4 míntur voru liðnar og allt gat gerst. Þá kom afleitur kafli þar sem næstu níu sóknir misfórust. Strákarnir misstu boltann hvað eftir annað í sókninni og voru auk þess með ótímabær skot og gerðu ekki mark í 12 mínútur og staðan þá orðin 17:11. Ólafur Stefánsson náði loks að bijóta ísinn eftir margar misheppnaðar tilraunir og fjórða markið í hálfleiknum kom ekki fyrr en fimm mínútur voru eftir og það gerði Valdimar úr víti og staðan 19:13. Júlíus gerði síðasta mark íslands og Kulechov kvittaði fyrir heimamenn og loka- staðan 22:14. Guðmundur Hrafnkelsson var besti leikmaður íslands en aðrir náðu sér ekki á strik og léku illa, sérstaklega sóknarleikinn. Vörnin stóð sig þokkalega lengst af en átti það til að opnast upp á gátt í síðari hálfleik og það nýtti Kulec- hov sér vel með því að renna sér inn á línuna og skora eða fiska vítakast. Sóknin var í molum í síð- ari hálfleik. Leikmenn voru að reyna allt of mikið upp á eigin spýtur, voru staðir og gerðu lítið til að hjálpa hver öðrum. Geir Sveinsson fékk lítið til að moða úr á línunni og gerði ekki mark. Ekkert var skorað úr hornunum og aðeins eitt mark af línu, sem var fyrsta markið í leiknum. Það er ljóst að Þorbjörn Jensson verður að taka sóknarleikinn í gjörgæslu því hann er mikið áhyggjuefni. Þetta eru þó ekki endalokin fyrir liðið því það á eftir að leika gegn Pólveijum og verður að vinna báða leikina. Svo þarf að treysta á að Rússar vinni báða leikina við Rúm- ena. Það er aldrei gott að þurfa að treysta á aðra en það er eina von íslenska liðsins í Evrópu- keppninni að þessu sinni - því miður. Rússar voru staðráðnir í að láta fyrri leikinn í Hafnarfirði ekki endurtaka sig. Þeir voru grimmir og spiluðu vörnina mjög vel og lokuðu flest öllum leiðum að marki sínu og svo var Lavrov í markinu til að taka það sem fór í gegn. Oleg Kulechov var bestur útileik- manna. Hann lék sem indíáni fyr- ir framan vörnina og truflaði sókn- arleik íslands og svo stjórnaði hann sóknarleiknum og tók af skarið þegar 'á þurfti að halda. Það kom ekki að sök þó svo að Atavin og Grebnev væru ekki með því ungu strákanir, Pogorelov og Serikov, fylltu skarð þeirra í vörn- inni og skiluðu hlutverki sínu vel. SÓKNAR- NÝTING Evrópukeppni landsliða FOLX RUSSLAND Möri< Sóknir % ÍSLAND Mðrk Sáknir % 12 22 55 F.h 9 22 41 10 20 50 S.h 5 20 25 22 42 52 Alls 14 42 33 4 Langskot 5 5 Gegnumbrot 5 Hraðaupphlaup Horn Lina Víti Leikur alltaf til sigurs MAXIMOV þjálfari var ánægður með sigurinn. Hann sagðist vera sérstaklega ánægður með ungu leikmennina Torgovanov og Ser- ikov, sem var að spila sinn fyrsta landsleik. Hann sagði að varnarleikurinn hafi verið það sem réð úrslitum auk þess sem Lavrov varði vel. „Vörnin var mun betri þjá okkur í þessum leik en í fyrri leiknum á íslandi. Oleg Kulichov lék einn- ig mjög vel í þessum leik og við fengum nánast að gera það sem við vildum því dómararnir leyfðu munmeiri hörku en í fyrri leikn- um. Leikmenn mínir voru líka með- vitaðir um að tap gæti þýtt að við værum úr leik í keppninni. Við eigum tvo leiki eftir við Rúm- ena. Við vitum talsvert um rúm- enska liðið og ég tel að við höfum aukið til muna möguleika okkar á að komast í úrslitakeppnina með því að vinna Island í þessum leik,“ sagði Maximov. Hverja telur þú möguleika ís- lendinga á að komast í úrslita- keppnina á Spáni? „Möguleikar íslands eru háðir því hvernig við leikum við Rúm- ena. Ef við vinnum Rúmena í báðum Ieikjunum komast Islend- ingar áfram. En ef leikirnir verða tvísýnir gæti markatala ráðið því hvaða lið komast áfram. Það er því í raun allt opið enn. Ég veit ekki hvaða leikmenn ég fæ til að leika gegn Rúmenum því ég vissi það ekki fyrr en daginn fyrir leikinn gegn íslend- ingum hverjir myndu leika. Þetta er allt undir því komið hvort spænsku félögin hleypa okkar mönnum í leikinn. Við þurftum að greiða fimm þúsund dollara til að fá Grebnev og Atavin í leik- inn á íslandi og því notuðum við þá ekki í þessum leik. Nú fara fljótlega fram viðræður við spænsku félögin um að fá þessa tvo leikmenn í fyrri leikinn gegn Rúmenum sem verður í Rúmeníu. Eg legg meiri áherslu á að fá þá til Rúmeníu. Ef við vinnum þann leik get ég sleppt því að fá þá í síðari leikinn á heimavelli. Rúmenar eru erfiðir á heima- velli og því tel ég mikilvægt að hafa reyndari leikmenn þar.“ Ef þú kæmist í þá lykilstöðu að ráða þvíhvort Rúmenar eða íslendingar myndu fylgja ykkur í úrslitakeppnina, hvortliðið mundirþú vilja taka meðþér? „Mitt markmið sem þjálfara er að leika alltaf heiðarlega og til sigurs. Þeir leikmenn sem léku með liðinu í þessum leik vilja komast á Ólympíuleikana og það er þvi mikil samkeppni milli yngri og eldri leikmanna - það verður því ekkert gefið eftir gegn Rúmenum og við ætlum okkur sigur í báðum leikjunum. Ég neita því ekki að það væri gaman ef íslendingar kæmust til Spánar því þeir eru með mjög ungt og skemmtilegt lið.“ Geir Júlíus Valur B. Jónatansson skrífar frá Moskvu FJÓRIR leikmenn, sem léku með í íslenska landsliðinu á sunnu- dag, léku með liðinu á Friðarleik- unum í Moskvu 1986. Það eru þeir Geir Sveinsson, Guðmundur Hrafn- kelsson, Júlíus Jón- asson og Valdimar Grímsson. ÍSLENDINGARNIR bjuggu í æfingamiðstöð rússneskra landsliða í Novakosk sem er rétt utan við Moskvu. Sovéski herinn var með . þessa íþróttamiðstöð á sínum tíma og undirbjó þar landslið sín fyrir stórmót. Islensku leikmennirnir sögðu að þetta væri eins og að vera í fangabúðum því svæðið var allt girt af og enginn fékk að fara inn nema hann ætti þangað brýnt er- indi. Ekki var hægt að hringja úr síma nema til Moskvu^ ekki út úr landinu og hvað þá til íslands. ■ DAGUR Sigurðsson og Einar Gunnar Sigurðsson voru í sama herbergi í íþróttamiðstöðinni. Að- faranótt laugardagsins vöknuðu þeir upp við þrusk og þegar betur var að gáð voru tvær svartar mýs að spássera á gólfinu. Þeir neituðu að sofa í herberginu eftir það og fluttu sig í annað herbergi. ■ BJARNI Felixson, íþróttafrétta- maður RUV, var mjög borubrattur við komuna til Moskvu því hann var sá eini í hópnum sem var með rúbl- ur með sér. En hann átti þær í fór- um sínum síðan hann var í Moskvu fyrir þremur árum. En það kom babb í bátinn þegar hann ætlaði að nota þær því þá kom í ljós að búið var að skipta um gjaldmiðil og rúbl- urnar því einskis nýtar. ■ GEIR Sveinsson og Júlíus Jón- asson fóru frá Moskvu strax eftir, leikinn á sunnudaginn. Þeir flugu til Stokkhólms og þaðan til Þýska- lands því þeir áttu að vera mættir á æfingu með liðum sínum í gær- kvöldi ■ BORIS Akbachev, aðstoðar- þjálfari íslenska landsliðsins, var á heimavelli í Moskvu. Hann bjó þar áður en hann flutti til íslands og var því mikil hjálparhella í Moskvu þar sem hann þekkir vel til. Hann sagði að lítið hafi breyst í Rússiandi frá því hann fór þaðan fyrir sjö árum og hann gæti varla hugsað sér að búa þar núna. Hann varð þó eftir og ætlar að koma til íslands á föstu- dag. ■ ISLENSKU landsliðsmennirnir •• fóru í skoðunarferð á Rauða torgið í Moskvu á laugardaginn og aftur e.ftir leikinn á sunnudag. Flestir þeirra keyptu kósakkahúfur, enda komu þær sér vel í frostinu sem var um 5 gráður á laugardag. Þær kost- uðu 10 dollara eða um 650 krónur. STAÐAN Rússland - ísland..........22:14 Rúmenía - Pólland.........30:22 Staðan: Rússland.....4 3 0 1 102: 78 6 Rúmenía......4 3 0 1 103: 92 6 ísland.......4 2 0 2 77: 85 4 Pólland......4 0 0 4 93:121 0- •Rússar og Rúmenar eiga eftir að mætast í tveimur leikjum'Og íslend- ingar og Pólveijar. •Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í lokakeppni EM á Spáni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.