Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 8
HANDKNATTLEIKUR Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, ósátturvið sóknarleik landsliðsins Næsta skref er að taka sóknarleik- inn föstum tökum ValurB. Jónatansson skrifar frá Moskvu ÞORBJÖRN Jensson landsliðs- þjálfari í handknattleik var ekki ánægður með átta marka tap gegn Rússum í Moskvu á sunnudaginn. „Fyrri hálfleik- urinn var í jafnvægi lengst af þó þeir hafi oftar haft yfirhönd- ina. Sóknarleikurinn hjá okkur í sfðari hálfleik var einfaldlega mjög slakur. Eftir að Lavrov fór að verja í síðari hálfleik urðu aðalskyttur okkar ragar og náðu ekki að skjóta af fullum krafti. Ég er þó nokkuð ánægð- ur með varnarleikinn í heild því það er ekki mikið að fá á sig 22 mörk gegn Rússum á úti- velli. Guðmundur Hrafnkelsson stóð sig líka ágætlega í mark- inu og er það kannski það eina sem stendur upp úr eftir þenn- an leik,“ sagði þjálfarinn. Þorbjöm sagði að liði, sem spil- aði sóknarleikinn illa gegn Rússum, væri refsað með hrað- aupphlaupum og sú varð raunin í þessum leik. „Þeir léku öfluga 5-1 vörn þar sem Kulechov truflaði mjög mikið spil okkar og hinir voru eins og múr- veggur fyrir aftan. Nú er það næsta skref hjá okkur að taka sóknarleikinn föstum tökum og það er mikil þörf á því. Undirbún- ingur okkar fyrir Rússaleikina var ekki langur og því tók ég þann kostinn að taka varnarleikinn fyr- ir og fá hann til að virka. Þegar undirbúningurinn er svona skammur er ekki hægt að gera allt i einu og maður verður að taka einn hlut fyrir i einu og fá hann góðan. Við þurfum meiri tima í sóknarleikinn en ég held að þetta komi þegar fram líða stundir. Ég hef ekki haft mikinn tíma með liðið og það er ljóst að það er ekki nógur tími til að fara yfir alla þessa þætti,“ sagði Þor- björn. Næsta verkefni landsliðsins eru leikirnir gegn Pólverjum og segir Þorbjörn að það verði að vera búið að bæta sóknarleikinn fyrir þá. „Þetta eru leikir sem við verð- um að vinna hvernig svo sem önnur úrslit verða í riðlinum. Rússarnir eiga fyrst útileik í Rúm- eníu og það er von okkar að þeir leiki af eðlilegri getu og vinni báða leikina og þá erum við inni ef við vinnum Pólveijana. En maður veit aldrei. Ég hef einhvern veginn þá trú að þessi lið séu að „makka“ sig saman um úrslitin. Bjarki skorar í Moskvu BJARKI Slgurðsson stekkur upp og sendl knöttlnn yfir Oleg Kullshov og í netlð hjá Rússum í landsleiknum í CSKA-hölllnni í Moskvu. Það er auðvitað óþolandi að vera að taka þátt i íþróttakeppni og’ svo er kannski verið að semja um úrslit ákveðinna leikja. Það hefur verið mikil umræða um þessa blessuðu dómara og það sýndist sitt hverjum um dómgæsluna í fyrri leiknum gegn Rússum. Það má segja um þennan leik að Rúss- ar voru að hagnast á dómgæsl- unni hér á heimavelli sínum, voru að taka of mörg skref til að skora sín mörk oft og tíðum á meðan við vorum ekki að fá það sama. Þetta eru því miður hlutir sem við verðum að sætta okkur við. Ég ætla þó ekki að fara að kenna dómurunum um hvernig fór. Þetta var fyrst og fremst aulaskapur í okkur. Liðin verða að spila vel, hvort sem dómarar eru slæmir eða ekki, og spila betur en andstæð- ingárnir og dómararnir.“ Sóknarleikurinn brást Júlíus Jónasson sagði að leikur- inn hafi ekki spilast eins vel og fyrri leikurinn heima. „Sóknar- lega gekk leikurinn ekki nægilega vel og við náðum ekki upp sömu baráttu í vörninni og í heimaleikn- um. Við vorum með í þessu í fyrri hálfleik og áttum möguleika á að gera betur. Lavrov var erfiður í síðari hálfleik og það réð úrslitum. Osjálfrátt vorum við ragari við að skjóta eftir að Lavrov fór að veija. Ef við hefðum spilað agaðri leik hefðum við átt að geta slopp- ið frá þessu með tveggja til þriggja marka tap og það hefði verið í lagi,“ sagði Júlíus. Afleítt í slðari hálfleik Geir Sveinsson fyrirliði sagðist vera þokkalega ánægður með fyrri hálfleik. „Við getum alveg verið sáttir við fyrri hálfleikinn en síðari hálfleikur var afleitur. Ég er sáttur við varnarleikinn og markvörsluna en sóknarleikurinn var dapur hjá okkur. Menn reyndu of mikið upp á eigin spýtur og gerðu sér ekki grein fyrir stöð- unni þegar við vorum komnir fjór- um mörkum undir. Við urðum að halda því og það mátti ekki verða meiri munur. Hvert einasta mark er svo dýrmætt og það er eins og vanti stöðumat í okkur, að vega og meta stöðuna. Að tapa með þremur til fjórum mörkum hefðu verið ágætis úrslit en átta mörk er allt of mikið. Nú erum við með mínus sjö í markatölu. Nú verðum við að byija á því að vinna Pól- verja í báðum leikjunum og treysta á að Rússar vinni báða leikina gegn Rúmenum. Það er kannski langsótt því það kæmi mér ekki á óvart að Rúmenar næðu að vinna Rússa á heima- velli. En við verðum bara að bíða og vona að markatalan verði okk- ur ekki enn og aftur að falli,“ sagði fyrirliðinn. Leikurinn / B5 Johans- son gegn Have- lange LENNART Johansson, forseti Knattspymusambands Evrópu, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Alþjóða- knattspymusambandsins. Jo- hansson hefur lengi verið að hugsa um þetta en sagði við þýska tímaritið Kicker í gær að hann væri ákveðinn í að bjóða sig fram á móti Brasilíu- manninum Joao Havelange sem hefur verið við stjómvölin hjá FIFA síðan 1974. Kjörtímabil hans rennur út 1998 og þá ætlar Johansson að bjóða sig fram. Sampras á toppinn PETE Sampras frá Bandaríkj- unum sigraði Boris Becker í úrslitaleik opna Parísarmótsins í tennis í Bercy höllinni um helgina, og komst þar með í efsta sæti heimslistans á ný. Sampras sigraði Becker 7-6, 6-4, 6-4 og hlaut að launum 342.000 dollara, andvirði rúm- lega 22 milljóna króna. Andre Agassi, sem sló Sampras úr efsta sæti heimslistans í apríl, átti titil að vetja í París um helgina en var ekki með - er meiddur. Heims- metí stangar- stökki KÍNVERSKA stúlkan Sun Caiyun bætti heimsmet Danielu Barovu frá Tékklandi í stangar- stökki á móti í Shenzhen um helgina. Caiyun vippaði sér yfir 4 metra og 23 sentimetra, ein- um sentimetra hærra en Barova hefur gert. Ekki er langt síðan konur fóru að kepppa í stangarstökki og var þétta í 15. sinn á þessu ári sem heimsmetið fellur. Bowe sigraði Holyfield RIDDICK Bowe sigraði Evand- er Holyfield á rothöggi í átt- undu lotu. Dómarinn stöðvaði bardagann eftir að Bowe hafði iamið Holyfield tvívegis í gólfið í sömu lotunni. Holyfield hafði hins vegar lamið Bowe í gólfið í 6. lotu og var það í fyrsta sinn sem hann hefur verið lam- inn í gólfið sem atvinnumaður. Báðir hafa kapparnir verið heimsmeistarar um tíma, Ho- lyfield tvívegis, en að þessu sinni börðust þeir ekki um heimsmeistaratitil. ENGLAND: 11X 22X 11X 1112 ITALIA: 1 X X 121 X21 11X2 LOTTO: 1 3 14 21 29 + 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.