Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 8- NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ f FRETTIR Hvalurinn sækirí sfldina • „ÞAÐERveiþekktað hnúf ubstkar, 1 angreyðar og hrefnur eigi þiiö tii að éta síld. Hins yegar hefur maður ekki heyrt af því á undan- f öriium árum að þeir séu að koma i veiðarf 'ærí síldveiði- foáta," segir Jóhann Sigur- jónsson hjá Haframisókna- stofmniinni, en mikið hefur verið um það að hnúfuhakar séu að koma í veiðarfæri loðnubáta og um helgina lentu tveir hnúf ubakar i nót- ina hjá ísleífi VE, sem var á síldarmiðum. Varðandi það að hðfrunga- torfur lentu I nótum tveggja síldveiðiskipa ;i aðfaranótt þríðjudags segir hann að það hafíalltaf komið fyrir end- rum og- eins að höf rungar flækist f veiðarfa>ri síidveiði- báta og háhyrningar séu allt- af að þvælast á sildarmiðum. „Ef það verða hins vegar iii eir i brögð að því að h n úf u - bakar koini í veiðarfæri síld- arbáta er ástandið að breyt- ast töluvert," segír hann. Um þau tilfelli þegar hnúf ubakar hafa fiækst Í loðnunetum uudanfarið segir hann að það geti að eihhverju leyti verið tengi aukningu i slofui hnúfubaks og komið heim og sam an við a u k ni ngu sem mæls t hafi á s tof ni n um átímabilimi 1970 tíl 1985. „Við höfum reynt að afla upplýsinga um þáð þegar þetta hefur komið fyrir og okkur finnst kærkomið að fá uppiýsingar um það þegar sjómcnn lenda í þessu," segir Iiann. „Þetta virðist vera mis- jafnt milli ára, sum árin er litið um þe tta og önnu r mik- ið. Það er ekki hægtað draga neinar víðlækar ályktanir af þessum tveimur tiifellum." Vélsíjóraþing • VÉLSTJÓRAÞING verður haidið dagana 9.-11 nóvem- ber næstkomand i á Grand Hótel í Keykjavik. Helgi Laxdal, tormaður VSFI fiyt- ur setningarræðu, en að henni lokinni ávarpar Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, þinggesti. Á þiag- inu verða m.a. flutt erindí um möguleika jsleudinga til veiða utan landhelginnar, um áhrif freon-efna á ósoulagið, um starfsemiogskyldur verkalýðsfélaga og mðgu- 1 eika vélf ræðinga tíl starfa i 1 andi. Einnig verður sérstak- lega fjallað um menntun, endur- og sfmenntun stétt- arinnar og margt fleira. Þingið hefst klukkan 13.00, en skráning þingmanna hefst háifri klukkustundu fyrr. 0 Sala / þjónusta Skiparadíó hf Fiskislóð 94 Sími 552 0230 | . „.Ml Allt til *> \ rafsuðul = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI2 SlMI 562 4260 | Aflaverðmæti af Flæmska hattinum um 1,3 milljarðar Ottó Wathne komínn með 1.150 tonn í ár AFLAVERÐMÆTI ís- lenzkra fiskiskipa á rækju- veiðum á Flæmska hattinum á þessu ári er nú komið í um 1,3 milljarða króna. Það er meira en þrefalt aflamagn á síðasta ári. og langleiðina í fjórfalt aflaverð- mæti' árið 1993. Aflinn að áliðnum október var orðinn 6.632,6 tonn, en allt árið í fyrra varð aflinn 2.640 og 2.196 tonn árið 1993. Langmestan rækjuafla í ár er Ottó Wathne með, 1.150 tonn og er lauslega áætlað afla- verðmæti þess um 230 milljónir króna. Sókn íslenzkra skipa á þessi gjöf- ulu rækjumið hefur aukizt verulega og á þessu ári hafa 18 skip stundað þessar veiðar og eru fleiri að bætast í hópinn. Það er mjög misjafnt hve lengi skipin stunda þessar veiðar hvert fyrir sig. Einhver, eins og ut- ankvótaskipin Ottó Wathne og Arn- arnes, hafa verið þarna nánast allt árið, enda í fátt annað hjá þeim að venda. Veiðireynslan mikilvœg Miklu máli skiptir einnig fyrir skipin að afla sér veiðireynslu á þessu svæði, hvort sem hún er mæld í fjólda veiðidaga eða afla- magni. Þegar á næsta ári verður veiðum á Flæmska hattinu stjórnað með sóknartakmörkun, en eftir þann tíma er óljóst hver veiðistjórnin verð- ur. Skipin hafa ýmist haldið sig nán- ast alveg þar vestra og landað á Nýfundnalandi. Iðnaðarrækja hefur þá í mörgum tilfellum verið flutt heim til vinnslu, en svokölluð Jap- ansrækja beint utan. Þegar heim er komið hafa skipin svo landað í heimahöfnum og haldið á aðrar veið- ar. 18 skip meðafla Eftir því, sem næst verður komizt og samkvæmt upplýsingum Fiski- stofu er afli skipanna í ár eftirfar- andi í tonnum talið: OttóWathneNS 1.150,0 HelgalIRE 778,4 Andvari VE 714,8 Sunna SI 559,3 Klara Sveinsdóttir SU 523,6 Arnarnes SI 446,6 Guðm. Péturs ÍS 372,4 Dalborg EA 349,3 HafrafellíS 321,8 Blængur NK 304,1 Jöfur ÍS 268,8 BrimirSU 207,9 Svalbakur EA 194,7 Pétur Jónsson RE 193,0 BlikiEA 168,2 Sigurfari ÓF 164,2 SkutullíS 160,2 NökkviHU 42,1 Arangur kemur í ljós á næstunni íslensk fyrirtæki á ráðstefnu í Murmansk „Þessi ráðstefna var skipulögð af fylkisstjórn- inni í Murmansk og fylkis- stjórninni í Finnmörku í Noregi," segir Jón Ás- bergsson hjá Útflutningsráði. „Tilgangur hennar var að kynna fjárfestinga- tækifæri í Murmansk. Til þess voru fengnir ýmsir sérfræðingar og gefínn var út bæklingur með upplýsingum um nokkurn fjölda fjárfestingarverk- efna, sem meðal annars snúa að fískveiðum og vinnslu, þar sem leitað er að erlendum þátttakendum. Þar var meðal annars kynnt verkefni sem lýtur að smábátaútgerð á grunnslóð við Kólaskaga." Jón segir að menn hafi nú fengið á næstu mánuðum." þessi gögn og geti kynnt sér hvaða möguleikar séu á ferð varðandi fjár- festingu. Þarna hafi verið fulltrúar frá 26 íslenskum fyrirtækjum, auk sendiherra íslands í Moskvu og ráðuneytisstjóra Utanríkisráðu- neytisins. „011 fyrirtækin voru vita- skuld að leita sér að tækifærum, sem eru ekki endilega fólgin í fjár- festingum, heldur í viðskiptum," segir hann. „Við reyndum að koma þeim boðum áleiðis til áhrifamanna og atvinnurekenda að mjög góðar líkur væru á samningum um veiðar í Smugunni og þá gætu.eðlileg við- skipti hafist milli íslendinga og Rússa. Okkur var vel tekið og við öfluðum okkur víða sambanda, sem munu væntanlega leiða til viðskipta Hann segir að Norðmenn hafí svo til einir setið að þesSum markaði fram að þessu, enda í þeirra bak- landi. Það að fara frá Kirkeness til Murmansk sé'eins og að fara frá Reykjavík til Stykkishólms, þannig að það séu hæg heimatökin fyrir Norðmenn. „Sem dæmi má nefna að okkur var sagt frá því að í lítinn útgerðarbæ nyrst í Noregi sem heit- ir Botsfjord kæmi rúmlega skips- farmur af Rússaþorski á dag til vinnslu," segir hann. „Við gátum ekki heyrt annað á þessum rússn- esku aðilum sem við ræddum við að þeir væru þess mjög hvetjandi að Norðmenn fengju þarna sam- keppni í sambandi við kaup og sölu á fiski og þjónustu við sjávarútveg- inn." A HAFNARVOGINNI • HAFNARVERÐIRNIRá Husavík, Halklór Þorvaldsson og Stefán Stefánsson, vigtuðu Morganblaðið/Silti fyrsta hilinn á hinni nýju hafn- arvog Húsavikur sein tekin var í notkun á dögunum. Góð staða síldarstofna Farið var yfir skýrslur um ástand 85 fiskistofna á fundi Fiskveiðiráðgjafarnefndar Alþjóða'haf- rannsóknaráðsins sem var að ljúka. Þar kom fram að norsk-íslenski síldarstofninn og íslenski síldarstofninn eru í góðu ástandi, að ekki megi auká sókn í þorsk í Barentshafi frá því sem nú er og að veiðar verði bannaðar á grálúðu og loðnu í Barentshafí. „Nefndin vinnur upp úr skýrslum frá vinnu: nefndum og gefur þeim aðildarríkjum Alþjóða hafrannsóknaráðsins, sem þess æskja, ráðgjöf," segir Ólafur Karvel Pálsson, sem var fulltrúi Hafrannsóknastofnunarinnar á fundinum. „Það segir sig sjálft að ráðgjöfín er eins misjöfn og fískistofnarnir eru margir, en það sem skiptir máli fyrir íslendinga af því sem fjallað var um á fundinum, er fyrst og fremst norsk-íslenski síldarstofninn." Hann segir að ef stofnarnir séu í sæmilegu ástandi sé ekki gefín nein sérstök ráðgjöf, held- ur reynt að skilgreina ákveðna stærð fyrir hvern stofn sem séu viðmiðunarmörk. Ef stofninn sé fyrir ofan þau mörk leggi ráðgjafanefndin ekk- ert sérstakt til málanna varðandi beinar stjórn- unaraðgerðir, en lýsi ástandi stofnanna al- mennt, en fari hann niður fyrir mörkin þurfi að grípa í taumana og þá leggur nefndin yfirleitt til ákveðna stefnu. Norsk-íslenskl síldarstofnlnn yflr viðmlöunarmörkum Olafur segir að komið hafi fram að norsk- íslenski síldarstofninn sé fyrir ofan viðmiðunar- mörkin, serh séu 2 1/2 milljónir tonna. Þess vegna sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur af honum um þessar mundir og ekki hafi verið lögð til nein aflatala. Það sé á valdi þeirra ríkja sem ætli að nýti hann að koma sér saman um nýting- una. Þó sé bent á í skýrslunni að þeir árgangar sem hafi komið inn í stofninn á þremur síðustu árum séu slakir, sem muni leiða til þess að hon- um mum hnigna, ef það gangi eftir, upp úr alda- mótum. í þeirri spá séu þó margir óvissuþættir. „Stofninn virðist í góðu ástandi, þótt hann hafi ekki náð fullri stærð og virðist í vexti núna," segir Ólafur. Misjaf nt ástand fiskistof na í Barentshafi „Varðandi þorskinn í Barentshafi er varað við því að sóknin í hann sé aukin, en heildarafli nemur um 750 þúsund tonnum á ári. Ef ekki verður farið að þeim ráðum mun það leiða til minnkunar stofnsins og hugsanlega þess að hann fari niður fyrir viðmiðunarmörk. Aðrir stofnar í Barentshafi eru í mun verra ástandi. Það er.til dæmis lagt til að ekki verði neinar grálúðuveiðar á næsta ári. Þar eru viðmiðunar- mörkin 65 þúsund tonn, en hrygningarstofninn núna er um 40 þúsund tonn." „Ufsinn er fyrir ofan líffræðileg viðmiðunar- mörk og lagt er til að sóknin verði ekki aukin umfram það sem var í fyrra," segir Ólafur. „Gert er ráð fyrir að aflinn á þessu ári verði 165 þúsund tonn. Ýsan er líka fyrir ofan viðmið- unarmörk, sem eru 100 þúsund tonn, og sagt er að enginn ávinningur sé af því að auka sókn- ina, en afli þessar árs er áætlaður 130 þúsund tonn og ef sókn er haldið áfram óbreyttri verður hann 170 þúsund tonn á næsta ári. Barentshafsloðnan er fyrir neðan líffræðileg viðmiðunarmörk, hrygningarstofninn talinn að- eins 120 þúsund tonn og nýliðun slök síðan 1992. Lagt er til að engar veiðar verði á henni á næsta ári í Barentshafí, enda af engu að taka. Engar veiðar hafa verið stundaðar á stofninum síðan 1993." Yf Ir kjörsókn Fjallað var um íslensku Suðurlandssíldina og ljóst er að sá stofn er í góðu ástandi og fyrir ofan líffræðileg viðmiðunarmörk. „Um það er eingöngu sagt í skýrslunni að fiskveiðidauðsföll hafi verið dálítið fyrir ofan kjörsókn, en enginn marktækur ávinningur sé af því að vera yfir kjörsókn," segir Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.