Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBIAÐIÐ M1ÐVIKUDAGUR8.NÓVEMBER1995 B 3 VIÐTAL Nauta-skipasmíðastöðin í Gdynia í Póllandi vinnur margt verkið fyrir íslendinga ISLENSKskiphafaum árabil verið send í slipp til Póllands til breytinga og viðgerða. íslendingar hafa að mestu leyti skipt við sömu skipa- smíðastöðina þar. Marta Einarsdóttir, heimsótti stöðina, sem heitir Nauta og stendur við Eystrasalt í borginni Gdynia, og kynnti sér starfsemi hennar. Viðskipti íslendinga skipta tölu- verðu máli fyrir stöðina og aldrei meira en árið 1995 þegar fjögur stór verkefni munu nema um þriðj- ungi veltu hennar. Þetta eru breyt- ingar á Beiti frá Síldarvinnslunni hl, Engey frá Granda hf., Hugin frá Hugin hf. og Venusi frá Venusi hf. Það er meira en að segja það að breyta skipi. T.d. að taka risa- stóran, undinn stálskrokk, saga í tvennt og bæta stóru stykki inn í, þannig að sjóhelt sé. Þetta eru ófá handtök og krefst sérhæfðra tækja og verkkunnáttu. Slíkar breytingar eru því eðlilega mjög kostnaðars- amar og nú er svo komið að þær eru að mestu unnar erlendis, þar sem þær eru mun ódýrari en á ís- landi. Hafa endurbyggt um 30 íslensk sklp Nauta skipasmíðastöðin í Póllandi var stofnuð árið 1926 og hefur átt umboðsaðila á íslandi í 18 ár, Véla- söluna. Á þeim tíma hefur stöðin endurbyggt nálægt 30 íslensk skip auk smærri viðgerða. Svæðið er afgirt og verðir við hliðið og enginn leikur að komast innfyrir. Maður verður að geta gert grein fyrir erind- inu og vísað á tengiliði, helst á pólsku. Þegar inn er komið er ekki laust við að maður finni fyrir smæð sinni við að ganga millj risastórra krana og skipaskrokka. í Nauta eru sjö bryggjur, þrjár flotkvíar og skipalyfta. Stærsta flotkvíin getur tekið allt að 135 metra löng skip og skipalyftan lyftir skipum sem eru allt að 60 metra há og vega upp að 600 tonn- um. Metár Andrzej Pietki- ewicz er sölustjóri Nauta og hefur umsjón með við- skiptum við ís- lendinga. Hann segir þessi við- skipti mjög þýð- ingarmikil fyrir stöðina og að þau fari vaxandi. „Árið í ár er met- ár og nú þegar höfum við gert tvo samninga fyr- ir árið 1996 og ég á von á að minnsta kosti 5-6 verkefnum árið eftir. Við vomm að setja nýtt kæli- kerfi í Beiti NK sem gerir það kleift að halda fiski ferskum í stað þess að frysta hann. Beitir er fyrsti ís- lenski togarinn sem er breytt á þennan hátt. Þar sem þetta eykur söluverðmæti aflans umtalsvert á ég von á að önnur útgerðarfyrirtæki fylgi í kjölfarið. Hér verður einnig unnin önnur nýjung þegar nýr fram- ' partur verður smíðaður á Örninn KE og ég er þegar farinn að fá fyrirspurnir um fleiri breytingar af þessu tagi." SÉÐ yfir hluta Nauta- skipasmíðastöðvarinnar „Þeir ganga aldrei á bak orða sinna" Andrzej segir að af þeim þremur skipum, sem mest var breytt á þessu ári; Beiti, Engeynni og Venusi, fari engin viðgerðanna undir 95 miíljón- ir króna. „Það tekur því ekki að senda skipin til okkar ef viðgerðin er undir 19 milljónurri." Fullbókað til ársins 1999 Mörg iðnaðarfyrirtæki í Póllandi reyndust illsamkeppnishæf við framleíðslu V-Evrópu þegar stjórn stjórn kommúnista var felld fyrir sex árum. Tækjakostur þeirra var úreltur, starfsfólk of margt og skipulagning ekki góð. Auk þess sem þau voru lítt búin búnaði sem stuðlaði að umhverfisvernd en eins og aðrir hafa Pólverjar vaknað til vitundar um nauðsyn þess að draga úr mengun. Andrzej segir þó að Nauta standi mjög vel. „Við erum Marta Eiriarsdóttir ANDRZEJ Pietkiewicz sblusijóri Nauta- skipasmíðastöðvarinnar á skrifstofu sinni. fullbókuð til ársins 1999 og önnum ekki pöntunum sem við fáum í fram- leiðslu á stáli. Við erum að leita að sérhæfðu fólki í vinnu og gætum ráðið 500 manns á stundinni." Launin miklu lægri Andrzej er mikið í mun að það komi fram að pólskar skipasmíða- stöðvar eigi ekki sök á versnandi afkomu íslenskra skipasmíðastöðva. „Ég veit að því hefur verið haidið fram á Islandi að við höfum eyði- lagt skipasmíðaiðnaðinn þar með ójöfnum samkeppnisgrundvelli, þar sem skipasmíðaiðn sé niðurgreidd hér af stjórnvöldum. En þetta er ekki rétt. Pólland er eina ríkið í Evrópu, þar sem skipasmíðaiðnaður er ekki niðurgreiddur um 10-20%. Ástæðan fyrir því að ¦ við getum boðið lægri verð er einfaldlega sú að laun eru enn miklu lægri í Pól- landi en í V-Evrópu og þau munu verða það áfram í einhvern tíma." Laun hafa tífaldast Fyrst pólskar skipasmíðastöðvar hafa getað boðið lágt verð sökum lítils launakostnaðar vaknar sú spuning hvaða áhrif launahækkanir í Pólandi muni hafa á samkeppnis- stöðu þeirra víð önnur erlend ríki. Laun hafa hækkað mikið á síðustu árum, þar sem mikil þensla hefur verið í þjóðfélaginu. í Nauta hafa þau hækkað úr um tvö þúsund krónum á mán- uði í tuttugu til þrjátíu og tvö þúsund. Þrátt fyrir að laun hafi meira en tífald- ast og að kostn- aður á stáli og öðru efni til við- gerða hafi hækk- að og kosti nú svipað og í Vest- ur-Evrópu segir Andrzej að tekist hafi að halda verðum óbreytt- um með hagræð- ingu í rekstri. Starfsmönnum hafi verið fækk- að úr 3000 í 1500 en þrátt fyrir það hafí af- köstin aukist. Markmiðið sé að starfsmönnum verði f ækkað enn frekar. og starfsemi stöðvarinnar í meira mæli færð til sérhæfðra und- irverktaka. íslendingar heiAarlegir Andrzej lætur vel af íslending- um: „Hingað til hafa allir samning- ar staðist frá beggja hendi og öll viðskipti farið vel. Islendingar eru mjög heiðarlegir og sanngjarnir í viðskiptum. Þeir ganga aldrei á bak orða sinna, jafnvel þótt þeir gætu hagnast af því. Þetta er mjög mikil- vægt." Andrzej hefur 12 sinnum komið til íslands tir að stunda samningaviðræður og undrrita samninga fyrir hönd Nauta. „Ég held að ég hafí komið til næstum allra bæja og þorpa á íslandi og í fyrra var farið með okkur í ferð yfír hálendið. Ísland er mjög fallegt land." Þegar hann er spurður hvað honum finnist um þjóðina segir hann að við séum mjög viðkunnan- legt fólk. Finnst honum við mjög ólík Pólverjum? „Nei, þið eruð ekk- ert ósvipuð okkur en ólík hinum Norðurlandaþjóðunum. Mér finnst t.d. Norðmenn miklu kaldari í við- móti. Skrifaðu nú eitthvað fallegt um okkur og ekki segja að við drekkum mikinn vodka," segir Andrzej að lokum. Verðlækkun og sölutregða á hörpudiski • „ÞAÐ hefur gengið jafnvel og undanfarin ár a ð ná í hörpudiskimi," segir Ellert Ki-istinsson, framkvæmda- sijóri Sígurðar Agústssonar hf. „Við erum búnir að iaka á mót i 800 tonnum það sem af er kvótaár inu og höfum selt eitthvað af því, en mark- aðurinn er drsemur." Ellert segir að það hafi orðið verðlækkun á mörkuð- um frá því sem hafl verið í f yrra sem nemi 12 prósent- um. „Aukþess er sðlu- tregða," segir hann. „Pram- boð hefur aukist annars stað- ar fra, aðailega af kinversk- um eidishðrpudiski." AUt virðist benda til að Is- lendingum verði geit að skipta imi nafn á hörpudisk- inum á franska markaðinum og kalla hannannað en áður frá næstu áramótttm, að sögu Ellerts. „Frakkar teljaað þessi hör pudiskur sé ekki af sama stofni og þeir hafi veitt sjálfir, Okkur er því gertað hættaað kalla hann Coquilles Saint- Jacques og eigum að nefna hann Pétongles. Óvíst er um áhrífin, en lfkur benda tíl að það geti haft verðlœkk- un í f ör með sér á næsta ári." Útflutningnir Poly-Ice hlera eykst stöðugt • ÚTFLUTNINGUR 3. H3n- rikssonar á Poly-Iee toghler- uiri eykst stöðugt og bætast sífellt ný lðns í hðp viðskipta- landa fyrirt ækisius. t frétta- ' bréfi fyrirtækisins kemur fram, aðjöfnoggóð salasé á toghlerum til Noregs, eink- um stærri skipa, sem stunda veiðar í Barentshafi, við Gærnland og á Fitemska hatt- ínum. Þá nota öll úthafsveiði- skip Færeyinga, sem stunda veiðar í Barentshaf i, hlera frá fyrirtækinu, Loks var nýlega sendur fullur gámur af hlerum til Nýja Sj áíands og Ástraiíu og annur lil Namibíu og Suður-Afríku. STINGATttBOÐ uðlJlíÉlull^ Fjárfesting sem borgar sig! iðum takmarkað gn af Kempomat MIG/MAG hivélum 320 amp ð sérstökum lætti. in er mjög astamikil leinföld í notkun. Verð með afslætti 1149.950.- stg. m/vsk. Kemppi raísuöuvélar mæta kröfum meistaranna! ¦8 4ethyl 2 Árlúnsholti S: 587 9100 Grænt númer: 800-6891 •Grunngengi FIM nr.246

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.