Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ -f 4- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 B 5 DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF 1 1 SVEITTIR fætur þurfa ekki að lykta illa, en þeir eru gósenland fyrir bakteríur. T áfýla og nokkur ráð gaf GRQFT salt út í fótabaðið er sagt draga úr táfylu. Einnig —i edik og matarsódi, auk þess í sem eðlilegt verður að teljast >wj> að hreinlætis sé gætt og skipt sé nægilega oft um sokka. í bókinni Heilsugæsla heimilanna, sem að undanförnu hefur verið seld á tilboði, eru yfir 2.000 ráðleggingar um hvernig vinna má bug á hinum ýmsu kvillum og sjúkdómum. Táfýla er þar á meðal og eru alls gefín 19 ráð gegn henni. Ýmsar ástæöur fyrir táfýlu í bókinni er upplýst að of mikið álag á fætur geti valdið miklum svita. „Oft geta gallar í líkamsbygg- ingu (svo sem flatfótur) verið rót vandans eða starf sem veldur því að þú ert alltaf á þönum. Hvort heldur sem er getur það valdið auknu álagi á vöðvana í fótunum. Þegar fætur þínir reyna meira á sig svitna þeir meira til að kæla sjálfa sig. Þrátt fyrir að fætur sem svitna þurfí ekki að lykta illa er rakinn gróðrarst- ía fyrir bakteríur sem valda óþef.“ Ráð númer eitt er að halda fótum tandurhreinum, nota heitt vatn og sápu og þvo fætur eins oft og þörf krefur, nokkrum sinnum á dag ef þeir svitna mikið eða lykt finnst. Gott er að skrúbba fætur varlega með mjúkum bursta, jafnvel á milli tánna, en gæta þrrf þess að þerra fætur vel á eftir. L 'ft er eftir fóta- snyrti að nafni Suzaune M. Levine að gott sé að setja fótapúður á fæt- uma, maíssterkju eða sveppavamar- úða eftir fótaþvott. Ýmsar blöndur í fótabað em einnig sagðar hjálpa ti! og mælir Levine til dæmis með salti og matarsóda. FJölbraytni í fótabafl Annar fótasnyrtir, Diana Bihova, ráðleggur fólki að nota te til að vinna bug á táfýlu og segir að tannín sem er í tei hafí góð áhrif. 3-4 tepokar eru soðnir í lítra af vatni í um 10 mínútur. Nægu köldu vatni bætt við til að hitastig verði þægilegt. Fætur látnir liggja í teinu í 20-30 mínútur, þeir þerraðir að því loknu og fótpúð- ur síðan borið á. Segir Bihova að hægt sé að vinna bug á meininu með te-fótabaði tvisvar í viku. Séu fætur látnir í fótabað með hálfum bolla af grófu salti á móti einum.lítra af heitu vatni er komin fyrirtaks leið til að sigrast á táfýlu, segir starfssystir hennar, Levine. Matarsódi er sagður hækka sýru- stig húðarinnar og draga þar með úr svita. Ein matskeið af matarsóda er leyst upp í einum lítra af heitu vatni. Fætur em látnir Iiggja í vatn- inu í 15 mínútur í senn tvisvar í viku. Enn eitt ráð er að fara í heitt og kalt fótabað til skiptis. „Það dreg- ur úr blóðstreymi til fótanna og dregur úr svita. Blanda síðan fóta- bað úr ísmolum og sítrónusafa. Nudda svo fæturna með spritti til að kæla þá og þurrka þá vel. Þegar heitt er í veðri og fólk svitnar mikið á fótum, getur verið gott að gera þetta daglega.“ í bókinni em sykur- sjúkir og þeir sem hafa hæga blóð- rás varaðir við að nota þessa aðferð, en bent á að reyna einhveija af hin- um 18. ■ BT GUÐRUN OLAFSDOTTIR Gerir það sem hugurinn girnist „ÉG uppgötvaði hjólið fyrir nokkrum ámm þegar ég skrapp í dagsferð í Heiðmörk. Eftir það varð ég óstöðv- andi og sama sumar fór ég í ferðalag um Austfirðina í tvær vikur og svo um Snæfellsnes, ein á hjóli,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, en hún hjólaði ein síns liðs 2.700 kílómetra um land- ið á sex vikum síðasta sumar. Kæ- rasti hennar, Magnús Bergsson, hjól- aði á móti henni hringveginn og mætti henni á Egilsstöðum þar sem leiðir skyldust að fljótlega. „Eg hjóla allra minna ferða og maður nýtur landslagsins á allt annan hátt en í bíl. Það höfðar til allrar skynjunar á Iiti. hljóð, Iykt, sjón og áferð landsins. Ég ákvað síðasta vetur að fara í þessa ferð. Þar sem enginn gat kom- ið með varð ég að fara ein, enda engin ástæða til þess að hætta við.“ í hríð og hraknlngum „Það var stórkostleg upplifun að hjóla um landið. Reyndar var ég ekki nógu heppin með veður, sérstak- lega á Vestfjörðum. Stundum lenti ég í hrakningum og snjókomu á heið- um og þá var erfitt að vera ein og hafa engan til að veita sér stuðning. Eitt af því sem gerir hjólaferðalög skemmtileg er að maður kynnist fólki á annan hátt og það gefur sig frekar á tal við mann ef maður er einn á Mynd/Magnús Bergsson FÓLK nýtur landsins og landslagsins á allt annan hátt á hjólaferðalögum. HJÓLAFERÐ Guðrúnar í sumar er merkt með svörtu á íslands- kortinu og er leiðin alls 2.700 kílómetrar. Leiðir sem Guðrún hefur hjólað áður eru merktar með bleikri línu. ferð. Ég var oft talin útlendingur, en var fljót að koma í veg fyrir þann misskilning og ávarpa fólk að fyrra bragði. Fólk verður oft hissa og spyr hvaðan ég komi, hvert ferðinni sé heitið, hvort ég sé með harðsperrur og hvort ég sé virkilega ein á ferð.“ Margir draumar uppfylltir Guðrún hefur uppfyllt marga drauma. Hún er með BA-próf í mannfræði og spænsku og fór nýlega í Iðnskólann að læra trésmíði, en það er gamall draumur. Þegar Guðrún var 18 ára fór hún sem skiptinemi til Ekvador og kynnt- ist þar öðruvísi lífsháttum en hún átti að venjast héðan frá íslandi. „Fólkið er yndislegt, svo hlýlegt og fjölskylduböndin eru mjög sterk. En það gat stundum verið erfitt að vera þar vegna ólíkrar menningar." Það var vegna hinnar ekvadorísku hlýju að Guðrún gerðist grænmeti- sæta. „Mér var vel fagnað þegar ég kom til fjölskyldunnar. Það var farið út í garð þar sem nokkrum naggrís- um var slátrað og þeir notaðir í einn af þjóðarréttum Ékvador-manna. Ari síðar var haldin kveðjuveisla þegar ég var að fara. Þá var aligrísnum slátrað úti í garði og skömmu síðar Draumar sem þau létu rætast MAGNUS GEIR ÞORÐARSON ÖLL eigum við okkur drauma. Þeir geta verið margir og misjafnir og stangast jafnvel á. Margir draumar rætast ekki, en þó kannast flestir við þá tilfinningu að draumar þeirra rætist, hvort sem þeir eru smáir eða stórir. Og tilfinning- in er sæt. Öll vinnum við að því á einhvern hátt að láta drauma okkar rætast. Það er misjafnt hvað mennirnir vilja og þrá og misjafnt hversu raunhæfir draum- arnir eru. Oft hefur fólk hvorki burði né tíma til að láta þá rætast í daglegu amstri. Stundum erum við þrúguð af raunveruleikakennd sem oftar en ekki hefur þau áhrif að okkur fallast hendur og teljum að það sé vonlaust að láta draumana rætast. Slíkt gerist bara í ævintýrum. Daglegt líf hafði upp á þremur mann- eskjum sem eiga það sameiginlegt að hafa upplifað ævintýrið. þhy ■ - var hann borinn fram. Þar með var mér nóg boðið og ég gat ekki borðað kjöt eftir þetta.“ Guðrún fór tvisvar til Ekvador eftir þetta. í seinna skiptið fór hún ein í skipulagða hópferð um regn- skóga Suður-Ameríku. Bandaríkln og Mexíkó heilla Þegar Guðrún útskrifaðist úr há- skólanum réðst hún sem „au pair“ hjá fjölskyldu í New Jersey í Banda- ríkjunum. „Ég hef alltaf verið forvit- in um bandaríska menningu sem maður verður aðeins vitni að í bíó- myndum. Bandaríkin hafa mikil áhrif á Islandi og flestir þykjast geta sagt eitthvað um þau. Mér fannst ég ekki vera gjaldgeng í umræðunni fyrr en ég hefði að minnsta kosti komið til landsins. Ég ákvað því að skella mér á meðan ég hefði tækifæri til. Þegar ég var þar fór ég í tveggja vikna ferðalag ein míns liðs um Mexíkó sem var stórkostleg upplifun." Guðrún áformar að fara enn eigin leiðir og stefnir hún á hálendi Is- lands næsta sumar. „Að ferðast einn hefur sína kosti. Maður er engum háður og verður að treysta algerlega á sig sjálfan, og það er mjög þrosk- andi.“ ■ í nám á suður- hveli jarðar ELÍN Skeggjadóttir uppfyllti þijá drauma í einu þegar hún fór á 19 vikna kristninámskeið í Ástralíu og í Indónesíu fyrr á þessu ári. „_Mig hefur dreymt um að fara til Ástralíu og Austurlanda, alveg síðan ég las bókina A Town Like Alice sem gerist í Ástralíu og í Malasíu fyrir um 30 árum. Dóttir mín fór í nám í háskóla á Hawaii fyrir nokkru og var óþreytandi að hvetja mig til þess að gera slíkt hið sama. Eftir svolítinn þrýsting frá dætrum mínum ákvað ég að slá til og skella mér í kristniskóla í Ástralíu. Skólinn heitir Youth with a Mission, kallaður YWAM, og er úti um allan heim. Þetta er sami skólinn og dóttir mín var í á Hawaii. Ég var í einhvers konar „öldungadeild“ sem kallast Crossroads og er fyrir fólk 35 ára og eldra sem stendur á krossgöt- um í lífinu.“ Áhugi á trúarfræ&um „Ég hef alltaf haft áhuga á trúarfræðum. Fyrir sex árum gekk ég í Veginn og uppgötvaði Krist á annan hátt en áður. Þetta tæki- færi til þess að læra meira um kristna trú var mér kærkomið og ég tel mig hafa þroskast mikið. Ég naut þess virkilega að vera í Ástralíu. Landið er stórbrotið og fjölbreytni þess er gífurleg. Strendurnar eru dýrðlegar, gróð- ur- og dýralíf er fjölskrúðugt og víðátta landsins er stórfengleg. Fjölbreytpi landsins skilar sér í fólkinu. Ástralir eru ekki svo ólík- ir okkur íslendingum. Svolítið hrjúfir á yfirborðinu og með svipað skopskyn. Ferðin til Indónesíu var verkleg- ur hluti námsins eftir 12 vikna krefjandi nám í Ástralíu sem byggðist á fyrirlestrum. Markmiðið var að athuga hvemig nemendumir biygðust við hinum ýmsu aðstæð- um. Þar var komið víða við en við vomm í sjö vikur í Indónesíu.11 ELIIM SKEGGJADOTTIR ELÍN Skeggjadóttir í hópi nema í YWAM-skólanum í Manado í Indónesíu. Á Balí færa hindúar guðunum daglega skrautlegar fómir. Ljósmyndir/Elín Skeggjadóttir TVEIR strákhnokk- ar í Goron Talo á eyjunni Sulawesi. „Mennlngarsjokk" „Það má eiginlega segja að ég hafi þama í fyrsta skipti fengið „menningarsjokk". Það sem snart mig mest var óhreinlætið á flestum sviðum. Helsta vandamálið er skortur á frárennsli og sorphirðing þekkist ekki. Fólkið leysir málið með því að sleppa sorpinu utan vega eða brenna það hér og þar, svo að óþefur gýs upp og allskyns kvikindi grassera í sorpinu. Fólkið sjálft er hins vegar einstaklega snyrtilegt. Það er mjög elskulegt og hjálpsamt og við kynntumst öðm lífsviðhorfi, til dæmis til fjöl- skyldutengsla. Ég verð að játa það að ég varð Morgunblaðið/Þorkell MAGNÚS Geir Þórðarson hefur haft brennandi áhuga á öllu því sem viðkemur leikhúsum og leiksýningum siðan hann var lítiU strákur. Aldrei spuming um hvert ég stefndi stundum alveg ringluð á að sjá forgangsröð fólks þarna. I þorpunum bjuggu sumir við frumstæð hlóða- eldhús í bambu- skofum og kamra útí garði en í stof- unni var heimilis- fólk að horfa á litasjónvarp.“ „Ánnars var þetta alveg stór- kostleg lífsreynsla að fá að kynnast þjóðarsál svo ólíkrar þjóðar. Þetta er allt önnur reynsla en þeir fá sem ferðast innan skipulegra ferða- þjónustusvæða. Fólkið þarna er margt svo fátækt, en það virtist vera bjartsýnt og nægjusamt. Stundufti komu þó upp atvik þar sem ég skammaðist mín fyrir að vera Vesturlandarbúi og fyrir heiminn að láta þá eymd sem ég horfði upp á viðgangast.“ Elín segist ekki vera á leiðinni í aðra eins ferð á næstunni. „Nei. Ég er svo nýkomin. Fyrst ætla ég að taka því rólega og safna sálinni smám saman til baka. Ég er ekki með nein áform á pijónunum um aðra ferð. En hver veit hverju maður tekur upp á næst? Sem betur fer er lífið alltaf að koma manni á óvart og þess vegna er spennandi að lifa.“ ■ MARGIR muna eflaust eftir unga manninum sem fyrir fáeinum árum rak eigið leikhús, Gamanleikhúsið, leikhús fyrir ungt fólk. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er ungi maðurinn orðinn fullorð- inn. Hann starfar sem verkefnastjóri hjá Borgarleikhúsinu og mun leik- stýra verki á Stóra sviði hússins næsta vor. Magnús Geir Þórðarson hefur haft brennandi áhuga á öllu sem viðkem- ur leikhúsum og leiksýningum síðan hann var lítill strákur. Hann var aðeins 11 ára þegar hann stofnaði Gamanleik- húsið og setti upp leiksýn- ingar og Ieikstýrði. Þá leigði hann ásamt nokkrum öðrum krökkum sal, prentuðu leik- skrá og héldu leiksýningu. Gamanleikhúsið sýndi næstu árin nokkur leikrit, m.a. Lína langsokkur, Kött- urinn sem fer sínar eigin leiðir, Grænjaxlar og fleiri, en leikritið Grænjaxlar, var síðasta leikritið sem sýnt var, átta árum eftir að leik- félagið var stofnað. Gaman- leikhúsið hefur enn ekki verið formlega fellt niður og er nafnið enn á skrá hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga. Helllaflur af leikhúsum Núna, tíu árum eftir stofnun Gam- anleikhússins er Magnús Geir orðinn verkefnastjóri í Borgarleikhúsinu aðeins 21 árs. Þar mun hann leik- stýra leikritinu Stone Free eftir Jim Cartwright sem sett verður á fjalim- ar á Stóra sviði Borgarleikhússins næsta sumar. í vetur verður hann svo leikstjóri hjá Herranótt, leikfé- lagi Menntaskólans í Reykjavík. Það má segja að æskudraumurinn sé óðum að rætast. „Ég hef alltaf verið heillaður af leikhúsum, öllu því sköpunarstarfi sem þar fer fram. Það er svo margt sem snertir uppsetningu leikrita. Fyrst er það verkið sjálft og spurn- ingin um tilgang höfundar og svo raðast þetta saman með leikmynd, leiktúlkun, búningum og fleiru. Allir þessir ólíku þræðir liggja svo í hönd- um leikstjórans. Sýning á leikriti er lifandi listsköpun sem ég nýt að taka þátt í,“ segir Magnús Geir. Magnús Geir útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík fyrir tveimur ámm og fór þá strax í leik- stjóranám á framhaldsstigi í Briston Old Vic Theater School. Þar var hann í þijár annir, setti upp tvær sýningar og var aðstoðarleikstjóri að öðmm tveimur. Magnús Geir kynnt- ist Jim Cartwright þegar hann- að- stoðaði hann við uppsetningu á for- sýningu á Stone Free. Opinber frum- sýning á Stone Free í Englandi verð- ur í lok þessa árs svo að uppsetning á leikritinu í Borgarleikhúsinu næsta sumar verður númer tvö á heims- Ljósmynd/Margrét Dóra Ragnarsdóttir. MYND frá leikritinu Vicious Circle eftir Jean-Paul Sartre sem Magnús Geir leik- stýrði í Iokaverkefni sínu við Bristol Old Vic Theater School og var leikritið sýnt í Bristol og London árið 1994. vísu. Cartwright er vel þekktur hér á landi og hafa leikrit hans verið vinsæl í leikhúsum hér, þar á meðal Stræti, Bar par og Taktu lagið Lóa. Mefl augun alltaf opln Magnús Geir stefnir á meiri menntun og sótti í fyrra tíma í bók- menntafræði í Háskólanum. „Ég sóttist eftir ákveðnum bókmennta- legum grunni þar fyrir leikstjórnun- ina. Það er svo margt sem tengist leiklistinni, enda er leikhúsið staður þar sem ólík listform mætast. Ég tel að hin ýmsu fræði komi sér vel fyrir leikstjórastarfið, en þar er mikilvægt að afla sér víða fanga. Það er ekki hægt að verða leikstjóri í eitt skipti fyrir .öll, við það að taka ákveðið próf. Góður leikstjóri verður að hafa augun opin og sífellt vera að mennta sig. Ég hef reyndar ekki hugsað út í það að ég sé að stefna að því að láta draum rætast. Það hefur aldrei verið spurning um hvert ég stefni, mér hefur fundist það sjálfsagt. En ég get fullyrt það að ég er að vinna að því sem mig hefur alltaf dreymt um.“ ■ Persónuleiki konunnar ræður kyni barnsins IA LENGI var sagt að karlmað- urinn réði kyni barnanna með sæði sínu, svo tóku náttúru- fræðingar að efast um það. Margir töldu það helbert happdrætti, en nú er sagt að kynkerfi kynjanna séu of flókin og áhrifavaldamir á ___ samruna sáðfrumu og egg- frumu konunnar of sterkir til að tilviljun ráði. Og spurningin er: Hver ræður? Konan eða karl- inn? Það er ekki lokum fyrir það skotið að eggið velji og hafni. sæði og konan ráði því í raun hvort frumur hins nýja ein- staklings öðl- ist tvo sams konar kynlitn- inga (XX) og afkvæmið verði stúlka eða hvort frumurnar verði með ólíka kynlitn- inga (XY) og skapi dreng. Nýsjálenski geðlæknirinn Valerie Grant ritaði nýlega grein í British Journal öf Medical Psyc- hiatry (Vol. 67, No. 2) og færir rök fyrir kenn- ingu sinni að magn testósteróns í konum sé höfuðáhrifavaldurinn á hvort afkvæmið verði stúlka eða drengur. Bæði kynin framleiða testósterón en það er aðalkyn- hormón karla. Valerie Grant leiðir líkur að því að hormónið geri egginu fært að velja sæðið í samrunann. Þegar testósterón er hátt getur eggið hafnað X-sæði og greitt Y-sæði götuna þess í stað. Það merkir að úr frjóvguninni spretti drengur. Testósterón í konum er ekki eins stöðugt og talið var. Streita hefur til að mynda áhrif á það. Konur í jafnvægi eru jafnlíklegar til að fæða dreng eða stúlku, kon- ur með óvenjulágt testósterón geta átt margar stúlkur í röð og konur með hátt testósterón eiga röð af drengjum, samkvæmt kenning- unni. í grein Valerie Grant í breska geðlæknablaðinu, segir að per- sónuleiki kvenna ákvarði kyn bamanna. Grant gerði rannsókn og spáði fyrir um hvort óléttar konur væm líklegri til að eignast drengi eða stúlkur með því að flokka þær eftir persónuleika. Kon- um sem þóttu sjálfsöruggar, metn- aðarfullar og sjálfbirgingslegar var spáð fæðingu sveinbams. Grant reyndist forspá og kenn- ing hennar var studd. Með öðram orðum, því meira testósterón, því meira sjálfsöryggi og metnaður hjá konu, því meiri líkur á fæðingu drengs. ■ Kröftug og áhrifarík heilsuefni frá - Pharma Nord - Danmörku Heilsuefni sem allir geta treyst. Náttúruleg bætiefni. Framleidd með ströngu gæðaeftirliti. Bio-heilsuefnin frá Pharma Nord njóta mikilla vinsælda hér á landi vegna gæða og virkni þeirra. BIO-CHRÓM BIO-GLANDÍN-25 BIO-CAROTEN BIO-CALCÍUM BIO-HVÍTLAUKUR BIO-ZÍNK BIO-E-VÍTAM.525 BIO-FÍBER BIO-MARiN sssít'rss1 Bio-Sclcri +Zink ^Bio-Biioba bætir minni og einbeitingarhæfni Bio-Qinon Q10 eykur orku og úthald Bio-Selen+Zfnk er áhrifarfkt alhliða andoxunar heilsuefni Búið ykkur undir veturinn með heilsuefnum sem virka. Bio-Selen umboðið Sími: 557 6610 Bio-heilsuefnin fást í: Heiisubúðum, mörgum apótekum og matvöru-mörkuðum. Besta Q-10 efnið á markaðnum segja danskir læknar. Mest selda Q-10 efnið á Norðurlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.