Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ -4 FERÐALÖG héldu áfram að birtast og við rák- umst á nokkra sali sem við kíktum inn í. Sama sagan, málverkum og öðrum listaverkum smekklega komið fyrir í hveijum sal. Veggimir sjálfir á hæðunum fyrir ofan voru síðan málaðir freskum. Þegar komið var inn í herbergið héngu þar að sjálf- sögðu myndverk á veggjum og við komumst fljótlega að þvi að herberg- ið var nefnt eftir listamanninum sem málaði myndimar. Síðar um daginn átti ég erindi í móttökuna og þá rétti starfsmaður hótelsins mér dagskrá yfir þá menn- ingarviðburði sem framundan væru á hótelinu. Þar kenndi margra grasa, málverkasýningar, ljóðalestur, píanóleikur og keppni í módelteikn- ingu, svo eitthvað sé nefnt. Og öll þessi menningarstarfsemi var rekin af hótelinu sjálfu. Daginn eftir vakti konan mín athygii mína á því að í anddyrinu væri bók sem flallaði um hótelið, listaverkin og fjölskyldu hóteleigandans, skrifuð af bróður eigandans, Josep Miquel Sobrer, sem er gestaprófessor í Bandaríkjunum. Og ekki hafði verið kastað til höndum ROMANTIC Síðastliðin þrjú sumur hafa Flugleiðir verið með áætiunar- flug til Barcelóna og því hef- ur íslendingum gefist betri kostur en áður að kynnast þeirri fögru og spennandi borg. Ingvar Hjálmars- son fór til Barcelóna oq Sidges og hreifst af hótelinu sem varð fyrir valinu. við útgáfuna. Bókin prentuð á hnaus- þykkan glanspappír með mikið af lit- myndum. Þama mátti lesa sögu for- eldranna og sonanna tveggja sem komu hótelinu á stofn. Þá var listi yfir öll málverkin og málara getið. Brúðarkökur og llstaskðli ' Hvaðan kom allur þessi listáhugi og hvemig stóð á öllum þessum menningarviðburðum sem hótelið sá um? Eina leiðin til þess að komast að því var að fá viðtal við eigand- ann. Við höfðum áttað okkur á því að það hlyti að vera maður sem við sáum oft bregða fyrir og heilsaði mörgum gestanna sem stórvinir væru. Tilgáta okkar reyndist rétt bæði hvað varðaði manninn og gest- ina. Margir þeirra vom miklir vinir hans og komu ár eftir ár á hótelið. Ég króaði því herra Gon?al Sobrer i Barea af eitt síðdegi og lýsti áhuga mínum á að fá að vita meira um hótelið og hann sjálfan. Var ákveðið að við hittumst morguninn eftir. Fyrsta spurning mín var óhjákvæmilega sú hvað ylli þessum mikla menningar- áhuga hjá eigandanum. Hann svaraði því til að sem unglingur hefði hann unnið í bakaríi föður síns í Barce- lóna. Sérgrein hans þar var að búa til brúðarkökur. Svo HÓTELSTJÓRINN Gonqal Sobrer i Barea. Að sið þarlendra kennir hann sig bæði við föður sinn og móður. Ættamafn föðurins er Sobrer en ætt- arnafn móðurinnar Barea. MYND ÚR hinni glæsilegu bók sem gefin hefur verið út um hótelið. SÉ ekið frá Barcelóna má fínna ýmsa sérlega fal- lega strandbæi. Einn þeirra er bærinn Sidges sem er um hálftíma akstur frá mið- borginni. Við hjónin komum þangað fyrst í mars á síðasta ári og heilluð- umst þá af staðnum. Þegar við svo komum aftur til Barcelóna nú í haust var ákveðið að endurnýja kynnin og eyða 7 til 8 dögum í þessum fallega bæ. Við höfðum engar ráðstafanir gert varðandi hótel í þetta sinn. Dóttir okkar, sem er búsett í Barc- elóna, nefndi hótel sem kunningjar hennar höfðu gist og hún heimsótt þá þar. Þetta var Hóte! Romántic og við ákváðum að reyna fyrir okkur þar. Hótelið fannst fljótlega og auð- sótt að við hjónin fengjum að dvelja þar næstu daga. Það vakti athygli okkar um leið og við gengum inn í hótelið að allir veggir voru þaktir málverkum af ýmsum stærðum og stílbrigðum. Þegar síðan var gengið inn á barinn, sem var óvenju fallegur og bjartur, mátti sjá lágmyndir og andlitsmyndir úr marmara sem hengdar höfðu verið á einn vegginn. Allt voru þetta fornminjar. Ekki minnkaði undrunin á leið okkar upp á herbergi. Málverkin Menning í öndvegi HOTEL Hvenær er sniðugt að ferðast og hvert? BANDARÍSKIR ferðamenn fara gjaman til Evrópu yfir há- sumarið þegar verðlag er sem hæst á allri þjónustu. „Það er ekk- ert annað en vani,“ segir í banda- ríska tímaritinu Travel Holiday. „Sannleikurinn er sá að það er ekkert svo sérstakt við að ferðast endilegá til Evrópu að sumarlagi. í raun eru margir gallar við þann árstíma. Parísarbúar og Rómveij- ar taka til dæmis sumarfrí í ág- úst, skilja búðimar eftir lokaðar og borgirnar yfirgefnar. Aðeins ferðamennirnir em eftir og þeir gefa ekki beint rétta mynd af við- komandi stöðum." Það era margar ástæður fyrir því að ferðamenn ættu að gefa öðrum árstímum en sumrinu gaum. En hvernig veit maður hvert á að fara utan háannatíma og hvenær? „Rannsóknir og aftur rannsóknir,“ segir Travel Holiday. „Bijótist út úr hinum hefðbundnu sumarferðum og þið munið kom- ast að því að tíminn rétt fyrir og rétt eftir háannatímann er yndis- legur. í Evrópu era þessir yndis- legu mánuðir apríl og maí og svo aftur október og nóvember. Ko- stirnir eru ótvíræðir; veðrið er venjulega alveg jafn gott og yfír háannatímann, ferðamenn era færri og verðlag er mun lægra.“ Hvað ræður háannatíma? Oft eru það utanaðkomandi að- stæður sem hafa áhrif á hvaða árstími er háannatími í ferðaþjón- ustu. Baðstrandir í Karabíska haf- inu era ekki heitari og sólríkari á hánnatíma í janúar en í maímán- uði sem telst utan háannatíma. Hawai er heldur ekki hlýrri og vinalegri staður að heimsækja í febrúar en í október. Aðrar ástæð- ur ákvarða háannatíma ferðaþjón- ustunnar. Ameríkanar og Evr- ópubúar flykkjast nefnilega á þessa staði á meðan dimmur og kaldur vetur ríkir í þeirra heima- högum. Travel Holiday ræður fólki þó til þess að fara varlega í að velja sér áfangastað utan háannatíma. Sums staðar sé hreinlega of kalt til þess að ráðlegt sé að ferðast þangað. „Stundum skiptir veðrið og þarafleiðandi árstíminn litlu máli,“ segir í tímaritinu. „Það á til dæmis við um stórborgarheim- sóknir þar sem lista- og menning- arlíf er oftast í mestum blóma utan háannatíma ferðalanga." Niðurstaðan er síðan sú fyrir þá sem hafa hug á að ferðast utan háannatíma: „Verið sveigjanleg og víðsýn og hafið verðlag og veðurf- ar í huga. Tjaldið fellur ekki eftir að háannatíma lýkur." ■ FERÐALÖG UTAN HÁANNATÍMA / Góðir kostir og slæmir í, .. . . « Hefðbundinn Akvorðunarstaður háannatími Utan háanna tíma útiit Karabíska hafið e 15. des. - 30. apríl + Verðlag snariækkar frá maí til desember en það er alltaf heitt og sólrikt þó einstaka fellibylir láti á sér bera sfðla sumars. m ik. ^ Hawai ^ 15. des. - 15. apríl + Veðrið er best og verðlag lægst I maí og júní og í september til nóvember. Ítalía 'h' 15. apríl - 15. sept. + í mars og október er sólrikt og fáír ferðamenn á ferli. tíig Phoenix Ægm Arizona 15. des. - 31. mars - Allt að 50% lægra verðlag bætir ekki upp illþolanlegan hita allt sumarið. Skandinavía Æpm ÆL júní - sep. - Frá nóvember fram í april er of kalt, of blautt og of dimmt fyrir alla nema skíðamenn og margir staöir sem almennt draga til sín ferðamehn eru lokaðir. £ Tæland nóv. - feb. - Það er oft heitt í apríl og maf og of heitt og of blautt í júní til september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.