Morgunblaðið - 10.11.1995, Side 8
8 B FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
iTiuiguiiuiauiu/ ujctiiu uiimasuu
FERÐAMENN við Geysi. Ein ástæðan fyrir því að umferð er minni en ella utan hefðbundinna ferða-
mannaleiða á íslandi er að útlendingar dvelja oft það stutt hér á landi að það gefst ekki tími til annars en
að skoðá nokkrar þekktar náttúruperlur á suðvesturhorni landsins.
Það þarf fleiri f eröamenn
utan hef öbundinna leiöa
Hvemig er hægt að auka straum
ferðamanna til svæða sem standa
utan hefðbundinna ferðamannaleiða
á íslandi? Þessari spumingu verður
reynt að svara á ráðstefnu um fram-
tíð ferðaþjónustu á jaðarsvæðum,
sem haldin verður á Hótel Reynihlíð
í Mývatnssveit dagana 18. og 19.
nóvember nk. Að ráðstefnunni
standa Atvinnuþróunarfélag Þin-
geyinga og ferðamálafélögin á
starfssvæði þess.
Guðlaug Gísladóttir, einn for-
svarsmanna ráðstefnunnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að mark-
miðið með ráðstefnunni væri að fá
þá aðila sem störfuðu í ferðaþjón-
ustu til að taka á sameiginlegum
vandamálum og finna raunhæfar
leiðir til að efla ferðaþjónustu og
auka ferðamannastraum til jaðar-
svæðanna.
„Jaðarsvæði em í þessu tilfelli
skilgreind sem ferðasvæði utan
hefðbundinna ferðamannaleiða,"
sagði Guðlaug. „Vandi ferðaþjón-
ustu á þessum svæðum er mikill. Á
meðan fjöldi ferðamanna til íslands
eykst stöðugt skilar sú aukning sér
ekki nema að litlum hluta til jaðar-
svæðanna. Ein ástæðan er sú að
útlendingar dvelja oft það stutt hér
á landi að það gefst ekki tími til
annars er að skoða örfáar þekktar
náttúmperlur á suðvesturhomi
landsins. Önnur ástæða er sú að
markaðssetning á sérstöðu svæð-
anna hefur verið mjög takmörkuð.
Ferðamenn kannast því ekki við
staðina og leitast þar af leiðandi
ekki við að komast þangað. Þá em
samgöngur oft á tíðum mjög tak-
markaðar, bæði tengingar við svæð-
in og innan þeirra.
Aðrir þættir eins og menntun,
tungumálakunnátta og gæði þjón-
ustu geta einnig haft áhrif á að
svæðið er ekki aðlaðandi til heim-
sókna.“
MiklAálagá
höfuAborgarsvæðinu
Guðlaug segir að smærri hags-
munaaðilar hafi sjaldnast bolmagn
til mikil þróunarstarfs, en með því
að ná þessum aðilum saman og
vinna marksvisst að lausn þeirra
vandamála sem fyrir liggi, sé hægt
að efla ferðaþjónustuna. „Það er
staðreynd að yfir háannatímann er
mikið álag á ferðaþjónustu á höfuð-
borgarsvæðinu og þar í kring og til
dæmis hefur verið erfitt að fá þar
gistingu. Með eflingu ferðaþjónustu
á jaðarsvæðum er því verið 'að
tryggja hag allrar ferðaþjónustu á
íslandi. Þetta hefst þó ekki nema
með hjálp stærri hagsmunaaðila,
ferðaskrifstofa, flugfélaga og ann-
arra. Það er ætlunin að kortleggja
hvernig jaðarsvæðin geta orðið eft-
irsóttari og seljanlegri."
Á ráðstefnunni mun Halldór
Blöndal, samgönguráðherra, flytja
ávarp og Katrín Eymundsdóttir,
bæjarfulltrúi á Húsavík og eigandi
gistihússins Kötukot, mun fjalla um
vanda ferðaþjónustu á jaðarsvæð-
um. Jón Halldór Hannesson sem
rekur ferðaþjónustu að Hjarðarbóli,
mun Qalla um uppbyggingu smærri
rekstrareininga í ferðaþjónustu og
framtíðarsýn. Úlfar Antonsson, yf-
innaður innanlandsdeildar Úrvals-
Útsýnar talar um sjónarhom ferða-
skrifstofa og Magnús Oddsson,
ferðamálastjóri verður með erindi
um lengingu ferðamannatímans. Þá
flallar Margrét Jóhannsdóttir, ráðu-
nautur Bændasamtakanna í ferða-
þjónustu, um það hvort græn ferða-
þjónusta sé framtíðarlausn og Smári
Sigurðsson, lektor við Háskólann á
Akureyri, íjallar um nauðsyn
stefnumótunar í ferðaþjónustu. ■
2323
UM HELGINA
Ferðafélag íslands
Föstudagskvöldið 10. nóvember
verður Tunglvaka Ferðafélagsins
og Alisnægtaklúbbsins.
Farið verður frá Mörkinni
6 kl. 20.00, en húsið opnar
hálftíma áður og boð-
ið uppá kaffí og með-
læti. Haldið verður á
dulmagnaðan stað þar
sem uppákoma verður
tengd vættatrú.
Sunnudaginn 12. nóv-
ember kl. 13.00 verður
gengið um Kjalamesfjörur. Um
er að ræða þægilega göngu með
fjöruborðinu sem tekur um tvær
og hálfa klukkustund. Á sama
tíma er létt gönguferð sem tekur
svipaðan tíma inn Blikdal. Það er
forvitnilegur dalur með fallegu
árgljúfri þar sem Blikdalsá fellur
fram.
Útlvlst
Á sunnudag verður farinn fjórði
áfangi raðgöngunnar Forn
frægðarsetur. Að
þessu sinni verður
farið um nágrenni
Mosfells í Gríms-
nesi. Séra Rúnar
Egilsson mun stikla á
stóru um sögu stað-
arins. Einnig verður
Grímsnesið skoðað og
gömul alfaraleið gengin frá
Mosfelli. Mæting í ferðina er við
BSÍ kl. 10.30. ■
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
íshestar og hestafótbolti
ÞAÐ var töluverður fjöldi út-
lendinga sem sat að snæðingi í
félagsheimili Reiðhallar Kópa-
vogs síðastliðið föstudagkvöld.
Um var að ræða ráðstefnugesti
á vegum Ráðstefna og funda
hf., en málsverðurinn á föstu-
dagskvöldið var á vegum íshesta
hf. sem jafnframt bauð upp á
hestasýningu. Hópurinn taldi
um tvö hundruð manns; Svía,
Norðmenn, Dani, Færeyinga,
Englendinga, einn frá Litháen
og loks íslendinga sem voru
rúmlega áttatíu talsins.
Einar Bollason, hjá Ishestum
segir að þetta hafi verið fyrsti
stóri hópurinn sem fyrirtækið
tekur á móti á þennan hátt frá
því að þessi nýjung í starfsem-
inni hafi verið kynnt á ferða-
málaráðstefnu Vestur Norður-
landa í september síðastliðn-
um.„íslenski hesturinn sýndi
þarna listir sínar af alkunnri
snilld og síðan var boðið upp á
einstaka sjón, nefnilega hesta-
fótbolta.“ I
SKÓVERSLUN
Lækjargötu 6a ■ Slmi 551 4711
HVERNIG
VAR FLUGIÐ?
Með Boeing 747 til Bahama
ÞAÐ ríkti sérstök stemmning í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar hinn 12. októ-
ber síðastliðinn þegar 487 farþegar
voru kallaðir um borð í Boeing 747
100 breiðþotu Atlanta-flugfélagsins.
Fæstir höfðu ferðast með slíkri vél
áður og biðu menn ferðarinnar með
eftirvæntingu.
Ég er ekki frá því að aðeins lengra
bil sé á milli sæta í Boeing 747 en
í öðrum íslenskum millilandavélum.
Það skiptir einnig máli, ekki síst fyr-
ir hávaxna, að í 747 er hærra til
lofts og gangamir eru tveir en ekki
einn þannig að mun auðveldara er
að ferðast um vélina.
Sögulegt flug
Áður en lagt var af stað fluttu
þeir Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam-
vinnuferða-Landsýnar, og Amgrím-
ur Jóhannsson stutt ávörp. Fram
kom að flugið væri sögulegt þar sem
það væri fyrsta flug Boeing 747 vél-
ar í eigu íslensks flugfélags.
Síðan var farið í loftið og flogið
til Nassau á Bahamaeyjum án milli-
lendingar. Flugið tók rúmlega sjö
tíma og því lengra en flestir Islend-
ingar eiga að venjast. Áhafnarmeð-
limir stóðu sig vel við að stytta far-
þegum biðina og meðal annars voru
sýndar tvær kvikmyndir og bomar
fram tvær máltíðir.
Morgunverður var borinn fram
stuttu eftir flugtak; þijár tegundir
af áleggi ásamt rúnnstykki, smjöri,
marmelaði og smurosti. Þetta var
látið duga í bili en þegar ferðin var
liðlega hálfnuð var framreiddur þrí-
réttaður, gómsætur hádegisverður.
Rækjukokkteill og brauð í forrétt,
innbakaðar lambalundir með sperg-
ilkáli, parísarkartöflum og piparsósu
í aðalrétt og eftirrétturinn var
ostakaka. Maturinn var borinn fram
af keflvíska matreiðslumeistaranum
Axel Jónssyni, sem klæddist kokka-
búningi af þessu tiléfni.
Vélln skoðuA hátt og lágt
Ég heyrði reyndar suma farþega
kvarta yfir því að þjónustan hefði
mátt ganga hraðar fyrir sig á köflum
en auðvitað má alltaf búast við slíku
í fullri vél. Ég sat hjá einu eldhúsinu
og það fór því ekki fram hjá mér
að þær fímmtán flugfreyjur, sem
voru í ferðinni, voru á þönum alian
tímann. Auk þess að bera fram tvær
máltíðir sáu þær um sölu á. drykkjum
og tollftjálsum vamingi svo eitthvað
sé nefnt. Það gerði þeim líka erfítt
fyrir að margir farþéganna höfðu
aldrei ferðast með ,júmbóþotu“ áður
og notuðu því tækifærið til.að skoða
sig vandlega um og svala eðlilegri,
íslenskri forvitni. Þetta ráp létti flug-
freyjunum ekki störfín en þær tóku
því öllu með jafnaðargeði.
Ég var reyndar einn þeirra sem
rápuðu, enda í fyrsta sinn um borð
í 747. Ég hafði mestan áhuga á að
líta upp í „kryppu" eða á aðra hæð-
ina. Hafði ég heyrt að í mörgum
júmbóþotum væri þar bar að finna,
þar sem hægt væri að slaka á og
teygja úr sér. Engan fann ég þar
barinn en í „kryppunni" var aftur á
móti flugstjómarklefi og nokkurra
sætaraða farþegarými.
Á leiðinni suður á bóginn lenti
vélin í töluverðum mótvindi og nokk-
urri ókyrrð. Þrátt fyrir það urðu far-
þegarnir lítt sem ekkert varir við
hristing, hinum flughræddu til hug-
arléttis. í heild var ferðin þægileg
og varð ég ekki var við óþolinmæði
nema hjá stöku reykingamanni, enda
hefur reykingabann tekið gildi í öllu
íslensku farþegaflugi.
Kjartan Magnússon