Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 5
+ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR14.NÓVEMBER1995 C 5 IÞROTTIR ELAGSLIÐA Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson m gegn slóvakíska liðinu VSZ frá Kosice í KA-heimilinu á laugardag. Betur má ef dugaskal Valsmenn fara með tvö mörk í veganesti til Portúgals i/Bjarni ¦ inn flelk als itt vera ði Vals. géger ið kom- landbol- ietra Iið áfram. þurfum 3 förum VALSMENN sigruðu ABC Braga, 25:23, ífyrri leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða í 16-liða úrslitum að Hlíðarenda á laugardaginn. Það gæti reynst Valsmönnum þrautin þyngri að komast áfram því veganestið til Portúgals er með allra minnsta móti, eða tvö mörk. Valsmenn hafa þó sýnt það í gegnum árin að þeir geta íeikið vel á útivelli og því er of snemmt að afskrifa þá á þess- ari stundu. Valsmenn byrjuðu leikinn með miklum látum og komust í 5:1 eftir 12 mínútna leik og voru fjögur markanna gerð úr hraðaupphlaupum. Gestirnir náðu að róa leikinn niður og með öguðum leik jöfnuðu þeir og komust yfír 7:8 þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Valgarð Thoroddsen tók þá til sinna ráða og gerði fjögur glæsileg mörk á lokakaflanum og staðan í hálfleik 13:11. "aga: Eigum \ þetta upp - verið þjálfari Braga í fjögur ár, var íði að með eðlilegum leik ætti það að fum V alsmönniiin færi á allt of mörg- að stöðva í seinni leiknum," sagði hann ir að fullt verði í Braga á laugardag- Donner að heimavöllurinn gæti haft >em við spilum eðlilegan leik en ef við igott." Portúgalarnir gerðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og jöfnuðu, 13:13. Jafnt var síðan á flestum tölum upp í 18:18 um miðjan hálf- leikinn. Jón Kristjánsson, sem hafði ekki gert mark, hrökk þá í gang og gerði fjögur mörk á skömmum tíma. íslandsmeistararnir náðu að halda þetta út og vinna með tveggja marka mun, þó svo að þeir hafi aðeins gert tvö mörk úr síðustu sjö sóknum sínum. Valsmenn geta mun betur en þeir sýndu í þessum leik. Það var aðeins fyrsta stundarfjórðunginn í leiknum sem þeir spiluðu vel, síðan var allt of mikið um fum og fát. Valgarð átti stjörnuleik, gerði 8' mörk úr 9 tilraunum. Eins komst Davíð Ólafsson vel frá sínu. Sigfús lék vel í fyrri hálfleik, en komst lítt áleiðis í þeim síðari. Landsliðsmenn- irnir, Jón, Ólafur og Dagur, eiga mikið inni og þá sérstaklega Dag- ur, sem lét yfirleitt allt fara í taug- arnar á sér og fékk síðan að gjalda þess með rauðu spjaldi undir lokin. Þessir þrír gerðu aðeins eitt mark til samans í fyrri hálfleik. Guð- mundur Hrafnkelsson var ekki líkur sjálfum sér í markinu. Vörnin var heldur ekki nægilega góð og lét línumanninn Galambas komast upp með allt of mikið. Hann gerði 8 mörk og það á ekki að geta gerst í flatri 6-0-vörn. Pórtúgalska liðið er nokkuð gott og skipað sterkum leikmönnum í öllum stöðum. Það lék skynsamlega og stjórnaði leiknum þegar líða tók á. Línumaðurinn Galambas var besti maður liðsins og greinilegt að það þarf að gæta hans betur í síð- ari leiknum. Eins er skyttan Res- ende (nr. 7) góður og Rússinn Bol- otskih (nr. 14) á líklega meira inni. Helsti veikleiki liðsins eru horna- mennirnir, sem gerðu ekkert mark úr horni. Full tæpur KA-sig- urgegnKosice KA-menn eiga allgóða mögu- leika á að komast í 3. umferð í Evrópukeppni bikarhafa, 8- liða úrslit, eftir 33:28 sigur gegn Kosice frá Slóvakíu ífyrri leik liðanna á Akureyri sl. laug- ardag. Munurinn hefði þó mátt vera meiri og á tímabili stefndi íburst. Vopnin snerust íhöndum KA-manna íseinni hálfleik og Slóvakarnir söxuðu á forskotið, allt niður í 2 mörk undir lokin. Þrjú mörk Patreks á síðustu 3 mínútunum vega þó ef laust þungt en það á eft- ir að koma í Ijós íseinni leikn- um hvort forskotið dugir KA. Fyrri hálfleikur var afskaplega fjörugur, svo ekki sé meira sagt, enda skorað mark á mínútu BBBBHHl °S staðan í leikhléi StefánÞór 19:12 fyrir KA. Sæmundsson Liðið hefur vart skrifarfrá byrjað eins • kröft- Akureyri uglgga , jangan tíma og KA var komið í 5:1 eftir 6 mínútna leik. Áhorfendur öskruðu, allt gekk upp og gestirnir frá Slóvakíu virtust ráðvilltir. Þeir tóku þó við sér með landsliðsskyttuna Peter Jano í far- arbroddi. Það hjálpaði liði Kosice líka mikið að Patrekur Jóhannes- son var rekinn tvisvar út af með tveggja mínútna millibili áður en hálfleikurinn var hálfnaður. Kosice minnkaði muninn og Pat- rekur var lítið notaður í vörninni eftir þetta. Seinni brottvísun hans var æði vafasöm. Það voru hornamennirnir Björgvin Björgvinsson og Jóhann G. Jóhannsson sem fóru á kostum hjá KA í fyrri hálfleik og einnig var línumaðurinn Leó Órn Þor- leifsson drjúgur. Þremenftingarnir skoruðu samtals 12 mörk í hálf- leiknum og Patrekur var líka seig- ur. Julian Duranona skoraði á hinn bóginn aðeins eitt mark. En sjö marka forysta í leikhléi gaf vonir um stórsigur. í seinni hálfleik gripu Slóvak- arnir til þess ráðs að klippa horna- mennina nánast út og þessi varn- araðferð gekk upp því þremenn- ingarnir fyrrnefndu náðu þá að- eins að skora 2 mörk. Patrekur og Duranona voru í aðalhlutverki en gerðu þó mörg mistök og sókn- arleikur KA var alls ekki burðugur í hálfleiknum. Leikmenn voru að mestu kyrrir í sínum stöðum og lítið leyst upp eða bryddað upp á leikkerfum. Snaggaralegir Sló- vakar gengu á lagið og skoruðu alls 16 mörk gegn 14 mörkum KA í hálfleiknum og voru næstum búnir að eyða forskotinu því þegar um þrjár og hálf mínúta lifði af leiknum var staðan 30:28 og höfðu leikmenn Kosice þá skorað 8 mörk gegn 3 mörkum frá Duranona á níu mínútna kafla. Patrekur bjargaði þó andliti heimamanna í lokin með þremur mörkum. Lið Kosice er ekki í hópi þeirra bestu í heimi en margir leikmenn þess þó mjög snöggir og sterkir, s.s. Peter Jano, Ján Kolesár og Gabriel Schmiedt. Þá kom tveggja metra sláni, örvhenta stórskyttan Petar Vozar, inn á í seinni hálf- leik og virtist eiga auðvelt með að skora. Annars er hraðinn aðals- merki liðsins og KA-menn náðu ekki að halda þessum hraða niðri eða flagga sinni Iandsfrægu ,vörn að ráði. Þar sýndu Alfreð og læri- sveinar hans þó ágæt tilþrif á köflum en með Patrek og Duran- ona utan vallar vantar nokkra steina í múrinn. Guðmundur Arnar varði oft prýðilega. Um þátt horna- og línu- mannanna í fyrri hálfleik hefur áður verið fjallað en stórskytturn- ar þurftu að bera leik KA uppi í seinni hálfleik og háði það bæði Patreki og Duranona að þeir voru slappir eftir veikindi og gerðu mörg mistök. Góðu hliðarnar voru þó líka til staðar og skemmtileg mörkin hans Patta, t.d. þau þrjú fyrstu þegar boltinn fór í stöng og inn. Verði allir leikmenn KA sæmilega heilir í seinni leiknum úti ætti liðið að geta komist lengra í keppninni. Engin uppgjöf hjá liðunum „ÞETTA var ekki nógu mikill munur en ég vona að hann dugi. Með betri vörn og færri mistökum í sókninni ættum við að geta haldið þeim niðri úf i. Þetta var hálfgert klúður hjá okkur í seinni hálfleik. Við hættum að spila og einhver örvænting greip um sig. Með eðlilegum leik og dómgæslu eigum við að komast áfram og við stefnum ótrauðir í 8-liða úrslitin," sagði Patrekur Jóhannesson eftir leikinn. Hann var örþreyttur og sagðist varla hafa haft þrek í allan leikinn eftir veikindi. Alfreð Gíslason, þjálfari KA, var ekkert allt of hress með leik sinna manna og sagði að með slíkum leik í S! ó vakí u myndi liðið ekki komast áfram. Stefnan væri að sjálfsðgðu sú að gera betur. Leikmenn Kosice voru húðskammaðir af þjálfaranum Miro- slav Mino þótt þeir hefðu á vissan hátt staðið sig vel í því að halda forskoti KA í skefjum. „Mér fannst við spila mjög illa í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Ekkert annað en sig- ur kemur til greina í Ieiknum heima og ég er sannfærður um að við komumst afram í keppninni," sagði hinn eitraði Peter Jano og bar höfuðið hátt þrátt fyrir skammirnar. JUDO / ISLANDSMOTI SVEITAKEPPNI Tvöfalt hjá Ár- manni Armenningar urðu tvöfaldir ís- landsmeistarar í sveitakeppni Júdósambandsins sem fram fór í íþróttahúsinu í Austurbergi um helgina. Armann vann í karlaflokki, hlaut 192 stig, A-lið KA yarð í öðru sæti með 127 stig, B-lið Ármanns í þriðja með 64 og B:liða KA rak lestina með 10 stig. í flokki karla 21 árs og yngri hlaut Ármann 110 stig, A-sveit KA varð í öðru sæti með 80 stig, B-sveit KA í þriðja með 70 stig og B-sveit Ármanns rak lestina með 30 stig. Á mótinu voru tækniverðlaun JSÍ veitt fyrir árið 1994. Vernharð Þor- leifsson, KA, hlaut þau í karla- flokki, Vignir G. Stefánsson, Ár- manni, í flokki U-21 og Bjarni Skúlason í flokki 15-17 ára. Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson HALLDÓR Guðbjörnsson, gamla kempan sem var einrt besti júdómaður landsins fyrir nokkrum árum, er byrjaður aftur á fullu og var í slgursvelt Ármanns um helglna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.