Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 C 3 IÞROTTIR KNATTSPYRNA Ravanelli þakkaði traustið Fabrizio Ravanelli, miðherji Juv- entus, fékk að vita síðdegis á föstudag að hann hefði verið tekinn fram yfir Pier Luigi Casiraghi hjá Lazio og yrði í byrjunarliði Italíu í Evrópuleiknum gegn Úkraínu daginn eftir. Hann þakkaði Arrigo Sacchi landsliðsþjálfara traustið og gerði tvö mörk í 3:1 sigri, en nú nægir ítalíu jafntefli gegn Litháen á morgun til að komast í úrslitakeppnina. Gestirnir náðu óvænt forystu en Ravanelli jafnaði um miðjan fyrri hálfleik og bætti öðru marki við fljót- lega eftir hlé. Paolo Maldini innsigl- aði síðan sigurinn með glæsilegu marki á 54. mínútu. Þegar kunngert var að Ravanelli yrði í byrjunarliðinu sagðist hann ætla að sýna að hann væri traustsins verður og hann stóð við það en mið- herjinn hefur gert fjögur mörk í fímm landsleikjum. 54.000 áhorfendur tóku mexíkóska bylgju á pöllunum þegar Ravanelli jafnaði og Sacchi dansaði af ánægju. „Ég held að það hafi verið ágætt hjá okkur að sigra nánast óþekkt en gott lið," sagði Sacchi. „Þetta var ekki auðveldur sigur." Ravanelli sagði að ítalía ætti ekki að eiga í erfiðleikum með Litháen á morgun og honum væri sama þó Casiraghi spilaði. „Ef Gigi leikur verður hann hressari en ég og hann getur jafnvel staðið sig betur en ég. Aðalatriðið er að við erum lið án, sundurlyndis og öfundar." Dússeldorf taplaust heima Dusseldorf vann Gladbach 3:2 um helgina og hefur ekki tapað leik á heimavelli í þýsku deildinni á tímabilinu. Andre Winkhold gerði tvö mörk gegn fyrrum samherjum sínum í Gladbach og tryggði Diisseldorf annan sigurinn á tímabifinu með glæsilegu marki stundarfjórðungi fyrir leikslok. „Við áttum skilið að sigra og þátt- ur stuðningsmannanna undir lokin hafði mikið að segja," sagði Alek- sandar Ristic, þjálfari heimamanna. Þetta var fyrsta tap Gladbach í síð- ustu níu leikjum en með sigri hefði liðið skotist upp að hlið Bayern og Dortmund, sem eru á toppnum með 28 stig að loknum 13 leikjum. „Við vissum að það kæmi að því að við töpuðum en þetta tap var óþarfi," sagði Bernd Krauss, þjálfari Gladbach. Bayern náði aðeins markalausu jafntefli gegn Hansa Rostock í slök- um leik sl. föstudagskvöld. Bayern átti aðeins fimm skot að marki en Rostock, sem hefur ekki tapað í síð- ustu átta leikjum, átti 18 markskot. Bayern spilaði méð fimm í framlín- unni en allt kom fyrir ekki og leik- menn heimaliðsins sögðust ekki hafa leikið gegn eins slöku liði í 2. deild í fyrra. Oliver Kahn, markvörður Bayern, sagði að 4:1 tapið í Frankfurt og 5:3 tapið gegn Stuttgart hefðu haft nið- urdrepandi áhrif á liðið. „Þessi töp voru enn á sálinni á mönnum og því var ljóst að leikurinn yrði ekki góð- ur." Varnarmaðurinn Markus Babbel bætti við að sá sem væri með bolt- ann hverju sinni fengi enga hjálp frá samherjunum. „Það spilar hver fyrir sig." Rudi Völler gerði tvö mörk í 4:1 sigri Bayer Leverkusen gegn Karlsruhe á útivelli og er Leverkusen í fjórða sæti með 19 stig. Þetta var fyrsti leikur Leverkusen eftir að Bernd Schuster var látinn fara frá félaginu. SKYLMINGAR SÖLVI Tryggvason (t.v), sem er aðeins 16 ára gamall, slgraði Ingólf Björgvlnsson (t.h.) í úrslitum í Kendo. Morgunblaðið/Árni Sæberg SKIÐI / HEIMSBIKARINN SvisslendiiK} ar byrja vel Áttu fjóra af fimm efstu á fyrsta heimsbikarmótinu í Frakklandi SVISSLENDINGAR byrjuðu vel á fyrsta heimsbikarmóti vetrar- ins sem fram fór íTignes í Frakklandi á sunnudaginn. Þeir áttu fjóra af f imm fyrstu í stór- svigi karla og var Michael von Griinigen sigurvegari. Hann var fjórum hundruðustu úr sek- úndu á undan Lasse Kjus frá Noregi. Grunigen, sem er 26 ára, var með besta tímann í fyrri um- ferð og var þá nærri sekúndu á undan landa sínum, Kaelin, og Norðmanninum Kjus sem voru í öðru og þriðja sæti. Hann gat þyí leyft sér að keyra af öryggi í seinni umferð. Þetta var mikilvægur sigur fyrir von Grunigen því hann var meiddur á öxl mestan hluta síðasta vetrar. „Þetta var mikilvægur sigur fyrir mig eftir meiðslin síðasta vetur. Ég fór í uppskurð síðasta vor og gat því æft vel í sumar. Fyrri ferðin hjá mér er líklega sú besta á ferlin- um - það gekk allt upp," sagði sig- urvegarinn. Lasse Kjus, sem hefur aðeins einu sinni sigrað í heimsbikarmóti og það í tvíkeppni, var vonsvikinn með annað sætið. „Sigur er það eina sem skiptir máli fyrir mig. Ég veit að ég á möguleika á að vinna heimsbikarinn því ég er jafnvígur á allar alpagreinarnar fjórar. Ég hef æft sérstaklega vel í sumar," sagði Kjus.Aðstæður til keppni voru ekki eins og best verður á kosið því töluverður vindur var er keppn- in fór fram og gerði það mörgum erfitt fyrir, sértaklega í efri hluta brautarinnar. Stórsvigi kvenna, sem átti að fara fram á sama staða á laugardag, var frestað vegna of mikils vinds. Alberto Tomba og Austurríkis- maðurinn Gunther Mader voru ekki með því þeir fóru til Bandaríkjanna í síðustu viku til að búa sig undir mótin í Vail um næstu helgi. Sá yngsti sigraði ÍSLANDSMÓTIÐ í Kendo og Iaido, japönskum skylmingum, var haldið um síðustu helgi. Keppt var í einum opnum flokki. Sölvi Tryggvason sigraði í Kendo en Embla Ýr Bárudóttir í Iaido. Iaido sem hefur verið kallað list japanska sverðsins er stund- að eingöngu í formi Kata þar sem áhersla er lögð á kraftmikl- ar óg fágaðar hreyfingar svo og rétta líkamsstöðu, öndun og ein- beitingu. Keppni í Kendo er um margt ó.lfk þar sem tveir skylm- ingamenn berjast um sigur eftir fastmótuðum reglum með bam- bussverð í hönd íklæddir öflug- um hlífðarbúning sem kallast Bogu. Japanskar skylmingar hafa verið stundaðar hér á landi frá 1984 og er íslenska Kendo- sambandið aðili að Evrópska Kendósambandinu, EKF og Al- þjóða Kendosambandinu, IKF. Ebla Ýr sigraði Elsu Guð- mundsdóttur í úrslitum í Iaido, Guðjón Baldursson og Flosi Þor- geirsson skiptu með sér þriðja og fjórða sætinu. f Kendo sigr- aði Sölvi nokkuð óvænt í úrslita- bardaga við Ingólf Björgvinsson. Sölvi er aðeins 16 ára gamall. Bjðrn Hákonarson og Olafur Guðmundsson deildu með sér þriðja sætinu. GOLF TENNIS / EVROPUKEPPNI KVENNALANDSLIÐA Couplesog Love vörðu - fjörða árið í röð BANDARÍSKA „draumaliðið" í golfi, Fred Coupies og Davis Love III, varð heimsmeistari í tvímenningi ífjórða sinn í röð á sunnudaginn og jafnaði þar með met Bandaríkjamannanna Arnolds Palmers og Jacks Nicklaus. Keppnin fór fram í Shenzhen í Kína. Bandaríkjamennirnir léku á 543 höggum og voru 33 höggum undir pari vallarins og yoru með 14 högga forsystu á Ástralaná, Robert Allenby og Brett Ogle, sem urðu í öðru sæti. Þetta var í þriðja sinn sem þeir hafa forystu frá fyrsta degi keppninnar. Couples og Love fengu 200 þúsund dollara fyrir sig- urinn og síðan fékk Love 100 þús- und dollara til viðbótar fyrir að vera efstur einstaklinga. Hann lék á 267 höggum, eða 21 undir pari eins og Japaninn Hisayuki Sasaki, én Love vann í bráðabana á fimmtu holu og hlaut því efsta sætið. Bandaríkjamennirnir höfðu tíu högga forskot fyrir síðasta daginn og sigurinn var aldrei í hættu því Love lék á fimm höggum undir pari, eða 67 og Couples á 69 högg- um lokadaginn. „Markmiðið hjá mér var að vinna einstaklings- keppnina því það var það eina sem ég hafði ekki náði í þessari keppni. Fred sigraði einstaklingskeppnina í fyrra svo nú höfum yið báðir náð því takmarki," sagði Love. „Mig langaði til að leika vel í þessu móti, sérstaklega vegna þess að Fred hafði áhyggjur af bakinu á sér. Við byrjuðum vel og vorum allan tímann með forystu svo það var ekki mikil pressa á okkur síðasta daginn." KORFUBOLTI Blikastúlkur taplausar Breiðablik er eina liðið í 1. deild: kvenna í körfuknattleik sem, hefur ekki tapað leik, en sex umferð- um er lokið í deildinni. Blikar sigruðu Grindavík 78:65 um helgina og fór Betsy Harris á kostum í liði Blika, gerði 44 stig, tók 8 fráköst og „stal" boltanum fimm sinnum af mótherjum smum. Betsy sýndi mikið öryggi á vítalínunni og skoraði í öllum 18 víta- skotunum sem hún fékk. Elísa Vil- bergsdóttir átti einnig góðan leik, gerði 7 stig og tók 15 fráköst. Hjá; Grindvíkingum var Penny Peppas atkvæðamest, en hún gerði 26 stig og tók 8 fráköst. ¦ Ursllt/Staða C6 Á reikning reynsluleysis Stefán Stefánsson skrífar Þrátt fyrir að íslensku stúlkunum tækist ekki að vinna sett í Evrópukeppni kvennalandsliða í tennis, sem fram í Tennishöllinni um helgina, unnu þær margar lotur og stóðu oft upp í hár- inu að andstæðingum sínum. Sigur var oft í seilingarfjarlægð og hægt er að skrifa mörg töp beint á reikn- ing reynsluleysis. „Það tekur á taugarnar að vera sterk allan leik- inn í erfiðum leik," ságði Stefanía Stefánsdóttir. Ég þyrfti að spila miklu oftar á mótum til að læra að ná tökum á spilinu í erfiðum leikjum." Á laugardeginum spilaði ísland við Danmörk og byrjaði Stefanía gegn Söndru Olsen, sem er næstbest í heimalandinu. Stefanía barðist af miklum móð en danska stúlkan gaf ekkert eftir og sigraði 6:1 og 6:0. Hrafnhildur Hannesdóttir spilaði síðan við Karin Ptaszek, sem er besti tennisleikari Danmerkur og númer 343 á heimslistanum. Hrafn- hildur lét það ekki trufla sig, var mjög ákveðin og tók áhættu, komst í forskot í fyrstu lotunum en tapaði fyrra settinu 6:0. í síðara settinu vann hún tvær lotur og náði að auki þrívegis forskoti en tapaði 6:2. í fyrra setti tvílíðaleiksins byrjuðu íslendingarnir.með látum og unnu þrjár lotur en það tók á taugarnar og þær töpuðu 6:3 og í síðara sett- inu 6:0. Lúxemborg vann írland 4:6, 6:4, 6:4 og 6:3, 6:0 í einliðaleiknum og 6:2 og 6:1 í tvíliðaleiknum. Mestu möguleikár á sigri voru gegn írum á sunnudeginum. Stef- anía lék við Phillipu Palmer og náði með mikilli baráttu 5:4 í lotum en þá var sem allur vindur væri úr' henni qg sú írska sigraði fjórar næstu. I síðari settinu náði Stefan- ía 4:1 í lotum en aftur glutraði hún niður leiknum og sú írska vann 5; lotur í röð. Hrafnhildur mætti of-i jarli sínum, Ginu Niland, sem gerði: engin mistök og sigraði bæði settin 6:0. I tvíliðaleiknum sigruðu þær írsku örugglega 6:1 og 6:2. í úrslitaleiknum áttu Danir alls, kostar við Lúxemborg og unnu 6:4,( 6:3 og 6:3, 6:2 í einliðaleiknum og 2:6, 6:3, 6:3 í tvíliðaleiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.