Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Árangur karlalandsliðsins í knattspyrnu undir stjórn Ásgeirs Elíassonar 1991-95 Mörk 7:6 Fjöldi leikja Unnið Jafnt Tap Heimsmeistarakeppni 8 3 2 3 Evrópukeppni 10 2 2 6 6:15 Æfingalandsleikir 17 7 4 6 18:18 Samtals 35 12 8 15 31:39 41)9% árangur 45,8% árangur 26,6% árangur ■ DAMON Hill frá Bretlandi sigraði í ástralska Formula 1 kapp- akstrinum í Adelaide á sunnudag- inn. Þetta var 13. sigur hans í Form- ula 1 kappakstri og sá fjórði á þessu ári. Michael Schumacher frá Þýskalandi, sem hafði þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn, varð að hætta keppni eftir árekstur. ■ JANSHER Khan frá Pakistan varð heimsmeistari í skvassi í sjö- unda sinn er hann sigraði á World Open mótinu, sem að þessu sinni fór fram á Kýpur. Hann fékk verðuga keppni að þessu sinni; mætti Del Harris frá Bretlandi í úrslitum og sigraði 15-10 17-14 16-17 15-8. ■ JANSHER, sem kom einmitt hingað til lands og lék sýningarleiki strax eftir að hann varð heims- meistari 1992, sló um helgina met landa síns, Jahangirs Khan, sem varð sex sinnum heimsmeistari, en hann er nú hættur keppni. ■ BASILE Boli, varnarmaður hjá Mónakó í frönsku deildinni, var dæmdur í tveggja leikja bann um helgina fyrir brot sem dómara yfir- sást en sást greinilega á mynd- bandi. Þetta er í annað sinn sem Boli fær bann eftir að atvik hafa verið skoðuð á myndbandi. ■ DIEGO Maradona sagði um helgina að hann hefði ekki lengur kraft til að leika með argentíska landsliðinu. „Landsliðið þarfnast nýrra manna. Eg er á niðurleið og bæti ekki landsliðið en vil aðeins hugsa um að leika með Boca.“ ■ MARADONA, sem er 35 ára, á 90 landsleiki að baki og hefur gert 33 mörk í þeim. Hann hefur áður verið með ámóta yfirlýsingar en ekki staðið við þær þegar á hefur reynt. ■ PAVEL Bure, sóknarmaður Vaneouver Canucks í NHL-deild- inni í íshokkí, leikur ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla. ■ BURE hefur verið markakóngur Vancouver undanfarin þijú ár. Hann gerði 60 mörk tímabilið 1992 til 1993 og var búist við miklu af honum í vetur en brotið var á hon- um aftan frá fyrir helgi með þeim afleiðingum að krossbönd í hné gáfu sig. ■ GERMAN Silva frá Mexíkó varði titilinn í New York-maraþoni karla en hann hjóp á tveimur stund- um og 11 mínútum í keppninni í fyrradag. ■ TEGLA Loroupe frá Kenýa varð einnig meistari í kvennaflokki annað árið í röð en hún hljóp á 2:28.06 stundum. ■ SIG UR VEGARARNIR fengu 20.000 dollara (um 126 þús. kr.) í verðlaun og bíl að auki. Hlaupið fór fram í sex stiga hita og hefur ekki verið svo kalt í 26 ára sögu hlaups- ins. ■ THOMAS Enqvist frá Svíþjóð sigraði á Opna Stokkhólmsmótinu í tennis um helgina og var þetta fimmti sigur hans á árinu. Hann vann Frakkann Arnaud Boetsch í úrslitum 7:5 og 6:4. Hann hlaut 112 þúsund dollara í sigurlaun og sagði að þetta hafi verið mikilvæg- asti sigurinn á ferlinum. ■ ENQVIST er fjórði Svíinn til að verða meistari á þessu móti en hinir eru Björn Borg, Mats Wil- ander og Stefan Edberg, sem all- ir eiga það sameiginlegt að hafa náð efsta sæti heimslistans á sínum tíma. METNAÐUR að er hátindur flokka- íþróttamanna að vera val- inn í landslið, standa í röð undir þjóðsöng, vera valinn til að halda merki þjóðarinnar hátt á lofti. Enginn sem er kallaður til getur leyft sér það að leggja ekki allan sinn kraft í það verk sem hann er valinn til að vinna — hafa ekki metnað til að standa sig sem best. Það er enginn að segja að ; lándsliðs- menn okkar, sem léku undir merkjum íslands í Búdapest, hafi ekki ætlað að gefa allt sitt til að standa sig sem best gegn Ungveijum, en það var dapurt að sjá áhugaleys- ið hjá leikmönnum. Hvers vegna það vár, á að vera áhyggjuefni Knattspyrnusambands Islands. Menn ræddu um hvað leikur- inn hafi verið þýðingarlítill fyrir báðar þjóðir. Umgjörðin í kring- um leikinn í Ungveijalandi var fyrir neðan allar hellur — áhug- inn þar í landi var nær enginn, aðeins rúmlega tvö þúsund áhorfendur komu til að sjá hann, en þess má geta að hátt í átján þúsund áhorfendur mættu til að sjá leik ungmennaliðanna. Það er~ildrei hægt að segja að landsleikur sé þýði ngarlítill — landsleikur er leikur þar sem menn leika fyrir hönd íslands og þeir verða að gefa allt sem þeir eiga 1 iandsleiki. Leikmenn sem ekki gera það, eiga ekki heimtingu á landsliðssæti. Fjöldi annarra knattspyrnumanna er tiibúinn í slaginn. Þýðing leiksins i Búdapest var mikil — með sigri hefði landslið- ið náð bestum árangri sem lið hefur náð á einu ári; leikið sjö leiki, unnið þijá, gert þijú jafn- tefli, tapað aðeins einum ieik, sem er 64% ársárangur. Með tapinu fyrir rétt þokkalegu ung- versku liði, er ársárangur liðsins ágætur, eða 50% Það að leikmenn voru að kveðja þjálfara, sem hefur gert mikið fyrir íslenska knatt- spymu, kallaði á að leikmenn hefðu átt að standa sig. Einnig það að þeir voru að leika fyrir framan þjálfara, sem hefur fylgst með liðinu í tveimur síð- ustu leikjum þess og er nú búinn að taka við landsliðsþjálfara- starfinu. íþróttamenn verða að hafa metnað til að standa sig, þegar leikið er fyrir hönd lslands. Menn eru byijaðir að hafa áhyg0ur af áhugaleysinu 1 Búdapest. Birkir Kristinsson, markvörður landsliðsins, sagði m.a. þetta í viðtaii við Morgun- blaðið eftir ieikinn: „Það er orð- ið áhyggjuefni, ef menn leggja sig ekki alla fram í landsleikjum. Menn verða að fara að huga að því á næstunni. Þegar nýr landsliðsþjálfari tekur við verður farið að huga að æfingaleikjum fyrir næsta stórverkefni, sem er undankeppni heimsmeistara- keppninnar en ef leikmenn leggja sig ekki meira fram í landsleikjum en raun ber vitni, þá sé ég ekki neinn tilgang í að fá mikið af æfíngaleikjum.“ Það er rétt hjá Birki — það er ekki til neins að fá aukin verkefni fyrir landsliðið, ef menn eru ekki með metnað til að leika þá með sæmd. Sigmundur Ó. Steinarsson Menn verða að hafa metnað þegar leikið er fyrir hönd íslands Hvernig líkar bandarísku körfuboltastúlkunni BETSY HARRIS vistin hérá landi? Kann mjög vel við mig héma ELISABETH Harris, eða Betsy eins og hún er alltaf kölluð, er ekki nema 23 ára gömul en er engu að síður að spila sem atvinnumaður í körfuknattleik á íslandi. Betsy leikur með ís- landsmeisturum Breiðabliks og hefur vakið mikla athygli fyrir snerpu og frábæra hittni og er af mörgum talin sú besta sem hingað til lands hefur komið. Hún gerði 44 stig um helgina gegn Grindvíkingum, en með liði þeirra leikur Penny Peppas, sem var hjá Blikum i'fyrra. ^Jetsy er fædd í Jacksonville í Eftir Skúla Unnar Sveinsson Flórída í Bandaríkjunum 2. apríl 1972 og byijaði snemma í körfuknattleik og hefur gengið ágæt- lega í þeirri íþrótt. Hún komst meðal annars í fjögurra liða úrslit með skóla sínum, Univers- ity of Alabama, áður en hún gerð- ist atvinnumaður í íþróttinni. í fyrra lék hún á Spáni síðari hluta keppnis- tímabilsins en ákvað að slá til og koma til íslands þegar henni bauðst það. „Ég var að bíða eftir að fá tilboð frá öðrum löndum en þegar umboðs- maður minn hafði samband og spurði hvort ég væri til í að fara til íslands varð það ofaná, ég gat ekki beðið lengur eftir tilboðum frá öðrum löndum." Vissir þú eitthvað um land og þjóð? „Áður en ég kom hafði mér bor- ist tilboð frá íslandi og ég og um- boðsmaður minn höfðum aflað okk- ur upplýsinga um ísland þannig að maður vissi hvar það var á hnettin- um, en lítið meira. Vinir mínir spurðu hvort það væri ekki allt í lagi með mig. „ísland!" sögðu þeir og vissu ekkert. Eftir að ég talaði við „Siggi“ [Sigurð Hjörleifsson þjálfara 1. deildar liðs Breiðabliks] vissi ég ýmislegt um land og þjóð. Annars hafði ég ekki miklar áhyggj- ur af þessu, heldur vildi ég koma og gera það sem til var ætlast af mér.“ Hvemig hefur þér líkað vistin? „Mjög vel. Mér líður mjög vel hér og fólk er ótrúlega þægilegt þannig að ég kann vel við mig héma. Ég spilaði á Spáni í fyrra og þar leið mér ekki vel og því er ég ánægð með að vera héma. Hér er gott að vera, ég kann vel við stelpumar í liðinu og ég er ánægð. Það er mjög mikilvægt ætli maður sér að ná Morgunblaðið/Kristinn BETSY Harris hefur leikið mjög vel með Breiðabliki í vetur og gerði um helglna 44 stlg gegn Grindvíklngum. árangri í íþrótt sinni.“ En hvers vegna valdir þú körfuknattleik á sfnum tíma? „Þegar ég var í bamaskóla fannst mér gott að geta farið út á körfu- boltavöll að leika mér með bolta þegar ég viidi vera ein. Þú ferð ekki einn í svo margar íþróttir, en það er hægt í körfubolta. Þetta hjálpar líka þannig að menn lenda ekki í einhveiju óæskilegu á meðan þeir eru í íþróttum." Hefur þú prófað aðrar íþróttir? „Já, ég var talsvert í tennis og fleiru en ég ákvað mjög snemma að körfuknattleikur væri mín íþrótt, ég var bara í hinu til að hafa gam- an af. En það var eiginlega ljóst frá upphafi að ég færi í körfuna." Hvaða stöðu spilar þú? „Venjulega leik ég sem skotbak- vörður en héma er ég leikstjóm- andi.“ Færðu þá ekki færri tækifæri til að skjóta en áður? „Nei, nei. Sjáðu til, þegar þú ert leikstjómandi þá ertu miklu meira með boltann heldur en þegar þú leikur sem skotbakvörður. Ætli ég skjóti bara ekki meira héma en ég gerði sem skotbakvörður!" Þú ert að þjálfa þijá flokka hjá Breiðabliki, hvernig kanntu við það? „Það er alveg frábært. Ég er með tvo stúlknaflokka og einn stráka- flokk og karin mjög vel við það. Strákamir em ekkert erfiðari en stelpumar og þeir eru indælir." Getur þú lýst þér sem leikmanni? „Ég held mér sé óhætt að segja að ég sé mjög metnaðargjöm og ég hef mikið keppnisskap. Ætli það segi ekki allt sem segja þarf.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.