Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ' MORGUNBLAÐIÐ . ÞRIÐJUDAGUR14. NÓVEMBER1995 C 5
ÍÞRÓTTIR
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPN! FELAGSLIÐA
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
ERLIIMGUR Kristjánsson, fyrirliðí KA-manna, í skotfærl í leiknum gegn slóvakíska liðinu VSZ frá Koslce í KA-heimilinu á laugardag.
Betur má ef
duga skal
Valsmenn fara með tvö mörk í
veganesti til Portúgals
Morgunblaðið/Bjami
IIMGI Rafn Jónsson, Valsmaður, sækir að vörn ABC Braga. Ingi kom inn
á eftir að Dagur Sigurðsson fékk þriðju brottvísunina í seinni hálfieik
og var því meinuð frekari þátttaka í leiknum.
Jón Kristjánsson, þjálfari Vals
Eigum meira inni
JÓN Kristjánsson, þjálfari og
leikmaður Vals, var ekki nægi-
lega ánægður með tveggja
marka sigur. „Þessi munur er
kannski aðeins of lítill. Við
hefðum átt að geta náð meiri
mun því við vorum að klúðra
nokkrum sóknum í lokin. Þetta
verður erfitt í Portúgal," sagði
þjálfarinn.
Jón sagði að portúgalska liðið
hafi reynt að róa Ieikinn. „Við
keyrðum mikið hraðaupphlaupin í
fyrri hálfleik en þeir náðu leiknum
niður og pössuðu sig á að missa
leikinn ekki út úr höndunum og
tapa stórt. Við komum til með að
reyna að hægja á leiknum úti því
þeir verða þá að breyta sinni leikað-
ferð. Við eigum meira inni, en ég
er samt ekki ósáttur hvernig við
spiluðum þennan leik. Línumaður
þeirra var okkur erfiður og það er
Ijóst að hann á ekki að komast upp
með að skora átta mörk og fiska
annað eins af vítum. Við þurfum
að leggja áherslu á að laga vörnina
fyrir síðari leikinn," sagði Jón.
Vona að þetta dugi
„Það er ágætt að fara með tvö
mörk í síðari leikinn en það hefði mátt vera
meira,“ sagði Dagur Sigurðsson, fyrirliði Vais.
„Við spiluðum ekki okkar besta leik og ég er
hálf vonsvikinn yfir því.
En ég vona að þetta dugi okkur til að kom-
ast áfram. Við erum með sterkt lið og handbol-
talega séð finnst mér við vera með betra Iið
en þeir.
Við eigum möguieika og við ætlum áfram.
Þeir eru skynsamir og leika agað. Við þurfum
að vinna heimavinnuna vel áður en við förum
í síðari leikinn, en þetta er hægt.“
VALSMENN sigruðu ABC
Braga, 25:23, ífyrri leik liðanna
í Evrópukeppni meistaraliða f
16-liða úrslitum að Hlíðarenda
á laugardaginn. Það gæti
reynst Valsmönnum þrautin
þyngri að komast áfram því
veganestið til Portúgals er með
allra minnsta móti, eða tvö
mörk. Valsmenn hafa þó sýnt
það í gegnum árin að þeir geta
leikið vel á útivelli og þvf er of
snemmt að afskrifa þá á þess-
ari stundu.
Valsmenn byijuðu leikinn með
miklum látum og komust í 5:1
eftir 12 mínútna leik og voru fjögur
markanna gerð úr
hraðaupphlaupum.
Gestimir náðu að
róa leikinn niður og
með öguðum leik
jöfnuðu þeir og komust yfir 7:8
þegar skammt var til loka fyrri
hálfleiks. Valgarð Thoroddsen tók
þá til sinna ráða og gerði fjögur
glæsileg mörk á lokakaflanum og
staðan í hálfleik 13:11.
ValurB.
Jonatansson
skrifar
Þjálfari Braga: Eigum
að vinna þetta upp
ALEXANDER Donner, sem hefur verið þjálfari Braga í fjögur ár, var
óánægður með leik liðs síns en sagði að með eðlilegum leik ætti það að
vinna muninn upp á heimavelli.
„Við lékum ekki mjög vel og gáfum Valsmönnum færi á allt of mörg-
um gagnsóknum sem við verðum að stöðva í seinni leiknum,“ sagði hann
við Morgunblaðið. Gert er ráð fyrir að fullt verði í Braga á laugardag-
inn kemur, 4.000 manns, og sagði Donner að heimavöllurinn gæti haft
mikið að segja. „Svo framarlega sem við spilum eðlilegan leik en ef við
spilun eins og hérna er útlitið ekki gott.“
Portúgalarnir gerðu fyrstu tvö
mörkin í síðari hálfleik og jöfnuðu,
13:13. Jafnt var síðan á flestum
tölum upp í 18:18 um miðjan hálf-
leikinn. Jón Kristjánsson, sem hafði
ekki gert mark, hrökk þá í gang
og gerði fjögur mörk á skömmum
tíma. íslandsmeistararnir náðu að
halda þetta út og vinna með tveggja
marka mun, þó svo að þeir hafi
aðeins gert tvö mörk úr síðustu sjö
sóknum sínum.
Valsmenn geta mun betur en
þeir sýndu í þessum leik. Það var
aðeins fyrsta stundarfjórðunginn í
leiknum sem þeir spiluðu vel, síðan
var allt of mikið um fum og fát.
Valgarð átti stjörnuleik, gerði 8'
mörk úr 9 tilraunum. Eins komst
Davíð Ólafsson vel frá sínu. Sigfús
lék vel í fyrri hálfleik, en komst lítt
áleiðis í þeim síðari. Landsliðsmenn-
irnir, Jón, Ólafur og Dagur, eiga
mikið inni og þá sérstaklega Dag-
ur, seni lét yfirleitt allt fara í taug-
arnar á sér og fékk síðan að gjalda
þess með rauðu spjaldi undir lokin.
Þessir þrír gerðu aðeins eitt mark
til samans í fyrri hálfleik. Guð-
mundur Hrafnkelsson var ekki líkur
sjálfum sér í markinu. Vörnin var
heldur ekki nægilega góð og lét
línumanninn Galambas komast upp
með allt of mikið. Hann gerði 8
mörk og það á ekki að geta gerst
í fiatri 6-0-vörn.
Pórtúgalska liðið er nokkuð gott
og skipað sterkum leikmönnum í
öllum stöðum. Það lék skynsamlega
og stjórnaði leiknum þegar líða tók
á. Línumaðurinn Galambas var
besti maður liðsins og greinilegt að
það þarf að gæta hans betur í síð-
ari leiknum. Eins er skyttan Res-
ende (nr. 7) góður og Rússinn Bol-
otskih (nr. 14) á líklega meira inni.
Helsti veikleiki liðsins eru horna-
mennirnir, sem gerðu ekkert mark
úr horni.
Full tæpur KA-sig-
ur gegn Kosice
KA-menn eiga allgóða mögu-
leika á að komast í 3. umferð
í Evrópukeppni bikarhafa, 8-
liða úrslit, eftir 33:28 sigur
gegn Kosice frá Slóvakíu ífyrri
leik liðanna á Akureyri sl. laug-
ardag. Munurinn hefði þó
mátt vera meiri og á tímabili
stefndi íburst. Vopnin snerust
í höndum KA-manna íseinni
hálfleik og Slóvakarnir söxuðu
á forskotið, allt niður í 2 mörk
undir lokin. Þrjú mörk Patreks
á síðustu 3 mínútunum vega
þó eflaust þungt en það á eft-
ir að koma í Ijós í seinni leikn-
um hvort forskotið dugir KA.
Fyrri hálfleikur var afskaplega
fjörugur, svo ekki sé meira
sagt, enda skorað mark á mínútu
og staðan í leikhléi
Stefán Þór 19:12 fyrir KA.
Sæmundsson Liðið hefur vart
skrifarfrá byrjað eins • kröft-
Akuœyri uglega - langan
tíma og KA var
komið í 5:1 eftir 6 mínútna leik.
Áhorfendur öskruðu, allt gekk upp
og gestirnir frá Slóvakíu virtust
ráðvilltir. Þeir tóku þó við sér með
landsliðsskyttuna Peter Jano í far-
arbroddi. Það hjálpaði liði Kosice
líka mikið að Patrekur Jóhannes-
son var rekinn tvisvar út af með
tveggja mínútna millibili áður en
hálfleikurinn var hálfnaður.
Kosice minnkaði muninn og Pat-
rekur var lítið notaður í vörninni
eftir þetta. Seinni brottvísun hans
var æði vafasöm.
Það voru hornamennirnir
Björgvin Björgvinsson og Jóhann
G. Jóhannsson sem fóru á kostum
hjá KA í fyrri hálfleik og einnig
var línumaðurinn Leó Örn Þor-
leifsson drjúgur. Þremenningarnir
skoruðu samtals 12 mörk í hálf-
leiknum og Patrekur var líka seig-
ur. Julian Duranona skoraði á hinn
bógirm aðeins eitt mark. En sjö
marka forysta í leikhléi gaf vonir
um stórsigur.
í seinni hálfleik gripu Slóvak-
arnir til þess ráðs að klippa horna-
mennina nánast út og þessi varn-
araðferð gekk upp því þremenn-
ingarnir fyrrnefndu náðu þá að-
eins að skora 2 mörk. Patrekur
og Duranona voru í aðalhlutverki
en gerðu þó mörg mistök og sókn-
arleikur KA var alls ekki burðugur
í hálfleiknum. Leikmenn voru að
mestu kyrrir í sínum stöðum og
lítið leyst upp eða bryddað upp á
leikkerfum. Snaggaralegir Sló-
vakar gengu á lagið og skoruðu
alls 16 mörk gegn 14 mörkum
KA í hálfleiknum og voru næstum
búnir að eyða forskotinu því þegar
um þrjár og hálf mínúta lifði af
leiknum var staðan 30:28 og höfðu
leikmenn Kosice þá skorað 8 mörk
gegn 3 mörkum frá Duranona á
niu mínútna kafla. Patrekur
bjargaði þó andliti heimamanna í
lokin með þremur mörkum.
Lið Kosice er ekki í hópi þeirra
bestu í heimi en margir leikmenn
þess þó mjög snöggir og sterkir,
s.s. Peter Jano, Ján Kolesár og
Gabriel Schmiedt. Þá kom tveggja
metra sláni, örvhenta stórskyttan
Petar Vozar, inn á í seinni hálf-
leik og virtist eiga auðvelt með
að skora. Annars er hraðinn aðals-
merki liðsins og KA-menn náðu
ekki að halda þessum hraða niðri
eða flagga sinni landsfrægu ,vörn
að ráði. Þar sýndu Alfreð og læri-
sveinar hans þó ágæt tilþrif á
köflum en með Patrek og Duran-
ona utan vallar vantar nokkra
steina í múrinn.
Guðmundur Arnar varði oft
prýðilega. Um þátt horna- og línu-
mannanna í fyrri hálfleik hefur
áður verið fjallað en stórskytturn-
ar þurftu að bera leik KA uppi í
seinni hálfleik og háði það bæði
Patreki og Duranona að þeir voru
slappir eftir veikindi og gerðu
mörg mistök. Góðu hliðarnar voru
þó líka til staðar og skemmtileg
mörkin hans Patta, t.d. þau þrjú
fyrstu þegar boltinn fór í stöng
og inn. Verði allir leikmenn KA
sæmilega heilir í seinni leiknum
úti ætti liðið að geta komist lengra
í keppninni.
Engin uppgjof
hjá liðunum
„ÞETTA var ekki nógu mikill munur en ég vona að hann dugi.
Með betri vörn og færri mistökum í sókninni ættum við að
geta haldið þeim niðri úti. Þetta var hálfgert klúður hjá okkur
í seinni hálfleik. Við hættum að spila og einhver örvænting
greip um sig. Með eðlUegum leik og dómgæslu eigum við að
komast áfram og við stefnum ótrauðir í 8-liða úrslitin,“ sagði
Patrekur Jóhannesson eftir leikinn. Hann var örþreyttur og
sagðist varla hafa haft þrek í allan leikinn eftir veikindi.
Alfreð Gíslason, þjálfari KA, var ekkert allt of hress með
leik sinna manna og sagði að með slíkum leik í Slóvakíu myndi
liðið ekki komast áfram. Stefnan væri að sjálfsögðu sú að gera
betur.
Leikmenn Kosice voru húðskammaðir af þjálfaranum Miro-
slav Mino þótt þeir hefðu á vissan hátt staðið sig vel í því að
halda forskoti KA í skefjum. „Mér fannst við spila n\jög iUa í
fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Ekkert annað en sig-
ur kemur til greina í leiknum heima og ég er sannfærður um
að við komumst áfram í keppninni,“ sagði hinn eitraði Peter
Jano og bar höfuðið hátt þrátt fyrir skammirnar.
JUDO / ISLANDSMOT I SVEITAKEPPNI
Tvöfalt
hjáÁr-
manni
Armenningar urðu tvöfaldir ís-
landsmeistarar í sveitakeppni
Júdósambandsins sem fram fór í
íþróttahúsinu í Austurbergi um
helgina.
Armann vann í karlaflokki, hlaut
192 stig, A-lið KA varð í öðru sæti
með 127 stig, B-lið Ármanns í þriðja
með 64 og B;liða KA rak lestina
með 10 stig. í flokki karla 21 árs
og yngri hlaut Ármann 110 stig,
A-sveit KA varð í öðru sæti með
80 stig, B-sveit KA í þriðja með
70 stig og B-sveit Ármanns rak
lestina með 30 stig.
Á mótinu voru tækniverðlaun JSÍ
veitt fyrir árið 1994. Vernharð Þor-
leifsson, KA, hlaut þau í karla-
flokki, Vignir G. Stefánsson, Ár-
manni, í flokki U-21 og Bjarni
Skúlason í flokki 15-17 ára.
Morgunblaðið/Bjami Eiriksson
HALLDÓR Guðbjörnsson, gamla kempan sem var einn besti
júdómaður tandsins fyrir nokkrum árum, er byrjaður aftur ð
fullu og var í sigursveit Ármanns um helgina.
4 C ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995
IÞROTTIR
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN
Keflvíkingar rót-
burstuðu IR-inga
ÍR-INGAR höfðu ekki erindi
sem erfiði þegar þeir mættu
heimamönnum í Keflavík i leik
sem fyrirfram var búist við að
yrði spennandi. En það reynd-
ist öðru nær og Keflvikingar
léku feikna vel og rótburstuðu
ÍR-inga 117:85 eftir að staðan
i hálfleik hafði verið 52:38.
Það var rétt á upphafsmínútunum
sem jafnræði var með liðunum
en eftir það stungu Keflvíkingar af.
■■■■■■ Það var fyrst og
Bjöm fremst frábær vam-
Blöndal arleikur Keflvíkinga
skrifarfrá sem gerði útslagið og
Keflavík elns þeim ag
halda helsta stigaskorara ÍR-inga,
Herbert Amarsyni, nær algjöriega
niðri. ÍR-ingar mega þó eiga það,
að þeir börðust allt til loka en þeir
hittu einfaldlega aigera ofjarla sína
að þessu sinni. „Við vorum gjörsam-
lega yfirspilaðir,11 var það eina sem
John Rhodes þjálfari og leikmaður
ÍR-inga vildi láta hafa eftir sér um
frammistöðu sinna manna.
„Ég held að þetta sé besti ieikur
okkar á tímabilinu og er afar ánægð-
ur hvemig til tókst. ÍR-ingar eru
sterkir og það verður að segjast eins
og er að ég var hálf smeykur fyrir
leikinn. Við lögðum megináherslu &
góða vöm og hafa góðar gætur á
þeim John Rhodes og Herbert Arnar-
syni. Þetta gekk upp og þar með
náðum við í ákaflega þýðingamikil
stig,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari
og leikmaður Keflvíkinga. •
Allir liðsmenn Keflvíkingá komu
við sögu í leiknum og þeir gátu leyft
sér að taka byijunarliðið útaf þegar
6 mínútur vora til leiksloka. En það
virtist litlu máli skipta því ungu pilt-
amir sem þá komu inná gáfu ekkert
eftir. Bestu menn vora þó tvímæla-
laust Albert Óskarsson, Lenear
Burns og Davíð Grissom. Besti mað-
ur ÍR var John Rhodes - aðrir náðu
aldrei að sýna sitt besta.
Valsmenn komnir á blað
Við emm kátir með sigurinn, það
hlaut að koma að þessu,“ sagði
Torfi Magnússon, þjálfari Vals, eftir
að hans mönnum
jvar tókst loks að sigra í
Benediktsson sínum fyrsta leik í
skrifar úrvalsdeildinni er Þór
frá Akureyri kom í
heimsókn að Hlíðarenda á sunnu-
dagskvöldið. Lokatölur voru 82:80
og var svo sannarlega kátt-á meðal
þeirra fáu Valsmann a sem mættu
á heimavöll sinn að þessu sinni.
Ronald Bayless gaf félögum sínum
í Val tóninn þegar hann tróð knettin-
um í körfuna á upphafs sekúndunum
og það virkaði vel á þá. Þeir tóku
fmmkvæðið í leiknum sem þeir héldu
fram að hálfleik. Norðanmenn náðu
sér ekki á strik í fyrri hlutanum og
söknuðu greinilega Freds Williams
sem var í leikbanni. Vörnin var stöð
og sóknarleikurinn gekk illa og Krist-
inn Friðriksson hitti illa. Valsmenn
leiddu með tíu stigum í hléi, 46:36.
En Kristinn Friðriksson kom sjóð-
heitur til ieiks í síðari hálfleik og
skoraði átján fyrstu stig Þórs í síð-
ari hálfleik og kom félögum sínum
þar með inn í leikinn að nýju. Þórsar-
ar jöfnuðu fljótlega á þessum kafla
og komust í fyrsta sinn yfir, 59:60.
Eftir það var leikurinn í jámum og
liðin skiptust á um forystuna. Þórsar-
ar náðu forystu 72:77 þegar fimm
mínútur voru eftir, en Valsmenn
sóttu í sig veðrið á Iokakaflanum og
munaði þar mestu að þeim tókst að
loka Kristin Friðriksson af og var
þar að verki Ronald Bayless, en hann
fór hamförum í vörn jafn sem sókn.
Eftir nokkurn darraðadans á lo-
kakaflanum tókst Valsmönnum að
knýja fram sanngjarnan sigur.
Meistarabragur á UMFN
Njarðvíkingar sigruðu lið Tinda-
stóls örugglega 82:69 á Sauð-
árkróki. Gestimir léku eins og sönn-
um íslandsmeistur-
Frá Birni um sæm>r — ef frá
Björnssyni ' eru taldar allra síð-
á Sauðárkróki ustu mínúturnar
þegar sigurinn var í
höfn — og verðskulduðu sigurinn,
sem aldrei var í hættu.
Leikurinn var mjög hraður frá
upphafi til enda. Torrey John gerði
fyrstu stigin en Rondey Robinson
svaraði strax með tveimur fallegum
körfum og gaf Njarðvíkingum tón-
inn. Heimamenn héldu í við gestina
og komust yfir á tímabili, en Njarð-
víkingar, með Robinson sem lang
besta mann, gáfu engin grið og skor-
uðu grimmt. Torrey barðist vel og
hélt heimamönnum inni í leiknum.
Páll Kristinsson — komungur leik-
maður í liði Njarðvíkinga — kom inn
á um miðjan hálfleikinn og átti mjög
góðan leik. Hann leikur inni í teign-
um, er stór, fimasterkur og öruggur
og skoraði grimmt. Þar bætist Njarð-
víkingum gríðarlegur liðsauki.
Ómar Sigmarsson fékk fjórðu villu
sína seinni part fyrri hálfleiks og það
munaði nokkm fyrir Tindastólsmenn
en þeir áttu sæmilegan sprett í lok
fyrri hálfleiks og náðu að minnka
muninn þannig að forskot Njarðvík-
inga var tíu stig í hálfleik. Rondey
hóf seinni hálfleikinn með því að
gera fjögur fyrstu stigin og fljótlega
varð munurinn allt of mikill fyrir
heimamenn og ljóst að sigurinn yrði
aldrei í hættu.
Ómar fékk svo 5. villu sína fljót-
lega í seinni hálfieik og í framhaldinu
brottrekstrarvíti, þannig að hann
verður varla með í næsta ieik.
Njarðvíkingar létu boltann ganga
hratt og mjög vel og náðu mest 27
stiga forskoti, en heimamenn náðu
reyndar að minnka það niður í 13
stig í lokin.
Robinson var bestur í liði meistar-
anna en Páll, Jóhannes og Teitur
voru einnig góðir. Torrey John var
bestur í liði heimamanna en Hinrik
og Láms Dagur áttu ágæta spretti.
Bow sá um Skagamenn
Jonathan Bow fór á kostum gegn
Skagamönnum á sunnudaginn,
þegar þeir mættu KR-ingum í fjömg-
um leik á Seltjamar-
nesi. Eftir jafnan en
frekar slakan fyrri
hálfleik fóru KR-ing-
ar á flug og unnu
115:88, þar af gerði Bow 46 stig
áður en hann hvíldi í lokin til að leyfa
ungu drengjunum að spreyta sig.
Vesturbæingarnir vora lengi í
gang og þegar þeir höfðu sig af stað
svömðu Skagamenn með ijórum
þriggja stiga körfum og Milton Bell
tróð tvisvar. Hann og Haraidur Leifs-
son tóku líka góða syrpu rétt fyrir
hlé svo að ÍA var 44:48 yfir í leikhléi.
Efir hlé fóru KR-ingar sér hægar
eri vönduðu sig þess meira svo að
vörnin small saman og síðan sóknin
í kjöifarið. Bow tók við sér svo um
munaði og Ingvar Ormarsson smellti
niður flórum þriggja stiga körfum á
stuttum tíma. Skagamenn komust
ekki inn í leikinn og undir lokin gáf-
ust þeir upp og KR setti ungu dreng-
ina af bekknum inn á.
„Fyrri hálfleikur var hörmulegur
en eftir hlé sló KR-hjariað og liðið
sýndi hvað það getur ef hugarfarið
er í lagi,“ sagði Benedikt Guðmunds-
son, þjálfari KR. Sem fyrr segir var
Bow í miklum ham og kraftur hans
dreif liðið líka áfram. Hann nýtti 8
af 11 skotum innan teigs, 8 af 10
utan, öll 3 þriggja stiga skotin og 5
af 6 vítaskotum en tók 7 fráköst.
Óskar Kristjánsson átti líka góðan
Stefán
Stefánsson
skrifar
leik, gaf meðal annars 13 stoðsend-
ingar og Ingvar Ormarsson var
dijúgur — m.a. fóru 5 af 7 þriggja
stiga skotum ofaní.
Skagamenn áttu ekkert svar þegar
KR fór á flug en gáfust ekki upp
fyrr en í lokin. Milton Bell gerði 31
stig, tpk 16 fráköst og gaf 5 stoð-
sendingar, fyrir utan margar glæsi-
legar troðslur og tilþrif, sem glöddu
alla áhorfendur. Bjami Magnússon,
Jón Þór Þórðarson og Haraldur Leifs-
son áttu góða kafla.
Leikglaöir Gríndvíkingar
Grindvíkingar höfðu leikgleðina í
fyrirrúmi þegar þeir lögðu
Borgnesinga að velli í Grindavík
■■■■■■ 103:81. Gestirnir
Frímann byijuðu vel og virtist
Ólafsson mótspyrna þeirra slá
skrifar frá heimamenn út af
laginu til að byija
með. Leikurinn jafnaðist og munur-
inn varð ekki mikili fyrr en rétt fyr-
ir háifleik þegar Grindvíkingar náðu
11 stiga forskoti.
Helgi Jónas byijaði með þriggja
stiga körfu í seinni hálfleik og það
var aðeins forsmekkurinn að því sem
hann átti eftir að sýna. Hann fór á
kostum og gerði 15 stig á fyrstu 5
mínútum hálfleiksins, þar af vora 4
þriggja stiga körfur. Hann meiddist
síðan á hendi eftir að hafa lent í
samstuði við einn Borgnesinga og fór
útaf. Þáð kom ekki að sök því mun-
inn áttu gestirnir aldrei möguleika á
að vinna upp.
„Mér fannst við spila ágætlega í
fyrri hálfleik en síðan vorum við yfir-
spilaðir á fyrstu 5 mínútum seinni
hálfleiks og vöknuðum við þann
vonda draum að vera búnir að tapa
leiknum,“ sagði Tómas Holton þjálf-
ari Skallagríms. Hann skipti sjálfum
sér útaf eftir þessa syrpu Grindvík-
inga og kom ekki meira við sögu.
Bragi Magnússon spilaði best Borg-
nesinga en aðrir vom nokkuð frá
sínu besta.
Þegar skyttur Grindvíkinga em í
ham stendur fátt fyrir liðinu. Þáttur
Helga er áður talinn en auk hans lék
Hjörtur mjög vel og Marel setti 4
þriggja stiga körfur niður. Ekki má
samt gleyma góðum varnarleik og
léikgleði Inga Karls Ingólfssonar sem
nánast kom Tómasi út úr leiknum
og dreif aðra með. Þá lék ungur leik-
maður, Páll Axel Vilbergsson, skín-
andi vel eftir að hann kom inná.
Blikar stóðu í Haukum
Haukar sigmðu Breiðablik 103:80
á heimavelli á sunnudagskvöld.
Þrátt fyrir að munurinn væri 23 stig
í lokin stóðu gestirnir
töluvert lengi í
heimamönnum, sem
þó höfðu ætíð yfir-
höndina.
Haukamenn byijuðu leikinn af
krafti, og voru fljótlega komnir með
rúmlega tíu stiga mun. Sóknarieikur-
inn gekk vel og vamarleikurinn var
traustur, en er á leið hálfleikinn
sýndu gestimir klæmar og minnkuðu
muninn,_ úr mest 15 stigum niður í
fjögur. I hálfleik var staðan 57:51,
Haukum í vil.
Síðari hálfleikur var í járnum lengi
vei, gestimir neituðu að gefast upp
en komust þó aldrei nær heimamönn-
um en svo að fjögur stig voru á
milli að minnsta kosti. Haukarnir
náðu síðan góðum kafla um miðjan
hálfleikinn og þá játuðu Blikar sig
sigraða.
Hjá heimamönnum voru Jason
Williford og Sigfús Gizurarson
traustir í vörn og sókn. Williford
gerði 34 stig og Sigfús 33. Halldór
Kristmannsson var bestur Blika,
gerði 28 stig og var lengi vel óstöðv-
andi í sókninni.
Stefán
Eiríksson
skrifar
ItifcMSlðMÍMtftsMNN