Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Keflvíkingar rót- burstuðu IR-inga ÍR-INGAR höfðu ekki erindi sem erf iði þegar þeir mættu heimamönnum í Keflavík íleik sem fyrirf ram var búist við að yrði spennandi. En það reynd- ist öðru nær og Kef Ivíkingar léku feikna vel og rótburstuðu ÍR-inga 117:85 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 52:38. Það var rétt á upphafsmínútunum sem jafnræði var með liðunum en eftir það stungu Keflvíkingar af. ¦¦¦¦¦I Það var fyrst og Björn fremst frábær varn- Blöndal arleikur Keflvíkinga skrifar frá sem gerðj útslagið og Keflavik eins tókst þeim að halda helsta stigaskorara ÍR-inga, Herbert Arnarsyni, nær algjörlega niðri. ÍR-ingar mega þó eiga það, að þeir börðust allt til loka en þeir hittu einfaldlega algera ofjarla sína að þessu sinni. „Við vorum gjörsam- lega yfirspilaðir," var það eina sem John Rhodes þjálfari og leikmaður ÍR-inga vildi láta hafa eftir sér um frammistöðu sinna manna. „Ég held að þetta sé besti leikur okkar á tímabilinu og er af ar ánægð- ur hvernig til tókst. ÍR-ingar eru sterkir og það verður að segjast eins og er að ég var hálf smeykur fyrir leikinn. Við lögðum megináherslu á góða vörn og hafa góðar gætur á þeim John Rhodes og Herbert Arnar- syni. Þetta gekk upp og þar með náðum við í ákaflega þýðingamikil stig," sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga. ^ Allir liðsmenn Keflvíkinga* komu við sögu í leiknum og þeir gátu leyft sér að taka byrjunarliðið útaf þegar 6 mínútur voru til leiksloka. En það virtist litlu máli skipta því ungu pilt- arnir sem þá komu inná gáfu ekkert eftir. Bestu memi voru þó tvímæla- laust Albert Óskarsson, Lenear Burns og Davíð Grissom. Besti mað- ur ÍR var John Rhodes - aðrir náðu aldrei að sýna sitt besta. Valsmenn komnir á blað Við erum kátir með sigurinn, það hlaut að koma að þessu," sagði Torfi Magnússon, þjálfari Vals, eftir að hans mönnum tókst loks að sigra í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni er Þór frá Akureyri kom í heimsókn að Hlíðarenda á sunnu- dagskvöldið. Lokatölur voru 82:80 og var svo sannarlega kátt-á meðal þeirra fáu Valsmann a sem mættu á heimavöll sinn að þessu sinni. Ronald Bayless gaf félögum sínum í Val tóninn þegar hann tróð knettin- um í körfuna á upphafs sekúndunum og það virkaði vel á þá. Þeir tóku frumkvæðið í leiknum sem þeir héldu fram að hálfleik. Norðanmenn náðu sér ekki á strik í fyrri hlutanum og söknuðu greinilega Freds Williams sem var í leikbanni. Vörnin var stöð og sóknarleikurinn gekk illa og Krist- inn Friðriksson hitti illa. Valsmenn leiddu með tíu stigum í hléi, 46:36. En Kristinn Friðriksson kom sjóð- heitur til leiks í síðari hálfleik og skoraði átján fyrstu stig Þórs í síð- ari hálfleik og kom félögum sínum þar með inn í leikinn að nýju. Þórsar- ar jöfnuðu fljótlega á þessum kafia og komust í fyrsta sinn yfir, 59:60. Eftir það var leikurinn í járnum og liðin skiptust á um forystuna. Þórsar- ar náðu forystu 72:77 þegar fímm mínútur voru eftir, en Valsmenn sóttu í sig veðrið á lokakaflanum og munaði þar mestu að þeim tókst að loka Kristin Friðriksson af og var þar að verki Ronald Bayless, en hann fór hamförum í vörn jafn sem sókn. Eftir nokkurn darraðadans á lo- kakaflanum tókst Valsmönnum að knýja fram sanngjarnan sigur. Ivar Benediktsson skrifar Frá Birni Melstarabragur á UMFN Njarðvíkingar sigruðu lið Tinda- stóls örugglega 82:69 á Sauð- árkróki. Gestirnir léku eins og sönn- um íslandsmeistur- um sæmir — ef frá Björnssyni " eru taldar allra síð- áSauðárkróki ustu mínúturnar þegar sigurinn var í höfn — og verðskulduðu sigurinn, sem aldrei yar í hættu. Leikurinn var mjög hraður frá upphafi til enda. Torrey John gerði fyrstu stigin en Rondey Robinson svaraði strax með tveimur fallegum körfum og gaf Njarðvíkingum tón- inn. Heimamenn héldu í við gestina og komust yfir á tímabili, en Njarð- víkingar, með Robinson sem lang besta mann, gáfu engin grið og skor- uðu grimmt. Torrey barðist vel og hélt heimamönnum inni í leiknum. Páll Kristinsson — kornungur leik- maður í liði Njarðvíkinga — kom inn á um miðjan hálfleikinn og átti mjög góðan leik. Hann leikur inni í teign- um, er stór, firnasterkur og öruggur og skoraði grimmt. Þar bætist Njarð- víkingum gríðarlegur liðsauki. Ómar Sigmarsson fékk fjórðu villu sína seinni part fyrri hálfleiks og það munaði nokkru fyrir Tindastólsmenn en þeir áttu sæmilegan sprett í lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn þannig að forskot Njarðvík- inga var tíu stig í hálfleik. Rondey hóf seinni hálfleikinn með því að gera fjögur fyrstu stigin og fljótlega varð munurinn allt of mikill fyrir heimamenn og ljóst að sigurinn yrði aldrei í hættu. Ómar fékk svo 5. villu sína fljót- lega í seinni hálfleik og í framhaldinu brottrekstrarvíti, þannig að hann verður varla með í næsta leik. Njarðvíkingar létu boltann ganga hratt og mjög vel og náðu mest 27 stiga forskoti, en heimamenn náðu reyndar að minnka það niður í 13 stig í lokin. Robinson var bestur í liði meistar- anna en Páll, Jóhannes og Teitur voru einnig góðir. Torrey John var bestur í liði heimamanna en Hinrik og Lárus Dagur áttu ágæta spretti. Bow sá um Skagamenn Jonathan Bow fór á kostum gegn Skagamönnum á sunnudaginn, þegar þeir mættu KR-ingum í fjörug- um leik á Seltjarnar- nesi. Eftir jafnan en frekar slakan fyrri hálfleik fóru KR-ing- ar á flug og unnu 115:88, þar af gerði Bow 46 stig áður en hann hvíldi í lokin til að leyfa ungu drengjunum að spreyta sig. Vesturbæingarnir voru lengi í gang og þegar þeir höfðu sig af stað svöruðu Skagamenn með fjórum þriggja stiga körfum og Milton Bell tróð tvisvar. Hann og Haraldur Leifs- son tóku líka góða syrpu rétt fyrir hlé svo að ÍA var 44:48 yfir í leikhléi. Efir hlé fóru KR-ingar sér hægar eri vönduðu sig þess meira svo að vörnin small saman og síðan sóknin í kjölfarið. Bow tók við sér svo um munaði og Ingvar Ormarsson smellti niður fjórum þriggja stiga körfum á stuttum tíma. Skagamenn komust ekki inn í leikinn og undir lokin gáf- ust þeir upp og KR setti ungu dreng- ina af bekknum inn á. „Fyrri hálfleikur var hörmulegur en eftir hlé sló KR-hjartað og liðið sýndi hvað það getur ef hugarfarið er í lagi," sagði Benedikt Guðmunds- son, þjálfari KR. Sem fyrr segir var Bow í miklum ham og kraftur hans dreif liðið líka áfram. Hann nýtti 8 af 11 skotum innan teigs, 8 af 10 utan, öll 3 þriggja stiga skotin og 5 af 6 vítaskotum en tók 7 fráköst. Óskar Kristjánsson átti líka góðan leik, gaf meðal annars 13 stoðsend- ingar og Ingvar Ormarsson var drjúgur — m.a. fóru 5 af 7 þriggja stiga skotum ofaní. Skagamenn áttu ekkert svar þegar KR fór á flug en gáfust ekki upp fyrr en í lokin. Milton Bell gerði 31 stig, tók 16 fráköst og gaf 5 stoð- sendingar, fyrir utan margar glæsi- legar troðslur og tilþrif, sem glöddu alla áhorfendur. Bjarni Magnússon, Jón Þór Þórðarson og Haraldur Leifs- son áttu góða kafla. Leikglaðir Grindvíkingar Grindvíkingar höfðu leikgleðina í fyrirrúmi þegar þeir lögðu Borgnesinga að velli í Grindavík Wmammm 103:81. Gestirnir Fn'mann byrjuðu vel og virtist Ólafsson mótspyrna þeirra slá skrifarfrá heimamenn út af Gnndavik ,aginu tj) að byrja með. Leikurinn jafnaðist og munur- inn varð ekki mikill fyrr en rétt fyr- ir hálfleik þegar Grindvíkingar náðu 11 stiga forskoti. Helgi Jónas byrjaði með þriggja stiga körfu í seinni hálfleik og það var aðeins forsmekkurinn að því sem hann átti eftir að sýna. Hann fór á kostum og gerði 15 stig á fyrstu 5 mínútum hálfleiksins, þar af voru 4 þriggja stiga körfur. Hann meiddist síðan á hendi eftir að hafa lent í samstuði við einn Borgnesinga og fór útaf. Þáð kom ekki að sök því mun- inn áttu gestirnir aldrei möguleika á að vinna upp. „Mér fannst við spila ágætlega í fyrri hálfleik en síðan vorum við yfir- spilaðir á fyrstu 5 mínútum seinni hálfleiks og vöknuðum við þann vonda draum að vera búnir að tapa leiknum," sagði Tómas Holton þjálf- ari Skallagríms. Hann skipti sjálfum sér útaf eftir þessa syrpu Grindvík- inga og kom ekki meira við sögu. Bragi Magnússon spilaði best Borg- nesinga en aðrir voru nokkuð frá sínu besta. Þegar skyttur Grindvíkinga eru í ham stendur fátt fyrir liðinu. Þáttur Helga er áður talinn en auk hans lék Hjörtur mjög vel og Marel setti 4 þriggja stiga körfur niður. Ekki má samt gleyma góðum varnarleik og léikgleði Inga Karls Ingólfssonar sem nánast kom Tómasi út úr leiknum og dreif aðra með. Þá lék ungur leik- maður, Páll Axel Vilbergsson, skín- andi vel eftir að hann kom inná. Blikar stóðu í Haukum Haukar sigruðu Breiðablik 103:80 á heimavelli á sunnudagskvöld. Þrátt fyrir að munurinn væri 23 stig í lokin stóðu gestirnir töluvert lengi í heimamönnum, sem þó höfðu ætíð yfir- höndina. Haukamenn byrjuðu leikinn af krafti, og voru fljótlega komnir með rúmlega tíu stiga mun. Sóknarleikur- inn gekk vel og varnarleikurinn var traustur, en er á leið hálfleikinn sýndu gestirnir klæmar og minnkuðu muninn, úr mest 15 stigum niður í fjögur. í hálfleik var staðan 57:51, Haukum í vil. Síðari hálfleikur var í járnum lengi vel, gestimir neituðu að gefast upp en komust þó aldrei nær heimamönn- um en svo að fjögur stig voru á milli að minnsta kosti. Haukamir náðu síðan góðum kafla um miðjan hálfleikinn og þá játuðu Blikar sig sigraða. Hjá heimamönnum voru Jason Williford og Sigfús Gizurarson traustir í vörn og sókn. Williford gerði 34 stig og Sigfús 33. Halldór Kristmannsson var bestur Blika, gerði 28 stig og var lengi vel óstöðv- andi í sókninni. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI FELAC Stefán Eiríksson skrífar ERLINGUR Kristjánsson, fyrirliði KA-manna, í skotfæri í leiknum gegn Morgunblaðið/Bjarni INGI Rafn Jónsson, Valsmaður, sækir að vörn ABC Braga. Ingi kom inn á eftir að Dagur Sigurðsson fékk þriðju brottvísunina í seinni hálfleik og var því meinuð frekari þátttaka í leiknum. Jón Kristjánsson, þjálfari Vals Eigum meira inni JÓN Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals, var ekki nægi- lega ánægður með tveggja marka sigur. „Þessi munurer kannski aðeins of lítill. Við hefðum átt að geta náð meiri mun þvívið vorum að klúðra nokkrum sóknum í lokin. Þetta verður erf itt í Portúgal," sagði þjálfarinn. Jón sagði að portúgalska liðið hafi reynt að róa Ielkinn. „Við keyrðum mikið hraðaupphlaupin í fyrri hálfleik en þeir náðu leiknum niður og pössuðu sig á að missa leikinn ekki út úr höndunum og tapa stort. Við komum til með að reyna að hægja á leiknum úti því þeir verða þá að breyta sinni leikað- ferð. Við eigum meira inni, en ég er samt ekki ósáttur hvernig við spiluðum þennan leik. Línumaður þeirra var okkur erfiður og það er Ijóst að hann á ekki að komast upp með að skora átta mörk og fiska annað eins af vítum. Við þurfum að leggja áherslu á að laga vörnina fyrir síðari leikinn," sagði Jón. Vona að þetta dugi ,jÞað er ágætt að fara með tvö mörk í síðari leikinn en það hefði mátt vera meira," sagði Dagur Sigurðsson, fyrirliði Vals. „Við spiluðum ekki okkar besta leik og ég er hálf vonsvikinn yfir því. En ég vona að þetta dugi okkur til að kom- ast áfram. Við erum með sterkt lið og handbol- "talega séð finnst mér við vera með betra Iið en þeir. Við eigum möguleika og við ætlum áfram. Þeir eru skynsamir og leika agað. Við þurfum að vinna heimavinnuna vel áður en við förum í síðari leikinn, en þetta er hægt." Þjálfari Brac að vinna þí ALEX ANDER Donner, sem hefur verið þj óánægður með leik liðs síns en sagði að m< vinna muninn upp á heimavelli. „Við lékum ekki mjög vel og gáfum Val um gagnsóknum sem við verðum að stöðv við Morgunbiaðið. Gert er ráð fyrir að full inn kemur, 4.000 manns, og sagði Donner mikið að segja. „S vo framarlega sem við s spilun eins og hérna er útlitið ekki gott."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.